Rétt hjá Ólöfu Nordal.

Því miður er lítið um hugsjónaríka eldhuga í íslenskum stjórnmálum, en Ólöf Nordal er sannarlega í þeim hópi.

En Ólöf er ekki stöðugt að láta vita af því, hversu öflug hún er, það er vegna þess að þetta er henni eðlislægt og viss hógværð hefur ávalt verið aðalsmerki raunverulegra mikilmenna, á meðan minni spámenn þurfa stöðugt að auglýsa einhverja ímyndaða mannkosti.

Þess vegna verða ekki margir varir við hennar góðu kosti, en ég geri ráð fyrir að við fáum að njóta þeirra í ríkum mæli, í náinni framtíð.

Hún hefur ítrekað bent á þessa staðreynd, að atvinnu og verðmætasköpun er eina leiðin sem virkar og það er rétt hjá henni.

Einhverjir hafa bent á, að ekki hafi verið sýnt fram á möguleika á fjármögnun stóriðjuframkvæmda, en það er ekki hægt að tryggja fjármögnun áður en ákvörðun hefur verið tekin um framkvæmdina.

Það segir sig sjálft, að ef samningar nást við álver, sem gildir til tuttugu og fimm ára, þá er fjármögnun ekki mikið vandamál, því heimurinn er ekki þurrausinn af peningum, þótt það sé kreppa.

Rifrildi stjórnarflokkanna um virkjunarkosti og stefnu í atvinnumálum, auk óstöðugs stjórnarfars, sem fjárfestum er illa við, það allt gerir það að verkum, að fjármögnun er erfiðari en hún þarf að vera.

Ég hlakka til, því ég er mikill jafnréttissinni, að sjá nafn Ólafar við hlið Ólafs Thors, Bjarna Benediktssonar eldri og Davíðs Oddssonar í sögubókum framtíðar, þar sem fjallað er um merkustu stjórnmálamenn þjóðarinnar.


mbl.is Eina leiðin að auka hagvöxt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Úr skýrslu samtökum álframleiðanda framtíðarhorfur þar er ekki skortur á fé til að fjármagna frekari uppbyggingu.

Gert er ráð fyrir ársnotkun á áli verði orðin 100 milljón tonn árið 2050. Aukningin er einkum drifin áfram af þéttbýlisvæðingu, efnahagsþróun og iðnvæðingu.

Miðað við 4% árlegan vöxt á næstu 10 árum mun þurfa auka framleiðsluna um 18 milljón tonn á því tímabili.

Þetta jafngildir því reisa þarf á hverju ári 4,5 álver með 400þt framleiðslugetu.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 30.8.2011 kl. 15:00

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Sigurjón, vitanlega er það leikur einn að fjármagna orku fyrir álver, en það er frekar snúið ef stjórnin getur ekki ákveðið sig í stóriðjumálum.

Jón Ríkharðsson, 30.8.2011 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband