Sálfræðitrikk sem virkar stundum.

Ýmis misgóð sálfræðistrikk eru notuð í pólitík, til þess að verja stjórnmálaflokka og sefa reiði almennings.

Eitt vel þekkt sálfræðitrikk, sem nýtur vinsælda hjá mörgum, er að fá einhvern úr liðinu til að segja af sér og þá halda margir að viðkomandi flokkur sé ansi heiðarlegur og góður.

Steinunn Valdís var látinn taka pokann sinn, án þess að hún hefði nokkuð til þess unnið. Á árunum fyrir hrun var til fullt af peningum í þjóðfélaginu. Prófkjörsbarátta getur verið ansi dýr og margir stjórnmálamenn eiga ekki mikið eigið fé.

Það voru allir stuðningsmenn allra frambjóðenda á fullu við að sníkja styrki, þeir sem voru svo óheppnir, eins og Steinunn Valdís, að hafa duglega fjáraflamenn í sínu liði, liggja nú undir ámæli.

Það var enginn frambjóðandi sem hafnaði styrkjum, ekki svo vitað sé, sumir höfðu einfaldlega ekki nógu öfluga sníkjara í liði með sér. En dómsstóll götunnar er samur við sig, hann hefur talið fólki trú um að þeir sem hafi fengið háa styrki séu spilltari en aðrir.

Steinunn Valdís er ekki bjartasta peran í stjórnmálaflórunni, en heiðarleg er hún, hálf klaufsk, en enginn hefur getað klínt á hana neinu misjöfnu, öðru en að hún hafi haft röska stuðningsmenn.

Fyrir nokkrum árum heyrði ég umfjöllun í útvarpinu um stjórnmálamenn, erlendis, sem höfðu sagt af sér vegna ýmissa mála. Það kom í ljós, að oftast fengu þeir góðar stöður í stjórnsýslunni á sambærilegum kjörum og þeir áður höfðu notið.

Þetta virtist vera ágætt sálfræðistrikk til að sýna kjósendum að hart væri tekið á þeim, sem viku af braut hins grandvara stjórnmálamann.

Kjósendur taka við öllum dúsum sem þeir fá, þeim þykir vænt um stjórnmálamenn sem stunda aðferðina "ég býð og þú borgar". Það þykir ekki stórmannlegt í hinu daglega lífi, en voða sætt þegar stjórnmálamenn gera það.

Vitanlega verður Steinunn Valdís ekki lengi atvinnulaus, Guðmundur Árni sem ofbauð kjósendum á sínum tíma var kosinn aftur á þing, síðan álitinn heiðarlegur og góður kall, hann endaði svo sem sendiherra.

Kjósendur eru ekki fífl, en við getum verið ósköp einföld og trúgjörn stundum, stjórnmálamenn eru ansi naskir að reikna það út.

 


mbl.is Steinunn fer í innanríkisráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

einhversstaðar fyrir ekki svo mörgum dögum heyrði ég að í utanríkisráðuneytinu (á sér gangi) væri slatti fv "sendiherra" í sérverkefnum sem njóta fulls réttar ... nei  kjósendur eru ekki fífl

Jón Snæbjörnsson, 1.9.2011 kl. 08:34

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já, það er haugur af liði í allskonar sérverkefnum út um allt.

Það þarf að fara í sauman á þessu öllu.

Jón Ríkharðsson, 1.9.2011 kl. 11:08

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Já Jón, og þó fyrr hefði verið.

Eyjólfur G Svavarsson, 1.9.2011 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband