Föstudagur, 2. september 2011
Ríkisstjórnin er mesti efnahagsvandinn.
Ósamstíga ríkisstjórn sem stendur í deilum um aukaatriði, er ekki heppilegur kostur fyrir þjóð sem er að byggja sig upp.
Steingrímur og Jóhanna segja bæði, að fulltrúar frá AGS hafi hrósð þeim og ríkisstjórninni, fyrir afskaplega góð verk, en sennilega hafa þau misskilið kurteisi vimælenda sinna.
Það segir enginn útlendur sendimaður við leiðtoga ríkisstjórnar viðkomandi lands, að þau hafi staðið sig illa, ekki í samtölum. Vitanlega hafa þau skötuhjú þráspurt starfsmenn AGS um hvernig þau hafi staðið sig, starfsmenn AGS hafa kannski sagt að þau væru ágæt eða nokkuð góð.
Svona svipað og maður segir við konu sem þjáist af minnimáttarkennd og er í ljótum kjól, ef hún spyr mann að því, hvort kjóllinn sé ekki flottur. Auðvitað er ekki hægt að segja annað en að kjóllinn sé flottur.
Þvínæst segja þeir álit sitt í skýrsluformi og þá kemur í ljós, að ríkisstjórnin er mesti efnahagsvandinn sem Ísland þarf að glíma við.
Morgunblaðið vitnar í skýrslu sem AGS birti í vikunni og kemur með eftirfarandi tilvitnun;"Það hefur verið töluverður áhugi á nýjum fjárfestingum hér í starfsemi sem krefst mikillar orku, en yfirvinna þarf tæknilegar og fjárhagslegar hindranir. Af hálfu ríkisstjórnarinnar skortir á skýra stefnu um fjárfestingu, en það hefur aukið óvissu og dregið úr tiltrú viðskiptalífsins."
Stjórnarliðar þykjast ógurlega sniðugir þegar þeir segja að ríkið eigi ekki að skapa störf, það sé orðið gamaldags lumma. Vitanlega eru allir sammála því, betra er að einkageirinn skapi störf.
Gallinn er sá, að ríkisstjórnin kemur í veg fyrir það að einkageirinn geti skapað störf.
Varla á ríkið bæði að sleppa því að skapa störf og koma í veg fyrir að hægt sé að skapa störf, það er þá alveg ný og óþekkt hagfræði, sem vafasamt er að þróa frekar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.