Föstudagur, 9. september 2011
Hún þorir ekki að mæta honum.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur ekki kjark til að ræða við forsetann um ummæli hans, varðandi undirlægjuhátt ríkisstjórnarinnar í Icesave málinu.
Hún hefur heldur ekki kjark til að standa við þau loforð sem hún gaf, varðandi rannsókn á einkavæðingu Landsbanka og Búnaðarbanka, en nauðsynlegt er að rannsaka það ef hún telur að það hafi verið gert með ólögmætum hætti.
Eflaust telur hún einkavæðinguna hafa verið löglega og hún veit upp á sig skömmina í Icesave málinu fræga.
En hún er orðhákur mikill, slíkir einstaklingar eru oftast kjarklitlir þegar kemur að því að standa fyrir máli sínu.
Vitanlega á hún að rannsaka einkavæðingarferlið og eins stuðninginn við innrásina í Írak, ef hún telur að eitthvað misjafnt hafi verið á seiði.
Við sjálfstæðismenn viljum hafa allt uppi á borðum, benda má á að Geir H. Haarde skipaði rannsóknarnefnd til að kanna eigin verk og Davíð Oddsson lét Ríkisendurskoðun fjalla um einkavæðingu bankanna.
Það á enginn að óttast rannsókn á sínum verkum, það er nauðsynlegt til að skapa traust.
Kjarklausir stjórnmálamenn eins og Jóhanna og Steingrímur þora ekki að standa við stóru orðin, þau halda að hróp í ræðustól alþingis styðji þeirra veika málstað.
Gagnrýnir forseta Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert stórorður í kvöld. Þetta er allt pólitík. Gaman væri að heyra af flokki sem gæti gert allt.
Besti flokkurinn getur ekki gert allt því hann er í samsulli með SF.
Auðvitað er SF fullur af gömlu liði.
Ég held að sagnfræðingar munu skýra þetta ástand sem er í dag best þegar við erum löngu dauðir. Samt væri áhugavert að vita þetta rétt áður, allavega fyrir mig.
Stefán Júlíusson 9.9.2011 kl. 22:00
Ég veit ekki hvort ég sé stórorður í kvöld Stefán minn, þetta er bara mín upplifun á Jóhönnu.
Mér finnst ég eiga rétt á því, að heyra sannleikann um flokkinn minn.
Ef hann er eins spilltur og vinstri menn hafa sagt, þá vil ég að sjálfsögðu fá að vita það.
Mér leiðast hálfkveðnar vísur, þær hafa verið notaðar allt of lengi í pólitík og það er kominn tómi til að stjórnmálamenn standi fyrir máli sínu.
Það er raunverulega ábyrgðarlaust af Jóhönnu og félögum að standa ekki við það sem þau segja og láta fara fram rannsókn á einkavæðingu bankanna og innrásinni í Írak.
Það hreyfir ekkert við mér þótt það komi eitthvað misjafnt í ljós varðandi forystu Sjálfstæðisflokksins, ég vil hafa allt svona uppi á borðum.
Því miður held ég að sagnfræðingar framtíðar munu ekki skýra þetta betur en þeir sem upplifa atburðina.
Jón Ríkharðsson, 9.9.2011 kl. 23:14
Ég get huggað þig örlítið-og ég er samála því að sagnfræðningar framtíðarinnar geta ekki útskýrt þessa ríkissjtórn. - Nútíminn skilur ekkert í þessari ríkisstjórn.
Ég er sammála þér að það skiptir engu máli lengur hvort það sé "hægri eða vinstri " sem velst inn á Alþingi vort. Það sem skiptir máli er hvort við höfum val á að velja fólk til starfa- sem hefur eitthvað a milli eyrnanna.
Eggert Guðmundsson, 10.9.2011 kl. 00:01
Þakka þér fyrir Eggert, það er mjög erfitt að skilja þessa ríkisstjórn.
en ég tel það mun betra að vera með hægri stjórn, því ég er fylgjandi frelsi og mjög takmörkuðum ríkisrekstri.
Ég vil að þeir sem á þurfa að halda njóti stuðnings, en þeir sem eru vinnufærir eiga að sjá um sig sjálfir.
Þetta kann að hljóma kaldranalegt, en staðreyndin er sú að flest ríki hafa ekki efni á þessu stóra og dýra velferðarkerfi sem búið er að stofna til.
Svo þekki ég það vel, af eigin reynslu, að það er alltaf best að standa á eigin fótum, það þroskar menn og herðir.
Jón Ríkharðsson, 10.9.2011 kl. 00:22
Mig langar hér að benda ykkur á þátt Inva Hrafns í gærkveldi. Gestir voru Lilja Mósesd, Vigdís Hauks og Ólöf Nordal. Mjög fróðlegur þáttur og gjörólíkur fyrri þáttum að mörgu leiti. T.d. var þetta eiginlega bara hagfræði frá upphafi til enda.
Örn Johnson´43 10.9.2011 kl. 09:57
Þakka þér fyrir Örn, verst að ég missti af þesum þætti, því þessar þrjár konur eru allar mjög áheyrilegar og flottar.
Jón Ríkharðsson, 10.9.2011 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.