Er Ólafur Ragnar heppilegur kostur?

Forsetinn á að vera sameiningartákn þjóðarinnar og hann á að sitja á friðarstóli.

Ólafur Ragnar Grímsson er oft ansi fljótfær og hann á það til að missa út úr sér orð sem betur hefðu verið ósögð, einnig var það afskaplega klaufalegt að svíkja sendiherra Bandaríkjanna um orðuna á sínum tíma.

En það var gott að hafa hann þegar Icesave vitleysan gekk yfir, hann bjargaði þjóðinni í því máli.

Ólafur Ragnar er í eðli sínu harðskeyttur pólitíkus og hann kann alla þá klæki sem pólitíkin býr yfir.

Þegar hann var að undirbúa forsetaframboðið, þá fór hann að vera óskaplega rólegur og mildur á þingi, samanborið við það sem hann áður var, einnig fór hann að sækja messur og spjalla um Guð, þótt hann hafi verið yfirlýstur trúleysingi áður en hann fór í forsetaframboðið.

Á meðan útrásin var í blóma, sýndi hann mikinn dómgreindarbrest, því hann trúði því af öllu hjarta, að íslendingar væru mesta viðskiptaþjóðin.

Óvíst er hvort það sé heppilegt að maður á borð við forsetann sé að gefa afgerandi yfirlýsingar um hin ýmsu mál, hann á að vera fulltrúi lands og þjóðar og skapa sátt meðal þjóðarinnar.

Ólafur Ragnar skapar ekki sátt, hann heldur sínum skoðunum mjög á lofti og hann er allt of pólitíksur í þetta embætti.

Segja má um flesta leiðtoga, að stundum er tíminn réttur fyrir þá og stundum ekki. Óumdeilt er að Icesave tíminn var réttur tími fyrir Ólaf Ragnar.

Því miður hættir ansi mörgum til að horfa aðeins á eitt atriði og gleyma öllum hinum.

Ef það ríkir eðlilegt ástand í samfélaginu, er þá Ólafur Ragnar besti kosturinn?


mbl.is Forsetinn á allra vörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Waage

Það er erfitt að horfa framhjá þessu nuddi hans utan í Kínversk yfirvöld. Ég gerði mér ekki almennilega grein fyrir hans þætti í málinu. Það var talað um að Davíð Oddson hefði hafið undirbúning fyrir þennan gjaldeyrisskiptasamning en Ólafur Ragnr var aldrei nefndur í því sambandi. Ég er mjög mótfallinn þessu makki við Kínverja.

Gunnar Waage, 10.9.2011 kl. 18:53

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég set líka fyrirvara við náin samskipti við Kína, því kínverjar eru of afskiptasamir fyrir minn smekk, þótt vissulega megi ýmislegt af þeim læra.

Við eigum að hafa samskipti við kínverja, Bandaríkjamenn og Evrópusambandið á okkar forsendum, en ekki falla kylliflöt fyrir öllum sem veifa seðlabúntum.

Jón Ríkharðsson, 10.9.2011 kl. 19:28

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sú umræða sem nú á sér stað vegna kauptilboðs í stóra landareign er á þvílíkum villigötum að það er hálfvandræðalegt. 

Gegn kaupunum hafa verið nefnd rök á borð við afskiptasemi (sem er hverfandi samanborið við mörg önnur ríki) og vænisýkistal um hættu á kínverskri yfirtöku.

Enginn af þeim sem eru andsnúnir nánari samskiptum við Kína, rökstyður það með því að þar eru mannréttindi fótum troðin, sannleikurinn ritskoðaður (þar með talið internetið), andófsmenn fangelsaðir og náttúrunni nauðgað með rányrkju og mengun frá iðnaði.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.9.2011 kl. 20:24

4 Smámynd: Gunnar Waage

Jú mannréttindamálið er nú minn rökstuðningur Guðmundur, einnig er ég viðbúin því að þessi sala setji mönnum visst fordæmi og að Kínverjar verði mjög voldugir hér á landi eins og svo víða annars staðar. Þessi kínverski fjárfestir er síðan hátt settur í Kommúnistaflokki Kína og hlaut viðurkenningar sem outstanding "Communist Party member" síðast árið 2008, ef marka má hans eigin heimasíðu.

Ég vísa þvi alfarið á bug að hér sé um vænissýki að ræða. Íslendingar hafa og eru en ófærir um að setja hér upp neitt protocol, hér eru engir öryggisventlar og engar skilgreiningar. Ég treysti ekki fjárfestingum á vegum Kínverska ríkisins og því síður Íslenskum sjórnmálamönnum sem láta eins og ekkert sé með sitt nú heimsfræga aulaglott á vör.

Once - bad luck / twice - plain stupid

Mín skoðun.

Gunnar Waage, 10.9.2011 kl. 20:46

5 identicon

Kanski hitti Jón Ríkarðsson naglann a höfuðið þegar hann sagði (í athugasemd 2) að við ættum að hafa samskipti við Kínverja osfrv. á okkar forsendum. Hefur nokkurt okkar hugmynd um hvaða forsendur það kynnu að vera?

Agla 10.9.2011 kl. 21:27

6 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég skil ekki alveg hvað menn eru að missa sig yfir þessum Icesave ummælum hjá honum Ólafi, hann var ekki með einhverja pólitíska áras eða neitt af því tagi, hann sagði bara sannleikann og staðreyndir, hann var ekkert að gefa í skyn eða þess háttar.

Staðreyndin er sú að ríkisstjórnin beygði sig all svakalega fyrir ríkisstjórnum Bretlands og Hollands í Icesavemálinu, þetta eru staðreyndir og er vita af öllum á Íslandi sem annarsstaðar, hví má Ólafur ekki minnast á hlut sem allir vita, er sannleikurinn of sár fyrir þessa ríkisstjórn?

Halldór Björgvin Jóhannsson, 10.9.2011 kl. 21:29

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

nú kom að því að við Jón erum ekki sammála með Forseta okkar,er eiginlega á sama máli og Halldór Björgvin hér á undan,einnig Öglu þarna með spurninguna?/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 10.9.2011 kl. 23:37

8 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Herra Ólafur styður aðeins einn mann, eða eins manns flokk, og sá flokkur heitir Ólafur Ragnar Grímsson. Í Icesave sá hann gullið tækifæri til að fá aftur mannorðið sem hann hafði glatað í útrásinni og spilar sig nú einhvers konar bjargvætt þjóðarinnar. Hann er sami grísinn og hann hefur alltaf verið, en, þótt það sé ljótt að segja það, styð ég hann núna undir sömu formerkjum og Churchill studdi Stalín í stríðinu. Þetta Kína- mál er allt hið undarlegasta og vissara að vera á varðbergi, því þetta eru kínversk stjórnvöld sem í rauninni eru hér á ferð. Hvað meina þeir með því að eigna sér þetta risastóra landsvæði á norðusturhorninu? Hvað býr hér að baki??

Vilhjálmur Eyþórsson, 10.9.2011 kl. 23:44

9 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir kommentið Guðmundur, hann Gunnar svaraði þér ágætlega, ég er sammála honum í þesu máli.

Jón Ríkharðsson, 11.9.2011 kl. 00:11

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Agla, mínar hugmyndir varðandi samskipti á eigin forsendum eru þær, að við leitumst við að gæta okkar hagsmuna.

Önnur lönd setja takmarkanir við sölu á landi til útlendinga, við þurfum að skoða það mál mjög vandlega.

Við þurfum að sjá til þess að íslendingar fái atvinnu við verkefnið og að íslensk aðföng séu keypt, hægt er að bjóða upp á hagstæða skatta ef okkur líst vel á fjárfestinn eða einhverskonar ívilnun.

Ef við fáum eingöngu skatttekjur af verkefninu, þá er það ekki þess virði.

En taka ber fram, að þetta mál er svo nýtilkomið, að það er vont að ræða það af einhverju viti eins og sakir standa.

Jón Ríkharðsson, 11.9.2011 kl. 00:15

11 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ef þú heldur að ég sé að missa mig út af ummælum Ólafs Ragnars vegna Icesave, þá er það misskilningur, ég tók það einmitt fram að ég hefði verið ánægður með hans aðkomu að því einstaka máli.

Mér fannst í lagi að hann tjáði sig um Icesave, það voru önnur mál sem ég var að tala um.

Jón Ríkharðsson, 11.9.2011 kl. 00:18

12 Smámynd: Jón Ríkharðsson

En Halli minn, við erum alveg sammála varðandi Icesave, þar stóð forsetinn sig mjög vel.

Það sem ég átti við var, að hann er harðskeyttur pólitíkus sem er of mikið í pólitík, en forsetaembættið er ópólitískt eins og þú veist.

Jón Ríkharðsson, 11.9.2011 kl. 00:20

13 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Vilhjálmur minn, ég get tekið undir hvert einasta orð sem þú segir.

Jón Ríkharðsson, 11.9.2011 kl. 00:21

14 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ef þú heldur að ég sé að missa mig út af ummælum Ólafs Ragnars vegna Icesave, þá er það misskilningur, ég tók það einmitt fram að ég hefði verið ánægður með hans aðkomu að því einstaka máli.

Nei, ég var alls ekki að halda því fram né las ég það út úr þínum skriftum, þetta var einungis viðbót við umræðurnar um hann Ólaf, ég hef séð nokkra hér á blogginu missa sig yfir þessum ummælum hjá honum og heimta blóð, einnig í fjölmiðlum og lið á þingi.

Að öðru leyti er ég þér að mestu sammála í þínum pistli, einnig í athugasmend nr 10. 8)

Halldór Björgvin Jóhannsson, 11.9.2011 kl. 00:40

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Haha nú er farið að renna tvær grímur (grímar) á þá sjalla.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.9.2011 kl. 01:01

16 Smámynd: Hjörleifur Harðarson

hvernig er fæst það út að forseta embættið sé ópólítískt .. ..ég get með engu móti séð að embettið sé ópólítískt .. í mínum huga verður forsetinn að hafa sjálfstæða hugsun .. þó hún sé ekki bundin föstum flokkslínum keðjum eða stengjum þá verður hún alltaf pólítísk ..

það er bara aðalatriði að forsetinn sé ekki rígbundin við flokkana og geðsjúka veruleikafyrrta liðið á alþingi..

hann á að vera sjálfstæður .. persónulega finnst mér hann eigi að fá meiri völd ...hann á að geta rekið ráðherra, forsætisráðherra, alþingis menn, og þess háttar ..

eins og staðan er í dag eru þeir sjálfala ekki bundnir neinu nema samviksu yfir geðsjúklingana.. og það getur engin hróflað við þeim..

hversu helvíti heimskulegt er það   

Hjörleifur Harðarson, 11.9.2011 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband