Á að ganga í berhögg við núverandi stjórnarskrá?

Það hefur myndast athyglisverður hópur fólks, sem krefst þess að allir ástundi réttlæti í hvívetna sem og skýlausa hlýðni við lög og reglur samfélagsins.

Þess vegna er að illskiljanlegt þeim, sem ekki eru inmúraðir í þennan ágæta hóp réttsýnna einstaklinga, hvers vegna þau vilja ganga í berhögg við það sem margir lögspekingar segja æðstu lög lýðveldisins.

Núverandi stjórnarskrá kveður skýrt á um breytingar á sjálfri sér, það er ekki gert ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á henni, hvað þá nýja stjórnarskrá, sem hönnuð er frá grunni.

Löghlýðni krefst aga, oft þarf að virða lög, þótt viðkomandi kunni ekki vel við þau og finnist þau til óþurftar.

Oft læðist að manni sá grunur, að þessir ágætu borgarar sem útbelgdir eru af helgri réttlætiskennd, séu ekki eins löghlýðnir og þeir þykjast vera. Hörðustu prinsippmenn eins og Steingrímur Joð láta öll prinsipp lönd og leið, ef það getur þjónað sérvisku hans, eins og sást glöggt í Magma málinu.

Það einfaldlega gengur ekki upp, að boða nýja stjórnarskrá, sem öllum ber að virða og ganga í berhögg við ákvæði núgildandi stjórnarskrár.

Þótt ég sé eindreginn talsmaður beins lýðræðis, þá er ekki hægt að setja nýju stjórnarskrána í þjóðaratkvæði, vegna þess að núgildandi stjórnarskrá leyfir það ekki.

Okkar samfélag byggist á lögum sem ber að hlýða, hvort sem okkur líkar það vel eða illa, annars erum við búin að setja ákveðinn brest í réttarríkið.


mbl.is Borgarafundur um nýja stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð pæling hjá þér Jón, er ekki bara málið að hjá stórum hluta þjóðarinnar skipta lög og reglur litlu máli

sérstaklega finnst manni það skrítið þegar lögspegingar koma fram og segja hefðin sé sterkari en hinn ritaði bókstafur.

Kristján B Kristinsson 12.9.2011 kl. 23:31

2 identicon

Þegar núverandi stjórnarskrá var samþykkt 1944, þá var gengið í berhögg við þáverandi stjórnarskrá frá 1920 og grein 76 brotin en sú grein er sambærileg við 79 grein núverandi stjórnarskrár. Er núverandi stjórnaskrá þá ólögleg?

Geir Guðmundsson 13.9.2011 kl. 00:29

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

sammála þessu mikið Kveðja

Haraldur Haraldsson, 13.9.2011 kl. 00:49

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér, nafni.

Svo er Ómar farinn að svara þér - ég þangað!

Jón Valur Jensson, 13.9.2011 kl. 00:51

5 Smámynd: Ingólfur

"Þótt ég sé eindreginn talsmaður beins lýðræðis, þá er ekki hægt að setja nýju stjórnarskrána í þjóðaratkvæði, vegna þess að núgildandi stjórnarskrá leyfir það ekki."

Jón, geturðu bent mér á stjórnarskrárgreinina sem bannar Alþingi að gefa þjóðinni færi á að segja sitt álit á frumvarpi áður en það tekur frumvarpið til meðferðar?

Þar fyrir utan hefur verið bent á bæði það, að greinin um stjórnarskrárbreytingar eigi ekki endilega við þegar tekin er upp alveg ný stjórnarskrár, og svo að þjóðaratkvæðagreiðsla sé alltaf sterkara samþykki en samþykki Alþingis og geti því komið í staðin fyrir seinna samþykki þingsins, eins og varð raunin árið 1944.

Ingólfur, 13.9.2011 kl. 00:52

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Valur Jensson, 13.9.2011 kl. 01:14

7 identicon

Öll þau lög sem eru tilgangslaus og/eða óréttlát er siðlegra að brjóta en fylgja.
Lög eru samin af hinum ríku í þágu þeirra ríku og því eru glæpir, aðrir en hvítflippa glæpir, mikilvægur partur af stéttar stríðinu.

F.V. 13.9.2011 kl. 11:51

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Kristján, ég er sammála þér.

Jón Ríkharðsson, 13.9.2011 kl. 11:54

9 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Geir, ekki get ég tjáð mig um hvort framið hafi verið stjórnarskrárbrot árið 1944, en það hefur aldrei verið nefnt svo ég viti.

Það eru ýmis umdeild mál í þjóðfélaginu og það segir sig sjálft að skoðanir á umdeildum málum eru mismunandi og oft byggðar á miklum tilfinningum.

Hins vegar finnst mér allt í kringum stjórnlagaráðið byggt á afar vafasömum forsendum.

Þegr kosningar eru dæmdar ólögmætar, þá er það eitt og sér alvarlegt mál. Ég geri mér grein fyrir að margir eru ósammála hæstarétti, en samt ber að fara eftir því sem hann kveður á um. Stundum eru menn ekki sáttir við dóma og hin ýmsu lög, en okkur ber skylda til að fara eftir því sem hæstiréttur segir.

Það var ekki gert, farið var í kring um dóm hæstaréttar og þeir sem kosnir voru ólöglegri kosningu fengu sæti í stjórnlagaráði eins og þekkt er.

Mér finnst ekkert athugavert við það að fólk sé ósammála mér í þessu máli, þeta er mín skoðun á stjórnlagaráði, sumir hafa aðra skoðun og ef nauðynlegt er að skera úr um, hvor skoðunin er rétt, þá þarf að dæma um það á einhvern hátt, af þar til bærum einstaklingum.

Ég nenni ekki að eyða tíma mínum í þras.

Jón Ríkharðsson, 13.9.2011 kl. 12:03

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er allt saman túlkunaratriði Geir, en miðað við það sem stjórnarskráin segir um stórnarskrárbreytingar, þá álít ég að það sama eigi að gilda um nýja stjórnarskrá, sem samin er frá grunni.

Mér finnst nefnilega nauðsynlegt að hafa lög til að miða við þegar unnið er í mikilvægum málum.

Það eru sennilega engin ákvæði í stjórnarskránni sem segja til um hvernig ber að vinna, þegar samin er ný stjórnarskrá frá grunni, þess vegna þarf að taka mið af því sem er þó til staðar.

Ég hef það fyrir sið að bera allt sem ég skrifa undir sérfræðinga, ef ég er ekki viss, þannig að ég hafði samband við lögfræðing áður en ég skrifaði pistilinn og hann var sammála þessari túlkun minni.

En vissulega eru skiptar skoðanir um þessi mál eins og önnur.

Jón Ríkharðsson, 13.9.2011 kl. 12:10

11 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér Halli minn.

Jón Ríkharðsson, 13.9.2011 kl. 12:11

12 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Aths. nr 10 var svar til Ingólfs Harra, en ekki til Geirs, biðst velvirðingar á því.

Jón Ríkharðsson, 13.9.2011 kl. 12:12

13 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér nafni, það hlýtur að vera upphefð fyrir mig ræfilinn, ef stórmeni eins og Ómar eru farnir að lesa bloggið mitt.

Þetta er bara svona dund hjá mér þegar ég er í landi, þá er ég oftast einn heima og hef engan til að þræta við. í bloggheimum er alltaf hægt að komast í skemmtilegt þvarg þegar maður er í stuði.

Jón Ríkharðsson, 13.9.2011 kl. 12:13

14 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er algerlega ósammála þér FV, en mér finnst alltaf gaman að svona kjarnyrtum athugasemdum.

Stundum vil ég leyfa mönnum að hafa sínar skoðanir í friði, því fjölbreyttar skoðanir bæta samfélagið og ekki dettur mér í hug að segja að þetta sé alrangt hjá þér, en mér hefur aldrei fundist neinn níðast á mér, ég hef alltaf fengið mitt fram, en svo er ekki um alla. Þetta snýst um reynslu manna og uplifun.

Jón Ríkharðsson, 13.9.2011 kl. 12:16

15 identicon

Er ekki sagt svo "börnin fara eftir því sem fyrir þeim er haft" Ekkert skrítið að þjóðin fari kanski ekki eftir lögum ....... ekki gera stjórnarherrarnir og frúr þaðþ

Björn Sigurðsson 13.9.2011 kl. 13:23

16 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það verður hver að svara fyrir sig Björn, en ég hef aldrei litið til stjórnmálamanna sem neinnar fyrirmyndar fyrir mig, enda standa þeir tæpast undir þeim væntingum.

Ég ætla að reyna að virða lögin, svo mér líði betur, en ég spekúlera ekkert í hvað stjórnmálamennirnir gera.

Ætli þeir séu ekki bara misjafnir í löghlýðni eins og hinn almenni borgari?

Stjórnmálamenn eru jú bara ósköp venjulegt fólk, eins og restin af þjóðinni.

Jón Ríkharðsson, 13.9.2011 kl. 14:45

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert nú ENGU MIÐUR stjórnmálalega vaxinn, nafni minn, heldur en hann Ómar.

Bezta kveðja.

Jón Valur Jensson, 14.9.2011 kl. 01:09

18 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir nafni minn kær, fallega sagt hjá þér og af heilum hug.

Jón Ríkharðsson, 14.9.2011 kl. 01:23

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, minn kæri Jón bassi, ég treysti þér, svo einfalt er það.

Og fyrr í nótt var ég aftur að hella mér yfir Ómar og einn enn!

Jón Valur Jensson, 14.9.2011 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband