Steinrímur þarf að útskýra mál sitt vandlega.

Flest bendir til þess að Steingrímur J. Sigfússon hafi óskað eftir því, að Magma Energy byði upp á aðra möguleika en álver, en í loftinu lá áhugi Noðruáls á að kaupa hlut í HS orku.

Eftir að Steingrímur hafði samið við Magma varðandi kaupin, þá fóru samflokksmenn hans að skammast yfir því, að fyrirtæki utan EES hafi keypt hlut í íslensku orkufyrirtæki, iðnaðarráðherra var ásakaður fyrir að standa fyrir svindli og benda Ross Beaty á að stofna skúffufyrirtæki til að geta keypt.

En hvað með Steingrím?

Er ólíklegt að hann hafi bent forstjóra Magma á þennan möguleika, fyrst hann tók svona vinsamlega í að selja öðrum en álfyrirtækjum orku? Fjármálaráðherran ætti að þekkja lög varðandi kaup erlendra fyrirtækja, þannig að hvað var hann að semja við fyrirtæki sem mátti ekki lögum samkvæmt kaupa í orkufyrirtæki hér á landi.

Skýring Steingríms á oftúlkun þess er skrifaði minnisblaðið fyrir hann, er vitanlega út í hött. Hver trúir því að ráðherra renni ekki augum yfir það sem ritað er í hans nafni?


mbl.is Lagði stein í götu álvers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það hefur nú reyndar komið fram að Magmamenn, vissu alveg um lögin um erlenda fjárfestingar.  Magma ætlaði í upphafi að stofna íslenskt félag um kaupin á HS-Orku.

Hins vegar kom ábending innan úr Iðnaðarráðuneyti Össurar, að betra væri, þar sem nota ætti aflandskrónur í viðskiptunum, þá væri einfandast að stofna ,,skúffu" í öðru EES-landi.  Þá þyrfti ekki að leggja fyrir þingið breytingar á lögum, vegna aflandskrónana.

Kristinn Karl Brynjarsson, 14.9.2011 kl. 20:59

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Vitanlega hafa Magma menn vitað um allar reglur varðandi þetta mál, alvöru fyrirtæki kynna sér vitanlega siði og reglur í þeim löndum sem ákveðið er að skoða.

En það þarf að rannsaka þátt Steingríms í þessu máli, hann hefur eitthvað að fela kallinn, mig grunar það allavega.

Jón Ríkharðsson, 14.9.2011 kl. 21:21

3 identicon

Ef satt reynist er nokkuð annað en að draga skúrkinn fyrir Landsdóm og saka hann fyirir landráð?

Kristján B Kristinsson 14.9.2011 kl. 22:06

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er ekki viss Kristján, þessi Landsdómur, mér líkar hann ekki.

Það er erfitt að manna þingið með almennilegu fólki, því fáir gefa kost á sér í það starf, bæði vegna þess að hæfir og vel menntaðir einstaklingar fá oftast betur launuð störf heldur en þingseta og ráðherradómur hefur upp á að bjóða, eins er umræðan svo hlandvitlaus um pólitík hjá þjóðinna að alvöru leiðtogar nenna ekki að standa í þessu.

Af þeim ástæðum fáum við ekki nógu hæft fólk til að stjórna landinu.

Einnig gera hæfir einstaklingar líka mistök og það að vera stöðugt að stefna pólitíkusum fyrir Landsdóm, ég er hræddur um að það verði notað sem vopn í pólitíksri baráttu, því miður.

Best er vitanlega að losna við Steingrím úr pólitík, það gerist vonandi í næstu kosningum.

Jón Ríkharðsson, 14.9.2011 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband