Er fylgið ennþá 26%?

Ég verð að játa, að mér finnst erfitt að skilja þetta mikla fylgi við ríkisstjórnina í ljósi þess, að vanhæfnin er algjör.

Leysa þarf skuldavanda heimila, það þarf að leysa vandamálin í heilbrigðisgeiranum og svo mætti lengi telja, verkefnum eru mörg og æði flókin.

En af einhverjum ástæðum virðist Jóhanna Sigurðardóttir telja, að breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands sé mikilvægasta málið í endurreisninni.

Hún hefur reyndar frumlegar hugmyndir um aðferðir til endurreisnar, það að setja fyrrum forstjóra Kaupþings í gæsluvarðhald, átti líka að vera mikilvægt skref, í að reisa landið við.

Komið hefur fram að tveir ráðherrar í ríkisstjórninni eru andvígir frumvarpinu í núverandi mynd, einhverjir stjórnarþingmenn eru ekki fullvissir um það og stjórnarandstaðan leggst gegn því.

Ég hringdi í góðan vin minn sem situr á þingi seint í gærkvöldi, til að forvitnast betur um þetta frumvarp. Honum þótti í upphafi vænt um ræktarsemina, en þegar hann heyrði erindið þá þótti honum símtalið ekki bera vott um mikinn vinarhug í sinn garð.

Hann kvaðst vera orðinn hundleiður á þessu helvítis frumvarpi og ekki nenna að rifja það upp í smáatriðum fyrir mér, en sagði mér þó, að það miðaði að því, að auka völd forsætisráðherra innan stjórnarráðsins. Hann lofaði að fara yfir þetta betur með mér í næstu viku, þannig að við spjölluðum örlitla stund um skemmtilegri mál en pólitík.

En þessi fáu orð sem vinur minn sagði sögðu allt um áhuga Jóhönnu á að koma frumvarpinu í gegn.

Vitanlega vill hún hafa öll völd, hún er eflaust sammála Þránni Bertelssyni, en honum leiðist lýðræðið óskaplega mikið. Vitanlega er það notalegra fyrir fólk sem ekki kann að miðla málum, að fá bara að ráða öllu, en það er ekki eins þægilegt fyrir borgara þessa lands.

Í ljósi síðustu atburða, þá verður það að teljast æði undarlegt, ef fylgið reynist enn vera í hæstu hæðum.

Tuttugu og sex prósent fylgi við þessa ríkisstjórn er vitanlega allt of mikið, 1-2% væri kannski eðlilegt, en þó í efri mörkum.


mbl.is Gagnrýndi frumvarp Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband