Jæja vinstri menn, drífa sig og kæra.

Ég vil skora á alla vinstri menn og aðra þá sem grunað hafa sjálfstæðismenn um mútuþægni og aðra glæpi, að drífa sig strax og kæra

Ef einhver hefur staðfestan grun um glæp eins og mútuþægni, þá getur viðkomandi sett sig í samband við Ríkislögreglustjóra og lagt fram ákæru. Ef ástæða þykir til, þá verður málið rannsakað og fer fyrir dóm ef rannsóknin leiðir til þess, að rökstuddur grunur sé um að glæpurinn hafi verið framinn.

Af skiljanlegum ástæðum eruð þið efins um að þetta beri árangur, vegna þess að þið haldið að Sjálfstæðisflokkurinn ráði öllu hjá Ríkislögreglustjóra og að Davíð hafi hæstarétt í rassvasanum.

En þið getið þá væntanlega leitað liðsinnis hjá innanríkisráðherranum og sett hann inn í málið. Hann er ekki sjálfstæðismaður eins og þið væntanlega vitið, en hann er æðsti yfirmaður lögreglunnar.

Þið verðið að fara að berjast í þessu, ríkisstjórnin hefur engan tíma til þess.

Nú bíðum við spennt eftir kærunni, því varla eruð þið að bulla út í loftið?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

'Islendingar eru löngu búnir að sjá að það hefur engann tilgang að kæra neinn-

  enda- hver hefur efni á að kasta steini úr glerhúsi ???

Erla Magna Alexandersdóttir, 16.9.2011 kl. 18:18

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þá þarf að finna nýjar leiðir Erla, það má aldrei gefast upp á að berjast fyrir réttlætinu.

Ef stjórnmálamenn eru spilltir og mútuþægir, á þá þjóðin bara að yppta öxlum?

Það er þá handónýt þjóð sem íslendingar eru ekki.

Vinstri menn nota þessa aðferð vegna þess að hún virkar, sjálfstæðismenn hafa aldrei svarað fyrir sig.

En ef ég skil þig rétt, þá er ég sammála þér að vissu leiti, við erum vitanlega öll meingölluð, en með því að horfast í augu við gallana, þá getum við sigrast á þeim.

Þjóðfundirnir klikkuðu á að tala um sjálfskoðun hvers og eins, ósk eftir heiðarleika og réttlæti segir ekki neitt nema að henni sé fylgt eftir af fullri alvöru.

Jón Ríkharðsson, 16.9.2011 kl. 18:38

3 Smámynd: Elle_

Nei, það getur bara ekki verið að allir landsmenn séu óheiðarlegir.  Hinsvegar var það sjokk að finna út hvað það var mikill fjöldi sem laug og stal í litla saklausa landinu. Eins og maður hélt einu sinni fyrir langa löngu.  

Og nei, það þýðir ekki endilega neitt að kæra mútur eða þjófnað á Íslandi.  Ekki einu sinni innbrot eða hrottalega líkamsárás.  Það eru nefnilega nefnilega stór göt í lögum landsins sem verja fyrst og fremst glæpamenn og ekki almenna borgara, lögreglumenn eða neytendur. 

Elle_, 17.9.2011 kl. 00:05

4 Smámynd: Elle_

Sjáið bara hvað Jóhanna og Steingrímur hafa komist upp með að fara gegn lögum og stjórnarskrá.  Eða eru þau undir friðhelgi núna?

Elle_, 17.9.2011 kl. 00:10

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er nú ekki alveg svona svart Elle, en vissulega þarf að bæta réttarstöðu fólks.

Það hefur einn maður verið kærður fyrir mútur, Árni Johnsen og hann fékk dóm, þannig að það virðist virka.

Annars held ég að við séum öll haldin einhverskonar óheiðarleika, en það er mismunandi birtingarmyndir á honum og sumir eru ansi lunknir við að halda honum í skefjum.

Þegar kemur að því að vernda okkar hagsmuni, þá er freistandi að ganga örlítið lengra en maður kemst. Við þurfum alltaf að vera á verði og í stanslausri naflaskoðun til að varðveita heiðarleikann, ég hef allavega átt í helvítis basli með sjálfan mig stundum, en náð að halda mér innan löglegra marka, með því að tukta mig til.

Jón Ríkharðsson, 17.9.2011 kl. 00:12

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég reyni oftast að vera mildur í dómum Elle, þau hafa hagað sér fáránlega í landstjórninni og gert stór mistök.

En ég veit ekki með lögbrotin og stjórnarskrarbrotin, kannski hafa þau farið nálægt því, en ekki gengið alla leið.

Það þarf líka að hafa haldbærar sannanir ef maður sakar fólk um lögbrot, stundum eru lögin ekki nægjanlega skýr osfrv., það er eilífðarvinna að bæta þetta allt, en við megum ekki gefast upp.

Jón Ríkharðsson, 17.9.2011 kl. 00:16

7 Smámynd: Elle_

Kannski finnst mér allt vera voða svart núna, Jón?  Næstum ekki þverfótandi fyrir lygi og yfirvöðslu.

Elle_, 17.9.2011 kl. 00:18

8 Smámynd: Elle_

Síðasta færslan þín var ekki komin þegar ég svaraði síðast, Jón.  Æ, ég efast ekkert um að Jóhanna og Steingrímur hafi brotið lög og stjórnarská, í það minnsta í kúguninni ICESAVE.

Elle_, 17.9.2011 kl. 00:20

9 identicon

Það er gallinn við alla umræður á Íslandi, að þær fara alltaf í vinstri/hægri skotgrafirnar. Sem pólitískt viðundur sem hef kosið alla flóruna, nema VG (sem betur fer, núna) þá vantar eðlilegar rökfastar umræður, án æsifréttastílsins hægri/vinstri.

Persónulega held ég að það sé að koma í ljós núna að þó "vinstri" menn hafi haldið því fram að "hægri" menn hafi stjórnað öllu réttarkerfinu, þá séu menn að uppgötva að það sé sami skítur í sömu skál. Þetta virðist nú orðið alltaf enda í fjórflokknum. Verðum við ekki að fara að viðurkenna að þetta sé bara stjórnunarstíll hjá pólitíkusunum, þ.e. að etja saman fíflunum (kjósendum) í einskis nýta umræðu, svo þeir geti haldið áfram sínum eigin verkum í eigin þágu. Í dag sér maður ekki að neinn sé að vinna fyrir kjósendur.

Af hverju í veröldinni getum við ekki fengið að kjósa einstaklinga, ekki flokka. Jú, umræðunni er alltaf stýrt í það að það sé svo flókið. Ef það er svona rosalega flókið, þá langar mig að vita hvernig aðrar þjóðir fara að þessu. Í Noregi er t.d. bæði kosnir flokkar og einstaklingar í sveitarstjórnar og fylkisþingskosningum, það gengur vel og ef við tökum bara Hordaland fylki, þá eru íbúar þar 488.000. Þar er hægt að telja og stilla upp á þing og í sveitarstjórnir án vesens. Er tilfellið virkilega það að þessi eini stærðfræðingur sem flokkarnir hafa komið sér saman um að geti ráðlagt um kosningarkerfi, hann sé svo vitlaus að hann geti ekki gert svona flókna útreikninga? Hann er þá líklega útskrifaður úr íslenskum háskóla.

Larus Sigurðsson 17.9.2011 kl. 08:45

10 Smámynd: Elle_

Já, mér hefur líka fundist alltof mikið lagt upp úr hægri/vinstri og hægri menn og vinstri menn.  Sjálf kýs ég ekki hægri eða vinstri og hef aldrei gert, heldur kýs menn og stefnur, haldi maður sig geta trúað orðum stjórnmálamannanna.   

Elle_, 17.9.2011 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband