Þriðjudagur, 20. september 2011
"Ekki tími hreystiyfirlýsinga"
Steingrímur J. Sigfússon er án efa sá stjórnmálamaður sem hvað mest hefur notast við hreystiyfirlýsingar á sínum stjórnmálaferli.
En þegar hann fær tækifæri til að standa við hreystiyfirlýsingar, þá er allur vindur úr honum, hann vill helst sleppa þeim alveg.
Það skyldi þó ekki vera ástæðan, að Steingrímur óttist að Bretar séu harðari málsvarar en sjálfstæðismenn. Hætt er við að Bretar svari honum fullum hálsi, en Steingrímu er ekki vanur þvíþ Ef fjölmiðlafólk kemur með óþægilegar spurningar, eins og þegar hann var spurður um Svavars-samninginn í morgunþætti rásar tvö um árið, þá sárnaði honum svo mikið að þáttastjórnandinn fór í baklás og beindi talinu að öðru.
Steingrímur þorir ekki að berjast eins og sást í Icesave, hann vill gefast upp um leið og andað er á hann.
Þess vegna varar hann við "hreystiyfirlýsingum" í sambandi við okkar viðbrögð vegna hryðjuverkalaganna, hann þorir ekki að takast á við Breta, því þeir svara honum fullum hálsi.
Íslendingar þurfa ekki á svona gungum að halda, stjórnmálamenn verða að sýna kjark og standa með þeirri þjóð sem kaus þá.
Við höfum góðan málsstað að verja í þessu máli, okkur vantar einhvern til að flytja hann sem þorir að berjast.
Athugasemdir
Það er bara að koma í ljós að maðurinn er aumingi og mannleysa..................................
Jóhann Elíasson, 20.9.2011 kl. 14:00
Rétt Jóhann, hann er ekkert annað en vesalingur.
Þú ert gamall sjómaður og manst örugglega eftir mönnum sem koma nýjir um borð og segja frægðarsögur af sér á útleiðinni.
Þegar gengið er til starfa, þá eru þetta oftast óttalegir vesalingar til vinnu.
Sama má segja um Steingrím, það vantaði ekki yfirlýsingarnar hjá honum þegar hann var í stjórnarandstöðu.
Svo þegar kom að því að hann þurfti að sanna sig, þá reyndist hann óttalegur vesalingur til vinnu.
Jón Ríkharðsson, 20.9.2011 kl. 14:37
Ég þekki aðeins til kauða. Fólkið hans er fínasta fólk og er hann það sem er kallað "svarti sauðurinn" í fjölskyldunni...........
Jóhann Elíasson, 20.9.2011 kl. 16:46
En er Steingrímur ekki ágætisnáungi, hann er vonlaus stjórnmálamaður en virðist þokkalegasti kall að sjá.
Jón Ríkharðsson, 20.9.2011 kl. 17:37
Ég hef eiginlega ekkert haft af honum að segja frá því að hann flutti suður (þó hann eigi lögheimili á Gunnarsstöðum í Þistilfirði hefur hann búið í Reykjavík í rúm 30 ár). Gunnarsstaða-Móri er nokkuð eldri en ég, en ég man eftir því þegar hann kom til Þórshafnar, sóttist hann í það að vera í fótbolta með okkur litlu strákunum því þá réð hann. En eins og ég sagði áður þá þekki ég afskaplega lítið til hans, það getur alveg verið að hann sé ágætis kall, það getur ekki nokkur maður verið alslæmur.
Jóhann Elíasson, 20.9.2011 kl. 20:02
Þú lýsir honum ágætlega, hann er hvorki mikill keppnis né atorkumaður en hefur þörf fyrir að stjórna.
Ætli það segi ekki allt sem segja þarf um hann.
Jón Ríkharðsson, 20.9.2011 kl. 23:35
Hann er að reyna að líkjast honum Pútín, nafni minn.
Jón Valur Jensson, 21.9.2011 kl. 03:05
Ekki ósennilegt nafni, þeir hafa svipað vaxtarlag ekki rétt?
Jón Ríkharðsson, 21.9.2011 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.