Jóhanna er sár bæði og svekkt.

Jóhanna Sigurðardóttir kvaðst vera sár bæði og svekkt yfir gagnrýni SA.

En er gagnrýni SA ómakleg?

Þeir sem eru að reka fyrirtæki eiga erfitt með að fá lán, stýrivextir eru hækkaðir og stöðugt er þrengt að möguleikum fyrirtækjanna til að reka sig.

Ríkisstjórnin hefur staðið fyrir því, að fyrirtæki eru yfirtekin og þau fyrirtæki hafa yfirburða stöðu í samkeppni við einkarekin fyrirtæki.

Það er ekkert óeðlilegt við það, að þeir sem standa í rekstri og hafa alltaf borgað það sem þeim ber, farið varlega í sínum rekstri, verði mjög sárir og svekktir þegar ríkið er að styrkja samkeppnisaðila þeirra.

Miðað við orð og efndir ríkisstjórnarinnar, þá er ekkert óeðlilegt að forsvarsmenn SA séu sárir og svekktir. En hvers vegna er Jóhanna Sigurðardóttir sár og svekkt?

Ástæðan er vitanlega sú, að hún hefur aldrei þolað aðra skoðun en sína eigin.


mbl.is Sár og svekkt vegna orða SA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón. Þetta er alveg rétt hjá þér. En ég skil að það fari fyrir brjóstið á fólki og þar með Jóhönnu, að þessi SA-aðfinnsla kom frá þeim sem þetta sagði, því V. Jósefsson fengi nú ekki útskrift af hreinu sakavottorði, samkvæmt lögum og Stjórnarskránni, frá Sýslumannsembættinu, eftir aðkomu sína að lífeyrissjóðs-banka-svikakerfinu.

Hann er búinn að rótast í Gildi-lífeyrissjóði og nú er hann kominn á MP-banka-spenann?

En Jóhanna blessunin ætti að líta Gylfa Arnbjörnsson enn gagnrýnni augum, fyrir sín stórkostlegu ASÍ-svik við sína skjólstæðinga, launafólkið, þrælana á gólfinu. Hann fengi enn síður útskrift að hreinu sakarvottorði, ef Sýslumanns-embættin ynnu samkvæmt lögum í að útskrifa hrein sakavottorð, því enginn hefur nokkru sinni í seinni tíð svikið launþega jafn mikið og Gylfi.

Réttlætið  ekki fara í manngreiningar-dóma, heldur skal það virka samkvæmt lögum og stjórnarskrá. Gylfi Arnbjörns. og fleiri uppdubbaðir og spilltir embættismenn eru að viðhalda spilltri stjórnsýslu á Íslandi, með blessun embættis-stofnananna siðspilltu.

Við verðum öll að læra að lög, dómar og stjórnarskrá verða að virka jafnt fyrir alla ef friður á að haldast hér á landi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.9.2011 kl. 22:00

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Anna Sigríður, hugsaði það sama varðandi Gylfa Arinbjörnsson svo sannarlega fer Jóhanna í manngreinarálit. Vonandi förum við að gera kröfur til þeirra sem gegna opinberum störfum.

Helga Kristjánsdóttir, 27.9.2011 kl. 22:57

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Fleira mætti nefna.

Endalausar breytingar á skatta- og rekstrarumhverfi fyrirtækja eru ekki til að bæta það. Þetta er það sem erlendir fjárfestar segja sjálfir að haldi þeim frá Íslandi.

Þá hefur aðförin að útgerðinni dregið úr endurnýjun og nýsmíði í tækjabúnaði. Það minnkar verulega þau verkefni sem iðnfyrirtæki hafa stólað á í þjónustu við flotann.

Allt skaðar þetta vinnumarkaðinn. Versti óvinur hagvaxtar og samfélagsins alls er atvinnuleysi!

Haraldur Hansson, 27.9.2011 kl. 23:23

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Anna Sigríður, sannarlega þurfum við að virða lögin betur og aga okkur.

Jón Ríkharðsson, 28.9.2011 kl. 12:07

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Helga, það er rétt hjá þér, Jóhanna fer í manngreinarálit, svo sannarlega.

Jón Ríkharðsson, 28.9.2011 kl. 12:08

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Rétt Haraldur, sammála öllu sem þú segir.

Jón Ríkharðsson, 28.9.2011 kl. 12:09

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég veit ekki hvort nokkur hefur enn tekið eftir nýjustu álögunni á launagreiðendur, sem hefur líklega verið laumað inn í síðastu kjarasamningum sem framtak stjórnvalda, því samkvæmt dreifibréfi til launagreiðenda hafa verið sett lög um fyrirbærið. (Á eftir að kynna mér lagaheimildina sjálfa)

Þar með varð til ný stofnun, VIRK, sem ætla má að sé ætlað að létta álagi af Tryggingastofnun. Fjármögnun í VIRK er með 0.13% af heildarlaunum allra launþega - sem eins og ég nefndi fyrst, er greidd af launagreiðendum og nefnist "Starfsendurhæfingarsjóður".

Þetta prósentubrot virðist ósköp saklaust, en þó er óhætt að álykta að á hverju ári innheimtist uþb milljarður, sem með einum eða öðrum hætti greiðist af launþegum. Ef ekki í sköttum vegna opinberra starfsmanna þá sem óbein launaskerðing á eigin vinnustað.

Kolbrún Hilmars, 28.9.2011 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband