Frjálshyggjan hefði getað bjargað miklu.

Þeir sem kenna frjálshyggju um hrunið eru á miklum villigötum, enda hafa þeir sem tjá sig hvað mest um frjálshyggju ekkert vit á henni.

Kannski má segja að frjálshyggjan hafi að einhverju leiti verið notuð sem viðmið, varðandi einkavæðingu bankanna en allt hálfkák er vitanlega slæmt, það er oftast best að fara alla leið.

Samband á milli einkafyrirtækja og stjórnmálamanna er eitur í beinum frjálhyggjunnar, því það skekkir samkeppnisstöðu á markaði. Sá sem hefur gott aðgengi að stjórnmálamönnum hefur vitanlega ákveðna foréttindastöðu, en í frjálshyggjunni hafa allir jöfn tækifæri.

Þannig er sú frjálshyggja sem ég og aðrir meðlimir frjálshyggjufélagsins trúum á og skoðum bnakakerfið aðeins í því ljósi.

Bankarnir voru einkavæddir, þannig að þeir voru orðnir að einkafyrirtækjum sem störfuðu á eigin ábyrgð. Það er þá þeirra verkefni að sannfæra sína viðskiptavini um að innistæður þeirra væru tryggar.

Þeir hefðu þá getað samið við tryggingafélög eða sett á fót innistæðutryggingasjóði sem væru ríkisvaldinu óviðkomandi.

Stjórnmálamenn sem fylgdu frjálshyggju út í ystu æsar, færu aldrei að ferðast til útlanda til þess að sannfæra útlendinga um að bankarnir væru í lagi, það væri bankanna að sjá um að selja sína ímynd en ekki hlutverk stjórnmálamanna.

Þá hefðu eigendur bankanna þurft að sýna meiri ábyrgð og þeir hefðu ekki getað notfært sér gott lánhæfismat íslenska ríkisins, heldur þyrftu þeir þá að byggja upp sitt lánstraust á eigin forsendum.

Eigendur bankanna hefðu þá þurft að sýna meiri aðgæslu, vegna þess að þeir báru einir og sér ábyrgð á sínum rekstri. Það slævir dómgreind fólks þegar það er fullvisst um, að ríkið hlaupi alltaf undir bagga.

Staðreyndin er sú, að bankarnir féllu m.a. vegna skorts á frjálshyggju en ekki vegna hennar og þeir sem eru ósammála því, hafa aldrei kynnt sér frjálshyggju.

Það er ekki til neitt sem heitir nýfrjálshyggja, slík orðanotkun er röng, hún er jafnröng og ef sagt væri að kynferðilegt ofbeldi væri nýkristni, vegna þess að einhverjir kirkjunnar menn hafi gerst sekir um slíkan voðaverknað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"en í frjálshyggjunni hafa allir jöfn tækifæri." 

 Kommúnsiminn gat nú verið fallegur á pappírnum líka.

"Spáin var rétt en það var bara veðrið sem var vitlaust".

Þarftu ekki aðeins að fara að taka til á "harða diskinum".

Bjarni Gunnlaugur 20.1.2012 kl. 17:33

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ertu að tala um frjálshyggju þar sem stjórnvöld eru ekki með opinbera verðlagsnefnd peninga?  Þar sem stjórnmálamenn skipa ekki vini sína og kunningja sem sérstaka spámenn sem líta í kristalkúlu og ákveða út frá því verð á peningum?  Ertu að tala um frjálshyggju þar sem almenningur hefur greiðan aðgang að upplýsingum?

Ef hér hefði verið frjálshyggja þá hefðu bankarnir aldrei orðið svona stórir og þeir hefðu aldrei orðið neitt vandamál. 

Ég er ansi hræddur um að þeir sem aðhyllast frjálshyggju og verðlagsnefnd peninga á sama tíma (Seðlabanka sem stýrir peningamagni í umferð með stýrivöxtum), að þeir eru aðhyllast einhverja tegund af frjálshyggju sem ekki er til.

Lúðvík Júlíusson, 20.1.2012 kl. 18:58

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég þakka þér umhyggjusemina Bjarni, vitanlega taka allir til annað slagið í sínum ranni og henda ýmsu út.

En varðandi frjálshyggjuna, þá tel ég mig vera á réttri leið.

Kommúnisminn er hræðilegur á blaði og hlandvitlaus. það gengur aldrei upp að allir eigi framleiðsluna í sameingingu. Ef það verður framkvæmt í reynd, þá er hætt við stöðnun því þá verður enginn hvati fyrir fólk til að skara fram úr, ef allir eru gerðir jafnir.

Mannlegt eðli höndlar ekki kommúnismann, en frjálshyggjan hefur góð áhrif á mannlegt eðli.

Hún er hvorki góð né slæm, en í frelsinu koma fram okkar kostir og gallar og ef við vinnum rétt úr málum, þá getum við lært af mistökunum.

Jón Ríkharðsson, 20.1.2012 kl. 23:12

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir málefnalegt innlegg Lúðvík og góðar spurningar og umhugsunarverðar.

Ég aðhyllist þá stefnu, að almenningur hafi gott aðgengi að upplýsingum og að helst engu verði haldið leyndu. Kannski geta komið upp tilvik, mig skortir þekkingu til að fara nánar út í það, sem nauðsynlegt er að halda einhverju leyndu, en það ber að komast hjá allri leyndarhyggju sé það mögulegt.

Mín skoðun er sú, að það þurfi að endurskoða peningamálastefnuna frá grunni og aðferðir seðlabankans ganga ekki upp. Við erum sammála um afnám gjaldeyrishaftanna og greinlilega á fleiri sviðum.

Því miður hef ég ekki næga þekkingu til að koma með alvöru lausnir á peningamálastefnunni, en mér sýnist hún vera úrelt og skaðleg fyrir efnahagslífið í heild sinni.

Sú fáránlega aðgerð að hækka stýrivexti á tímum sem þessum er út í hött. Ég hef grautað örlítið í hinum ýmsu bókum og las einhverntíma athyglisverða kenningu eftir Hayek eða Friedman, ég man það ekki, en hún gekk út á það að taka peningaprentunarvaldið frá ríkinu. Það eru mörg ár síðan ég las þetta, en mér þykir það vel koma til greina.

Jón Ríkharðsson, 20.1.2012 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband