Miðvikudagur, 25. janúar 2012
Í frelsinu býr hin sanna viska.
Þar sem að skapari himins og jarðar er alvitur, þá valdi hann leiðir frjálshyggjunnar fram yfir leiðir stjórnlyndis.
Honum hefði verið í lófa lagið að stjórna okkur og þá hefðu lífið verið ósköp einfalt og gott. Allir gerðu rétta hluti, engin fátækt og engin stríð, allir myndu lúta Guðs vilja í einu og öllu.
En þá værum við ekki sjálfstæðar verur og við myndum aldrei læra neitt.
Við frjálshyggjumenn tökum þá himnafeðga okkur til fyrirmyndar og boðum frelsi til athafna og orða, en vitanlega hefur fólk ekki frelsi til að skora lögmál orsaka og afleiðinga á hólm.
Frelsið gerir okkur ábyrg fyrir eigin gjörðum, ef við breytum rangt þá tökum við afleðingum af því, eins njótum við ávaxtana ef við breytum rétt.
Guð almáttugur setti okkur ýmsar reglur til að fara eftir og sonur hans Kristur gaf okkur góð heilræði til að notast við.
Sama gildir um þá sem aðhyllast frjálshyggju, við viljum hafa fáar en skýrar reglur og koma með því í veg fyrir, að einhver geti troðið örðum um tær. Svo þar sem reglur ná ekki til, þar gildir heilbrigð dómgreind, en hún fæst ekki öðruvísi en með því, að fólk geri mistök og læri af þeim.
Sumir aðhyllast stjórnlyndisstefnur, vegna þess að þeir vita ekki betur.
Ef við treystum alfarið á visku stjórnmálamanna, þá erum við á kolrangri braut.
Segjum sem svo að við fáum góða leiðtoga sem hugsa rétt og stjórna okkur vel.
Þá missum við af dýrmætum tækifærum til að þroskast og slíkt er stórhættulegt, ef við viljum að lífið þróist áfram. Svo þegar að því kemur, að til valda komast einstaklingar sem ekki breyta rétt, þá hefur þjóðin ekki þjálfun í að hugsa sjálfstætt, samfélagið deyr og lifnar þá seint við aftur.
Fjármálakerfið hrundi, vegna þess að heimurinn svaf á verðinum. Stjórnmálamen, almenningur og stjórnendur bankanna trúðu því að endalaust fjármagnsflæði yrði til staðar um ókomna framtíð.
Við gleymdum um stund lögmálum orsaka og afleiðinga, því heimurinn hafði haft það gott ansi lengi. En ef við þekkjum þessi einföldu lögmál, þá eigum við von um farsæla framtíð.
Heimurinn hefur þekkt góðæri og kreppur um langan aldur.
Þegar góðærið kemur, þá verðum við að leggja til hliðar og eiga sjóði til að mæta kreppunum sem koma í kjölfar allra góðæristíma.
Stjórnmálamenn eru eins og við, þeir gleyma sér og gera mistök, þess vegna getum við ekki treyst á þá.
Sá stjórnmálamaður sem þekkir þessar einföldu staðreyndir gefur þjóð sinni freslið til að þroskast og læra. Oft er þroskinn ansi sár, en því sárari sem hann er, því betur lærum við af honum.
Athugasemdir
Heill og sæll Jón; æfinlega !
Gleymdu þessu; Jón minn.
Íslenzkir stjórnmálamenn; eru - og hafa verið RUSL, til þessa, og lítil breyting, á því, svo sem.
Allt öðru máli gengdi; værum við að tala um stjórnmálamenn, suður í Malí í Afríku - eða þá, austur á Papúa- Nýju Guineu til dæmis, fornvinur góður.
Það gætu liðið árþúsundir; unz íslenzkir collegar þeirra - þar syðra; sem eystra, gætu talist jafnfætis þeim (Malí - og Papúa mönnum) að burðum, svo einhverju næmi, Jón minn.
Með beztu kveðjum; sem jafnan - og fyrri /
Óskar Helgi Helgason 25.1.2012 kl. 16:31
Jæja vinur, heldur þú virkilega að galdrasögur úr fornöld, um geðveikan fjöldamorðinga komi að gagni... Biblían er ekkert nema hjátrú maður, hrista af sér slenið
DoctorE 25.1.2012 kl. 17:29
Heill og sæll Óskar minn sömuleiðis og ævinlega.
Þú hefur komið þínum sjónarmiðum á framfæri og er það vel.
Með bestu kveðjum eins og alltaf.
Jón Ríkharðsson, 25.1.2012 kl. 17:44
Þakka þér DoctorE fyrir að bregðast ekki íhaldsemi minni.
Mér þykir nefnilega gott að hafa sem flest í föstum skorðum og gott til þess að vita að þú bregst ekki.
Ég var að spekúlera í að þakka þér fyrirfram fyrir innlitið, því ég veit að um leið og minnst er á Guð, þá kemur þú með þinn boðskap.
Þú ert ansi naskur, það liggur við að ef menn hugsa orðið "Guð" á meðan verið er að skrifa að þú skynjir það. Sennilega ertu í hópi skörpustu manna landsins eða gæddur óvanalegri skyggnigáfu.
Jón Ríkharðsson, 25.1.2012 kl. 17:47
Guð biblíunar er ekki alvitur, það kemur oft fram í henni....
Stefánsv 25.1.2012 kl. 23:19
Kæra þökk fyrir þennan sterka pistil.
Mjög þarft að draga fram þessi sannindi um frjálsan vilja og afleiðingar okkar gjörða.
Annars hef ég djúpa löngun til að samfélagið fari að vinna meira saman og þar með einnig stjórnmálamenn.
Reyna að samræma það besta úr stjórnmálastefnum okkar, svo úr verði farsælla líf fyrir okkar þjóð.
Sigurður Herlufsen 26.1.2012 kl. 01:15
Það kemur hvergi fram í Biblíunni að Guð sé ekki alvitur Stefánsv. Hvort sem okkur finnst hún rétt eða röng, þá eru allir þeir sem skrifuðu Biblíuna að boða það, að Guð sé fullkominn.
Hægt er að komast að þeirri niðurstöðu að Guðs sé ekki fullkominn, ef notast er við mannlega visku sem er mjög ófullkomin.
Það vantar almennilegt viðmið til þess að hægt sé að skilgreina hvað er að vera fullkominn og hvað ekki. En það er á hreinu, að fyrst maðurinn getur ekki skilið sjáfan sig til fulls, þá er honum ómögulegt að skilja æðri verur.
Jón Ríkharðsson, 26.1.2012 kl. 06:11
Þakka þér kærlega fyrir hólið Sigurður minn og ég er innilega glaður að sjá athugasemd frá þér, satt að segja var ég farinn að sakna þín.
Það koma ansi margir rugludallar í heimsókn á þessa síðu og vitanlega mikið af skynsömu og góðu fólki. Ég vil gjarna fá meira af svona skynsömu fólki eins og þér í heimsókn.
Til að forðast miskilning, þá eru rugludallarnir í miklum minnihluta, en þeir hafa ansi hátt eins og flestir minnihlutahópar.
Jón Ríkharðsson, 26.1.2012 kl. 06:14
Ég vil snúa þessu við og segja: Í VISKUNNI BÝR HIÐ SANNA FRELSI....Og þá getum við ekki verið að tala um frjálshyggju Sjálfstæðisflokksins.
Allavega er ekki að sjá að mikið frelsi hafi skilað sér úr þeirri helstefnu undanfarið, þú fyrirgefur..
hilmar jónsson, 26.1.2012 kl. 11:45
Núna er ég hjartanlega sammála þér Hilmar, en Sjálfstæðisflokurinn hefur aldrei verið með alvöru frjálshyggju, því miður.
Ég hef einmitt verið mjög gagnrýninn á flokkinn varðandi það, vegna þess að það á ekki að vera neitt samband á milli stjórnmálamanna og hagsmunaaðila, stjórnmálamenn eiga að vera yfir alla hagsmunahópa hafnir.
Það er frjálshyggja, að búa til fáar, skilvirkar og einfaldar reglur til þess að vernda borgaranna. Hitt, að stjórnmálamenn telji sig málsvara hagsmunaaðila, hvort sem það heitir LÍÚ, ASÍ eða önnur félög, stjórnmálamenn eiga ekki að tala máli þeirra heldur að reyna að sigla á milli skers og báru og finna lausnir sem henta fjöldanum.
Sjálfstæðisflokurinn hefur hinsvegar að mínu mati stjórnað best, ef miðað er við þá flokka sem í boði eru, en flokkurinn þarf margt að læra og bæta sig á mörgum sviðum.
En Hilmar, það er heilmikil skynsemi í því sem þú segir í þesari athugasemd og ekki hægt annað en að vera sammála henni í einu og öllu.
Jón Ríkharðsson, 26.1.2012 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.