"Sjáir þú mann sem þykist vitur......"

Hin helga bók geymir mikla speki sem vert er að ígrunda vel. Í orðskviðunum stendur:" Sjáir þú mann sem þykist vitur, þá er meir von um heimskingja en hann".

Þessi orð sem sett voru fram fyrir þúsundum ára eru enn í fullu gildi. Sá sem að tala fjálglega um eigið ágæti er oftast gjörsneiddur þeim kostum sem hann státar af.

Steingrímur J. Sigfússon er ágætt dæmi sem sannar þessa fornu speki. Hversu oft hefur hann ekki talað um staðfestu sína í öllum málum og áður en hann komst í ríkisstjórn, sagði hann oft að helsti styrkur hans og VG væri sá, að kjósendur gætu verið fullvissir um að hægt væri að treysta því sem hann og flokkurinn hans sögðu.

Meðna hann var í stjórnarandstöðu þá skammaðist hann út í ríkisstjórnina vegna undirgefni hennar varðandi Icesave. Þegar standa átti við stóru orðin og Icesave varð á hans forræði, þá sýndi hann einn mesta undirlægju hátt við andstæðinga eigin þjóðar sem þekkst hefur á vesturlöndum, vafi leikur á hvort meiri heigull hafi valist til leiðtogastarfa í vestrænu lýðræðisrríki og vingulsháttur hans í ESB málum er öllum kunnur.

Til að særa ekki góðan vin minn og skipsfélaga, þá skal Jóhönnu sleppt að þessu sinni. Sá góði drengur er reyndar  of greindur til að aðhyllast hennar stefnu, en honum þykir sárt að illa sé um hana rætt, því hann finnur til með aldraðri frænku sinni.

Staðreyndin er sú að mannleg viska er miklum takmörkunum háð, þess vegna þurfa stjórnmálamenn að tileinka sér vissa auðmýkt og ekki lofa meiru en þeir geta staðið við.

Í orðskviðunum segir einnig: "Sá sem er hygginn þykist heimskur".

Grunnhyggnir þvargarar bloggheima sjá eflaust fyrir sér greindan mann sem hagar sér eins og fábjáni, en það er ekki rétt túlkun.

Til að öðlast visku þarf mikla auðmýkt, við þurfum að leita hennar. "Sá sem er heimskur þykist hygginn", það stendur líka í orðskviðunum, en ef einhver telur sig hygginn, þá hefur viðkomandi oftast lokað fyrir nýja visku, höfuð hans er fullt af ímyndaðri visku og þá ekkert rými fyrir nýja.

Sá sem talar af visku hefur hlustað eftir hinni sönnu visku sem ferðast hefur um heiminn öldum saman, það er góð speki sem reynst hefur vel.

Sá leiðtogi sem vill beygja þjóð sína undir eigin vilja hefur ekki höndlað viskuna, en sá leiðtogi sem hlustar eftir þörfum þjóðar sinnar og þekkir hennar þarfir, hann þekkir hina sönnu visku.

Vitur og sannur leiðtogi er sá sem að lætur þjóð sína finna til máttar síns og lætur hana skilja að hún sé mikils virði.

Heimskur leiðtogi og viskusnauður er sá sem að segir við þjóð sína "fylgið mér því að ég hef svörin.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er alveg hárrétt hjá þér Jón, og ég vona að öllum lýð Íslands skiljist að til er ekki verri svikari við íslenska þjóð en þessi maður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2012 kl. 14:41

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er rétt hjá þér Ásthildur og stór hluti þjóðarinnar svíkur sjálfa sig með því að trúa fagurgala stjórnmálamanna.

Jón Ríkharðsson, 25.1.2012 kl. 14:56

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þvaður sumra manna er sem spjótsstungur,

en tunga hinna vitru græðir.

ORÐSKVIÐIRNIR 12

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.1.2012 kl. 15:20

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þeta er rétt Svanur, öllum er hollt að tileinka sér speki orðskviðanna.

Jón Ríkharðsson, 25.1.2012 kl. 15:23

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já af því að við kunnum ekki annað.  Það þarf að kenna ungu fólki ábyrgð í menntaskólum landsins.  Að þau sem kjósendur framtíðarinnar beri ábyrgð á lýðræðinu.  Að þau kynni sér bæði orð og gjörðir þeirra sem bjóða sig fram, og sýni þá ábyrgð að kasta ekki atkvæði sínu á glæ vegna loforða eða fagurgala eða jafnvel í formi bjórs og PIZZU.  lýðræðið er brothætt og sé ekki farið með að af varúð og ábyrgð fer það eins og það er í dag í algjört hrun. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2012 kl. 15:24

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Mannsheilinn fæðist ekki með neina visku Ásthildur mín, þótt sumir haldi það.

Þess vegna þurfum við að læra að leita hennar og varðveita vel þá litlu punkta sem við finnum.

Með sama hugarfari og er ráðandi um þessar mundir, getum við seint fundið viskuna, því reiðin er svo mikil.

Reiðin ruglar heilann, þannig að fólk ruglar þá heimsku saman við viskuna og telur viskuna vera heimsku.

Jón Ríkharðsson, 25.1.2012 kl. 16:07

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alveg rétt þess vegna er eitt af því nauðsynlegasta að kenna ungviðinu að fara rétt með atkvæðin sín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2012 kl. 16:57

8 identicon

Þessi helga bók.. talar söguhetja hennar ekki fjálglega um eigið ágæti... að hann sé bestur og mestur, þeir sem ekki fylgi honum.. muni brenna blah. Já já, ég veit að söguhetjan er bara proxy...

Steingríms J verður náttlega minnst sem mesta hræsnara íslandssögunnar... og við, við almenningur, sem mest stúpid almenningur íslandssögunnar :)

DoctorE 25.1.2012 kl. 17:07

9 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þú ert hérna líka DoctorE, ég mátti vita það fyrst að ég nefndi Guðsorðið, en hvenær verður þú heiðraður af þínum skoðanasistkynum fyrir eljuna við að bera út boðskapinn?

Það var talað um að reisa styttu af Helga Hóseassyni, þau mættu reisa styttu af þér við hans hlið, nema að þú viljir ekki að neinn viti hver þú ert.

Jón Ríkharðsson, 25.1.2012 kl. 17:50

10 identicon

Ekki er þessi færsla höfundinum til uppdráttar.

Um hann má segja eins og sagt var um manninn forðum.

Eflaust væri hann mikill maður
ef miðað væri við ekki neitt.

Stjáni græni 25.1.2012 kl. 20:15

11 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er gott hjá þér Stjáni græni að tjá þig ekki undir fullu nafni og sleppa mynd af þér, þá hefur þú meira svigrúm til að bulla.

Ekki það að ég álíti mig mikinn mann, slíkt hefur mér aldrei komið til hugar, ég er ósköp venjulegur maður með einhverja kosti og einhverja galla eins og gengur.

Ekki veit ég hvort þú telur það mikilmennsku að tjá þig um persónur fólks undir dulnefni, en sé það þín skoðun þá er hún sem betur fer ekki mjög útbreidd.

En ég segi við þig eins og aðra bullukolla sem kíkja stundum við og hafa þörf fyrir að fjalla um mína persónu, að þú ert velkominn hvenær sem er og mátt segja hvað sem er.

Þar sem að ég er ekki viðkvæmur fyrir áliti bullukolla, þá er betra að rakka mig niður en þá sem taka svona hluti inn á sig. Ég hef bara gaman af þessu, af einhverjum ástæðum hef ég alltaf laðað að mér rugludalla og sérvitringa, sennilega af því að ég hef gaman af ykkur.

Jón Ríkharðsson, 25.1.2012 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband