"Það er best að við skrifum söguna sjálfir".

Bjarni heitinn Benediktsson sagði eitt sinn, að það væri best að við sjálfstæðismenn skrifuðum söguna sjálfir.

Margir vinstri menn hafa haldið þessu á lofti og gefið í skyn, að Bjarni heitinn hafi viljað falsa söguna sjálfstæðismönnum í hag. 

Bjarni Benediktsson var talinn í hópi heiðarlegustu stjórnmálamanna þjóðarinnar og báru honum allir vel söguna, hvar í flokki sem menn stóðu.

Hins vegar ef söguskýringar vinstri manna eru lesnar, þá er auðvelt að skilja hvað Bjarni átti við.

Nýlegt dæmi er tilraun Björns Vals Gíslasonar til að falsa söguna, en um það skrifaði ég nýlega og hægt er að lesa þá umfjöllun á þessari síðu.

Svo er hægt að nefna ævisögu Jóns Baldvins Hannibalssonar, en þar reynir hann að gera lítið úr Ólafi Thors.

Jón Baldvin fullyrðir að Ólafur Thors hafi haft lítinn skilning á efnahagsmálum. En hvað sagði flokksbróðir hans og samstarfsmaður Ólafs, Gylfi Þ. Gíslason?

Haft er eftir Gylfa í ævisögu Ólafs Thors eftirfarandi ummæli; "Það tók mig ekki langan tíma að átta mig á því, hversu glöggur Ólafur Thors var á tölur og hversu fljótur hann var að átta sig á efnahagsvandamálum og rökum á því sviði, sem ýmsir aðrir töldu nánast sérfræði".

Svo segir Jón Baldvin einnig í æfisögu sinni að Ólafur hafi ekki skilið efnahagstillögur Benjamíns H.J. Eiríkssonar, en hvað sagði Benjamín um Ólaf Thors í sinni ævisögu?

Jú Benjamín sagði að Ólafur hefði sómt sér vel sem forsætisráðherra í öllum löndum.

Vinstri menn reyna að falsa söguna sér í hag, hægt er að tína til mörg fleiri dæmi sem sanna þá kenningu.

Þess vegna er það best að sjálfstæðismenn gera eins og Bjarni Ben sagði, skrifa söguna sjálfir.

Sjálfstæðismenn hafa gert mörg mistök og þeir hafa líka skrifað um þau, við lærum svo af þeim og bætum okkur í framtíðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er einmitt þannig að menn læra af mistökum með því að viðurkenna þau til að skilja þau. 

Hinir læra aldrei neitt sem sífellt reina að fela sín mistök, eða hreinlega afneita þeim.

Hrólfur Þ Hraundal, 28.2.2012 kl. 20:11

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er rétt Hrólfur minn.

Við erum endalaust að læra og þróa okkur. Það er auðvelt að misstíga sig á hinu hála pólitíska svelli og enginn stjórnmálamaður kemst hjá því að taka rangar ákvarðanir.

Ég get nefnt nokkur dæmi um sjálfstæðismenn sem hafa viðurkennt mistök, en vinstri menn, þeir hafa aldrei viðurkennt neitt misjafnt í sínum verkum, ef svo er þá hefur það ekki farið hátt.

Jón Ríkharðsson, 28.2.2012 kl. 20:20

3 identicon

Jón Ríkharðsson, 28.2.2012 kl. 20:20: Ertu ekki örugglega að tala um hann Bjarna Ben sem græddi á daginn og var svo grillaður á Þingvöllum um kvöldið? Þú getur ekki átt við N1 Bjarna Ben sem tapaði Vafningslaust milljörðum á daginn og grillaði svo pylsur í Garðabænum á kvöldin í húsinu sem hann byggði fyrir milljónahundruðin sem hann bísaði út á innherjaupplýsingarnar hjá Glitni.

Það fer annars vel á því að þið FLokkstittirnir, þú og Göngu-Hrólfur, dundið ykkur við að rita lygasögur í sandinn.

Hilmar Hafsteinsson 29.2.2012 kl. 03:00

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Hilmar, ég efast um að þú hafir nokkuð gaman af staðreyndum, en hætt er við að ýmsum þyki umæli þín um Bjarna heitinn Ben æði ósmekkleg.

Þau væru vissulega ósmekkleg ef þau væru sett fram af málsmetandi einstaklingi, en þú verður það seint.

Þú gerir lítið úr sjálfum þér með þessu, en það er þinn sjálfsagði réttur.

Þú lýsir ágætlega vanþekkingu þinni á sögunni Hilmar minn, en Bjarni heitinn Benediktsson græddi aldrei neitt að ráði. Hann var að spekúlera í að snúa sér að lögfræðistörfum á tímabili, því launin sem hann fékk í hinu pólitíska starfi voru of lág.

Ekki ætlast ég til þess að það þýði nokkuð að segja þér svona staðreyndir, en til er fólk sem les bloggið mitt og athugasemdir sem hefur áhuga á staðreyndum.

Ég myndi ekki rita svona þvætting undir fullu nafni, flestir þínir líkar sleppa því.

En þú birtir ekki rétta mynd af þér, þannig að þér er ekki alls varnað.

Jón Ríkharðsson, 29.2.2012 kl. 07:01

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þessi ummæli Hilmars Hafsteinssonar um Bjarna heitinn Benediktsson sýna innrætið sem svokallaðir "vinir alþýðunnar" bera í brjósti.

Lægra verður varla sokkið.

Ragnhildur Kolka, 29.2.2012 kl. 10:45

6 identicon

Jón Ríkharðsson, 29.2.2012 kl. 07:01: Það er augljóst að þú hamast nú við að skrifa söguna að hætti FLokksins Nonni minn og skyldi líka engan undra að vilji væri til þess hjá legio af landráðamönnum í mafíuFLokknum að fegra staðreyndirnar. Ætlar söguskýrandinn Jón Ríkharðsson líka að mæta með FLokkspennan við setningu Landsdóms í næstu viku?

Kirkjugarðar landsins eru fullir af "ómissandi fólki" eins og Bjarna BEeeeen. Kújónar eins og þú hafa í gegnum tíman rembst eins og rjúpan við staurinn að fegra ásjónu Engeyjarfurstans, enda margir Vafningarnir teknir í þeirri guðsvoluðu braskætt í gegnum tíðina. Áskrift að æðstu metorðum innan FLokksins og lagatæknipróf við HÍ tryggði þessum Eng-lum valdataumana í þjóðfélaginu lengi vel - en ekki lengur karlinn.

Ég víla mér ekki við að gera athugasemdir við FLokkssögufalsanirnar þínar Nonni karlinn. Það er af sú tíð að Íslendingar hræddust mafíuFLokkinn og hringabandalagið ykkar.

Góða skemmtun í næstu viku.

Hilmar Hafsteinsson 29.2.2012 kl. 10:50

7 Smámynd: Þröstur Heiðar Guðmundsson

Ummæli Hilmars hér að ofan eru því miður dæmigerð fyrir hvernig þetta þjóðfélag er orðið.

Hatur og níð er eldsneyti þessara manna.

Því miður er svo einnig farið með núverandi stjórnvöld.  Markmið,skipulag,samstaða og góð verkstjórn 

virðist hafa látið í minni hlutan fyrir þeirra einu markmiði og það er að halda vinstri mönnum í stjórn sama hvað það

kostar.

Þröstur Heiðar Guðmundsson, 29.2.2012 kl. 11:09

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þið verðið að fyrir gefa honum Hilmari því hann er úr tusku og það komst mölur í hann karl greyið. 

Það er líka betra að ergja hann ekki því hann er hæstiréttur og veit allt og líka það sem hann veit ekki. 

Þannig að meira að segja skoðunar Jóhanna þessi seinna en eftir helgi, getur ekki hunsað hann.

En bestur er hann líklega til brúks við hreinlætisstörf með mikilli sápu.  Því að óhreinindi og rugl eru hans uppá hald.    

Hrólfur Þ Hraundal, 29.2.2012 kl. 13:53

9 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er rétt hjá þér Ragnhildur, þetta eru lágkúruleg ummæli og þau lýsa takmarkalausri heimsku þess sem setti þau fram.

Ég var að speúlera í að eyða þessum ummælum hans Hilmars, en ég ákvað að gera það ekki.

Þaðp er nauðsynlegt fyrir hugsandi fólk að sjá svona málflutning á prenti, það hvetur þá kannski þá sem hafa þekkingu og greind til að vera duglegri við að andmæla óhugnaðinum.

Jón Ríkharðsson, 29.2.2012 kl. 19:22

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Hilmar, ég hef lúmskt gaman af svona apaköttum eins og þér.

Þú þvaðrar um sögufölsun, en kemur ekki með nein rök, eflaust vegna þess að þú veist ekkert um hvað þú ert að tala.

Reyndar eruð þið ekki skemmtilegir til lengdar, en það þarf víst að þola ykkur því þið tilheyrið þessum heimi eins og ég og fleiri.

Þú getur haldið áfram að bulla eins og þú vilt, það eina sem gerist er að þú ferð illa með mannorð þitt.

Þú kannst ekki að rökræða, þú heldur að fólki finist sniðugt að lesa svona þvætting, en það eru þá bara svona apakettir eins og þú.

Þú ættir að gera eins og hinir fábjánarnir sem heimsækja síðuna mína stundum, þeir hafa vit á að koma ekki fram undir fullu nafni.

Þannig að í Guðs almáttugs bænum ekki birta rétta mynd af þér, það er dálítið bratt að koma fram undir fullu nafni þegar menn bulla svona, en fábjánar eru oft ansi djarfir, það kallast víst að vera fífldjarfur þegar fábjáni sýnir dirfsku.

Jón Ríkharðsson, 29.2.2012 kl. 19:30

11 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sammála þér Þröstur, það er slæmt hvað hatursníðið er algengt, en það er skynsama fólkinu að kenna.

Það þarf að afnema gömlu spekina tímabundið; "sá vægir sem vit hefur meira".

Það á ekki að láta í minnipokan fyrir svona apaköttum, heldur svara þeim fullum hálsi.

Því miður eru til einfaldar og góðar sálir sem trúa þesu liði, vegna þess að það er enginn til andsvara.

Jón Ríkharðsson, 29.2.2012 kl. 19:33

12 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég veit ekki hvort hann nýtist til þrifnaðarstarfa Hrólfur minn, því til þess að geta þrifið vel þá þarf jákvætt hugarfar.

Ég á ákveðna og góða konu og hún gerir miklar hreinlætiskröfur á mig.

Fátt þykir mér leiðinlegra en að taka til og þrífa, þannig að ég var pirraður þegar ég tók til heima hjá mér og mér fannst ég eiga skilið að slappa af þegar ég var í landi.

Ég tók frekar illa til og gleymdi ýmsum atriðum sem konan mín er með á hreinu, það var vegna þess að ég gerði það með neikvæðu hugarfari.

Svo þegar ég ákvað að taka til með jákvæðu hugarfari, þá varð allt ilmandi af hreinlæti og eiginkonan mjög glöð.

En menn eins og Hilmar þekkja ekkert annað en að kvarta og væla yfir öllu, þess vegna geta þeir fátt gert vel, nema það sem þeir hafa gaman af.

Jón Ríkharðsson, 29.2.2012 kl. 19:39

13 identicon

Heill og sæll Jón æfinlega; sem og sæl, þið önnur gesta, Jóns !

''jákvætt hugarfar'' ; skrifar þú, án þess að blikna, Jón minn.

Verð að viðurkenna; að ég átta mig alls ekki á, út í hvaða Eyðimerku göngu þú ert að leggja, fornvinur góður.

Jósef Stalín; og þeir Mikhaíl Kalínín sögðu líka forðum - að bezt væri, að Sovézkir Kommúnistar, skrifuðu sína eigin sögu, sjálfir.

Annað hvort; ert þú að grínast, Jón Ríkharðsson - eða þá, að þú hefir skaddað þitt áunna innsæji, með því að ánetjast þessum höfuð glæpa flokki Íslandssögu gervallrar, að vart eigir þér viðreisnar von.

Flokki; sem ásamt hinum þrem, hefir stuðlað að áratuga- og alda hnignun, þessa samfélags.

Því; miður.

Hver; viti borinn maður, kemur til með, að taka mark, á frásögu, hins falska og undirförula Geirs Jóns Þórissonar; nýjsta lukkuriddara flokks ógæfu ykkar, þegar út kemur, til dæmis, Jón minn ?

Með; kveðjum meðaumkunar - en velvilja þó, úr Árnesþingi /     

Óskar Helgi Helgason 29.2.2012 kl. 20:07

14 identicon

Jón Ríkharðsson, 29.2.2012 kl. 19:30: Sæll Nonni minn, af ætt simpansa. Afsakaðu hvað ég svara þér seint, hef verið niðursokkinn í beint útvarp frá Alþingi í kvöld. Það er nefnilega verið að staðfesta að Geir Landráð verður sannarlega dreginn fyrir Landsdóm í næstu viku, angaskinnið mitt. Næsta skref í réttlætisátt verður svo auðvitað að rétta yfir sjálfum yfirDON mafíuFLokksins þíns, DO. Þegar hann verður kominn á bak við lás og slá, þar sem hann á sannarlega heima (á nýju réttargeðdeildinni á Kleppi) er komið að ykkur fótgönguliðunum og uppklappsliðinu í FLokknum. Það er sjálfsagt fyrir barnafjölskyldur þessa lands að fara í hópmálsókn gegn ykkur FLokkstittunum og kjörkassafóðri FLokksins - ykkar er sannarlega ábyrgðin á blóðugri vegferð SjáLfstæðisFLokksins.

Vinsamlegast athugaðu að þarna er ég að gefa þér innsýn inn í nútíðina og framtíðina, en er ekki fastur í því að reyna að endurskrifa fortíðina eins og þú og þínir nótar. Það er reyndar hlægilegt þegar króniskur FLokkssimpansi eins og þú ferð að rugla um mannorð - simapansar eru jú strangt til tekið ekki menn. Niðurstaðan er því sú að þú hefur einfaldlega ekkert mannorð, frekar en aðrir FLokkssimpansar og tómt mál að ræða við þig um atriði sem þú skilur þ.a.l. ekki.

Það færi annars vel á því að grilla þig á Þingvöllum eitt vorkvöldið að sönnum FLokkssið.

Hilmar Hafsteinsson 29.2.2012 kl. 23:34

15 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Hilmar Þór Hafsteinsson; frændi minn !

Margt; má upp á Jón fornvin minn Ríkharðsson klaga - sem mig og þig einnig, en hann verðskuldar ALLS EKKI, þann munnsöfnuð, sem þú tileinkar honum, í niður lagi 14. athugasemdar, Hilmar minn.

Er ekki rétt; að gæta nokkurrs hófs, í hita hverrar umræðu, frændi ?

Ekki síðri kveðjur - en þær fyrri, og áður / 

Óskar Helgi Helgason 1.3.2012 kl. 00:01

16 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Heill og sæll Óskar minn Helgi.

Þú hefur áður sagt þínar skoðanir á Sjálfstæðisflokknum, þannig að ég þekki þær ágætlega.

Þú þekkir líka mínar, þannig að ég hef engu við það að bæta.

Með bestu kveðjum af SV miðum.

Jón Ríkharðsson, 1.3.2012 kl. 07:00

17 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Óskar minn, er Hilmar þá frændi þinn?

Það þýðir lítið fyrir þíg að biðja hann aðp gæta hófs, hann frekar bætir í ef eitthvað er.

Hætt er við að fáum þyki það smekklegt að vilja grilla fólk, þótt það sé á Þingvöllum.

En hann hefur augljóslega afskaplega illkvittið hugarfar strákræfillinn.

Með bestu kveðjum sem hinum fyrri.

Jón Ríkharðsson, 1.3.2012 kl. 07:11

18 identicon

Komið þið sæl, sem fyrr !

Jón síðuhafi !

Jú; við Hilmar Þór, erum 4 menningar, af Gamla Hraunsætt (í Hraunshverfi, milli Stokkseyrar og Eyrarbakka), í móðurætt hans - en föðurætt mína, og eru ekki lakari stofnar, sem að Hilmari standa, í föðurættir, jafnframt.

Sæmdarfólk; sem að Hilmari stendur, í hvívetna, Jón minn.

Með; sízt lakari kveðjum - fremur en fyrri / 

Óskar Helgi Helgason 1.3.2012 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband