Mánudagur, 21. maí 2012
Núna leggst ég gegn einkavæðingu.
Væri ég á þingi um þessar mundir, þá myndi ég leita leiða til að koma í veg fyrir sölu ríkisins á eignahlutum sínum í bönkunum, ég myndi berjast á móti einkavæðingunni af fullri hörku.
Mikið peningastreymi í ríkissjóð og vinstri stjórn, það er stórhættuleg blanda.
Til stendur að nota þrjátíu og níu milljarða í atvinnuskapandi verkefni. Ef stjórnlagaráðið hefði haft dug í sér til að setja inn ákvæði sem bannaði stjórnvöldum að setja peninga í atvinnuskapandi verkefni, þá hefði það verið mjög til bóta, því koma þarf í veg fyrir að stjórnvöld geti notað peninga skattborgara til að kaupa sér atkvæði.
Ef græna hagkerfið er gróðavænlegt, þá ættu sniðugir einstaklingar að ná að fjármagna það. Fjárfestar stökkva alltaf á hugmyndir sem hagnaðarvon er í. Þeir sem bjuggu til atvinnuskapandi verkefni á fyrri hluta síðustu aldar voru bláfækir ungir menn, þeir höfðu ekki alltaf aðgang að bönkum.
Ef að fólk þarf að berjast og basla til að koma sér upp rekstri, þá eru meiri líkur á að það hugsi vel um fyrirtækið og gæti þess, að eyða ekki meiru en aflað er.
Vitanlega er nauðsynlegt að fara í nauðsynlegar samgöngubætur, en á tímum sem þessum þurfa opinberar framkvæmdir að vera í lágmarki. Þótt opinberar framkvæmdir skapi hagvöxt þá er það hagvöxtur sem byggður er á sandi.
Heillavænlegasti hagvöxturinn um þessar mundir er vitaskuld hagvöxtur sem er útflutningsdrifinn, en það skilur ríkisstjórnin ekki. Hún berst gegn sjávarútvegnum og vill ekki álver, en það eru meginstoðir útflutningsgeirans.
Best er vitanlega að þessi ríkisstjórn hafi eins lítið úr peningum að spila og mögulegt er, þeim er ekki treystandi fyrir almannafé.
En þegar kemur önnur ríkisstjórn sem vill nýta söluhagnaðinn sem fellur til, vegna einkavæðingar bankanna í að greiða niður skuldir, þá mun ég gera eins og Ragnar Reykás, berjast fyrir einkavæðingu og styðja hana heilshugar.
Raunhæft að selja hluti ríkisins í bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, satt segirðu. Miklir peningar og vinstri stjórn. Stór hættuleg blanda.
Sigurður Kristján Hjaltested 21.5.2012 kl. 14:13
Þakka þér innlitið Sigurður Kristján, það er eiginlega baneitruð blanda fyrir þjóðina í heild.
Jón Ríkharðsson, 21.5.2012 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.