Hvers vegna á fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?

Svarið við spurningunni er einfalt, Sjálfstæðisflokkurinn er besti kosturinn sem við höfum til að stjórna landinu.

En hafa sjálfstæðismenn gert mistök?

Sannarlega og þau ansi mörg, sjálfstæðismenn eiga örugglega eftir að gera fleiri mistök en vonandi ekki þau sömu og þeir hafa gert, aukið ríkisútgjöld og stækkað ríkisbáknið.

Allir vita hvernig stefna núverandi ríkisstjórnar er og nýju framboðin lofa ekki góðu.

Þau endurspegla að miklu leiti sambærilegt stjórnlyndi og stjórnarflokkarnir gera. Einn af þingmönnum Hreyfingarinnar er búinn að ákveða það, að banna skuli alfarið auglýsingar á áfengum bjór, en eru þær til skaða?

Sjálfur forðast ég áfenga drykki eins og heitan eldinn, því ég var snarvitlaus er ég bragðaði vín hér fyrr á árum og ég veit að ekkert hefur breyst í þeim efnum, við Bakkus eigum ekki skap saman.

En ég veit að meirihluti þjóðarinnar kann með vín að fara og fyrir marga er það sankallaður unaður að setjast niður með ein kaldan eftir erfiðan vinnudag og góð aðferð til að kveikja neistann í ástarsamböndum er að bjóða upp á góðan mat með eðalvínum.

Það gengur ekki hjá mér, eitt sinn ætlaði ég að heilla fagra blómarós upp úr skónum og bauð henni að borða á Grillinu á Hótel Sögu. Ég var klæddur í splunkuný jakkaföt frá Sævari Karli, nýklipptur rakaður og fínn. Ég fann að stúlkan gaf mér hýrt auga og það var ósköp notalegt. Vitanlega var pantað dýrasta vínið á listanum og spjallað á ljúfum nótum. Ég fann til mikils þorsta og kláraði vínið og matinn minn, pantaði svo aðra flösku og þegar ég varð hreifur af víni, þá brast ég gjarna í söng, sem og ég gerði á staðnum.

Þjónarnir voru ekki fullir aðdáunar, þótt ég hafi ágæta söngrödd, ég móðgaðist þegar þeir báðu mig um að hætta og sagði nokkur vel valin orð. Til að gera langa sögu stutta, þá þurfti borðdaman að flýta sér og ekkert hefur síðan til hennar spurst, mér var hótað lögreglufylgd ef ég færi ekki sjálfviljugur út af staðnum.

Þrátt fyrir reynslu mína af áfengisdrykkju, þá veit ég að sem betur fer eru ekki allir eins og ég, varðandi áfengi og áfengisauglýsingar gera innflytjendum kleyft að keppa sín á milli.

Dögun segir að það eigi að hafa vexti á lánum í lágmarki, slíkt er ekki hægt að framkvæma þar sem frjáls markaður ríkir. Vextir ákvarðast af framboði og eftirspurn peninga.

Höfuðkosturin við Sjálfstæðisflokkinn er sá, að hann boðar frelsi og hann hvetur atvinnulífið til góðra verka. Það er vitaskuld besta velferðarhjálp sem til er, handa heilbrigðu fólki. Vitaskuld vilja sjálfstæðismenn hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi, en fólk sem hyggur á rekstur eru ekki í hópi þurfalinga og þarf enga ríkisaðstoð.

Sem flestir eiga að taka þátt í að móta Sjálfstæðisflokkinn, allir hægri menn og konur eiga að koma að þeim málum.

Besta leiðin til hagsældar, þrátt fyrir mörg mistök fortíðar, er vitaskuld leið sjálfstæðisstefnunnar. Það hefur engin önnur stefna virkað á Íslandi og öll afskiptasemi af lífi borgaranna er eitur í beinum flestra hér á landi. Einfaldar og skýrar reglur virka ávallt best.

Sjálfstæðisstefnan er sígild og hún fellur seint úr gildi á meðan stefnur vinstri flokkanna eru gjaldþrota, enda boða þau lítið annað en að halda besta flokknum frá völdum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Jón, Hvernig stendur á því að sjálfstæðisflokkurinn er ekki að skora hærra í skoðanakönnum en raun ber vitni á móti óvinsælustu ríkisstjórn allra tíma. Þú segir "Sjálfstæðisstefnan er sígild og hún fellur seint úr gildi á meðan stefnur vinstri flokkanna eru gjaldþrota, enda boða þau lítið annað en að halda besta flokknum frá völdum.". Einvern veginn finnst okkur æði mörgum að bæði forysta og margt þingfólk Sjálstæðisflokksins átti sig ekki alveg á hver stefna Sjálfstæðisflokksins er og ættu kannski frekar heima í einhverjum öðrum flokkum, manni finnst það svolítið öfugsnúið að grasrót flokksins sætti sig við þetta, en grípi ekki tækifærið og endurskipuleggi liðsheildina því það er aldeilis aðstæður til að vinna stórsigra með fólki sem fylgir réttri stefnu og er ekki talandi út og suður eins og Formaður Sjálfstæðisflokksins.  

Kristján B Kristinsson 21.5.2012 kl. 18:59

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þeir sem ekki vilja hafa kommúnista áfram við stjórn setja X við D

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.5.2012 kl. 19:00

3 identicon

Hverjir í XD eru ekki kommúnistar?

Kristján B Kristinsson 21.5.2012 kl. 19:43

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Heill og sæll Kristján, mér þykir vænt um að sjá athugasemd frá þér þegar ég kem til baka eftir nokkurt hlé frá bloggheimum.

Þú kemur með ansi athyglisverðan punkt, sem verðugt er að huga að en erfitt að svara til fulls.

Ég held nú að forystulið flokksins þekki sjálfstæðisstefnuna og vilji fylgja henni, en þau gera lítið af því að tjá sig um hana og kynna fyrir þjóðinni.

Áætæðuna tel ég vera marga samverkandi þætti.

Formaður og varaformaður hafa hvorugt mikla reynslu í pólitík og ég veit ekki hversu mikla lífsreynslu þau hafa, en lífsreynt fólk á oft betur með að tjá sig á skiljanlegan máta. Einnig er það þessi hefð sem hefur skapast, að vera stöðugt að benda á hvað stjórnarflokkarnir eru að standa sig illa, en ég hef stundum sagt uppi í Valhöll að það þurfi ekki að hafa mörg orð um það, þeir sem átta sig ekki á því með því að fylgjast með fjölmiðlum, það er vonlaust að útskýra það fyrir þeim.

þau hafa alls ekki verið nógu kröftug í að svara fyrir sig, látið vinstri flokkanna stjórna umræðunni allt of lengi og verið mjög slök við að kynna sjálfstæðisstefnuna, en hún gerir ráð fyrir því að hjálpa fólki til sjálfshjálpar, ekki ausa fé úr opinberum sjóðum til að gleðja fólk.

Og Kristján hafir þú mikinn áhuga á að efla Sjálstæðisflokkinn og vinna sjálfstæðisstefnunni fylgis, þá máttu senda mér tölvupóst á jonrikk@gmail.com. Þá getum við rætt þessi mál betur, því það er votn að fara í djúpar samræður í svona athugasemdarkerfi.

Jón Ríkharðsson, 21.5.2012 kl. 19:51

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er rétt Heimir, stutt og laggott.

Jón Ríkharðsson, 21.5.2012 kl. 19:51

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það eru nú engir kommúnistar sem ég veit um í XD Kristján, enda myndu þeir ekki þola að vera þar innandyra.

En fúslega skal ég játa að það eru nokkrir sem vilja meiri ríkisrekstur og ríkisútgjöld en ég og fleiri, en þeir eru langt frá því að vera kommúnistar.

Ég held að þá sé helst að finna í VG.

Jón Ríkharðsson, 21.5.2012 kl. 19:53

7 identicon

Mér finnst að fólk eigi skilyrðislaust að kjósa Sjálfstæðisflokkinn af því að þar er svo mikið afburðafólk. Heiðarlegt fram í fingurgóma með mikla réttlætiskennd;

Guðlaugur Þór, Þorgerður Katrín, Árni Johnsen, Tryggvi Þór, Ásbjörn Óttarsson, Bjarni Benediktsson.
Gleymum ekki gömlu hetjunum Geir Haarde og Davíð Oddssyni. Svo má nefna snillinga eins og Hannes Hólmstein, Jón Steinar og Kjartan Gunnarsson.  Svo er hann Birgir Ármannsson svo skemmtilegur.

Svo einkavæddi Sjálfstæðisflokkurinn bankana sem varð svo til þess að þjóðin fór á hausinn.

Þess vegna eigum við ÖLL að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

Láki 21.5.2012 kl. 21:31

8 identicon

Við skulum orða það svo, að Sjálfstæðisflokkurinn sé skársti kosturinn.

Mér finnst það bara ekki nóg. Við eigum ekki að þurfa að sætta okkur við það skársta af því slæma.

Sjálfstæðisflokkurinn verður ekki nothæfur fyrir fólkið í landinu, fyrr en flokkurinn gengur af þessum kratisma sínum dauðum.

Því miður hefur maður það á tilfinningunni, að sumir þingmenn flokksins eigi hagsmuna að gæta í þessari Samspillingarveislu sem slegið var upp fyrir þrem árum, eða telji sig geta haldið veislunni áfram, eftir að Samspilltu ríkisstjórnarflokkum hefur verið varpað á dyr.

Þjóðin þarf ekki að næsta ríkisstjórn finni sinn Einar Karl, sem þarf að ská skjaldborg um.

Hilmar 21.5.2012 kl. 21:49

9 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Láki, ég nenni ekki að rífast um persónur, þetta fólk sem þú nefnir er umdeilt og fólk hefur skiptar skoðanir á því.

Þú talar um einkavæðinguna og ert vaðandi í villu eins og margir aðrir. Einkavæðingin olli ekki hruninu, það væri ágætt ef fólk tæki sig til og læsi rannsóknarskýrsluna, en það er farið ágætlega yfir orsakir hrunsins, þær voru alþjóðlegs eðlis, enda hrundu bankar út um allan heim.

Þú getur náð þér í skýrsluna og lesið bls. 58 í fyrsta bindi. Þar er sagt frá ofurtrausti sem ríkti á mörkuðum ásamt gífurlegu magni af lánsfé. Í framhaldinu komu fjármálafleiður ýmsar til sögunnar, undirmálslánin í Bandaríkjunum spiluðu inn í.

Að trúa því að einkavæðingin hafi valdið hruninu, það er algjör þvæla. Ef svo væri, þá væri sennilega kreppa á Íslandi en ekki í öðrum löndum, einnig hefðu þá væntanlega aðrir bankar staðið þokkalega að vígi en Landsbanki og Búnaðarbanki.

Það þurfa ekki allir að vera sáttir við SJálfstæðisflokkinn, enda væri það slæmt fyrir lýðræðið í landinu.

En að halda fram gamalli tuggu sem löngu er búið að leiðrétta, það er ekki boðlegt í rökræðum sem eiga að vera málefnalegar.

Jón Ríkharðsson, 21.5.2012 kl. 22:23

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Hilmar, Sjálfstæðisflokkurinn er ekki fullkominn, það er alveg rétt. Ég er hluti af harðasta frjálshyggjuarmi flokksins, þannig að ég vildi gjarna færa hann til hægri, ég er einnig meðlimur í Frjálshyggjufélaginu og það segir allt sem segja þarf um mínar skoðanir.

Svo er ég líka íhaldsmaður og í félagi íhaldsmanna. Við þurfum að fara gætileg í allar breytingar, kratisminn hefur því miður fests í sessi, ekki bara í Sjálfstæðisflokknum heldur hjá allt of stórum hluta þjóðarinnar.

Af þeim flokkum sem í boði eru þá tel ég Sjálfstæðislfokkinn vera besta kostinn og höfuðstyrkur hans í gegn um tíðina hefur verið sá, að hann hefur höfðað til breiðs hóps fólks með mismunandi skoðanir, en það sem sameinar sjálfstæðismenn er einmitt vilji til frelsis.

Þaðer svolítið vont að ræða einstaka þingmenn flokksins, þeim gengur mörgum illa að tjá sínar skoðanir, þannig að það er erfitt fyrir marga að átta sig á þeim. En ég þekki þetta fólk og er viss um að það vill fylgja sjálfstæðisstefnunni, annars geturm við ekki tresyt þeim aftur.

Það reynir ekkert á stjórnmálamenn fyrr en þeir komast í ríkisstjórn þannig að ég vill bíða og sjá.

Jón Ríkharðsson, 21.5.2012 kl. 23:07

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ef fólk vill rústalagningu landsins - nú, þá kýs það sjallaflokk. Segir sig sjálft og eigi flókið.

Að undangenginni rústalagningu þá tæma sjallar hérna alla sjóði og mergsjúga almenning með tilheyandi ofstopa og yfirgangi. Síðan fylgir sjallahrun með rústalagninu landsins. þá biðja þeir sjallar guð að blessa sig og fara heim að sofa. Vakna um kvöldmatarleiti daginn eftir - og muna þá ekki neitt! Ráfa síðan um og böðlast með óþverrahætti á þeim er þurfa að moka vibbann eftir þá og reyna að skaða land og lýð hvað þeir geta þessi vesalmenni sem virðast algjörlega samvisku og siðlausir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.5.2012 kl. 00:58

12 Smámynd: Einar Jón

Vandamálið er að sjálfstæðisflokkurinn er ekki óvirkur alki sem fór í meðferð og hætti að drekka að sjálfsdáðum, heldur alki sem kláraði allt vínið sitt og hefur ekki aðgang að meiru. Eftirsjáin er engin, og nú eru þeir að undibúa næsta fyllerí.

Leiðindin með málþóf síðustu daga (sem þeir hafa ekki einu sinni manndóm í sér til að kalla málþóf) er ágætis dæmi. Viðbrögðin við rannsóknarskýrslu Alþingis (sem er enn að flækjast fyrir þeim tímabundið) eru annað dæmi.

Einar Jón, 22.5.2012 kl. 08:29

13 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Nú verður þú að útskýra þitt mál aðeins betur Ómar Bjarki, það er mjög erfitt að átta sig á hvað þú ert að meina.

"Að undangenginni rústalagningu þá tæma sjallar alla sjóði og mergsjúga almenning með ofstopa og yfirgangi".

Aðeins einu sinni man ég eftir að allt hafi farið í rúst eftir að sjálfstæðismenn hafa verið í stjórn, það var haustið 2008. Þá tæmdu þeir enga sjóði, en hinsvegar stóðum við þokkalega að vígi því sjallarnir höfðu greitt niður skuldir ríkissjóðs, þannig að skuldirnar voru mjög litlar. Að greiða niður skuldir ríkissjóðs, það má þakka sjálfstæðismönnum því hinir flokkarnir hafa frekar vilja eyða og taka lán.

Það hefur enginn flokkur sýnt jafn góðan árangur við stjórn landsins, það væri ágætt fyrir þig að lesa þér til og þá muntu fljótt komast að því, þ.e.a.s. ef þú vilt staðreyndir fremur en að ausa út innihaldslausum frösum.

Jón Ríkharðsson, 22.5.2012 kl. 09:49

14 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Nú talar þú um Sjálfstæðisflokkinn og að eftirsjáin sé engin Einar Jón.

Þetta er mikill misskilningur hjá þér, margir ef ekki flestir úr þingliði flokksins margsögðu það í fjölmiðlum, að þau hafi brugðist en ekki stefnan.

Ástæðan fyrir því að ég fór að tjá mig á opinberum vettvangi er ekki sú að ég hafi gaman af þrætum og ég hef enga sérstaka þörf til að láta mikið á mér bera.

Ástæðan er fyrst og fremst sú, að eftir hrun voru þingmenn Sjálfstæðisflokksins eins og lúbarðir hundar og þeir létu allt yfir sig ganga, það var eginn til að verja flokkinn. ÞAr sem að ég er eindreginn stuðningsmaður sjálfstæðisstefnunnar og Sjálfstæðisflokksins, þá ákvað ég að verja hann með kjafti og klóm, því linkind forystu og þingliðs í vörninni er allt of mikil.

Málþófið sem þú talar um, ég get vel skilið það. Mér finnst stjórnarskrármálið og kvótamálið eki eiga að vera ofarlega á forgangslistanum.

Það sem stjórnvöld verða að leysa og hefðu átt að vera búi að leysa, það eru atvinumálin. Það á að mínu mati að setja allt á fullt til að koma hjólum efnahagslífsins í gang en stjórnarskrá og rifrildi um fiskveiðmálin, það má bíða ansi lengi, því við lifum ekki á því.

Einn stærsti galli þingmanna og forystuliðs Sjálfstæðisflokksins er fyrst og fremst sá, að þeim gengur mjög illa að tjá sig og sínar skoðanir.

Jón Ríkharðsson, 22.5.2012 kl. 09:58

15 Smámynd: Einar Jón

Hver sagðist hafa brugðist?

Allir sögðu að "fólkið" (þ.e.a.s. allir hinir) hefðu brugðist. Enginn sitjandi þingmanna viðurkenndi raunverulega að hafa gert mistök sjálfur, og fáir slepptu því að gefa kost á sér aftur nema þeir sem voru komnir á aldur. Eftir að dómur féll í landsdómi kom Geir og blótaði m.a. Steingrími fyrir að hafa svikið samtryggingu þingmanna - þar sem Sjallar "skáru hann úr snörunni" fyrir 20 meira en árum átti hann auðvitað að launa greiðann núna. Eftirsjáin var engin.

Ef ég hef rangt fyrir mér hefði ég gaman að sjá einhverjar vísanir í þingmann sem raunverulega biðst afsökunar á einhverju, og þá skal ég éta þetta ofan í mig.

Einar Jón, 22.5.2012 kl. 10:52

16 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Einar Jón, þú kemur mér fyrir sjónir sem sanngjarn maður sem vlt leita sannleikans, ég vil líka leita sannleikans.

Þú baðst um eitt dæmi, ég kem með tvö og það eru beinar tilvitnanir í Guðlaug Þór og Þorgerði Katrínu.

Guðlaugur sagði á heimasíðu sinni: "Við fórum öll of geyst, vorum ekki forsjál í velgengninni og gættum ekki að því, að gera nauðsynlega aðlögun að grunnstefi flokksins, að frelsi fylgi ábyrgð. Þar liggur okkar sök og þá ábyrgð vil ég axla".

Þorgerður Katrín á Pressunni: " Ummæli mín um starfsmann Merryl lynch, sem ég sagði að þyrfti á endurmentun að halda voru mistök. Þau eru í skýrslunni tekin sem dæmi um þann hugsunarhátt sem ríkti almennt í þjóðfélaginu. Þetta er hárrétt. Þegar litið er til baka, voru þessi ummæli ekki bara klaufaleg heldur ámælisverð."

Það kemur margt fleira fram á Pressunni, sem staðfestir iðrun Þorgerðar, þú getur fundið hann og lesið í heild.

Svo má heldur ekki gleyma því, að síðari hluta árs, 2008 lagði Geir H. Haarde fram frumvarp þess efnis, að skipuð yrði rannsóknarnefnd til að rannsaka orsök og aðdraganda hrunsins og hann lagði ennfremur til, að nefndin skilaði af sér skýrslu í nóvember árið 2009 og þá yrði boðað til kosninga.

Göran Person benti á, að glapræði væri að boða til kosninga því það væri ekki hægt að bæta pólitískum óstöðugleika ofan á allt annað.

Nú geta menn haft sínar skoðanir á verkum fyrri ríkisstjórnar, en ætli hún hefði ekki verið skárri en sú sem nú situr.

Svo, varðandi iðrun sjálfstæðismanna, hún átti sér stað. Það þekki ég af mörgum samtölum við þingmenn flokksins og fyrrum ráðherra. En hvorki samtöl mín né afsökunarbeiðnir þeirra sem voru í forystu og þingliði Sjálfstæðisflokksins skipta máli.

Hið sanna kemur í ljós þegar og ef sjálfstæðismenn komast til valda á ný. Umræðan hefur verið óvægin í garð sjálfstæðismanna og þeir hafa boðið upp á það, með því að halda sig til hlés í umræðunni og sleppt því að svara fyrir sig.

Vitanlega þarf að verða almenn hugarfarsbreyting á þingi og hjá þjóðinni allri, við þurfum öll að taka til í eigin ranni.

Jón Ríkharðsson, 22.5.2012 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband