Hrunflokkaþráhyggjan.

Þessi hrunflokkaþráhyggja er búin að vera til staðar  bráðum í fjögur ár og þrátt fyrir ágætis upplýsingar í rannsóknarskýrslunni, sem flestir dásama en fáir hafa lesið, þá er ennþá til fólk sem trúir því að stjórnmálaflokkar á íslandi hafi valdið hruninu.

Það var of mikið traust á mörkuðum út um allan heim og á sama tíma var gífurlegt magn af lánfé að þvælast um heiminn. Það voru búnar til flóknar afleiður til að sýna meira fjármagn en raunverulega var til staðar, á pappírum. Ekki má svo heldur gleyma undirmálslánunum í Bandaríkjunum.

Þrátt fyrir allar þessar upplýsingar þá er eins og sumir vilji ekki sjá staðreyndir heldur telja sjálfum sér og öðrum trú um, að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafi valdið hruninu með því að einkavæða ríkisbankanna tvo.

Hrunið hefði orðið, sama hver fékk að kaupa bankanna.

OECD ráðlagði íslendingum eindregið að losa ríkið út úr bankarekstri, enda eru bankar heppilegri í einkaeign en ríkiseign að mati flestra, ekki bara á Íslandi heldur líka í öðrum löndum, flestum löndum hins vestræna heims. 

Ef Samfylkingin hefði verið við völd og VG, á þessum tíma þá hefðu bankarnir samt verið einkavæddir. Við vitum að Jón Ásgeir og fleiri voru vinsamlegir Samfylkingunni, þannig að ekki hefði verið ólíklegt að þeir hefðu fengið ríkisbankanna tvo.

Það vildi enginn útlendur banki kaupa þannig að stjórnvöld voru ekki viss um að það tækist að einkavæða bankanna. Það er hægt að lesa um þetta allt í fyrsta bindi skýrslunnar.

Flest bendir til þess að hrunið hafi orðið, þótt Sjálfstæðislfokkurinn hafi aldrei verið stofnaður á Íslandi. Alþýðuflokurinn hafði forystumenn sem voru frekar markaðssinnaðir og Jón Baldvin var hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn ef eitthvað var, á þeim tíma sem hann var atkvæðamestur í pólitík.

Hrunið kom til vegna heimsku og græðgi og ef einhver trúir því að heimska og græðgi þekkist eingöngu í Sjálfstæðisflokknum, þá getur enginn mannlegur máttur komið vitinu fyrir viðkomandi einstakling, þrátt fyrir einlægan vilja og góðan ásetning. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband