Illt er að hafa heigul í ráðherrastól.

Heigulsháttur Steingríms J. Sigfússonar ætti að vera flestum kunnur, nefna má Icesave deiluna sem góð rök fyrir þessari fullyrðingu.

Nú heldur hann því fram að hótanirnar séu áróðursbragð. Óvíst er hvort hægt sé að taka mark á orðum hans í þessu efni, ætli þau séu ekki sögð í "hita og þunga leiksins" eins og lofið um Svavars-samninginn fræga?

Samningaviðræður eiga að tákna vilja beggja til sátta og ef að annar samningsaðilinn er með hótanir þá er enginn grundvöllur fyrir viðræðum.

Það er slæmt að hafa heigul sem ráðherra flestra málaflokka á Íslandi.

En hann skrifar ágætar fréttaskýringar um hagvöxt og gengi útflutningsgreina svo því sé til haga haldið, Fréttablaðið ætti að bjóða honum vinnu en starfsfólk ætti að fara varlega í að gera hann að trúnaðarmanni, það yrði gott fyrir blaðið en afleitt fyrir strafslið þess.


mbl.is Segir hótun um refsiaðgerðir „áróður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að bend á að það eru ekki 2 samningaðilar og því rangt að segja „ ef að annar samningsaðilinn er með hótanir" Að þessari deilu koma Norðmenn, Færeyjingar og svo ESB fyrir hönd Íra, Skota og fleiri. ESB og Norðmenn hafa náð samkomulagi um þessar veiðar fyrir löngu og hafa áætlað sér ákveðið veiðimagn sem þeir töldu að stofnin þoldi. Nú fór Makríllinn að ganga inn í okkar lögsögu fyrir nokkrum árum í veiðanlegu magni og þá vildum við fá ákveðin kvóta þar. Og af því að hinir aðilarnir þráuðust við þá tókum við okkur um 20 eða 25% af öllum kvótanum. Þ.e. 150 þúsud tonn sem þá eru veidd umfram það sem fiskifræðingar hinna þjóðana ráðleggja.  Það er heldur ekki rétt að þeir hafi ekki komið neitt á móti okkur því þeir eru farnir að bjóða okkur um 10% af kvótanum. Og Færeyjingum eitthvað svipað. En ég held að menn verði líka að skilja að Írskir og skoskir útgerðamenn þrýstir á stjórnvöld og Framkvæmdaráð ESB að þeirra hagsmunir séu varðir sem og sjómenní Noregi líka. Alveg eins og sjómenn gera hér.  Það er engum til gagns að láta þessa deilu verða til þess að hreinsa upp makrílstofninn.  Nú verða næsttu viðræður í Sept og þá liggja væntanlega fyrir rannsóknir Hafró um stofnin og þá er hægt að bera þær saman við rannsóknir Norðmanna og ESB.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.7.2012 kl. 11:36

2 identicon

Heill og sæll Jón æfinlega; sem og aðrir gestir, þínir !

Magnús Helgi !

Vitir þú ekki betur; burt séð frá Makríl flakkinu, hér í Norðurhöfum, og sjálfsögðum veiðum Færeyinga og Íslendinga á honum, eiga Íslendingar Tuga - ef ekki Hundraða Milljarða Króna bótakröfur, á höndur Norðmönnum og Dönum, eftir aldalangt arðrán þeirra beggja, hér á Miðöldum  - sem þeim seinni.

Þannig að; þú getur alveg sparað þér raupið, í þágu þeirra, og Evrópska þjófa veldisins suður í Brussel, Magnús Helgi.

Síðan; er á daginn komið, að Írar og Skotar, eru orðnir sannir saka, að luralegum þrælahætti, gagnvart Englendingum og Þjóðverjum, leiðurum ESB, algjörlega.

Ekki burðugri nágrannar en það; Helvízkir.

Með beztu kveðjum; sem oftar - úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 18.7.2012 kl. 11:53

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég get ekki séð að það komi norðmönnum eða ESB nokkurn skapaðann hlut við hvað íslendingar gera í sinni landhelgi. Mér finnst eins og norðmenn og ESB séu að leggja eignahald á markrílinn hvar sem hann er.

Þetta er bara yfirgangur og frekja í norðmönnum og ESB, og það á ekkert að semja við norðmenn og ESB um það hvað íslendingar gera í íslenzkri landhelgi. Heldur á að fara eftir íslenzkum fiskifræðingum havð er hóflegt afla magn.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 18.7.2012 kl. 12:13

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Burt með heigulinn!!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 18.7.2012 kl. 14:04

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er ágætt Magnús að taka sér örlitla stund til að íhuga texta sem maður les, þegar ég tala um vilja beggja þá er átt við að tvö sjónarmið eru oftast í gangi, með og á móti og það á við í þessu tilfelli. Ég var að vitna í samningaviðræður yfirleitt, tók svona dæmi eins og oft er gert.

Svo varðandi tilboð viðsemjenda okkar, það er rétt sem komið hefur fram, við höfum aldrei óskað eftir makríl í okkar lögsögu, innrás þessara kvikinda hefur skaðleg áhrif á okkar nytjastofna.

Ef að einhver hefur eignarrétt yfir dýrum, þá hlýtur viðkomandi að vera ábyrgur fyrir þeim. En það er alþjóðlegur misskilningur sem þarf að leiðrétta, það flækir málin að þessi della er komin í lög, að einhver einstaklingur eða þjóð geti sagst eiga fisk. Fiskurinn á sig sjálfur, það ættu vinstri menn að skilja því þeir tala jú mikið um réttindi mana og dýra.

Sá sem fellst á samningaviðræður á að sjálfsögðu ekki að koma með hótanir því það hefur áhrif á viðræðurnar og hleypir illu blóði í þann sem fyrir hótuninni verður.

En viðsemjendur okkar fylgjast með fréttumk og þeir vita sem er, að það er rolur sem stjórna á Íslandi, þess vegna er í lagi að vera með ósvífni, þeim tekst samt að ná sínu fram, gera þeir ráð fyrir.

Jón Ríkharðsson, 18.7.2012 kl. 15:17

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Heill og sæll fornvinur kær, það er mikið til í því sem þú segir, en erfitt getur að innheimta skuldirnar sem þú talar um.

Með bestu kveðjum úr Grafarvogi sem alltaf/

Jón Ríkharðsson, 18.7.2012 kl. 15:18

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Jóhann, mig minnir að ég hafi gleymt að svara athugasemd frá þér um daginn, ég var úti á sjó og þá er alltaf biðröð eftir að komast í tölvuna um borð, þannig að við reynum að vera eins stutt í einu og hægt er. En ef svo er þá þakka ég þér fyrir hana, mér fannst hún málefnaleg og góð.

Þessi athugasemd er líka rétt hjá þér, við eigum að vera dugleg í að verja okkar hagsmuni, alar þjóðir berjast fyrir sínum hagsmunum, ESB berst fyrir hagsmunum aðildarríkja sinna en íslensk stjórnvöld?

Þau hallast frekar að hagsmunum mótaðilans og verja þá meira en hagsmuni eigin þjóðar. Ég get vel skilið hagsmuni ESB, en ég mun ekki berjast fyrir þeim vegna þess að ég er íslendingur.

Að lokum sendi ég kveðju til L.A.

Jón Ríkharðsson, 18.7.2012 kl. 15:23

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Fyrirgefðu Jóhann, kveðju til Las Vegas átti ég að skrifa, eitthvað hef ég verið utan við mig en það kemur víst fyrir hjá mér stundum.

Jón Ríkharðsson, 18.7.2012 kl. 15:24

9 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Rétt Eyjólfur minn og þótt fyrr hefði verið.

Jón Ríkharðsson, 18.7.2012 kl. 15:25

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er ekki að spurja að þegar að Jón Sterki er annars vegar.

Almennt um efnið, þá telja sérfræðingr að það teki LÍÚ um 2 ár að kolrústa stofninum. Kolrústa. þeir eru þegar langt komnir.

þá verður enginn makríll hér í þessari landhelgi.

Með skynsamlegum samningum er hægt að tryggja íslandi kvóta til langs tíma.

því stendur valið um það: Fórna hagsmunum lands og lýðs með kjánaþjóðrembingi og ofstæki sem LÍÚ-Sjallahyskið vill. Eða að semja á skynsamlegum forsendum til hagsbóta lands, lýðs og fiskistofnum sem eg vil.

Svo velja menn þann kostinn er þeir hafa vit til eftir atvikum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.7.2012 kl. 15:59

11 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Fullyriðingar þínar Ómar Bjarki benda til þess að þú hefur ekki mikla þekkingu á sjávarútvegsmálum.

Það þýðir ekert að vitna í sérfræðinga, það hefur enginn hugmynd um hvort stofnar veiðist upp eða ekki, en makríllinn er ekki æskilegur fyrir lífríkið okkar. Hann er kallaður ryksuga hafsins, því hann er svo frekur á ætið.

Fiskifræðin er ung vísindagrein og fiskifræðingar hafa fullyrt meira en þeir geta staðið við. Áður en síldarstofninn hrundi, þá töldu sérfræðingar enga hættu á því, sérfræðingar sögðu að ef tillögum þeira yrði fylgt, í upphafi friðunarstefnunnar, þá myndum við njóta þess að veiða 400.000. tonn af þorski árlega árið 1992, það gekk ekki eftir eins og allir vita.

Sérfræðingar hafa komið með tillögur varðandi veiðar í Barentshafi, menn hafa ekkert hlustað á þá og veiðin þar eykst ef eitthvað er, frá ári til árs.

Það kemur ekki á óvart að þú viljir eki fara í hart við ESB, enda þykir þér afskaplega vænt um þá í Brussel og ekkert óeðlilegt við það. Með tilliti til hagsmuna þjóðarinnar, þá er væntumþykja Brusselmönnum til handa ekki mjög algeng á Íslandi, þannig að við eigum bjarta framtíð fyrir höndum.

Jón Ríkharðsson, 18.7.2012 kl. 16:30

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg set hér fram að ofan hvar og hvernig hagsmunir lands, lýðs og fiskistofna liggja. Ætti eigi að vera erfitt að skilja.

Og eg hef barasta fullt eins mikið vit á þessu og þú - ef ekki mun meira. Bara sorry. þitt tal einkennist af því að þið sjallar og líú ætlið að nota þetta makrílmál til að styrkja ykkar sérhagsmunarbaráttu til stórskaða fyrir landið í heild og almenning. það er nú bara þannig.

Ofveiði fiskistofna er vel þekkt staðreynd. Allar rannsóknir eru miklu lengra komnar en var á síldarárunum en þið LÍÚ-Sjallar virðist ekki hafa frétt af því! þið eruð enn fastir í einhversstaðar 1950. (Ef þið þá virkilega trúið því sem ið eruð að segja sem eg efast að einhverju leiti um)

Útrýming eða stórskaði á síldinni er nú pr´ðisdæmi um hvað ofveiði getur þýtt. Hrun! Rústalagning. LÍÚ rústaði síldinni. Síðan kolmunnanum og núna ætla þeir að rústa makrílnum.

Ennfremur er ekki til neitt sem heitir ,,Íslensk-norskur síldarstofn". það er ekki til. það er tilbúningur LÍÚ. það er bara til norsk vorgotssíld.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.7.2012 kl. 17:26

13 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég ætla bara að lofa þér að blása út eins og þú vilt Ómar Bjarki, enda hefur það engan tilgang að rökræða við þig, ég gerði eina tilraun og hún mistókst.

Ég hefði getað sagt mér það sjálfur. Ef að þú heldur að sérfræðingar hafi alltaf rétt fyrir sér, nú þá er það í góðu lagi, þið vinstir menn eruð mjög hrifnir af sérfræðingum, þeir fá þá athygli og aðdáun frá ykkur þannig að ykkur og sérfræðingunum líður þá bærilega á meðan við sjallar verðum í sókn, landi og þjóð til heilla og náum að halda landinu utan við ESB.

Jón Ríkharðsson, 18.7.2012 kl. 18:19

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er dæmigert fyrir ykkur LÍÚ-Sjalla. Um leið og ykkur er svarað - rökþrot! Næsta skref er svo að loka á viðkomandi a la jón valur og villi fornleifafræðingur.

Norsk-islenskur síldarstofn. Hann er ekki til. það er ekkert slíkt til. þetta heitir norsk vorgotssíld - og LÍÚ rústaði henni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.7.2012 kl. 19:15

15 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Vertu ekki með þetta bull Ómar Bjarki, ég hef aldrei lokað á neinn, ég er frjálshyggjumaður og virði rétt allra til að tjá sig að vild. Ég þoli ekki skoðanakúgun og þöggun.

Ég er ekki rökþrota, en það þýðir ekki að rökræða við þig og ástæðan er ekki sú að þú sért á annarri línu en ég í pólitík. Á facebook rökræði ég oft við tvo vinstri menn sem heita Hrafn Arnarsson og Gísli Gunnarsson, þú kannast kannski við þá.

Munurinn á þeim og þér er sá, að þeir kunna að skiptast á skoðunum með málefnalegum hætti, ég er mjög sjaldan sammála þeim, en það skiptir ekki máli, maður veit hvað þeir meina því þeir kunna að rökræða og eru ekki með bull.

Hvaðan hefur þú þetta með síldina, að það sé ekki til norsk-íslenskur stofn?

Hann er kallaður þessu nafni því hann hrygnir við Noreg og kemur í ætisleit til Íslands. Það er ekkert sem styður þessa fullyrðingu þína. Það hefur verið þróun í rannsóknum, það er rétt en hvernig skýrir þú þá þetta með Barentshafið? Þar veiða menn langt umfram ráðgjöf og stofninn virðist samt vaxa?

Svo þessi vilandi ummæli um að LÍÚ hafi rústað síldarstofninum. Á þessum tíma voru fiskifræðingar til staðar og þeir lögðu blessun sína yfir veiðarnar. LÍÚ á og nú er ekki það sama, þá voru allt aðrir tímar og annar hugsunarháttur.

Nú hef ég sýnt þér þá kurteisi að rökræða við þig í tvígang, vonandi kemur þú með haldbærari rök sem hægt er að svara. Þú þykist hafa meiri þekkingu á fiskveiðimálum en ég, hvaðan kemur sú þekking?

Mín þekking kemur til vegna þess að ég hef starfað að mestu leiti við fiskveiðar í rúm þrjátíu ár og lesið mér til um þessi mál, rætt mikið við fiskifræðinga og skipstjóra.

ÞAð getur vel verið að þú hafir afburðaþekkingu á þessu sviði, þú verður þá að deila henni með mér ef þig langar til að ræða þessi mál.

Jón Ríkharðsson, 18.7.2012 kl. 20:45

16 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Svona getur maður verið fljótur að gleyma Ómar Bjarki, en ég man núna hvers vegna ég hætti að nenna að rökræða við þig og þína líka.

Þið sláið fram einhverjum þvættingi sem ég veit að er bull, en til að vera viss þá hef ég lagt það á mig að afla mér upplýsinga og reyna að athuga hvort eitthvað sé til í því sem þið segið. Alltaf hef ég komist að því að það stendur eki steinn yfir steini í þvættingnum í ykkur, þú ert ekki sá eini sem veður um blogheima með eintómt andskotans bull.

Ég vissi þetta með norsk-íslenska stofninn, hann heitir það en ekki norsk vorgotssíld eins og þú heldur fram. Eftir að ég svaraði þér síðast, þá datt mér í hug hvort þú hefðir einu sinni rétt fyrir þér og fór inn á Wikipedia vefinn.

Þar er talað um þrjá síldarstofna við Íslandsstrendur og einn af þeim er norsk-íslenski stofninn, það er hvergi talað um að stofninn heiti; norsk-vorgotsíld.

Það er ágætt að muna þetta, þannig að þú platar mig ekki í rökræður aftur, ekki á næstu mánuðum að minnsta kosti, þú veist ekkert um hvað þú ert að tala.

Jón Ríkharðsson, 18.7.2012 kl. 21:28

17 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Jón.

Þú ert nú ekki sá eini sem hefur komist að þessari niðurstöðu um áreiðanleika í bloggunum hans Ómars Bjarka, og eins og þú segir þá eru þeir fleirri (nema þeir séu sami maðurinn) sem sletta drullu í allar áttir og vona að eitthvað festist á þessu bloggi.

En ég held að flestir á þessu bloggi eru farnir að þekkja þá og taka ekkert mark á því sem þeir eru að blogga, venjulega eitthvað sem þeir búa til, eða eitthvað sem þeir hagræða sannleikunum.

Ég nenni ekki að lesa það sem Ómar Bjarki skrifar bara sleppi því, enda ekkert nema drulluslettur frá honum gereyinu.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 19.7.2012 kl. 08:55

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála Jóhanni, hér eru nokkrir sem eru algjörlega ómarktækir því þeir hafa bara eina stefnu allt sem kemur frá ríkisstjórninni er gott allt sem kemur annarsstaðar frá er vont og ekkert þar á milli.  Það er ekki hægt að rökræða við svoleiðis fólk.  Þá er eins gott að finna sér bara flottan stein og ræða öll heimsins mál við hann.  Skilar jafnmiklu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.7.2012 kl. 10:54

19 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég var ekki mjög lengi að fatta þessa menn Jóhann, en það var góð reynsla fyrir mig.

Ég byrjaði að blogga haustið 2009, en fram til þess tíma skipti ég mér ekert af umræðunni og hef eflaust verið í svolítið lokuðum heimi, mest úti á sjó og umgengist frekar þröngan hóp fólks, þannig að segja má að ég hafi aldrei kynnst svona fólki, eins og Ómari Bjarka og fleirum í þessum hópi.

Ég hef alltaf haft sterkar skoðanir og reynt að byggja þær á staðreyndum frekar en tilfinningum og verið opin fyrir ábendingum, því ég get ekki þekkt hinn endanlega sannleik.

Þegar ég byrjaði að blogga og skrifa greinar undirbjó ég mig talsvert, las mér til og hafði samband við fólk sem hafði meiri þekkingu en ég og af einhverjum ástæðum trúði ég því að aðrir gerðu slíkt hið sama.

Satt að segja trúði ég því, í stuttan tíma þó, að það væri enginn svo vitlaus að setja eitthvað á netið án þess að vera nokkuð viss um að það væri ekki aægjör della, því mér finnst menn gera svo lítið úr sjálfum sér með því.

En taka ber fram, að ég er ekki að upphefja sjálfan mig, það hefur komið fyrir að ég hafi gleymt mér og sett einhverja vitleysu á netið. Mér hefur þá verið bent á það og ég hef skoðað málið og beðist afsökunar.

Síðan ég komst að þessu með Ómar Bjarka og félaga hef ég ekki nennt að rökræða við þá, hef bara fíflast í þeim þegar þeir hafa komið, því ég hef þrátt fyrir allt húmor fyrir svona vitleysingum, kannski er það ekki fallegt en einhver ávani sem ég hef lært á sjónum, að atast frekar í vitleysingum og bullukollum heldur en að láta þá fara í taugarnar á mér.

En ég líki aldrei á bloggsíðurnar þeirra, hef ekki þolinmæði til þess.

Sendi að lokum kærar kveðjur til Las Vegas frá Reykjavík.

Jón Ríkharðsson, 19.7.2012 kl. 11:08

20 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Rétt Ásthildur mín, enda hefur þú örugglega tekið eftir því, að suma rökræði ég aldrei við.

Ég hef fíflast svo mikið í Ómari Bjarka, þegar hann hefur komið með þvælurnar sínar, þannig að ég ákvað að gefa greyinu einn séns og svara honum eins og alvöru manni, en það verður bið á að ég geri það aftur.

En nú ætla ég að vona að vestfirðir skarti sínu fegursta því um helgina ætla ég að heimsækja litla bróður vestur á Ísafjörð, hann heitir Sævar Þór Ríkharðsson og er útibússtjóri Landsbankans á Ísafirði.

Það er eiginlega mér að þakka að hann ákvað að mennta sig. Hann var ungur þegar ég fór á sjóinn og fylgdist með slarkinu á stóra bróður, skynsamur piltur sá vitanlega að þetta væri ekkert líf. Ég var helvíti villtur í denn, en náði sem betur fer að þroskast til betri vegar.

Jón Ríkharðsson, 19.7.2012 kl. 11:16

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábært hjá þér Jón minn, þú leggur inn gott orð fyrir mig, ég þarf að biðja hann bónar, eiginlega lífsspursmál hjá mér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.7.2012 kl. 11:38

22 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég veit eitt með þessi blessuðu bankamál að bankastjórar eru í mikilli klemmu, þir hafa lítið svigrúm og ég veit að oft eru þeir ósanngjarnir í garð viðskiptavina sinna. Þeir þurfa að halda innan þröngs ramma og geta lítið farið út fyrir hann.

En eitt get ég sagt þér með bróður minn, hafandi þekkt hann frá fæðingu, að hann reynir allt til að hjálpa fólki og leitast örugglega við að fara eins nálægt mörkunum og mögulegt er, þannig að þú þarft ekki á mér að halda til að leggja inn gott orð.

Annars er hann búinn að lofa að vera í fríi á meðan ég er fyrir vestan, þá ætlum við að skoða ræturnar okkar, því hann er náttúrulega sami vestfirðingurinn að stofninum til og ég þótt við séum aldir upp fyrir sunnan.

Jón Ríkharðsson, 19.7.2012 kl. 15:08

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég var reyndar bara að grínast. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.7.2012 kl. 17:33

24 Smámynd: Friðrik Már

Fín færsla hjá þér Jón og eins hefur þú verið málefnalegur í þínum svörum en afskaplega eiga nokkrir gesta þinna bágt með sálatetrið sem svo oft áður, stjórvöld varin með kjafti og klóm eins og til sé aðeins einn sannleikur " Vinstri sannleikur ". Áhyggjur þínar varðandi heilindi Steingríms hvað varðar þjóðarhag eru vel skiljanlegar því það er deginum ljósara að ef af innlimun okkar í EB verður ekki eru Vinstri grænir dauðir sem stjórnmála afl og það veit Steingrímur manna bezt, og það er allt gert til þess að slá ryki í augu fólks.

Friðrik Már , 19.7.2012 kl. 22:03

25 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér hólið Friðrik, ég get leyft mér að vera afslappaður því ég er ekki múlbundinn af mínum skoðunum, heldur reyni ég að leita sannleikans í öllum málum.

Aftur menn, eins og Ómar Bjarki og fleiri virðast ekki geta viðurkennt að hafa rangt fyrir sér. Mér hinsvegar finnst ekkert mál að viðurkenna ef ég hef rangt fyrir mér, það er eðlilegasti hlutur í heimi að vita ekki alla hluti og draga rangar ályktanir, við erum jú allt lífið að læra eitthvað nýtt.

Þeir sem stjórnast af tilfinningum fremur en skynsemi þurfa stöðugt að vera í vörn, þeim finnst svo mikil niðurlæging í því fólgin að vita ekki alla hluti. Sjáðu Ómar Bjarka, um leið og ég rak vitleysuna ofan í hann, þá hefur hann ekki sést meira og það er langt í að hann þori að láta sjá sig aftur. Það hefur komið fyrir, sem betur fer sjaldan því mér finnst það ekki gaman, að einhver hefur rekið ofan í mig vitleysu sem ég hef sett fram. Þá hef ég undantekingalaust beðist afsökunar og viðurkennt mín mistök.

Ég held að Steingrímur sé búinn að vera og VG líka, það er vafasamt að segja til um framtíðina en það er mjög ólíklegt að margir kjósi vinstri flokkanna næst.

Jón Ríkharðsson, 20.7.2012 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband