Undarleg tiltekt.

Leiðtogar þjóðarinnar ásamt önnum köfnum spunameisturum hafa tönnlast á því stöðugt, að þau ríkisstjórnin stæði í tiltekt. 

Í hugum flestra þýðir orðið "tiltekt", að verið sé að hreinsa upp, í þessu tilfelli þykjast þau vera að hreinsa upp eitthvað sem þeim þykir hafa farið miður í stjórnartíð sjálfstæðismanna.

En hver eru svo raunveruleg verk þessarar ríkisstjórnar og er hægt að finna einhverja viðleitni til að breyta því sem þau voru ósátt við í verkum sjálfstæðismanna?

Hægt er að byrja á Icesave, en Steingrími þótti nauðsynlegt að komast í ríkistjórn til þess að koma í veg fyrir að skuldin lenti á skattgreiðendum. Allir vita hvernig samningi Svavar Gestsson landaði. Svo þótti þeim náttúrulega alveg svakalegt hvað sjálfstæðismenn stóðu sig illa í því að ráða konur í störf hjá hinu opinbera, Jóhanna var að fara á taugum vegna þess að Björn Bjarnason fór á svig við jafnréttislögin að hennar mati og tók karl fram yfir konu.

Til þess að koma í veg fyrir að slíkt gæti endurtekið sig, þá setti hún skýrar reglur og braut þær svo sjálf. Já, það þykir undarleg stjórnsýsla, að berjast fyrir ákveðnum lögum og brjóta þau, en Jóhanna fer ótroðnar slóðir í pólitík.

Vitanlega var líka markmið þessarar ríkisstjórnar að auka vægi alþingis, til þess að koma í veg fyrir það, að framkvæmdavaldið gæti valtað yfir löggjafarsamkunduna. Um leið og Jóhanna fék tækifæri til að efla völd alþingis, þá barðist hún fyrir lögum um stjórnarráðið, sem juku völd forsætisráðherra.

Svo átti nú aldeilis að fara eftir tilmælum rannsóknarskýrslunnar varðandi eftirfylgni við lög og reglur svo ekki sé talað um hlýðni við dómsstóla landsins, það er göfug hugsun.

Svo kemur að því að hæstiréttur ógildir kosningar til stjórnlagaþingss, þá var nafninu breytt og þeir sem hlutu ólögmæta kosningu voru skipaðir í stjórnlagaráð.

Ekki má gleyma hneykslan sjórnarliða varðandi einkavæðingu ríkisbankanna tveggja, hana átti nú aldeilis að rannsaka í kjölinn og bæta starfsaðferðir við einkavæðingar banka í framtíðinni.

Þau höfðu varla sleppt orðinu þegar þau einkavæddu banka og ekki hafa enn fengist upplýsingar um kaupverð né kaupendur. Svo veittu þau óþekktum kaupendum afslætti þá sem mögulegt var að lofa íslendingum að njóta.

Ef þetta er tiltekt, þá skulum við vona að þau fari ekki að rusla til. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband