Ísland án Sjálfstæðisflokksins?

Vinstri menn eru í mikill örvæntingu um þessar mundir að festa lygina í sessi, þeir vilja að fólk trúi því að Sjálfstæðisflokkurinn sé rótin að allri spillingu í landinu og að sá ágæti flokkur hafi sett allt á hliðina.

En ef gefum okkur að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið stofnaður, hvernig væri ástandið þá á Íslandi?

Verkalýðurinn og bændur hefðu þá náð að stofna stjórnmálaflokka, atvinnurekendur væru kannski með lítinn íhaldsflokk sem aldrei hefði náð manni á þing, vegna þess að þjóðin vildi bara vinstri stefnuna, sumir miðjuna og kysu þess vegna framsókn, en sá flokkur hefði þá verið í stjórnarandstöðu alla tíð.

Líklegt er að framan af, þá hefðu fyrirtæki nær eingöngu verið í ríkisrekstri, gengið svona sæmilega og allir hefðu vinnu, já verum jákvæð einu sinni. En enginn hefði náð að vera ríkur.

Svo þróast heimurinn, þótt enginn sé Sjálfstæðisflokkurinn. Við skulum fara hratt yfir sögu, þriðja leiðin svokallaða heillaði krata á Íslandi. Svo má ekki gleyma því að margir kratar eru hægri sinnaðir og óhætt að segja að það séu ekki áhrif frá Sjálfstæðisflokknum.

Öll vestræn ríki hefðu hugsanlega einkavætt banka, þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið stofnaður á Íslandi. Stundum held ég að vinstri menn hafi óþarflega mikla trú á mætti Sjálfstæðisflokksins, en það er önnur saga. Kratarnir hafa yfirhöndina og eflaust þjóðina með sér, því mörgum langar til að auðgast, tja, það gerist víst í öðrum löndum þar sem þarlendir vita ekki að Sjálfstæðisflokkurinn sé til, en hann er það ekki að þessu sinni:)

Festum okkur ekki í smáatriðum, núna eru kratar búnir að gera það sem ISG hrósaði jafnaðarmönnum fyrir í landsfundarræðunni forðum, skapa góðan jarðveg fyrir vöxt fjármálafyrirtækja. Vitleysan öll í heiminum, fjármálaafleiður, græðgi og sofandaháttur, það hefði orðið til án þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið stofnaður á Íslandi.

Peningaflæðið hefði orðið, ríkissjóður bólgnað út og allir sem vettlingi gátu valdið fengu fé úr opinberum sjóðum, það var sko veisla. Vitanlega hefðu vinstri flokkarnir tekið lán og örugglega jafnmikið af lánum og gert var, ef ekki meira.

Svo kemur hrunið, enginn Davíð og enginn Geir, þannig að neyðarlögin hefðu ekki orðið til, Már Guðmundsson eða Þorvaldur Gylfason hefðu stýrt seðlabankanum, peningum verið dælt í bankanna, allt lent á ríkinu og við setið uppi með 5-8 ma. ofan á allt annað, já og verið búin að gangast undir Icesave, þannig að ástandið væri ekki mjög bjart.

Og það hefði enginn forsætiráðherra beðið Guð um að blessa þjóðina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hljómar eins og ofsabókstafstrúarmaður karlinn minn. Vona að þú náir þér!!

DoctorE 5.9.2012 kl. 10:04

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Takk fyrir DoctorE, ég póstaði þessu á facebook og þú ert ekki sá fyrsti sem hrósar mér í dag.

Þeir hrósa mér reyndar með réttum formerkjum og eru vinir mínir, þannig að ég veit ekki hvort þeir séu að sýna mér vinsemd eða hól.

Þú bregst aldrei, þannig að ég veit þá að þetta er þokkalegt hjá mér og ég er á réttri leið.

Jón Ríkharðsson, 5.9.2012 kl. 10:56

3 Smámynd: Jón Sveinsson

Satt segir þú nafni bara að fólk vakni  og sjái allan hrokann frá þessu pakki og gleymi því ekki fyrir kosningar

Jón Sveinsson, 5.9.2012 kl. 10:56

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þessi lestur er óborganlegur...

Jón Ingi Cæsarsson, 5.9.2012 kl. 12:01

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sammála því nafni, vonandi hugsar fólk áður en það kýs næst.

Jón Ríkharðsson, 5.9.2012 kl. 12:10

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér hólið Jón Ingi, það er gaman að geta fengið suma til að hlægja og aðra til að hugsa og jafnvel vakið upp skemmtilegar umræður.

Þú þarft ekki að borga neitt fyrir skemmtunina, njóttu vel og hlæðu mikið:)

Jón Ríkharðsson, 5.9.2012 kl. 12:12

7 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

    Ísland án sjálfstæðisflokks væri eins og samfylking án esb. Ekki neitt.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 5.9.2012 kl. 13:07

8 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Já takk... 

Haraldur Rafn Ingvason, 5.9.2012 kl. 13:21

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Jón Valur hvað ?........

hilmar jónsson, 5.9.2012 kl. 14:06

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Mikið til í þessu Marteinn, en ég hugsa að við hefðum náð að lifa án Sjálfstæðisflokksins, en lífskilyrðin væru ekki eins góð.

Jón Ríkharðsson, 5.9.2012 kl. 14:51

11 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þér verður víst ekki að ósk þinni Haraldur, sem betur fer er Sjálfstæðisflokkurinn til og hann getur ekkert annað en stækkað úr þessu, ef rétt er á málum haldið.

Jón Ríkharðsson, 5.9.2012 kl. 14:52

12 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Af hverju nefnir þú Jón Val Hilmar? Við nafnarnir erum ágætir vinir, en ég hef ekki heyrt í honum lengi.

Það er athyglisvert með ykkur vinstri menn, þið komið með eitthvað smotterí, sem kemur umræðunni ekkert við. En mótrök eða leiðréttingar á mínum fullyrðingu?

Það hefur ekki hingað til gerst, það er slæmt því ég er farinn stundum að halda að ég geti ekki haft rangt fyrir mér. Það er ekki gott, því hætturlegt er að ofmetnast.

Jón Ríkharðsson, 5.9.2012 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband