Fimmtudagur, 20. september 2012
Treystir Jóhanna á Jónas Kristánsson?
Jóhanna Sigurðardóttir hefur setið manna lengst á þingi og á löngum tíma detta dropar í viskubrunn reynslunnar. Raunar má segja að droparnir séu ekki mjög margir sem Jóhanna hefur varðveitt en eitt veit hún þó, rétt fyrir kosningar er nauðsynlegt að vekja athygli á sínum góðu verkum til að hljóta kosningu á ný.
Ekki er um auðugan garð að gresja, þegar leitað er að góðum verkum til að státa sig af, en þá er reynandi að athuga hvort Jónas Kristjánsson hafi ekki rétt fyrir sér, varðandi það að íslendingar séu fávitar upp til hópa.
Ríkisstjórnin hefur hækkað skatta og flest gjöld, bæði á fyrirtæki og einstaklinga og vegna verðtryggingarinnar, þá hækka afborganir af lánum. Erfitt er að sjá hvernig hægt er að halda eftir stærri hluta tekna miðað við ofangreindar forsendur.
En þessi ummæli vekja ekki undrun hjá fólki sem hefur heyrt hana kenna Jón Sigurðsson við Dýrafjörð, segja færri flytja til Noregs en opinber gögn segja til um osfrv.
Skyldi Jónas hafa fengið Hrannar til að sanna sína kenningu?
Jóhanna: Dregið hefur úr skattheimtu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hahahahaha
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2012 kl. 10:41
Jón tekur einhver mark á henni lengur, Það eru allstaðar svikinn loforð? Enginn getur skipulagt sig samkvæmt loforðum þessarar stjórnar, það er bara ekki hægt!!
Eyjólfur G Svavarsson, 20.9.2012 kl. 11:08
Já Ásthildur, hún er fyndin kellingin.
Jón Ríkharðsson, 20.9.2012 kl. 12:49
Eyjólfur, það taka ekki margir mark á henni en þeir sem gera það eru ansi háværir í umræðunni og gjarna skreyttir titlum sem gefa til kyna langa skólagöngu hjá viðkomandi. Ef einhver státar af doktorsnafnbót þá halda of margir að sá einstaklingur viti um hvað hann er að tala.
Jón Ríkharðsson, 20.9.2012 kl. 12:50
Og nú er hún farin að kvarta yfir bæði verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum. Segir að þau hafi staðið að fullu við allt sitt. Það væri gaman að einhver tæki saman allar efndirnar það mætti til dæmis byrja á Skjaldborginni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2012 kl. 12:54
Jón, þú veist af hverju Jónas segir að Íslendingar séu fávitar upp til hópa, er það ekki? Það er vegna þess að 40% ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, sem er eiginlega bara lager af glæpamönnum að hans mati. Þannig að ég er hissa að þú vitnir í Jónas, því mér hefur ekki sýnst þú vera mjög viljugur að skrifa undir þetta viðhorf hans. Sem er samt að mínu mati frekar vel rökstutt.
Theódór Norðkvist, 20.9.2012 kl. 15:11
Sama hvað menn segja um Jóhönnu og stjórn hennar, þá er það staðreynd að hún hefur meirihlutann sem skiptir máli með sér og kemur að öllum líkindum til með að halda þessum meirihluta til 100 ára aldurs. Hvort sem möðnnum líkar það betur eða ver.
Björn Emilsson, 20.9.2012 kl. 15:38
Mér finnst merkilegast af öllu að þú sérð ekki skítinn í eigin flokk(Sjálfstæðisflokk)
DoctorE 20.9.2012 kl. 16:13
Rétt Ásthildur:)
Jón Ríkharðsson, 20.9.2012 kl. 17:13
Theódór, þú ert ágætlega greindur, þess vegna skil ég ekki hvers vegna þú kemur með illa ígrundaðar og órökstuddar athugasemdir.
Samkvæmt hefðum réttarríkja, sem tíðkast sem betur fer á Íslandi þá er enginn sekur nema að dómur hafi fallið að undangenginn rannsókn.
Af þeim sökum get ég ekki sannað sakleysi sjálfstæðismanna og þið Jónas gerið ekki tilraun til að sanna sekt þeirra. Það þarf meira heldur en dylgjur til að sanna glæpi á fólk.
Ég veit hinsvegar um Árna Johnsen og Baldur Guðlaugsson, ég hef lesið allar samsæriskenningar þannig að þú þarft ekkert að hafa fyrir að endurtaka þær mín vegna, mátt gjarna sleppa því mín vegna því ég þoli hvorki kjaftasögur, samsæriskenningar né dylgjur.
Jón Ríkharðsson, 20.9.2012 kl. 17:22
Það bendir því miður flest til þess Björn ,að henni takist að halda meirihlutanum allt of lengi.
Jón Ríkharðsson, 20.9.2012 kl. 17:22
Sama svar og venjulega DoctorE, þú hefur gott af að rifja það upp. Þeir sem koma með sömu tugguna fá sömu svörin til baka.
Jón Ríkharðsson, 20.9.2012 kl. 17:24
Jón minn, ég var nú bara að vitna í Jónas Kristjánsson (eins og þú) og ekki fullyrða eitt eða neitt. Gott að þú nefnir Árna og Baldur, þeir hafa báðir setið inni. Ásbjörn Óttarsson var uppvís að skattsvikum, sem eru fangelsissök, séu þau nógu stórfelld. Ekki hefur sannast lögbrot á Illuga og Bjarni Ben. í þeirra vafasama braski, ekki heldur Guðlaug Þór í styrkjasukkinu hans, en þó það sem þessir þrír síðastnefndu gerðu sé mögulega löglegt, er það klárlega siðlaust.
Sama má segja um Kristján Þór þegar hann vélaði Gugguna út úr Ísfirðingum, sem stjórnarformaður Samherja, á sama tíma og hann var bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Þannig að þú sérð að það er erfiðara að finna heiðvirða menn en skúrka í þingflokki þessa frábæra flokks þíns. Ekki veit ég um neinn anann flokk sem býður fram tugthúslimi og það fleiri en einn.
En þú mátt vera í afneitun mín vegna í þessum málum, ef þér líður betur þannig.
Theódór Norðkvist, 20.9.2012 kl. 18:50
Hvernig á að rökræða við þig Theódór? Þú nefndir að þetta með lagerinn af glæpamönnum væri vel rökstutt hjá Jónasi, gott og vel. Fyrir mér táknar það að þú teljir Sjálfstæðisflokkinn geyma lager af glæpamönum.
Svo nefnir þú tvo sem hafa verið dæmdir, þannig að þeir frömdu glæpi og enginn mótmælir því. Síðan nefnir þú önnur nöfn manna, Ásbjörn gerði jú rangt en var ekki dæmdur og hann greiddi allt til baka. Ef menn eru glæpamenn sem fara á svig við skattalög, þá hljóta allir sem kaupa og selja svarta vinnu að vera glæpamenn í þínum augum, en fólk í öllum flokkum gerir slíkt, það er mjög algengt á Íslandi. Hinir hafa aldrei verið dæmdir, þannig að þeir teljast ekki glæpamenn, hvað sem síðar verður.
Niðurstaðan er sú að fullyrðing þín um sannfærandi rökstuðning Jónasar varðandi glæpamannalager Sjálfstæðisflokksins stenst engan veginn. Tveir dæmdir menn teljast ekki stór partur af flokki sem telur ca fjörtíu þúsund félaga.
Þetta með afneitunina hjá mér er ekki svaravert, ég fullyrði ekkert um sekt eða sakleysi sjálfstæðismanna og hef aldrei gert. Ég vill bara að mál séu rannsökuð með fullnægjandi hætti og fjallað um þau fyrir dómsstólum til að hægt sé að finna út sekt eða sýknu.
Jón Ríkharðsson, 20.9.2012 kl. 19:05
Ekki er það nú gæfulegt ef við eigum mikið undir því að Jóhanna blessunin treysti á Jónas Kristjánsson og Hrannar B.
Og í því sambandi og í ljósi þess að Jóhanna sjálf er alltaf að stæra sig af og líkja sér við eina spræka ömmu sína þá spyr maður sig hvort hún hafi bara átt eina ömmu. Ætli hin hafi ekki bara verið svona venjuleg gleymin gömul kona?
Sigrún Guðmundsdóttir 20.9.2012 kl. 20:50
Fullyrðing Theódórs Norðkvist #13 er mjög svo alvarleg ásökun, þar sem hann fullyrðir: ' Sama má segja um Kristján Þór þegar hann vélaði Gugguna út úr Ísfirðingum, sem stjórnarformaður Samherja, á sama tíma og hann var bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar´ Ef satt væri, á Kristján ekki erindi uppá dekk úr þessu. Betur tæki pokann sinn og hypjaði sig í land.
Björn Emilsson, 20.9.2012 kl. 20:53
Enn þá Jóa uppi stendur keik
Eflaust býr að snilligáfu tærri
Aðeins "litlu" loforðin hún sveik
en lætur bíða að efna þessi stærri.
Bjarni Gunnlaugur 20.9.2012 kl. 22:38
Þetta er því miður satt og rétt sem Theodor segir, þetta vita allir ísfirðingar og upplifðu. Þegar verkinu var lokið hætti hann svo á miðju kjörtímabili. Mission complissed
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2012 kl. 22:49
Jóhanna er afskaplega sérstæð kona Sigrún, eins og við vitum. Ekki veit ég hvernig amma hennar hefði staðið sig sem forsætisráðherra eða hvort þær eru líkar. Amma hennar var mikil baráttukona fyrir verkalýðinn og Jóhanna var það líka, kannski hefði Jóhanna orðið ágætis verkalýðsleiðtogi.
Jón Ríkharðsson, 20.9.2012 kl. 22:54
Theódór kemur oft með ýmsar fullyrðingar sem erfitt er að átta sig á Björn.
En varðandi Guðbjörgina, þá þekki ég ekki aðkomu Kristjáns að því máli, en skipið var selt vegna þess að eigendur þess treystu sér ekki til að reka það. Annað veit ég ekki um þetta mál, en ekkert hefur komið fram sem bendir til glæpsamlegrar hegðunar í því sambandi, það þyrfti þá að rannsaka það til að hægt sé að segja nokkuð um það.
Kjaftasögur og getgátur ganga ekki í alvöru rökræðum.
Jón Ríkharðsson, 20.9.2012 kl. 22:57
Theodór er náttúrulega snýttur úr hinu vinstrisinnaða nefi. Svona málefnalegt hor.
"Það skiptir sko engu þó við getum ekkert sannað á menn eins og Illuga og Bjarna Ben, þeir eru samt glæpamenn"
Og það skal Kristjá Þór vera líka, þó svo að Theodór geti með engu móti sannað glæpinn.
Hjá vinstrimönnum er það náttúrulega bara glæpur að vera eitthvað annað en vinstrimaður.
Meira að segja aumingja Kristján Þór getur ekki verið saklaus, þar sem hann að "sögn" hafi komið nærri eigendaskiptum á Guggunni, jafnvel þó svo að vinstrimennirnir Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J Sigfússon hafi sett lög árið 1990, sem leyfir frjálst framsal á afla.
Ég ætla nú rétt að vona, að SJálfstæðismenn séu ekki mikið í því að kaupa og selja notaða bíla. Það hlýtur að vera deginum ljósara, að samkvæmt vinstrimönnum, þá fremji þeir glæp í hvert sinn sem bíll skiptir um hendur með þeirra aðkomu.
Mikið svakalega fara nýju sparperurnar í kollinum á vinstrimönnum, illa með þá.
Hilmar 21.9.2012 kl. 00:28
Veit ekki hvort ég nenni að þrasa við andmælendur mína hér, þar sem vantar talsvert upp á lesskilninginn hjá þeim flestum, sérstaklega Hilmar, sem hefur ekkert fram að færa nema innantóm stóryrði. Honum til upplýsingar þá er ég frekar hægrisinnaður en til vinstri, ef svo ólíklega vill til að hann láti staðreyndir þvælast fyrir sér.
Ég hef aldrei sagt að Sjallaflokkur væri upp til hópa glæpamenn, var einungis að segja að það væri fyndið að Jón Ríkharðsson hinn gallharði sjalli, væri að vitna í Jónas Kristjánsson, því fáir ef nokkur hefur úthúðað hans flokki eins hressilega.
Jónas verður sjálfur að bera ábyrgð á sínu orðavali, þó hann hafi ýmislegt til síns máls, hefði ég ekki alltaf kosið að nota þau orð sem hann hefur notað. Þó maður segi að einhver rökstyðji sitt mál vel er maður alls ekki að segja að maður skrifi undir öll þeirra rök.
Svo það sé skýrt þá er það mín skoðun að Sjálfstæðisflokkurinn eða a.m.k. valdastéttin innan hans, sé ógeðfelld sérhagsmunaklíka. Það eru ekkert allir sem styðja flokkinn einhver ómenni, sumir eru nytsamir sakleysingjar og gera það ýmist af vanvisku, í afneitun gagnvart spillingunni þar innan dyra, eða eru meðvirkir með valdaklíkunni.
Stjórnir Sjálfstæðisflokksins lögðu landið í rúst og það er mjög alvarlegur hlutur, margir vilja meina að vanrækslan og spillingin hafi verið glæpsamleg og hafa rökstutt það vel. Ég ætla ekki að endurtaka það hér, enda athugasemdin þegar orðin mjög löng.
Það er alltaf álitamál hvort eigi að telja þá sem eru að styðja spillingaröfl til valda, meðsek með spillingarliðinu. George W. Bush sagði eftir hryðjuverkin 11. september að Bandaríkin myndu engan greinarmun gera á þeim sem frömdu ódæðin og þeim sem skjóta skjólshúsi yfir þá. Er einungis að benda á að atkvæðinu fylgir ábyrgð.
Theódór Norðkvist, 21.9.2012 kl. 13:23
Theódór, við skulum greina þetta svolítið:
Ég sagði:
- Málefnalegt hor
- Mikið svakalega fara nýju sparperurnar í kollinum á vinstrimönnum, illa með þá.
Þú hinsvegar ásakar mann og annan (í Sjálfstæðisflokknum) um lögbrot hægri vinstri, án þess að færa fyrir þeim nokkrar sönnur, og neitar að svara aðspurður, hverjar sönnurnar séu.
Nú ætla ég að bæta aðeins í, og kalla þig siðferðilegt tómarúm, ofan í málefnalega horið.
Ég gæti gengið miklu mun lengra, án þess að ná þér.
Ég reikna með að þér líði mun betur á andlegum eyðimerkum DV síðnanna. Þar er allavega krökkt af málefnalegu slími, líku þér.
Hilmar 21.9.2012 kl. 19:12
Theódór minn, þú talar um skort á lesskilningi hjá andmælendum þínum. Þú segir það vel rökstutt hjá Jónasi, þegar hann segir Sjálfstæðisflokkinn hafa lager af glæpamönnumm. Sem rökstuðning fyrir því, að ég tel, nefnir þú tvo dæmda menn og grunsemdir varðandi nokkra aðra. Það eru ekki góð rök og sanna ekki stóran lager glæpamanna í flokknum. Það væri ágætt ef þú kæmir með dæmi um góðan rökstuðning hjá Jónasi, varðandi hans ummæli almennt, hann rökstyður sjaldan þessi fáu orð sem hann ritar.
Ég hef ekki hugmynd um fjölda glæpona í Sjálfstæðisflokknum, það hefur enginn skoðað það af neinu viti.
Þú heldur áfram að kenna sjálfstæðismönnum um hrunið, en það er ekki hægt að hengja það á einn hóp samfélagsins. Vitanlega voru þeir ekki saklausir, en þeir báru ekki mesta ábyrgð. Ekki gleyma því að bankamálaráðherra áranna fyrir hrun kom aldrei úr Sjálfstæðisflokknum, en FME er á hans ábyrgð.
Hrunið kom, svo ég segi það einu sinni enn, vegna græðgi og sofandaháttar heimsins. Ekki gleyma því að útlendingar voru bláeygir gagnvart íslensku bankamönnunum, þess vegna tókst þeim að fá svona mikið af lánum. Og hvers vegna nutu íslensku bankamennirnir svona mikils trausts?
Jú, það var vegna þess að íslenska ríkið skuldaði lítið og þótti traustur lantaki, hægt er að þakka fjármálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins fyrir það.
Þú ert ekki mjög flinkur í rökræðum Theódór minn. Ef þú værir það, þá kæmir þú væntanlega með dæmi sem sönnuðu glæpi sjálfstæðismanna og rökstyddir þá fullyrðingu að við sem styðjum flokkinn værum nytsamir sakleysingjar.
Ég neita að vera það, enginn þrýsti á mig að ganga til liðs við flokkinn. Ég hinsvegar uppgötvaði snemma hvaða flokkur hefur staðið sig best í gegn um tíðina, það er Sjálfstæðisflokkurinn. En hann er ekki fullkominn. Reyndar gæti það' talist rætið að kalla fólk nytsama sakleysingja, sérstaklega þegar það hefur sjálfstæðar skoðanir og stendur fast á sínu, eins og margir sjálfstæðismenn gera. En ég erfi það ekki við þig, þú kastar þessu fram í hugsunarleysi, ef þú gæfir þér tíma til að skoða málin þá sæir þú hlutina í öðru ljósi. Lestu sögu lýðveldisins, allir flokkar eru sekir um að hygla sér og sínum.
En aldrei hefur tekist að stjórna svo vel sé, án aðkomu Sjálfstæðisflokksins. Komdu svo með rök næst, vitnaðu í heimildir, það er svo vont að rökræða huglægt mat, þá fer umræðan í tóma þvælu.
Jón Ríkharðsson, 23.9.2012 kl. 13:07
Hilmar, við skulum ekki dæma Theódór of hart. Hann er eins og margir, sennilega alinn upp við hatur á Sjálfstæðisflokknum og trúir öllu því versta upp á hann. Segja má þetta líka sök sjálfstæðismanna, þeir hafa sjaldan varið sig og látið bullið flæða.
En ég hafði gaman af röksemdafærslum þínum, skemmtilega orðaðar og hnyttnar og sannleikur í hverju orði, vinstri menn flestir eiga vont með að skilja heiminn eins og hann er. Ég er orðhvatari í munnlegum samræðum úti á sjó, en þá hef ég bent vinstri mönnum á að lögmálið um að hægri sé rétt og vinstri rangt gildi líka í pólitík. Ég held að mikið sé til í því:)
Jón Ríkharðsson, 23.9.2012 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.