Steingrímur gefur tóninn.

"Við sem stjórnvöld þessa æfintýralegu tíma höfum oft tekið umdeildar ákvarðanir sem e.t.v. hafa ekki alltaf reynst þær réttu. Nema hvað? Gera menn ekki mistök á hinum venjulegustu tímum".

Ofangreind tilvitnun er úr grein eftir Steingrím J. Sigfússon og hana er hægt að finna á vísi.is.

Vitanlega er það rétt hjá Steingrími, stjórnmálamenn gera mistök á venjulegum tímum og þegar tímarnir eru erfiðir sljóvgast hugurinn og þá er meiri hætta á mistökum. Steingrímur hefur helst skammað sjálfstæðismenn fyrir að gera mistök, svo þegar hann kemst í þá stöðu, að þurfa að taka mikilvægar ákvarðanir, þá kemst hann að því að eðlilegt er að gera mistök. Batnandi manni er best að lifa.

Eins og allir vita, þá er ekki síður erfitt að höndla mikla velgengni, því fengu sjálfstæðismenn að kynnast. Mikil velgengni getur sljóvgað hugann eins og miklir erfiðleikar. Steingrímur er þá væntanlega tilbúinn til að ræða pólitík og hætta að skammast út í mistök sjálfstæðismanna, því augljóslega hefur hann ekki efni á því.

Kannski er hann þá tibúinn til að fara alla leið? Hann er að eigin sögn mikill prinsippmaður og slíkir menn hafa oft næmt auga fyrir réttlæti.

Með sorg í hjarta vildi hann senda Geir fyrir Landsdóm. Geir var sýknaður af öllum atriðum, nema að fylgja ekki fyrirmælum stjórnarskrár í einu og öllu. Nú er það vitað að Jóhanna hefur ekki gert það heldur, þannig að vafalaust leggur Steingrímur það til að hún verði látinn svara til saka fyrir það.

Og ætli hann greiði þá ekki atkvæði með því að Landsdómur, að undangenginni rannsókn, verði látinn skera úr um sekt hans eða sakleysi, varðandi skipun Svavars Gestssonar í samninganefndina, einkavæðingu bankanna, fjáraustrinum í SpKef, sparisjóði og Sjóvá?

Ekki er hægt að fullyrða að Steingrímur og Jóhanna verði dæmd sek í öllum atriðum, nema að Jóhanna er sek um sama brot og Geir.

Nú hefur Steingrímur sagt að það sé eðlilegt að gera mistök á óvenjulegum tímum, það hlýtur þá að eiga við um sjálfstæðismenn líka. Og í ljósi hans fyrri ummæla, þá kemst hann ekki hjá því að óska eftir rannsókn á öllum sínum verkum, í framhaldinu mun hann þá væntanlega, ef rannsóknin leitar í þann farveg, greiða atkvæði með því að hann og Jóhanna verði færð fyrir Landsdóm.

Nú reynir á kjarkinn hjá Steingrími, þorir hann að gera eins og Geir H. Haarde, að skipa nefnd til að rannsaka eigin verk? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband