Sófistar nútímans.

Sókrates mun hafa sagt þessi fleygu orð "heimur versnandi fer". 

Í hans tíð voru svo nefndir sófistar oftast miklir mælskumenn og andríkir, sem gjarnan heilluðu fólk með sínum málflutningi, þannig að eftir að hafa rætt við þá í fimm mínútur þá trúðu menn því að svart væri hvítt, ef sófistar héldu því fram.

Hvað segir vísindavefurinn um sófista: "Sófistar kenndu fólki ýmsar kúnstir í rökræðum og mælskubrögðum. Þeir voru óvandaðir loddarar sem létu sig sannleikann engu varða, eða höfnuðu honum alfarið, en einbeittu sér að því að sannfæra." 

Á netinu eru margir sem teljast til þessa hóps, en andagift og mælska er ósköp takmörkuð hjá þeim. Oftast sitja þeir við tölvuna og koma með stuttar setningar sem eiga að sanna litla vitsmuni eða vafasaman tilgang þeirra sem hafa aðrar skoðanir en þeir.

Rök hafa þeir engin, sennilega er tilgangur þeirra sá eini, að vekja á sér athygli. En þeir sem dást að mönnum sem skortir rökfærni og andagift eru eflaust á sama plani og sófistar nútímans. Ólíklegt er að þetta sé stór hópur, en afskaplega hávær eins og gjarnt er með þá sem vilja vita, en vita ekki neitt.

Já Sókrates hafði grunsemdir um að heimurinn færi versnandi. Heimurinn hefur bæði versnað og batnað síðan hann var uppi, en óhætt er að segja að hann hafi batnað að flestu leiti.

Skyldi Sókrates hafa séð þetta með sófistanna? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband