Nægjusemi er ekki alltaf dyggð.

Segja má að margir í hópi þeirra sem studdu tillögur stjórnlagaráðs, hafi oft verið ansi stífir á meiningunni og gert miklar kröfur til ríkisvaldsins. Svo þegar kemur að því að kjósa um tillögur stjórnlagaráðs, þá virðist nægjusemin vera allsráðandi hjá þeim.

Þegar kosið er, þá er nægjusemi engin dyggð heldur löstur.

Beint lýðræði getur verið mjög til bóta, það veitir stjórnmálamönnum aðhald og eflir vitund þjóðarinnar.

Ákvæðið um þjóðaratkvæðagreiðslur í tillögum stjórnlagaráðs er marklítið og máttlaust. Nefnt er að tiltekinn hluti þjóðarinnar geti krafist atkvæðagreiðslu um mál er varðar almannahag. það er fallegt og gott, en svo eyðileggja stjórnlagaráðsmenn stemminguna og segja að ekki megi setja mál er varða fjárhag ríkisins í þjóðaratkvæði, ekki heldur mál er varða þjóðréttarskuldbindingar.

Icesave varðaði væntanlega þjóðréttarskuldbindingu, við sætum uppi með gríðarlegan kostnað ef þetta ákvæði hefði verið í núgildandi stjórnarskrá. Svisslendingar greiða atkvæði um skatta og allt mögulegt, að sjálfsögðu eigum við að geta það líka.

Það þarf að slá á puttanna á pólitíkusum þegar þeir vilja bruðla með almannafé og seilast dýpra í buddur vinnandi fólks, það varðar sannarlega almannahag.

Svo er það persónukjör, margir eru glaðir með þá tillögu stjórnlagaráðs, en þeim hefur láðst að lesa ritið sem kom inn á hvert heimili í aðdraganda kosninganna.

Á bls. 11. þar sem ákvæðið um persónukjör er útskýrt stendur m.a.: "Gert er ráð fyrir að kjósendur megi velja af listum ólíikra stjórnmálasamtaka en löggjafanum verði eftirlátið að ákveða hvort sú heimild verði nýtt". Greinilegt er að þrátt fyrir ákvæðið er ekki sjálfgefið að persónukjör verði ráðandi.

Vonandi verður hægt að koma með vitrænara breytingar á núgildandi stjórnarskrá og í þeirri vinnu er nægjusemi stórhættuleg meinsemd. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband