Hinir virku í athugasemdum.

Fyrir allnokkru síðan skrifaði kona grein þar sem hún fjallaði um vissan hóp fólks sem tjáir sig oft í netheimum. Hún benti á það, að fyrir daga internetsins hafi þessi þjóðfélagshópur setið við eldhúsborðið heima hjá sér, einnig á kaffistofum vinnustaða og tjáð sínar skoðanir sem byggja ekki á neinum rökum heldur fyrst og fremst tilfinningum.

Það eru þessir sem kallast "virkir í athugasemdum". Stærstur hluti þessa ágæta fólks hefur ekki hundsvit á því sem það tjáir sig um og engan áhuga á staðreyndum. Á tímum internetsins, þar sem hægt er að googla allar upplýsingar og fá svör við öllum spurningum á örskotsstund, þá er það undarlegt að vanþekkingin skuli vera svona mikil. 

Sjálfur fæ ég reglulega heimsóknir frá þessu ágæta fólki og þykist það gjarna geta annaðhvort leitt mig á "rétta braut" sem það kallar svo. Þetta er undarleg árátta og áhugaverð sérviska, því sjaldgæft er að það takist að breyta skoðunum fólks, en það er vel þess virði að reyna.

Sjálfum dettur mér aldrei til hugar að setja athugasemdir á síður þeirra sem eru á öndverðum meiði, því ég veit að það kostar bara óþarfa leiðindi og þras.

Ég fór að spekúlera í, hvað væri skemmtilegasta athugasemdin sem ég hef fengið, síðan ég byrjaði að blogga seinni hluta árs 2009. Það er erfitt að velja, en ætli það sé ekki athugasemd sem ég fékk þann 26. júlí árið 2011, en þá ætlaði góður maður að reka allt þveröfugt ofan í mig og gera mig heimaskítsmát.

Í pistlinum nefndi ég þá sögulega staðreynd, að Nýsköpunarstjórnin, undir forystu Sjálfstæðisflokksins hafi eytt hluta stríðsgróðans í kaup á togurum, sem nefndir voru "Nýsköpunartogarar".

Þá kom athugasemd frá Guðbirni nokkrum Jónssyni, sem hefur oft verið áberandi í umræðunni og hann sagði m.a. um það sem ég sagði um kaupin á togurunum: "Afar athyglisverð söguskýring hjá þér og sýnir vel hve nákvæmt pólitíska uppeldið er hjá Sjálfstæðisflokknum".

Þarna ritar maður sem er þjálfaður í þrætubókarlistinni, en slíkir einstaklingar fara oft framúr sér. Ég hef ekkert uppeldi fengið hjá Sjálfstæðisflokknum heldur foreldrum mínum sem tengjast ekki Sjálfstæðisflokknum á neinn hátt. Ég var kominn talsvert yfir fertugt þegar ég fór að beita mér fyrir Sjálfstæðisflokkinn og það er hæpið að hægt sé að ala upp fólk á þeim aldri.

Svo segir Guðbjörn orðrétt; "Það eru nú afbakaðar upplýsingar sem þú hefur fengið að tala um stríðsgróða sem við eigum að hafa notað til atvinusköpunar. Það var nú ekki stríðsgróði heldur styrkur sem okkur var veittur".

Þarna segir þessi þjálfaði þrætumaður að við hefðum fengið styrk til kaupa á togurunum, en styrkurinn sem Nýsköpunarstjórnin fékk, þjóðinni til handa nefndist Marshallaðstoðin og var kennd við Marshall sem var utanríkisráðherra Bandaríkjanna á þessum tíma, að mig minnir.

Hann lagði styrkinn til árið 1947 en togararnir voru keyptir fyrir þann tíma. Þeir sem nenna að lesa sér til vita að það söfnuðust upp miklir peningar í stríðinu og einum þriðja af þeim var eytt í atvinnusköpun.

Þessi maður hefur ekki sést aftur á síðunni minni, þannig að hann kann þá að skammast sín.

En flestir hinna virku í athugasemdunum eru eins og Martein Mosdal, koma aftur og aftur og aftur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kjaftæði!

ls 27.12.2012 kl. 13:27

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sumum liggur svo mikið á hjarta,að þeir verða kjaftstopp. Gaman að lesa þessa grein.Gleðileg Jól!

Helga Kristjánsdóttir, 27.12.2012 kl. 16:22

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Takk Helga mín, óska þér sömuleiðis gleðilegra jóla.

Ekki veit ég hversu mikið Is liggur á hjarta, en hann er þá allavega fljótur að losa sig við það, þarf bara eitt orð og þá líður honum vonandi betur.

Jón Ríkharðsson, 27.12.2012 kl. 16:28

4 Smámynd: Sigríður Hrönn Elíasdóttir

Mikið rétt hjá þér. Það er alltaf vonarglæta þegar þeir sem gaspra mest hljóðna, þegar þeim er svarað með rökum og staðreyndum eins og þú gerir. Væri óskandi að slíkir virkir í athugasemdum væru fleiri. Gleðileg jól.

Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 27.12.2012 kl. 17:25

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Jón og takk fyrir þessa grein, það er eins og mig minnir að Áburðarverksmiðja Ríkisins hafi meðal annars verið reist fyrir þessa Marshallaðstoð sem var veitt mörgum löndum að mig minnir sem bætur til uppbyggingar eftir seinna stríðið, og gleðilega Jólahátíð.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.12.2012 kl. 18:28

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já Sigga mín, það væri gott ef þeir hefðu vit á að hljóðna, en gallinn er sá að þeir hafa það ekki.

Guðbjörn, sem ég nefndi, er greinilega ágætlega greindur fyrst hann hætti strax. En hinir eru afskaplega sérstæðir, svo ekki sé dýpra í árina tekið. Það er aveg sama þótt ég vitni í skotheldar heimildir, rannsóknarskýrsluna jafnvel orðrétt, þeir gefa sig ekki. Þagna kannski í einni umræðunni en eru svo komnir með sama bullið aftur. Ég er hættur að nenna að svara þeim. Fólk sem tekur mark á svona mönnum tekur örugglega eki mark á mér. En gleðileg jól til þín og þinna.

Jón Ríkharðsson, 28.12.2012 kl. 01:11

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæl Inga mín, Marshall aðstoðin fór í einhverjar virkjunarfræmakævmdir að mig minnir og gott ef ekki áburðarverksmiðjuna líka. Óska þér líka gleðilegra jóla og þakka þér innlitið.

Jón Ríkharðsson, 28.12.2012 kl. 01:12

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Klárlega ekkert zérlega vízd að láta hér inn athugazemdir.   Hér eru bara vinir & viðhlæjendur zíðuhaldara...

Steingrímur Helgason, 28.12.2012 kl. 01:50

9 identicon

Þegar seinni heimsstyrjöldin geisaði safnaði íslenska þjóðin umtalsverðum fjárhæðum í erlendum gjaldeyri, því hátt verð fékkst fyrir fiskafurðir auk þess sem verulegar tekjur fengust vegna umsvifa setuliðsins. Á sama tíma var erfitt að flytja inn vörur vegna stríðsins og fyrir vikið hlóðust gjaldeyrisinnistæður upp í erlendum bönkum. Þessi fjárhæð nam 580,6 milljónum króna um mitt sumar 1945. Þetta var mikið fé og samsvaraði næstum öllum tekjum ríkissjóðs á árunum 1945-1947.

Margir töldu skynsamlegt að nota gjaldeyrinn til að efla atvinnulíf landsmanna þegar friður kæmist á. Hin svokallaða nýsköpunarstjórn 1944-1946 átti einmitt að sinna þessu verkefni. Nýsköpunarstjórnin var skipuð fulltrúum Alþýðuflokks, Sósíalistaflokks og Sjálfstæðisflokks undir forystu Ólafs Thors formanns Sjálfstæðiflokksins. Nýsköpunarstjórnin ákvað að verja um helmingi gjaldeyrisforðans til fyrrnefndrar nýsköpunar atvinnulífsins. Tveir þriðju upphæðarinnar fór í að kaupa svokallaða nýsköpunartogara frá Bretlandi og báta frá Svíþjóð en afgangurinn í síldarverksmiðjur og landbúnaðartæki. Þetta var þarft framtak því atvinnutæki landsmanna voru úr sér gengin og tímabært að blása til nýrrar sóknar í atvinnulífinu. Eitt og annað varð þó til þess að fjárfestingarnar skiluðu ekki eins miklum gjaldeyristekjum og vænst var.

http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=51086

Hrafn Arnarson 28.12.2012 kl. 07:57

10 identicon

Marshallaðstoðin var samt sem áður í megindráttum í formi inneignarnótna eða úttekta á innfluttum bandarískum vörum. Mikilvægara var þó að keyptir voru togarar, dráttarbátar og landbúnaðarvélar og var jafnframt ráðist í stærri framkvæmdir s.s. byggingu Sogsvirkjunar, Laxárvirkjunar, áburðarverksmiðju í Gufunesi, steypuverksmiðju, hraðfrystihúsa og klæðaverksmiðju Álafoss svo fátt eitt sé nefnt.

Fjárveitingarnar skiptust í þrjá flokka:

Óafturkræf framlög: 29.850.000 kr.

Lán: 5.300.000 kr.

Skilorðsbundin framlög: 3.500.000 kr.

Samtals: 38.650.000 kr.

http://is.wikipedia.org/wiki/Marshall%C3%A1%C3%A6tlunin

Hrafn Arnarson 28.12.2012 kl. 08:02

11 identicon

Illar tungur segja að borgarstjórinn í Reykjavík fari nú hamförum í bloggi og athugasemdarkerfum vegna kosninga um mann ársins

Borgarbúi 28.12.2012 kl. 10:17

12 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Jón og gleðilega hátíð. Mér var bent á að þú gerðir skrif mín að sérstöku umfjöllunarefni í pistli sem þú birtir á bloggi þínu í gær, 27.12. 2012. Líklega hefur mér ekki verið ætlað að sjá þetta. Alla vega gafst þú mér ekki tækifæri til að stunda "þrætubókarlist" á þínu bloggi í sambandi við þetta.

Alla tíð hefur það verið svo, að eitt er að segja menn fara með ósannindi. Annað er, hvort í þeirri fullyrðingu felist einhver sannindi. Í pistli þínum segir þú:

"Í pistlinum nefndi ég þá sögulega staðreynd, að Nýsköpunarstjórnin, undir forystu Sjálfstæðisflokksins hafi eytt hluta stríðsgróðans í kaup á togurum, sem nefndir voru "Nýsköpunartogarar".

Hver skildi svo raunveruleikinn vera? Lítum á fréttina af samningnum um smíði 30 togara fyrir Ísland. Fréttin er tekin úr Þjóðviljanum. Þar segir eftirfarandi í inngangi að fréttinni:

"ÞJÓÐVILJINN Föstudaginn 24. ágúst 1945. 185. tölublað.

Ríkisstjórnin hefur nú fengið tilboð frá togarasmíðastöðvum í Englandi um smíði á 30 togurum. Stærð hvers skips mun verða frá 140—170 fet og verð þeirra stærstu allt að 1,9 millj. kr.

Enn hefur þó eigi tekizt að tryggja útflutningsleyfi í Englandi fyrir þessum togurum en útlit er fyrir að það muni takast, en enn er aðeins um að ræða samninga við viðkomandi skipasmíðastöðvar.

Með ráðstöfunum þessum hefur verið gert stærsta átakið til að efla íslenzkan sjávarútveg.

Forseti íslands gaf í gær út bráðabirgðalög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að láta smíða eða kaupa allt að 30 togara erlendis og taka til þess allt að 60 millj. kr. lán er greiðist upp er skipin hafa verið seld einstaklingum eða félögum."

Já, þannig lítur þetta nú út. Þú sagðir sjáfur að utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefði fengið hugmyndina að Marshallaðstoðinni árið 1947, sem þýðir að hún var ekki einu sinni kominn í hugmyndaheiminn 1945 þegar samið var um smíði togsaranna. Einnig segir þarna að lán hafi verið tekið fyrir smíðakostnaðinum. OG áfram heldur þú og gerir mig nú að umræðuefni og segir:

Þá kom athugasemd frá Guðbirni nokkrum Jónssyni, sem hefur oft verið áberandi í umræðunni og hann sagði m.a. um það sem ég sagði um kaupin á togurunum: "Afar athyglisverð söguskýring hjá þér og sýnir vel hve nákvæmt pólitíska uppeldið er hjá Sjálfstæðisflokknum"."

ÓJÁ, það var nú það!!!!!! En áfram heldur þú að kvarta undan mér og segir:

"Svo segir Guðbjörn orðrétt; "Það eru nú afbakaðar upplýsingar sem þú hefur fengið að tala um stríðsgróða sem við eigum að hafa notað til atvinusköpunar. Það var nú ekki stríðsgróði heldur styrkur sem okkur var veittur".

Þarna segir þessi þjálfaði þrætumaður að við hefðum fengið styrk til kaupa á togurunum, en styrkurinn sem Nýsköpunarstjórnin fékk, þjóðinni til handa nefndist Marshallaðstoðin og var kennd við Marshall sem var utanríkisráðherra Bandaríkjanna á þessum tíma, að mig minnir.

Hann lagði styrkinn til árið 1947 en togararnir voru keyptir fyrir þann tíma. Þeir sem nenna að lesa sér til vita að það söfnuðust upp miklir peningar í stríðinu og einum þriðja af þeim var eytt í atvinnusköpun.

Þessi maður hefur ekki sést aftur á síðunni minni, þannig að hann kann þá að skammast sín."

Það er nú það. Eftir því ekki mikið þrætuefni á þeirri síðu.

EN, svo við þurfum ekki að stunda neina "þrætubókarlist" um þessi málefni, ætla ég að fara að ráðum þínum og nota Google til að setja fram opinberar staðreyndir um Marshalláætlunina. Þær eru svohljóðandi:

"Marshalláætlunin, einnig nefnd Marshallaðstoðin, var áætlun á eftirstríðsárunum (1948-53) skipulögð af bandaríska utanríkisráðuneytinu og átti að stuðla að efnahagslegum uppgangi í löndum Evrópu og auka samvinnu þeirra á milli eftir eyðileggingu seinni heimstyrjaldarinnar. Áætlunin var einnig liður í að sporna gegn útbreiðslu kommúnismans og áhrifa Sovétríkjanna.

Áætlunin var nefnd í höfuðið á þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna George Marshall en aðalhöfundar hennar voru aðrir starfsmenn ráðuneytisins, og má þá sérstaklega nefna William L. Clayton og George F. Kennan.

Sextán lönd í Evrópu þáðu boð Bandaríkjamanna um að taka þátt í áætluninni þ. á. m. Ísland. Íslendingar högnuðust mjög mikið á aðstoðinni, og mest miðað við höfðatölu. Aðstoðin gegndi lykilhlutverki í uppbyggingu landsins eftir stríðið."

----------

Hér er sleppt löngum texta um alskonar stríðsskaða í heiminum en víkjum að Íslandi.

"Ísland

Gylfi Þ. Gíslason, þáverandi alþingismaður Alþýðuflokksins, flutti fyrirlestur þann 25. apríl 1948 í Háskóla Íslands þar sem hann rakti aðdraganda áætlunarinnar og sagði það henta best ef Bandaríkjamenn gætu lánað fé sem Íslendingar mættu sjálfir ráðstafa frekar en að aðstoðin yrði í formi vara eða hráefnis.

„Vér erum framleiðendur matvæla og feitmetis fyrst og fremst, en einmitt þær vörur skortir sumar hinna þjóðanna mjög, þótt ekki geti þær greitt þær með þeim gjaldeyri, dollurum, sem oss skortir til kaupa á nauðsynjum. Þátttaka Íslendinga gæti orðið á þann veg og þann veg einan, að þeir seldu þessum þjóðum framleiðslu sína og fengju hana greidda af fé, sem Bandaríkjastjórn léti hlutaðeigandi landi í té, eða að Bandaríkjastjórn keypti íslenzkar afurðir til þess að afhenda þær þurfandi þjóðum, og yrði það sem liður í aðstoðinni við þær. Á þennan veg væri bætt úr dollaraþörf þjóðarinnar, án þess að hún yrði nokkurrar fjárhagsaðstoðar aðnjótandi, og væri það vissulega æskilegast. Sé völ á góðum framleiðslutækjum að láni, virðist þó slíkt vel geta komið til mála. Þótt þjóðin hafi aukið mjög við framleiðslutæki sín eftir að stríðinu lauk, er enn fjarri því, að hún sé orðin nægilega auðug að slíkjum tækjum. Hana skortir ennþá skip, fiskiðjuver, stórvirkar landbúnaðarvélar og fjölmörg iðnaðartæki, svo sem sementsverksmiðju og áburðarverksmiðju. Lán til slíkra framkvæmda verða ekki talin óheilbrigð, heldur geta verið til mikilla hagsbóta.““

Marshallaðstoðin var samt sem áður í megindráttum í formi inneignarnótna eða úttekta á innfluttum bandarískum vörum. Mikilvægara var þó að keyptir voru togarar, dráttarbátar og landbúnaðarvélar og var jafnframt ráðist í stærri framkvæmdir s.s. byggingu Sogsvirkjunar, Laxárvirkjunar, áburðarverksmiðju í Gufunesi, steypuverksmiðju, hraðfrystihúsa og klæðaverksmiðju Álafoss svo fátt eitt sé nefnt.

Fjárveitingarnar skiptust í þrjá flokka:

Óafturkræf framlög: 29.850.000 kr.

Lán: 5.300.000 kr.

Skilorðsbundin framlög: 3.500.000 kr.

Samtals: 38.650.000 kr.

Þetta er nú raunveruleikinn um það sem þú kallar "stríðsgróða". Togarakaupin kostuðu 60 milljónir, sem fengnar voru að láni. Fjárveiting Marshallaðstoðarinnar var hins vegar 38,6 milljónir, sem notaðar voru í ofantaldar framkvæmdir.

"Ef maður Googlar "Nýsköpunartogarar", kemur fram fullt af upplýsingum. Þar segir frá frétt í Morgunblaðinu 18. febrúar 1947.

"Það var bjart yfir Reykjavík í gær þegar Ingólfur Arnarson, fyrsti nýsköpunartogarinn, sigldi fánum skreyttur inn á höfnina. Forsjónin hafði sjeð fyrir því, að Reykjavík gat tjaldað sínu fegursta skrúði þegar hún fagnaði komu hins glæsilega skips, sem ber nafn landnámsmanns hennar."

---

Einnig er þess getið á googlinu að Kaldbakur hafi komið til Akureyrar 17. maí 1947. Og af tölum skipaskrár frá þessum tíma má ráða að einn togari til viðbótar hafi komið á því ári. En síðar segir svo:

"Með komu nýsköpunartogaranna á árunum 1947 og 1948 var lokið hinni eiginlegu nýsköpun fiskiskipaflotans, sem hófst með samningunum um smíði Svíþjóðarbátanna á árinu 1944. Ekki voru allir sammála um að skynsamlega hefði verið að verki staðið. Sumir töldu, að of geyst hefði verið farið í uppbygginguna og aðrir sáu ofsjónum yfir miklum opinberum afskiptum og þátttöku í útgerðinni. Þær raddir urðu háværari þegar kom fram yfir 1950 og halla tók undan fæti fyrir íslenskri togaraútgerð. Frá þeirri þróun segir í næsta kafla, en hún átti í raun ekkert skylt við nýsköpunina sem slíka."

Kannski má nefna það kaldhæðni örlaganna að Nýsköpunarstjórnin var farin frá völdum þegar fyrsti nýsköpunartogarinn kom til landsins. Stjórnin fór frá völdum 4. febrúar 1947 en Ingólfur Arnarson kom til hafnar í Reykjavík 17. febrúar 1947. Það var því ríkisstjórn þriggja flokka undir forystu Alþýðuflokks, sem tók á móti togurunum og Marshallaðstoðinni, sem Íslendingum var boðið að þyggja.

Já kæri Jón! Það er einungis einn þjóðfélagshópur sem segir mig viðhafa "þrætubókarlist". Það eru þeir sem leggja ekki á sig að kynnast mér heldur taka blint við slagorðaflaumi úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins, en þar er þessi nafngift samin. Eðlilega er þeim í nöp við mig þar sem ég hef svo oft eyðilegt fyrir þeim ýmis áform. En svona er lífið. Þegar á rökum eru ekki tök, taka strákapörin við.

Guðbjörn Jónsson, 28.12.2012 kl. 10:40

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Í bókinni Crusade in Europe skýrir Dwight D. Eisenhower frá tilurð Marshallhjálparinnar. Í samhengi til að skilja þýðingu hennar fyrir Ísland má nefna að hún nemur andvirði þessara 30 togara eiginlega upp á krónu af því sem Guðbjörn nefnir um samningsverðið. Ímyndið ykkur 30 togara, hvað þeir kosta marga milljarða í dag? Þeir voru auðvitað minni og ófullkomnari þá en nú. En mér er sama. Bandaríkjamenn mundu eftir Versalasamningunum og afleiðingum þeirra. Þeir skildu hversu miklu skipti að þjóðirnar kæmust á fæturnar aftur eftir ófriðinn. Þessvegna var Marshallhjálpin sem við nutum vel og lengi þó við séum bæði hættir að framleiða sement og áburð því við nennum engu lengur nema víxla pappír og höldum að raunverulegu verðmætin verði til í bönkunum og lánum.

Bók Eisenhowers er mikil gullnáma um rekstur styrjaldarinnar í Evrópu og lýsir á einarðan og sanngjarnan hátt mönnum og málefnum með öguðum efnistökum þessa afburða hermanns. Hann talar ekki illa um nokkurn mann, aðeins betur um suma. Og hann er í boltanum en ekki manninum, allt sem hann segir er um störf þeirra stríðsmanna en minnist aldrei á einkalíf.

Halldór Jónsson, 28.12.2012 kl. 12:07

14 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Guðbjörn og gleðilega hátíð sömuleiðis.

Til að byrja með langar mig til að biðjast afsökunar á óþarflega sterkum orðum í þinn garð en það var aldrei ætlun mín að gera lítið úr þér. Það er rétt sem Halldór vinur minn segir hér fyrir ofan. Maður á aldrei að vaða í manninn. Ég geri það reyndar aldrei meðvitað, en ég er kominn af verkamönnum, sjómönnum og bændum langt aftur í ættir auk þess að hafa eytt starfsæfinni að mestu leiti úti á sjó. Í landi starfaði ég við mótauppslátt, þannig að mitt tungutak ber dám af því umhverfi sem ég hef dvalist í alla tíð.

En það er ekki fullkomin afsökun, menn eiga að gæta að kurteisi þegar þeir tjá sig á netinu og það reyni ég að gera, þótt ég gleymi mér annað slagið, ég er jú bara mannlegur eins og við öll.

Ég skal þó viurkenna að ég er skapbráður og það fauk í mig þegar þú gafst í skyn að ég hafi hlotið pólitískt uppeldi hjá Sjálfstæðisflokknum. Það var sterk fullyrðing og alveg út í bláinn. Ég var kominn yfir fertugt þegar ég fór að taka þátt í störfum hans, fyrst sem lítt virkur stjórnarmaður í hverfafélagi fram til ársins 2009, en síðari hluta ársins fór ég að blogga og skrifa greinar. Foreldrar mínir tengjast ekki Sjálfstæðisflokknum á neinn hátt.

Þessar samræður hafa til þessa verið hvorugum okkar til sóma og við eigum að vera menn til að viðurkenna það. Ég er í innsta hring Sjálfstæðisflokksins og kannast ekki við að menn hafi komið með þetta hugtak þar til að kenna við þig og strákapör viðhef ég ekki í umræðum, hledur reyni að rökræða eins vel og ég get, en ég gleymi mér stundum eins og ég gat um að ofan.

Þá er ég vonandi búin að leiðrétta þennan misskiling hjá þér, varðandi mitt pólitíska uppeldi.

Svo skal ég bregðast við hinu sem ég gagnrýndi þig fyrir. Þú sagðir orðrétt: "Þetta eru bjagaðar upplýsingar sem þú hefur fengið, að tala um stríðsgróða sem við eigum að hafa notað til atvinnusköpunar. Það var ekki stríðsgróði heldur styrkur sem okkur var veittur".

Þegar maður les þessi orð, er auðvelt að segja þig halla réttu máli og þess vegna sagði ég á síðunni hans Baldurs, að þú hafir skotið þig í báðar fætur. Það var kannski strákslega orða, en samt ákveðin meining í því.

Það er á hreinu að nýsköpunarstjórnin tók til hliðar 300. milljónir króna og sagði Ólafur Thors í ræðu af því tilefni, að óheimilt sé að nota þessa peninga í annað en atvinnutæki. Svo segir frá því í æfisögu hans, eftir Matthías Johannessen að 200. milljónir eigi að fara í kaup á skipum, vélum og efni til skipasmíða, svo var tínt til ýmislegt fleira sem restin átti að fara í. Þetta er á bls. 432 og 434 í 1. bindi.

Þannig að það var rangt hjá þér að segja að stríðsgróðinn hafi eki verið notaður til atvinnusköpunar og líka rangt hjá mér að segja að peningarnir hafi verið notaðir til kaupa á nýsköpunartogurum í ljósi þess sem ritað var í Þjóðviljann. En eftir standa ýmsar spurningar sem ég hef ekki tíma til að finna svör við að þessu sinni. Taka lán upp á 60. milljónir til að kaupa þrjátíu skip og þau dýrustu áttu að kosta 1.9. milljónir. Þrjátíu slík skip myndu kosta innan við 60. m. Enda skiptir það ekki máli í þessari umræðu.

Meginmálið hjá mér í fyrra blogginu, sem þú gerðir athugasemd við var að sýna fram á það, að Nýsköpunarstjórnin hafi stuðlað að atvinnu og verðmætasköpun, það reyndist rétt. En hvort stríðsgróðinn hafi verið nýttur í kaup á nýsköpunartogurum, en það reyndist rangt, skiptir ekki höfuðmáli í því sem ég var að sýna fram á.

Eitt verð ég þó að segja að lokum Guðbjörn minn, með mestu virðingu fyrir þér.

Það er hálf kjánalegt að gruna mig um að vilja helst ekki að þú sjáir þessa færslu. Ég á bágt með að átta mig á hvernig þér datt það í hug.

Ég nafngreini þig í bloggi sem birtist á netinu og deili því á Facebook, allir íslendingar geta séð þetta blogg, ef þeir eru nettengdir, sem þeir eru ansi margir.

Varla færi ég að setja eitthvað á netið sem ég ætlaðist ekki til að einhver myndi sjá. Ég hef opið athugasemdarkerfið fyrir öllum, því ég óttast hvorki umræðuna, gagnrýni á mig né aðrar skoðanir. Það sem ég fék út úr þesum samræðum okkar voru nýjar upplýsingar varðandi fjármögnun á nýsköppunartogurunum og ég þakka fyrir þær.

Niðurstaðan af þessum samræðum okkar er sú, að mínu mati, að báðir höfðum við að vissu leiti rétt fyrir okkur og að vissu leiti rangt. Þannig virka samræður best, menn byrja að ræða saman, skoða málin, ræða saman aftur og komast stundum að góðri niðurstöðu. Ég var undrandi á því á sínum tíma, að þú skyldir ekki hafa brugðist við svörunum frá mér. Þess vegna ályktaði ég sem svo að þú hafir uppgötvað að hafa haft rangt fyrir þér. Ég hef ekki alltaf rétt fyrir mér og hafði það augjóslega ekki í þetta skiptið.

Jón Ríkharðsson, 28.12.2012 kl. 15:18

15 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll aftur Guðbjörn, ein spurning til þín, sem þú mátt gjarna svara.

Þú segir að við hefðum fengið styrk til atvinnuskapandi verkefna en stríðsgróðinn ekki notaður. Marshall aðstoðin kom eftir daga nýsköpunarstjórnarinnar, þannig að hún átti ekki við um þetta mál. Svo talar þú um lánsheimildina, en það var augljóslega lán en ekki styrkur.

Hvaða styrk ertu þá að tala um?

Jón Ríkharðsson, 28.12.2012 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband