Barnaskólakennari og netdóni.

Meirihluti þeirra sem heimsækja þessa síðu eru ósköp kurteisir og skynsamir einstaklingar og mörgum hef ég náð að kynnast, mér til mikillar gleði.

Vitanlega eru ekki allir sammála mér, en það tek ég ekki nærri mér. Margar skrítnar athugasemdir hef ég fengið, en aldrei eins óhugnanlega og þá sem ég ætla að fjalla um.

Fyrir tæpu ári síðan birtist argasti netdóni sem ég hef kynnst. Hann hafði í flimtingum hið hræðilega slys á Þingvöllum, þegar Bjarni heitinn Benediktsson brann inni ásamt eiginkonu sinni og ungu barnabarni. Svo kórónaði hann óþverraskapinn með því að segja það sniðuga hugmynd að grilla mig bara líka á Þingvöllum. Ekki var ég að ergja mig mikið á þessum ummælum, þau voru mjög ósmekkleg, en ég taldi andlega vanheilan mann á ferð, sem vissi ekkert um hvað hann væri að tala.

Svo birtist kvikindið aftur og þykist vilja þagga niður í mér og þeim sem hafa sömu stjórnmálaskoðanir og ég. Þá fór hann að vekja forvitnin mína og með góðra manna hjálp fann ég út hver maðurinn raunverulega er.

Hann starfar við kennslu barna og það er alvarlegt mál þegar menn í slíkri stöðu haga sér með þessum hætti. Ég ætla ekki að birta nafn hans og vinnustað, að svo stöddu, heldur gefa honum tækifæri til að skammast sín og koma ekki nálægt athugasemdarkerfinu hjá mér framar.

Áður en ég ritaði þennan pistil skrapp ég upp á Krókháls og gaf rannsóknarlögreglunni upplýsingar um þennan mann, ef ske kynni að hann héldi áfram að áreita fólk í netheimum og gerði jafnvel eitthvað verra af sér. Rannsóknarlögreglan hefur mynd af honum, sem ég prentaði af heimasíðu skólans sem hann starfar og afrit af blogginu sem hann gerði athugasemdir við.

Ég ákvað að leggja ekki fram kæru, því þessi maður á konu og börn, ekki vil ég skaða saklaust fólk nema í ýtrustu neyð.

En þessi maður þarf víst að lifa við það, að ef eitthvað óhapp hendir mig, þá verður hann efstur á lista grunaðra, jafnvel þótt hann sé ekki ofbeldishneigður að eðlisfari. Tjáningarfrelsið er dýrmætt en því fylgir líka mikil ábyrgð og það ættu kennarar að vita manna best, því þeir starfa jú við að uppfræða kynslóðir framtíðarinnar.

Sjálfur hef ég til þessa sloppið við beinar hótanir, en ég veit mörg dæmi um hægri menn sem hafa fengið hótanir um líkamsmeiðingar og fleira, fyrir það eitt að tjá sínar skoðanir á netinu. En lögregluþjónninn sem ég ræddi við, tjáði mér að þau væru með upplýsingar um þá sem stunduðu hótanir á netinu og sem betur fer, þrátt fyrir þröngan stakk, þá höfum við hæfa einstaklinga í lögreglunni.

Að lokum óska ég þess að kennarinn dónalegi sjái að sér og láti fólk í friði. Hægt er að virða andúð á Sjálfstæðisflokknum en það getur enginn sætt við við og það á enginn að sætta sig við, óþverralegan og rætin ummæli frá manni, sem treyst er fyrir kennslu ungra barna. Næsta skref hlýtur að vera að ræða við skólastjórann hans, ef hann lætur ekki segjast. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oh, hélt að þú værir að skrifa um hann Snorra, ah well, carry on

DoctorE 8.1.2013 kl. 14:49

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Jón vinur minn þetta er hár rétt aðferð við svon fólk,sattu þig vel!!!!/kveðja

Haraldur Haraldsson, 8.1.2013 kl. 15:21

3 Smámynd: Kári Sölmundarson

Hvar er viðkomandi Kennari?

Kári Sölmundarson, 8.1.2013 kl. 15:29

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Nei Doctor E ,'eg held að engum öðrum hafi nú dottið hann í hug enda felur hann sig ekki undir dulnefni(p.s. þarft ekki að taka þetta til þín).En þetta er nú það grófasta sem maður hefur heyrt og hárrétt viðbrögð.En mér hefur stundum blöskrað líka þegar menn eru að níða menn niður í þjóðfélaginu(sem þeim finnst að eigi það skilið) án þess að gera sér grein fyrir að þetta er fjölskyldufólk sem á börn.

Jósef Smári Ásmundsson, 8.1.2013 kl. 15:34

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Nei DoctorE, það er ekki hann Snorri vinur minn, blessaður kallinn enda vill hann ekki grilla mig á Þingvöllum.

En gleðilegt ár minn kæri, það er alltaf ánægjulegt að fá athugasemdir frá þér, enda ertu ekki eins ósvífinn og sá sem ég ritaði um.

Jón Ríkharðsson, 8.1.2013 kl. 16:35

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Kári, ég vill helst ekki gefa það upp að svo stöddu, fjölskyldu hans vegna. Ég ákvað að gefa honum eitt tækifæri til að bæta ráð sitt.

Ég mun fylgjast með honum og haldi hann áfram uppteknum hætti þá mun ég ræða við skólastjórann hans og gefa upp fullt nafn.

Jón Ríkharðsson, 8.1.2013 kl. 16:38

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sammála þér Jósef, ég vildi hlífa fjölskyldunni hans, í þeirri von að þetta væri þrátt fyrir allt ágætis náungi sem farið hefur fram úr sér í eitt skipti, kannski drukkinn eða óvanalega illa stemmdur.

Ef hann verður kurteisari í framtíðinni, þá mun ég að sjálfsögðu fyrirgefa honum, okkur getur víst öllum orðið á, reiðin er mikil í samfélaginu og margir fóru illa út úr hruninu, þeim er oft ekki sjálfrátt.

Jón Ríkharðsson, 8.1.2013 kl. 16:41

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Takk Halli minn, vonandi lærir hann af þessu.

Jón Ríkharðsson, 8.1.2013 kl. 16:41

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta getur ekki verið. það er aðeins löggan sem getur gefið upplýsingar um slíkt að undangegnum dómsúrskurði. Öðrum er beinlínis óheimilt að gefa slíkar upplýsingar. það að einhver og einhver leiði líkur að því að ákv. aðili er á bak við ákveðið nafn á netinu er allt annað dæmi. Slíkar getgátur geta aldrei talist fullnægjandi lagalega séð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.1.2013 kl. 17:26

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er góður dagur, tveir af mestu viskubrunnum netheima mættir, DoctorE og Ómar Bjarki til að leyfa mér að njóta visku sinnar.

Það ber að þakka það:)

Jón Ríkharðsson, 8.1.2013 kl. 18:00

11 identicon

Hilmar Hafsteinsson 8.1.2013 kl. 18:49

12 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Hilmar, þú ert sjúkari en ég átti von á. Þín vegna fel ég athugasemdina og þú ert ekki æskilegur gestur á þessa síðu.

Jón Ríkharðsson, 8.1.2013 kl. 18:49

13 identicon

Landsfundarræðan stendur enn (!?)

"Ég er ósköp venjulegur sjómaður af alþýðufólki kominn og ég tel mig ekki hafa meri gáfur en gengur og gerist. En ég hef þokkalega dómgreind og það er mér nóg.

Engu að síður hef ég nú þegar brotið blað í stjórnmálasögu lýðveldisins (sic), svo leiðir tíminn í ljós hversu áhrifin verða mikil. Aldrei áður hefur maður í minni stöðu stigið í pontu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og lofað því, að stuðla að hreinum meirihluta á þingi (?!) og boðið fram krafta sína á hinu háa Alþingi á þennan hátt."

Hilmar Hafsteinsson 8.1.2013 kl. 18:55

14 identicon

Vita skaltu það, Jón Ríkharðsson, að ég skelfist ekki rugludalla með mikilmennskubrjálæði.

Hilmar Hafsteinsson 8.1.2013 kl. 18:56

15 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Enda þarft þú ekki að óttast mig Hilmar, ég mun aldrei gera þér neitt og hef reynt að hlífa þér að öllu leiti.

En þú kýst að afhjúpa þig sjálfur, ég hef ekkert meira við þig að segja og þú munt verða sá fyrsti sem ég útiloka frá athugasemdarkerfinu ef þú kemur með fleiri.

Þú mátt gjarna segja mig með mikilmennskubrjálæði, það er þó skárra en að vilja grilla fólk á Þingvöllum og hafa sorglegan atburð í flimtingum.

Ég bauð þér sættir og að þú létir þig hverfa af sjálfsdáðum, en þú kaust að afhjúpa þig. Vonandi ertu þokkalega hæfur kennari, svona barnanna vegna og lætur vera að segja þeim svona hrylling eins og þú gerðir þann 28. febrúar á þessu ári, varðandi slysið á Þingvöllum.

En hafðu það sem best engu að síður.

Jón Ríkharðsson, 8.1.2013 kl. 19:47

16 identicon

"Enda þarft þú ekki að óttast mig Hilmar, ég mun aldrei gera þér neitt og hef reynt að hlífa þér að öllu leiti."(!)

Biddu nú við Jón Ríkharðsson, frambjóðandi til Alþingis. Varst þú ekki að enda við að næstumþvíkæra mig til rannsóknarlögreglunnar og hóta mér atvinnumissi (undir FLokksfugli)?

Reyndu bara að dusta rykið af hefðbundnu FLokksaðferðunum ykkar Jón. Þú þykist vera "maður orða þinna". Kærðu mig, ef þú ert maður til, vesalingurinn þinn, og við skulum láta reyna á gagnkæruna karlinn.

Hilmar Hafsteinsson 8.1.2013 kl. 21:43

17 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég hvorki kærði þig né hótaði atvinnumissi Hilmar. Hafir þú lesið almenilega þá kom það margoft fram að ég vill þér ekkert illt.

Ég mun ekki kæra þig, ég vill bara fá frið fyrir mönnum eins og þér.

Þú ert kennari, gott og vel og þú álítur mig lélegan pappír, algjöran kjána. Er það faglegt af kennara að tala á þessum nótum við einstakling sem hann telur vera rugludall og með mikilmennsku brjálæði?

Telst það ekki faglegra af reyndum kennara að hunsa mann eins og mig í stað þess að skammast eins og fábjáni? Samkvæmt mínum upplýsinguum ertu fæddur árið 1954, verður sextugur á næsta ári.

Það sæmir ekki manni á þínum aldri og í þinni stöðu að tala svona eins og þú gerir. Ef ég er, eins og þú segir, grunnhygginn, eins og þú bentir á í einni athugasemd og með mikilmennskubrjálæði, rugludallur að auki, þá er það kjánalegt af þroskuðum kennara, komnum fast að sextugu, að eyða orðum í slíkan kjána. Fagmaður sæi eins og skot að það þýddi ekki neitt. Ég vill ekki troða illsakir við þig eða nokkurn mann Hilmar, ég vill bara fá að vera í friði fyrir óhugnalegum athugasemdum og að kennari skuli hafa hræðilegt slys á þingvöllum, þar sem m.a. barn brann inni, það þykir fáum til fyrirmyndar er ég hræddur um.

Hættu bara að mæta á síðuna mína og gera athugasemdir, þú breytir engu með því. Finndu kennarann í þér og rifjaðu upp sálfræðina, þá ættir þú að róast.

Jón Ríkharðsson, 8.1.2013 kl. 22:51

18 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Hilmar, ef þú lest þetta þá er ég væntlanlega búinn að loka á þig. ég óska þér alls hins besta og það stóð aldrei til og stendur ekki til að kæra þig.

Þú ert augljóslega ekki í nógu góðu jafnvægi til að hægt sé að rökræða við þig og það er ekki þér til góðs að tjá þig meira á þessari síðu. Nú er mörgum orðið ljóst hver þú ert og ég get ekkert gert við því, þú valdir að kommenta á þessa færslu.

Ég bið þá sem lesa þetta svar til þín að aðhafast ekkert frekar í þessu máli. Vonandi líður þér vel í framtíðinni og gangi þér vel í þínu starfi.

Jón Ríkharðsson, 8.1.2013 kl. 23:08

19 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Hilmar, þú verður að skipta oft um ip tölur, því ég mun héðan af loka öllum athugasemdum frá þér og ip tölum sem birtast.

Ég á ekki í persónulegu stríði við þig og vill er ekkert illt, mig langar bara eki til að lesa þessar ljótu athugasemdir frá þér.

Ég hef bara ekki smekk fyrir þínum skrifum.

Jón Ríkharðsson, 8.1.2013 kl. 23:35

20 identicon

Heill og sæll Jón Sæfari; sem og aðrir gestir, þínir !

Hilmar Þór; stórfrændi !

Það er ekkert; nema gott eitt um það að segja, að flokkur þessi verði bannaður - sem og hinir 3, fylgihnettir hans (B - S og V) sannarlega, en vart muntu ætla Jóni stórvini mínum síðuhafa, að hafa þar forgöngu um, eða hvað,, frændi ?

Það er mín reynsla af Jóni; að Pólvelta yrði líklegri atburður - en að hann umventi sinni skoðun, og allra sízt, með þeirri illmælgi, sem þú viðhefir, í Jóns garð að óþörfu, Hilmar minn.

Þó svo; flokks fjandanum megi bölva hressilega, niður til Vítis; vitaskuld.

Hafðu mín ráð Hilmar; og láttu Jón og síðu hans, til hlés liggja - í stað þess að reyna að slá þau vindhögg, sem þú hefir reynt hér, frændi minn góður.

Að ætla; að turna Jóni Ríkharðssyni, er svona viðlíka vitrænt - og ætla  Hvítánum, í Borgarfirði og Árnesþingi, að fara renna upp í móti, til baka til Hálendisins, Hilmar minn.

Að; ekki sé talað um Þjórsána, jafnvel.

Svona; þér, að segja.

Með beztu kveðjum; sem oftar - og fyrri, úr utanverðu Árnesþingi /

 

Óskar Helgi Helgason 8.1.2013 kl. 23:42

21 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Heill og sæll fornvinur kær, mikið hlakka ég til að hitta þig yfir góðum kaffibollum.

Því miður þurfti ég að loka á frænda þinn, hann kemur ekki framar með athugasemdir á þessa síðu. Mér þykir það leitt, því ég býst við að hann sé ekki slæmur maður.

En hans málflutningur er slíkur, að hann er alls ekki boðlegur, því miður.

En kær kveðja austur fyrir fjall kæri vinur eins og alltaf.

Jón Ríkharðsson, 9.1.2013 kl. 00:06

22 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sæll Jón. Ekki er ég undrandi á því að þú sért búinn að loka á þennan Hilmar, það hef ég gert fyrir nokkru síðan enda ótrúlega fáránlegar og ógeðslegar athugasemdir sem maðurinn lætur sér sæma að láta frá sér opinberlega. Að hann sé kennari gerir málið allt miklu athyglisverðara og fróðlegt væri að vita hvort hann hagar sér á þennan hátt í kennslustundum.

Axel Jóhann Axelsson, 9.1.2013 kl. 18:50

23 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Axel, það er rétt, maðurinn sýnir óskaplegan ruddahátt í athugasemdum og sannarlega er orðfæri hans ólíkt því sem kennarar hafa almennt.

Ég hef átt samskipti við marga kennara, bæði þá sem kennt hafa mér og börnunum mínum og þeir eru að sjálfsögðu allir mjög kurteisir og þjálfaðir í mannlegum samskiptum.

Ég vonast til að hann hagi sér betur í vinnunni og finnst það raunar líklegt. Hann hefur vit á að birta ekki mynd af sér, þannig að honum er þá ekki alls varnað. Kennarastarfið getur tekið á taugarnar og kannski fær hann útrás fyrir bælda reiði í netheimum.

En hann þarf að finna sér annan vettvang til þess Axel minn, við viljum ekki vera ruslakistur fyrir reiðlestur kennara sem þarf að losa um spennu, hann ætti að læra innhverfa íhugun og slökun, það yrði miklu faglegra hjá honum í stað þess að koma með óhróður undir mynd af uppáhaldsdúkkunni minni frá æskuárunum. Það finnst mér ljótt að skemma ímynd Palla sem skemmti mér oft í æsku.

Jón Ríkharðsson, 9.1.2013 kl. 22:52

24 Smámynd: Elle_

Jón, ég efast um að maðurinn sé kennari.  Kennarinn er kannski blásaklaus með þennan siðleysingja skrifandi undir hans nafni:

Hverjar eru þessar Raddir??

Elle_, 20.1.2013 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband