Fimmtudagur, 31. janúar 2013
Hárrétt hjá Steingrími J. Sigfússyni.
Steingrímur J. Sigfússon benti á þá staðreynd, að nauðsynlegt sé að horfa á heildarmyndina þegar rætt er um Icesave og skoða málið frá a-ö. En þar sem hann hefur ekki tíma til að skoða þetta mál nema frá þ-ö, þá er það annarra að klára verkefnið fyrir hinn örþreytta og önnum kafna ráðherra.
Ef heildarmyndin er skoðuð, þá er nauðsynlegt að skoða aðstæður sem ríktu þegar bankarnir voru einkavæddir. Í rannsóknarskýrslunni kemur fram að ofurtraust ásamt gríðarlegu fjármagni, sem leitaði ávöxtunar varð til þess að auðvelt var fyrir banka að fá ótakmarkað lánsfé. Einnig er vert að geta þess, að sökum þess að sjálfstæðismenn höfðu frumkvæði að því að greiða niður skuldir og íslenska ríkið hafði gott lánshæfismat, þá treystu útlendingar íslenskum bönkum mjög vel.
Þeir sem telja þetta allt heimatilbúinn vanda eru á villigötum. Bankarnir hefðu aldrei vaxið svona mikið ef útlendingar hefðu ekki verið tilbúnir til að lána þessar stóru fjárhæðir og ekki má gleyma því að útrásarvíkingarnir nutu trausts á árunum fyrir hrun, á alþjóðavettvangi.
Stofnun Icesave reikninganna þótti, af langflestum, mjög góð hugmynd, því hagstæðara var fyrir Landsbankann að fjármagna sig með innlánum en vissulega var það undarlegt að íslenskur banki gæti boðið svona góð kjör, það hefði átt að vekja grunsemdir í upphafi, hjá þeim sem lögðu peninga á Icesave reikninga. En heimurinn var víst ansi dofinn á þessum tíma og traust á bönkum meira en efni stóðu til.
Þeir sem halda að íslensk stjórnvöld hefðu getað gert eitthvað á þessum tíma hafa ekki lesið skýrslu Kaarlo Jäänari, en AGS og stjórnvöld ákváðu að fá hann til að skoða aðdraganda hrunsins í kjölfar þess. Á bls. 37. segir að hið almenna stolt þjóðarinnar yfir velgengni bankanna hafi gert það að verkum að það hafi verið vonlaust að reyna að hafa áhrif á þróunina á meðan allt lék í lyndi. Svo segir Jäänari orðrétt; "Þegar svo fór að fjara undan, var það of seint (að hafa áhrif á stærð bankakerfisins) og það var of lítið sem hægt var að gera til að komast hjá hamförunum".
Þegar allt hrundi á Íslandi, þá voru flest ríki að komast í vanda. Gordon Brown átti í miklum vandræðum, en hann sá að íslensk stjórnvöld lágu vel við höggi, sjokkið var svo mikið á Íslandi. Til að leitast við að bæta sína ímynd, hjá kjósendum í Bretlandi, setti hann á hryðjuverkalögin og þrýsti mjög á okkur, að greiða skuld, sem okkur ekki bar. Sama má segja um stjórnvöld í Hollandi, þau gátu ekki annað en sýnt sambærilega hörku til að líta ekki illa út í augum kjósenda þar í landi.
Það var þeirra ákvörðun að borga innistæðueigendum meira en þeim bar.
Minnisblaðið sem Steingrímur hefur notað sem réttlætingu á eigin klúðri var fallið úr gildi þegar hann komst til valda.
Landsómur hefur fellt sinn dóm og komist að þeirri niðurstöðu að ekkert var raunverulega hægt að gera til að afstýra hruninu, þess vegna var ákveðið að sýkna Geir H. Haarde.
Heildarmyndin sem Steingrímur þykist hafa áhuga á, bendir til þess að við vorum í fordæmislausum aðstæðum og á þeim tíma var ekkert hægt að gera til að afstýra hruninu, en það hefði verið hægt að afstýra deilunum og öllu klúðrinu, varðandi Icesave.
Brusselviðmiðin kváðu á um að komu stofnanna ESB að deilunni. Strax í upphafi hefði átt að ræða málið á svipuðum nótum og EFTA dómstóllin gerði, það leiddi til þess að við vorum sýknuð af öllum kröfum.
Ef Steingrímur hefði strax í upphafi, fengið færustu lögmenn til að semja um málið,þá er líklegt að við hefðum fengið sýknudóminn miklu fyrr og vitanlega hefðu stjórnvöld átt að halda okkar málsstað á lofti og fá til þess færasta PR lið sem völ er á. Það kom líka í ljós að margir útlendingar voru á okkar bandi, m.a. sá sem að tók þátt í að endurskoða lög um innistæðutryggingar.
Niðurstaðan, eftir að hafa skoðað heildarmyndina frá a-ö hlýtur alltaf að vera sú, að stjórnvöld sýndu fordæmislausan aumingjaskap, á alheimsvísu, og viðhöfðu fáránlegt fúsk, m.a. með því að skipa einstakling í forystu samninganefndarinnar, sem hafði og hefur takmarkaða þekkingu á lögum og enga reynslu af stórum milliríkjadeilum.
Athugasemdir
Sæll, Svafars samningurinn var hroði en þann samning átti að koma í gegn án vitundar þjóðarinnar þar voru Sjáfstæðismenn líka að borði! Einnig í Icesave 2 þar voru flestir Sjáfstæðismenn búnir að kjósa með gegn þjóð sinni með Bjarna Ben fremstan í flokki! Það verður geymt enn ekki gleymt. Upphafið af öllum þjófnaðinum í kerfinu var þegar Sjáfstæðisflokkur og Framsókn skiptu milli sýn sjáfvarútveginum í kvótagerðini síðan var ránið fullkomnað þegar þessir tveir flokkar gáfu vildarvinum bankana! Þeir sem ekki skjá og vilja ekki sjá þessa staðreynd eru haldnir óbilandi Stokkhólmsheilkennum! Góðar stundir.
Sigurður Haraldsson, 31.1.2013 kl. 10:26
Þakka þér Siggi minn, það er gaman að sjá frumlegar greiningar á málum.
Góðar stundir til þín sömuleiðis:)
Jón Ríkharðsson, 31.1.2013 kl. 11:35
En að fara á byrjunarreit A og spyrja hvað ef bankarnir hefðu ekki verið seldir? Og við einbeitt okkur að því að lifa á sjálfsafla fé?
Tryggvi L. Skjaldarson, 31.1.2013 kl. 22:27
Frábær grein hjá þér að vanda Jón Ragnar....Ágætir punktar hjá Sigurði, en verð enn og aftur að minna á, að Davíð vildi dreifða eignaraðild bankanna sem framsóknarmenn höfnuðu........En einkavæðing bankanna var samt nauðsynleg og er enn.
Aðalbjörn Þór Kjartansson 1.2.2013 kl. 00:34
Sæll Jón,
Þetta er ekki góð söguskýring hjá þér, við vorum með einhvern stærst bankageira í heimi per capita, einnig lifir þessi þjóð á utanríkisverslun ásamt endalausum sveiflum í gengi okkar undanfarna áratugi. Sem hefði átt að kenna okkur varfærni.
Staðreyndin er sú að forkólfar þjóðarinnar og embættismenn voru ekki starfi sínu vaxnir þegar til átti að taka þegar gengist var inn á EES samninginn og til okkar dags.
Hvað sem segja má um tíðaranda og aðgengi að fé á heimsvísu er það ekkert nýtt. Okkar fólki bar að verja hag fólksins og þar með ríkisins með öllum tiltækum ráðum.
Sem það gerði ekki hvar í flokki sem það stóð.
kveðja,
itg 1.2.2013 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.