Nú verður Össur alveg snarbrjálaður.

Líklegt er að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra muni brátt hella sér yfir forystu ESB, því á landsfundi Samfylkingarinnar var samþykkt að flokkurinn yrði jafnaðarmannaflokkur.

Nýkjörinn formaður hefur slegið tóninn og ekki á að láta forkólfa ESB valta yfir flokk, sem tekið hefur einarða afstöðu um að verða jafnaðarmannaflokkur. Hann sagði m.a. um kröfur íslendinga varðandi ESB aðild: "við viljum ekki taka upp Evrópskar reglur ef þær henta ekki íslenskum hagsmunum".

Þá vitum við það og eins gott að jafnaðarmenn íslenskir tilkynni þeim í Brussel, að nú skal boðuð ný aðferð í viðræðuferlinu. Til þessa hafa ríki sem sækja um aðild þurft að ganga að skilyrðum ESB, en hinir gallhörðu jafnaðarmenn vilja að ESB aðlagi sig að Íslandi. 

Eins og allir vita, þá berjast íslenskir jafnaðarmenn hart fyrir því, að skattbyrðinni sé dreift þannig að þeir sem hafa háar tekjur borgi hærri skatta en þeir tekjulægri.

Nú, fyrst Samfylkingin hefur ákveðið að verða alvöru jafnaðarmannaflokkur, þá hlýtur hinn nýkjörni formaður að setja fyrirvara við það, að ESB skuli láta embættismenn á ofurlaunum borga mjög lága skatta til Brussel en ekki heimalandsins.

Og þar sem Össur er mikill jafnaðarmaður hlýtur hann að verða snarbrjálaður yfir þessu óréttlæti og hundskamma ESB. 


mbl.is Með lægri laun en embættismenn ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki kjarni málsins, ókjörin yfirstétt á háum launum með örlátum skattaívilnunum. Það er engin furða aö pólitíkusar sækist eftir slíkum lífskjörum. Þetta minnir bara á sovétið heitið.

Erlendur 4.2.2013 kl. 16:36

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þessir menn og konur sem komast á ESB spenann þurfa ekki að greiða skatta á þeim ofurlaunum og hlunindum sem þau fá.

Svo finnst þessari ESB elítu skrýtið þegar þjóðir vilja ekki taka við skattahækkunum landa sína sem eiga ganga til ESB.

Þau eru orðinn svo langt yfir alla hafna að þau eru út úr raunveruleikanum. Dettur helzt í hug ástandið í Frakklandi fyir byltinguna 1787. Kónga og auðmanna elítan lifðu flottu lífi og hélt svallveizlur eins og ESB gerir núna, á meðan almúginn átti ekki fyrir mat.

Það hefur oft verið sagt við mig í minni skólagöngu, sagan endurtekur sig sí og æ og þess vvegna ættu allir að kynna sér mankynsöguna svo að það sé hægt að stöðva öfgvar eins og ESB.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 4.2.2013 kl. 19:07

3 identicon

Sagan endurtekur sig, það eina sem breytist eru nöfnin. Speki frá rómverja á sínum tíma. Kratar eru samir við sig, svikóttir inn í merg og þeir voru það líka í tíð rómverja.

Pöblikk pakk sem ekkert var mark takandi á og skapaði bara óáran, eins og í dag.

Jú, að sjálfsögðu er fíflið imam Össur óhress.

V.Jóhannsson 4.2.2013 kl. 20:16

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er eftirsótt að komast á spena Esb ætli Össur sé ekki farin að núa saman lófum?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2013 kl. 21:33

5 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Hvernig eru skattareglur hjá þeim Íslendingum sem starfa hjá Sameinuðu Þjóðunum, Norðurlandaráði, EFTA, EES, ESA o.s.frv. Ég er hræddur um að sá samanburður sé ekki í hag þeim sem skipa hæstu stöður innanlands. Flestir diplómatar hafa alls kyns skattfríðindi sem venjulegum dauðlegum standa ekki til boða. ESB er ekki ríki heldur milliríkjasamstarf og því hefur því miður þessi skattfríðindakúltúr fest rætur þar. Það er rétt að gagnrýna alla misnotkun á allmannafé og fólk í ESB löndum gerir það óspart.

Sæmundur G. Halldórsson , 4.2.2013 kl. 22:17

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég sé enga ástæðu fyrir því að diplómatar eigi að vera skattfríir, hvar svo sem diplómatinn vinnur.

Skattafríðindi voru tekin af sjómönnum, hversvegna ekki diplómötum?

Diplómatar eiga að greiða skatta í því landi sem greiðir þeim launin.

Annað skapar bara sérhagsmuna stétt.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 4.2.2013 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband