Viljum við ganga í bol með mynd af Davíð Oddsyni?

Til sölu eru bolir með myndum af Steingrími J. Sigfússyni og Katrínu Jakobsdóttur, þ.e.a.s. ef myndin með fréttinni er ekki grín.

En ef að fréttin er sönn, þá er það augljóst að grasrótin í VG er gjörsamlega heltekin af leiðtogadýrkun.

Eflaust eru þau það, vegna þess að vinstri menn eru óskaplega sjálfhverfir og fyrst þeir dýrka sína leiðtoga, þá finnst þeim líklegt að við sjálfstæðismenn gerum það líka.

En við dýrkum enga jarðneska veru, leiðtogar eru bara mannlegir eins og við hin.

Ef að einhverjum dytti í hug að selja boli með mynd af Davíð Oddssyni, þá er ólíklegt að margir myndu kaupa.

Við sjálfstæðismenn vitum að Davíð Oddsson er ósköp venjulegur maður eins og við hin, hann hefur kosti bæði og galla, en hann var heppnari en Steingrímur J. Sigfússon því hann lenti á réttri hillu í lífinu.

Davíð er einn öflugasti leiðtogi sem þjóðin hefur átt og afburðamaður í pólitískri refskák. 

En að ganga í bol með mynd af honum?

Úff, það er ekki hægt að hugsa þá hugsun til enda, kemur að sjálfsögðu aldrei til greina. 


mbl.is Sér ekki eftir neinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Enginn einn maður hefur kostað þjóðina aðrar eins upphæðir og Davíð Oddsson.  Ef ég væri til í að eiga eitthvað með mynd af honum þá væri það skeinipappír.

Óskar, 23.2.2013 kl. 05:28

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sem betur fer eru sjálfstæðismenn ekki uppteknir af foringjadyrkun. Við viljum heldur sjá verkin tala. David lét verkin tala og það þjóðinni til gagns.

Ragnhildur Kolka, 23.2.2013 kl. 09:36

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þú hefur greinilega lítið kynnt þér málin Óskar, enda er það ekki nauðsynlegt.

Fólk hefur frelsi til að hafa rangar skoðanir. Þú ert þá væntnalega í hópi þeirra sem trúa því að Davíð hafi gert seðlabankann gjaldþrota, en það er vitanlega lygi.

Haltu endilega áfram á sömu braut, það er leiðinlegt og litlaust ef allir halda sig við staðreyndir.

Jón Ríkharðsson, 23.2.2013 kl. 09:41

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sammála því Ragnhildur, þetta vita allir sem hafa áhuga á staðreyndum og nenna að lesa sér til.

Þú ert í þeim hópi og gerir þess vegna mikið gagn í umræðunni.

Jón Ríkharðsson, 23.2.2013 kl. 09:42

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Davíð Oddsson er EKKI ósköp venjulegur maður eins og við hin. Hann er mjög sérstakur maður. Það er leitun að svona manni með hæfileika Davíðs. Það myndi gleðja mig að halda merki hans á lofti á flesta vegu. Stór Íslendingur, mikilhæfur stjórnmálamaður, hugaður leiðtogi og sannur.

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 23.2.2013 kl. 10:23

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Að vera góður í pólitískri refskák er nú ekki góður kostur fyrir stjórnanda þjóðríkis að mínu mati.En á það ber þó að líta að ég hef nokkuð aðra sýn en þá pólitísku þegar kemur að þessum málum.En Davíð er ágætis kall en eins og með alla aðra ekkert sérstakur sem stjórnandi heils þjóðfélags.

Jósef Smári Ásmundsson, 23.2.2013 kl. 12:29

7 identicon

Heill og sæll Jón minn æfinlega; sem og aðrir gestir, þínir !

Ég er sammála nafna mínum (Haraldssyni); í athugas. nr. 1 - og þó, gerpið Davíð Oddsson, huglægur stallbróðir Pols Pot hins Kambódízka, verðskuldar varla WC áletrunina heldur, Helvízkur.

DO; tæki sig vel út, á damli á tunnupramma, með afstyrminu Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, og öðrum frjálshyggju miðju moðs ruslmennum, suður í Þanghafinu, það sem eftir væri - og; teldust heppnir að sleppa með það, gott fólk.

Hirði ekki um; að ræða um vinstra packið - Steingrím - Katrínu, og önnur áþekk.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason 23.2.2013 kl. 12:40

8 identicon

Sjallarnir eru líka mjög uppteknir af Jóhönnu. Þeir seldu vasaklúta með mynd af henni. HAhaha alveg sama hvaða flokkur er allir svo uppteknir af þessu fólki. Margur heldur mig sig hahaha.

Margrét 23.2.2013 kl. 12:43

9 identicon

Eru Sjálfstæðismenn ekki uppteknir af foringjadýrkun?? Haha, síðan hvenær?!

Mundir þú í alvöru ekki vilja eiga bol með DO framan á, Jón?

Skúli 23.2.2013 kl. 15:01

10 identicon

Af því að þú talar um mikla foringjadýrkun UVG (sem er pottþétt rétt hjá þér) má ég til með að minnast á nýju heimildarmyndina um Davíð sem ungliðar Sjálfstæðisflokksins voru nýverið að gera.  Foringjadýrkunin er því varla minni þar á bænum:)

Skúli 23.2.2013 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband