Mánudagur, 25. febrúar 2013
Siengrímur kom með margar nýjar áherslur.
Vinstri menn hafa þá ímynd í hugum flestra að vera mjög herskáir og baráttuglaðir einstaklingar sem gefa aldrei tommu eftir. Vinstri stefnan er jú sprottin upp úr jarðvegi byltinga þar sem öllu er fórnað fyrir málstaðinn.
Steingrímur reyndi lengst af að sýna það, að hann væri mjög staðfastur vinstri maður, sem berðist gegn auðvaldinu og hann gaf sig líka út fyrir að vera eindreginn andstæðingur ESB.
Áður en hann settist í ríkisstjórn þá skrifaði hann grein um Icesave og gaf í skyn að eina leiðin til þess að koma í veg fyrir að þjóðin þyrfti að borga skuldir Landsbankans væri að fá kjarkmenni á borð við hann til valda.
Svo þegar hann komst til valda, þá braut hann blað í sögu vinstri manna með mjög eftirminnilegum hætti.
Vinur alþýðunnar taldi það farsælast fyrir skattgreiðendur að axla ábyrgð Landsbankans og fáir hafa gengið jafn langt í að þvinga þjóðina til að borga ofurvexti ofan á þær skuldbindingar sem hann þráði heitast af öllu, að þjóðin tæki á sig.
Andstaða við ESB breyttist og núna er hann mun vinsamlegri í þeirra garð en áður.
En mesta kúvending Steingríms í vinstrimennskunni er vitanlega sú óskiljanlega aðgerð, að afhenda vogunarsjóðum ríkisbanka og leyfa þeim að njóta afsláttar af lánasöfnum.
Óhætt er að segja að Steingrímur hafi fetað nýjar leiðir og áhugavert verður að fylgjast með, hvort arftaki hans haldi áfram á sömu braut.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.