Svona er að kjósa ekki stjórnmálamenn.

Þeir sem að kusu Jón Gnarr voru orðnir hundleiðir á stjórnmálamönnum og þótti flott að kjósa mann sem bauð sig fram til að vera ekki stjórnmálamann.

Þar sem hann er ekki stjórnmálamaður, þá veit hann vitanlega ekkert um atriði sem stjórnmálamenn þurfa að kunna skil á. Frægt er þegar hann vissi ekkert hvaða fyrirbæri ESA var, enda ekki í verkahring ekki stjórnmálamanna að vita slíkt.  Af einhverjum ástæðum langaði ekki stjórnmálamanninum til að forvitnast um ESA og þar sem hans nánasti samstarfsmaður Dagur B. er jú stjórnmálamaður, þá gat hann frætt vin sinn um hlutverk ESA.

Þar sem að borgarstjórinn er ekki stjórnmálamaður, þá er eðlilegt að hann þekki ekki muninn á varðskipum og herskipum. Herskip og varðskip eru lík í útliti og flest grá að lit og þar sem að ríki heimsins almennt, fyrir utan Ísland, þekkja ekki annmarka ekkistjórnmálamanna, þá hefur engum dottið í hug að hafa þessar tvær típur af skipum auðþekkjanlegar fyrir hvern sem er.

En nú er svo komið að enginn treystir sér til að fræða borgarstjórann um muninn á herskipum og varðskipum, enda er hann mjög sterkur persónuleiki og líklegt að hann hafi breytt félögum sínum í ekki stjórnmálamenn, því eins og allir vita þá eru vinstri menn mjög áhrifagjarnir upp til hópa.

Það er nauðsynlegt fyrir okkur sem þjóð að eiga gott samstarf við erlend ríki og bjóða fulltrúa þeirra velkomna til höfuðborgarinnar. Útlendar landhelgisgæslur hafa sýnt okkur mikla vinsemd, því við höfum boðið fulltrúa þeirra velkomna til höfuðborgarinnar, á meðan stjórnmálamenn voru við völd. Þeir æfðu með okkar mönnum og voru tilbúnir að hjálpa ef á þurfti að halda.

Er ekki bara kominn tími á gömlu góðu stjórnmálamennina? Það er ekkert gagn af þessu ekki liði. 


mbl.is Vilja ekki erlend varðskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég sé ekki betur við lestur fréttarinnar að  það séu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins en ekki borgarstjóri sem þrástaglast á orðinu varðskip. En sennilega er það handbragð  blaðamanns Morgunblaðsins því margoft hefur sannast að blaðamenn á því blaði þekkja ekki muninn á skektu og skipi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2013 kl. 23:10

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Hér finnast ekki neinir gamlir góðir stjórnmálamenn!

Haraldur Rafn Ingvason, 5.3.2013 kl. 23:10

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Jæja Jón minn,

Hvernig fanst þér alvöru stjórnmálamennirnir standa sig á Landsfundi (S) um daginn?

Og ég er sammála þér og mér finst Jón Gnarr vera trúður og kanski á hann heima í sirkusnum við Austurvöll?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 6.3.2013 kl. 00:03

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ja - ekki hefur hann og hans fólk staðið sig verr en annað stjórnmála fólk er það??

Rafn Guðmundsson, 6.3.2013 kl. 00:14

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er það orðinn mælikvarðinn fyrir stjórnmálamann að það sé allt í lagi með hann ef hann er ekkert veri en einhverjir aðrir stjórnmálamenn.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 6.3.2013 kl. 00:28

6 identicon

Þessir "gömlu góðu" sem þú talar um eru þeir lang verstu sem sést hafa, þú ert blindur maður!

DoctorE 6.3.2013 kl. 10:17

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Axel Jóhann, hvort skipin heiti varðskip eða herskip er eiginlega aukaatriði. En hinsvegar gegna herskip og herinn t.a.m. í Danmörku sama hlutverki og björgunarsveitir gera á Íslandi.

Ef við sleppum því að þvarga um raunverulegt heiti skipanna, þá komumst við að aðalatriðinu og það er að mikilvægt er að borgaryfirvöld sýni útlendum gestum kurteisi, yfirmenn herskipa hafa alltaf verið boðnir velkomnir til þessa og ekki ástæða til annars.

Það eykur ekkert líkur á friði í heimium þótt borgarstjórinn vilji ekki hitta skipherra herskipa, en slíkt getur hugsanlega skaðað okkar ímynd, amk. ekki bætt hana.

Jón Ríkharðsson, 6.3.2013 kl. 13:49

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er bara smekksatriði Haraldur Rafn, en þeir eru misjafnir.

Jón Ríkharðsson, 6.3.2013 kl. 13:51

9 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Mér fannst þeir standa sig þokkalega Jóhann. Það urðu mjög harðar deilur um verðtrygginguna og almennir fundarmenn (ekki endilega fjármagnseigiendur eða hagsmunaaðilar, til að forðast misskilning) voru mjög ósammála um hvort ætti að afnema hana eða ekki.

Þá bað Bjarni Benediktsson þá sem voru hvað mest á öndverðum meiði varðandi verðtrygginguna og gerði með þeim málamiðlun sem báðir þurftu að gefa eftir og sú tillaga var samþykkt.

Það eru mjög skiptar skoðanir á mörgum málum innan flokksins, þess vegna þarf oft að finna málamiðlanir. Þarna fannst mér Bjarni sýna sig sem alvöru stjórnmálamann.

Hinir höfðu sig lítið í frammi, svona almennt, aðallega voru það einstaklingar úr grasrótinni sem tókust á.

Jón Ríkharðsson, 6.3.2013 kl. 13:56

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það fer eftir því við hvað þú miðar Rafn. Segja má að Jón Gnarr hafi staðið sig með svipuðum hætti og verstu stjórnmálamennirnir. Hann hefur aukið útgjöld við stjórnsýsluna en ekki sinnt mikilvægum verkefnum eins og túnslætti og snjómokstri.

Hann yrði ekki talinn versti stjórnmálamaðurinn, ef hann vill teljast í þeim hópi, en seint verður hann talinn góður. Mér finnst hann persónulega hundleiðinlegur sem stjórnmálamaður og einnig þykir mér hann haga sér kjánalega í embætti.

Jón Ríkharðsson, 6.3.2013 kl. 13:59

11 Smámynd: Jón Ríkharðsson

DoctorE, þú breytist ekki neitt sem betur fer. Þetta er þá flottur pistill hjá mér, miðað við þín viðbrögð.

En andskoti hefur þú slakt minni strákormur. Fyrir nokkru síðan sagðir þú að ég væri blindur og ég útskýrði þá vandlega fyrir þér að ég hefði ekki mjög góða sjón, en gleraugun redduðu mér þannig að ég sé nokkuð vel með þeim.

Þarf að margtyggja einföld svör ofan í þig strák skratti svo þú skiljir? Hætt er við að gullfiskar teldust með þokkalegt mini í samanburði við þig. Þú ert svo fyrirsjáanlegur að ég veit hvað næsta komment verður hjá þér, þú kemur til með að segja að ég sé sjálfur með gullfiskaminni eins og sjallra almennt.

Búinn að eyðileggja það fyrir þér, hugsaðu nú ormurinn þinn, næsta svar:)

Jón Ríkharðsson, 6.3.2013 kl. 14:04

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Var hugsað um stefnu (S) eftir að ég hef lesið fréttir af Landsfundi (S) og verð að segja strax að ég var ekki á fundinum þannig að ég veit ekki um allt það sem þar fór fram.

En mér finnst að (S) séu svolítið tóndaufir og að þeir fíla ekki þjóðarpúlsinn. Það eru aðeins tvö aðal mál í kosningunum í vor, sem kjósendur vilja að gerist eitthvað í fyrir næstu áramót.

1.Bindandi þjóðaratkvæðisgreiðsla um ESB ekki seinna en í október 2013.

2. Afnám verðtryggingar fyrir 31. desember 2013.

Öll önnur mál eru auka mál enda skiptarskoðanir um þau.

Ég held að fylgishrun (S) samkvæmt skoðunarkannana stafi af því að Landsfundurinn var ekki skírmæltur í þessum tveim aðal atriðum.

Ef frambjóðendur (S) tala ekki skírt og skorinort um þessi tvö aðal mál eða eru öfugumeginn við það sem kjósendur vilja, þá gæti fylgi (S) fallið ennþá meir og (S) verður í stjórnarandstöðu næsta kjörtímabil.

Þetta er mitt álit á málinu.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 6.3.2013 kl. 14:54

13 identicon

Þú ert blindari en ég taldi, þessi blinda þín reddast ekki með gleraugum.. að auki eru gullfiskar ekki með svo afleitt minni eins og talið var.. so

DoctorE 6.3.2013 kl. 15:04

14 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Gallinn við stjórnmálin í dag Jóhann er sá, að menn eru of hræddir við að taka djarfar ákvarðanir. Fyrir tíma viðreisnarstjórnarinnar vissu menn að nauðsynlegt var að afnema höftin, þau voru að kæfa efnahagslífið.

Stjórnmálamenn og aðrir hópar þjóðfélagsins óttuðust afleiðingar þess að afnema höftin, atvinnufyrirtæki höfðu byggst upp í skjóli þeirra og óttast var að gjaldeyrir flæddi út, mig minnir að þetta hafi verið helstu rökin sem menn notuðu til að halda í höftin, en svo voru þau afnumin, því þá höfðu sjálfstæðismenn kjarkmikla forystu og í það komu góðir tímar.

Verðtryggingin er að kæfa heimilin í landinu og hún eykur útlán og verðbólgu í framhaldi af því. Vissulega verður ekki allt gott ef verðtryggingin fer, ef þú leysir eitt vandamál þá koma oftast önur í kjölfarið. En með því að framkvæma róttækar breytingar og takast á við afleiðingarnar, þá miðar okkur áfram. Okkur vantar svolítið bratta stjórnmálamenn sem heilla fólk upp úr skónum, á borð við Ólaf Thors eða Davíð Oddsson, en þeir finnast víst ekki í Sjálfstæðisflokknum um þessar mundir, en ég treysti því að menn geri sitt besta og verði á tánum.

Kveðja til Houston úr Gravarvogi.

Jón Ríkharðsson, 6.3.2013 kl. 16:06

15 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ekki skal ég efast um að þú þekkir minni gulfiska betur en ég, enda stendur þú nær þeirri tegund en flestir menn.

Það er ágætt að skammast aðeins í þér annað slagið, þá kemur þú með eitthvað annað en sama helvítis gjammið, ágætt hjá þér að segja mig blindari en þú hélst, það er þá eitthvað nýtt.

Jón Ríkharðsson, 6.3.2013 kl. 16:09

16 identicon

Þú hefur ekki mikla þekkingu á þessum fræðum/skyldleika dýrategunda og slíkt, augljóslega.
Það gæti eflaust verið gaman og fróðlegt fyrir þig að glugga ... tja, í þessa bók
Fiskurinn í okkur
http://www.eymundsson.is/nanar/?productid=63a96221-ad29-4b7e-affd-7a67850a37c2

Annars skil ég ekki hvers vegna þú ert svona pirraður :)

DoctorE 6.3.2013 kl. 16:30

17 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er ekkert pirraður DoctorE, mér líður svo vel þessa daganna að ég ákvað að opna fyrir athugasemdir á ný. Ég var hinsvegar pirraður á tímabili og orðinn hundleiður á þessu andlausa stagli í athugasemdakerfinu, það kemur aldrei neitt nýtt frá ykkur.

Það er ágæt taktík að sparka aðeins í menn til að fá viðbrögð og eitthvað nýtt fram, þess vegna svaraði ég þér með þessum hætti og viti menn, þú komst með eitthvað nýtt og það gladdi mig.

Ef ég er pirraður þá læt ég vera að tjá mig á netinu því hætt er við að maður setji eitthvað fram sem maður iðrast seinna meir.

Jón Ríkharðsson, 6.3.2013 kl. 16:37

18 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já og eitt einn DoctorE, það er sko svakalega mikill fiskur í mér, enda hef ég borðað mikið af honum alla tíð og þambað lýsi frá fæðingu mér til heilsubótar. Svo er karfabein fast í neðri hluta vísifingurs vinstri handar, læknirinn sagði of mikla áhættu að skera það í burtu út af viðkvæmum taugum á þessu svæði.

Svo óx vefur í kring um það og segja má að örlítill hluti af mér sé þar af leiðandi fiskur, ég er einmitt búin að taka fisk úr frystinum og ætla að steikja hann á eftir, svakalega góður matur fiskurinn. Og ekki má gleyma því að ég er búinn að vera á sjónum ansi lengi, rúm þrjátíu ár, hugsaðu þér og mikið í kring um fiska þar.

Jón Ríkharðsson, 6.3.2013 kl. 16:41

19 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mér sýnist helst að sirkusinn við Austurvöll telji mestmegnis ekki stjórnálamenn þessa dagana, þrátt fyrir að allmargir þeirra hafi setið þar árum saman, og af þeim séu allmargir samflokksmenn þínir. Reynsla má ekki breytast í hroka sem yfir tekur alla skynsamlega hugsun, þ.e. að nota þessa svokölluðu reynslu til að vera á móti, bara til að vera á móti.

Að mínu mati eru örfáir þar sem geta staðið uppréttir og sagt; Ég hef látið gott af mér leiða.

Hvað Jón Gnarr snertir hefur hann staðið sig langbest í starfi borgarstjóra af þeim sem hafa gegnt embættinu allmörg undanfarin og væri vert að rifja upp hörmungasögu Sjálfstæðismanna á þeim vettvangi síðan Davíð Oddson var og hét þar á bæ.

Bergljót Gunnarsdóttir, 6.3.2013 kl. 18:09

20 identicon

Fyrir þá sem ekki vita það, þá er talið, að gullfiskar muni allt að 3 mánuði aftur í tímann. Það er lengur en meðalstjórnmálamaður.

En það er rétt hjá þér, Jón, að þótt íslenzkir stjórnmálamenn séu að upplagi afleitir, þá erum við engu bættari, að hafa fólk, sem ekki hafa hundsvit á þjóðfélags-, stjórn- eða fjármálum í embætti borgarstjóra. Því að fólk sem er ekki starfinu vaxið vegna fáfræði er duglaust. Til að bíta höfuðið af skömminni var Bezti flokkurinn lítið annað en útibú frá Samfylkingunni í borginni.

Þar með er ekki sagt, að leikari geti ekki orðið góður stjórnmálamaður. En þá þarf hann að kunna eitthvað meira en bara að leika. Arnold Schwarzenegger var ágætur ríkisstjóri í California, því að hann hafði vit á fjármálum. Clint Eastwoodstóð sig vel sem borgarstjóri í Carmel-by the-Sea. En að líkja Jóni Gnarr við Eastwood er eins og að líkja sökkvandi árabát við velbúið flugmóðurskip. Svo við höldum okkur við efni færslunnar. Þess ber að geta, að þótt Clint sé Repúblikani, þá er hann friðarsinni ólíkt framámönnum flokksins og hefur iðulega mótmælt öllum hernaðaraðgerðum Bandaríkjanna í öðrum heimshlutum.

Ef Jón Gnarr hefði verið borgarstjóri árið 1971 þegar handritin komu frá Danmörku með varðskipinu Vædderen, þá værum við enn að bíða eftir þeim.

Pétur 6.3.2013 kl. 19:17

21 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Einkennileg niðustaða á ferli Jós Gnarr sem borgarstjóri?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 6.3.2013 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband