Jafnaðarmenn með 30% fylgi?

Gjaldkeri Samfylkingar hneykslast mjög á okkur sjálfstæðismönnum og óttast það helst að við munum taka Mc Carthy gamla okkur til fyrirmyndar, með pólitískum hreinsunum.

Við viljum, að hans mati, knésetja alla sem eru jafnaðarmenn og rannsaka hvort einhver hafi þá lífskoðun í farteskinu. Eitthvað gengur honum erfiðlega að finna fjórtán atriði, til að vera viss um að við séum fasistar, en um Mc Carthyismann er hann sannfærður.

Svo greip Vilhjálm æði mikið og hann sagði að; "jafnaðarmenn hafa um 30% fylgi meðal kjósenda og meira en það á meðal háskólamenntaðra".

Þetta eru athyglisverðar niðurstöður í ljósi þess að flokkurinn hans, sem kallar sig jafnaðarmannaflokk, skuli ekki hafa fengið meira en 12% fylgi.

VG er ekki hreinn jafnaðarmannaflokkur, hann er með sósíalísku ívafi og Björt framtíð, það er erfitt að átta sig á henni. Formaðurinn er stundum sósíaldemókrati, svo verður hann jafnaðarmaður og ef sá gállinn er á honum, þá er Guðmundur miðjumaður.

En með því að leggja saman tölur allra þessara þriggja, þá er hægt að komast í rúm 30%.

Nú, ef við gefum okkur að 30% þjóðarinnar séu jafnaðarmenn, þá ætti það að vera áhyggjuefni fyrir flokk jafnaðarmana ef aðeins helmingur þeirra treystir honum.

Eflaust liggur skýringin hjá gjaldkeranum og fleiri spunameisturum flokksins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband