Hvernig taka múslimar á fordómum?

Af eðlilegum ástæðum eru margir uggandi yfir moskunni sem stendur til að byggja og telja að múslímar fari að sækja í sig veðrið á Íslandi.

Mögulega eru þetta fordómar, en um það er erfitt að fullyrða án vandaðrar umræðu sem endurspeglar öll sjónarmið.

Íslendingar eru fámenn þjóð og einsleit, það hefur bæði kosti og galla. Kostirnir eru þeir að það er minni hætta á djúpstæðum deilum sem leiða til bardaga, en hjá þjóðum sem búa margir ólíkir hópar. En gallinn er sá að þröngsýni ríkir oft í fámenninu og fordómar eru oft ríkjandi í svona samfélögum.

Múslímar verða að gera sér grein fyrir því að það eru margir óttaslegnir, ekki að ástæðulausu. Við þekkjum fréttir af heiðursmorðum hjá frændum vorum, einnig var fjallað um barnagiftingu í Noregi fyrir þremur árum, þar sem þrettán ára stúlka var gefin fullorðnum manni af múslímskum kennimanni. Þetta vegur ugg hjá fólki af eðlilegur sökum.

Talsmenn múslima á Íslandi vilja meina að þeirra hópur samlagist okkar þjóðfélagi nokkuð vel og standi hvorki í barnagiftingum né ofbeldisverkum af neinu tagi, heldur tali fyrir umburðarlyndi og kærleik.

Ekki eru forsendur til að rengja þetta ágæta fólk, en þau virðast ekki hafa nægjanlegan skilning á eðli þjóðarinnar. Einn úr hópnum benti á að ástæðan fyrir reiði múslima mætti rekja til fordóma og rætinna ummæla.

Það þýðir ekkert að horfa framhjá því, að íslam hefur mjög slæma ímynd á vesturlöndum. Eflaust er það mikill minnihluti múslima sem haga sér illa, en þeir skemma því miður fyrir öllum.

Reiðin vegna skopmyndanna í Danmörku var vanhugsuð hjá múslimum. Þótt einhver kjósi að rægja trúarbrögð fólks, þá þýðir ekkert að gera veður út af því. Betra er að taka öllu með ró og skilja ástæðuna, sem er djúpstætt hatur margra á íslam, væntanlega tilkomið vegna voðaverka öfgamanna sem eru í minnihluta.

Fræðsla vinnur gegn fordómum, en hún dugar skammt til að eyða þeim.

Friðsöm og kærleiksrík breytni, ásamt umburðarlyndi gagnvart fordómum og hatri eru eina leiðin til að takmarka fordóma það mikið, að þeirra verður varla vart á vesturlöndum.

Ef maður tilheyrir einhverjum hópi sem inniheldur hryðjuverkamenn og illvirkja af ýmsu tagi, þá er eðlilegt að það bitni á saklausum.

Þegar sagt er "eðlilegt", þá er ekki verið að segja að það eigi að vera þannig.

En lífið er ekki og hefur aldrei verið réttlátt. Það eiga múslímar að vita og haga sér samkvæmt því.

Með því að taka rétt á fordómum og hatri, þá munu múslímar á Íslandi ná að lifa í friði og sátt við flesta landsmenn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Danir segja: Nú er búið að banna svínakjöt í grunnskólum vegna svínakjöts sem múslimar borða ekki. Allar pylsur eru því bannaðar. Skepnum af öðrum ættum skal slátrað með hálsskurði og í áheyrn múslimskrar bænar. Næst stendur til að leggja niður jólin og páskana. Hver ræður, einföld spurning?

Örn Johnson ´43 16.9.2013 kl. 22:15

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég "læka" við þessa ágætu, uppbyggilegu hugleiðingu þína, nafni, þótt mér sýnist þú allt of bjartsýnn í þessum orðum þínum:

"Friðsöm og kærleiksrík breytni, ásamt umburðarlyndi gagnvart fordómum og hatri eru eina leiðin til að takmarka fordóma það mikið, að þeirra verður varla vart á Vesturlöndum."

Við vitum það báðir, að þetta verður aldrei.

Hitt er hrikalegt að hugsa út í, hvernig fordómar gegn t.d. eignastéttinni og Gyðingum urðu kröftugur hvati uppgangs tveggja hræðilegra, ótrúlega mannskæðra alræðisstefna á síðustu öld.

Jón Valur Jensson, 17.9.2013 kl. 03:06

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

PS. Og gaman er að sjá, hvað þú ert vaxandi skriffinnur ...

... og með erindi við landsmenn.

Jón Valur Jensson, 17.9.2013 kl. 03:08

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er uggvænleg þróun Örn, vonandi getum við spornað við henni á Íslandi.

Jón Ríkharðsson, 17.9.2013 kl. 10:52

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Mér þykir vænt um hól frá þér nafni, því þú ert sjálfur flinkur penni með mikla reynslu, ásamt fjölbreyttri menntun sem þú skilur og kannt að nýta.

Það sem ég átti við var, að ef múslimar á Íslandi og öðrum löndum standa saman og sýna raunverulegt umburðarlyndi og raunverulegan kærleik, í talsverðan tíma, þá ná þeir að skapa traust og eyða fordómum.

Þetta er allt á þeirra valdi, þeir sem verða fyrir svona fordómum þurfa að afsanna þá, en það gildir vissulega ekki um alla fordóma, ég er aðeins að fjalla um múslima. Fordómar eru sjaldan tilkomnir vegna illsku heldur ótta. Og ef einhver myndi óttast mig eða þig, þá myndum við væntanlega leggja metnað okkar í að sannfæra viðkomandi um að það væri ekkert að óttast.

Jón Ríkharðsson, 17.9.2013 kl. 10:57

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér svarið, nafni, og góða umræðu. :)

Jón Valur Jensson, 19.9.2013 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband