Ég hafna því að vera frjálslyndur og víðsýnn.

Samkvæmt gamalli og hefðbundinni merkingu tungumálsins telst ég vissulega frjálslyndur og víðsýnn maður.

En sérstæður hópur fólks hefur notað þessi hugtök í áróðursstríðinu, til þess að gera lítið úr þeim sem eru á öndverðum meiði.

Í þeirra huga teljast þeir eingöngu til frjálslyndra og víðsýnna, sem vilja ganga í ESB og búa við fjölmenningu.

Frjálslyndu augun mín horfa til allra ríkja veraldar og eiga bágt með að múlbinda sig við tæp þrjátíu ríki ESB.

Víðsýnin hvetur mig til að horfa á reynslu heimsins af fjölmenningu og hún er ekki góð. 

Okkar helsti kostur er að við erum frekar einsleitt samfélag og laus við djúpstæðar og jafnvel aldagamlar deilur um landssvæði og önnur gæði. Þrátt fyrir að vera einsleitt samfélag, þá höfum við frekar vanþróaða umræðuhefð.

Frændur okkar í Danmörku og Svíþjóð iðrast þess eflaust að hafa verið svona frjálslyndir og víðsýnir varðandi innflytjendur. Það er ástandið slæmt, en hvernig yrði það á Íslandi?

Að taka þátt í umræðunni kennir manni ýmislegt. Þar sem ég er sjálfstæðismaður þá eru sumir fljótir að sjá mig út, telja mig skrifa eftir pöntunum frá Valhöll, hafa enga sjálfstæða hugsun osfrv.

Sá svæsnasti sem gegndi stöðu barnakennara á suðurlandi taldi best að kveikja í mér á Þingvöllum og vísaði í sorglegan voðaatburð sem gerðist fyrir rúmum fjörtíu árum síðan.

Sem betur fer láta menn nægja að notast við stóryrðin, það er ekki búið að kveikja í mér ennþá og ólíklegt að barnakennarinn láti verða af þeirri hótun. En því miður eru ekki allir hópar eins, til eru menn í útlöndum sem hóta ekki heldur framkvæma og myndu ekki víla fyrir sér að drepa fólk á hryllilegan hátt.

Við þekkjum athugasemdakerfi DV, þar segja menn svakalega hluti, en láta þar við sitja. 

Hversu mikla hvatningu þurfa þeir frá mönnum sem eru vanir að láta verkin tala, til að framkvæma í stað þess að koma með grófar athugasemdir? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband