Til hvers á ríkið að styrkja stjórnmálaflokka?

Ekki hefur það aukið traust á stjórnmálamönnum þótt stjórnmálaflokkar séu ríkisstyrktir og þeir hafi lítið svigrúm til að taka á móti háum styrkjum.

Svo er líka fáránlegt að framboð, sem ná ekki á þing en fá pilsnerfylgi hljóti milljónir úr opinberum sjóðum.

Ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka eru dæmi um óþarfa bruðl, til að friða kjósendur en þeir friðast samt ekki neitt.

Verið er að fjalla um styrki frá LÍÚ til Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, það er talið óeðlilegt að útgerðarmenn styrki þá meira en aðra flokka. Það er ekkert undarlegt við það, hverjum dettur í hug að styðja flokka sem vinna gegn þeirra hagsmunum?

Við þurfum opna og gegnsæja stjórnsýslu, stjórnmálaflokkar eiga að gefa upp styrki sem eru hærri en ákveðið viðmið. Þá vita allir hver styrkir hvern og hversu mikið.

Svo er það flokkanna sjálfra að sýna að þeir standa fast á sínu og láta ekki múta sér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Trúverugleiki

Ekki máttu sjómenn mótmæla á Austurvelli án þess að borið væri brigður á þeirra sannfæringu.

Ekki trúi ég Obama um að það bjargi einhverju að drepa einhverja Sýrlendinga af handhófi.

Ekki trúi ég að ekki sé búið að úthluta starfi þó það sé auglýst hjá Ríkinu

Það er dagsljóst í gegnum allar þessar safnanir sem alltaf eru í gangi að ef almenningur TRÚIR á málstaðin þá streyma peningarnir inn svo afhverju geta stjórnmála menn ekki sfanað sjáfir í sína kosningasjóði.

Grímur 19.9.2013 kl. 16:07

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Athyglisvert innlegg Grímur, ég er sammála þér. Þessi umræða er oftast á villigötum, eflaust eru allir samkvæmir eigin sannfæringu.

Þegar ráðið er í stöður, þá telja stjórnmálamenn sig vera að ráða hæfustu mennina, samkvæmt þeirra mati. Svo kemur í ljós hvort það er rétt eða ekki, en eflaust er mikið til í þessu, búið að ákveða fyrirfram hvern á að ráða.

Varðandi mótmæli sjómanna, þá þekki ég það mjög vel. Ég er á togara sem HB Grandi gerir út.

Forstjórinn bauð okkur á fund, sagði svo að öllum væri frjálst að sleppa því að mæta á Austurvöll. Það voru nokkrir félagar mínir sem mættu ekki, biðu bara um borð. Þeir voru ekki reknir og stendur ekki til að gera það, enda dugnaðarmenn.

Jón Ríkharðsson, 19.9.2013 kl. 16:35

3 Smámynd: Jón Ragnarsson

Sjálfur George Washington varaði við stjórnmálaflokkum á sínum tíma, sagði þá hættulega lýðræðinu, enda er það að koma skýrt fram, bæði þar og hérna á Íslandi.

Jón Ragnarsson, 19.9.2013 kl. 21:42

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta var rangt hjá George Washington nafni. Þótt hafi verið vitur maður, þá er enginn óskeikull.

Stjótnmálaflokkar eru hvorki góðir né slæmir, það eru alltaf mennirnir sem gera allt gott eða slæmt.

Stjórnmálaflokkar eru bandalög um hugsjónir fólks, byggðir á göfugum grunni. Svo kemur valdagræðgin til sögunnar og ýmsir brestir, það er heimskan og græðgin sem eyðileggja allt.

Ef ekki væru stjórnmálaflokkar þá finndu menn einhvern annan farveg til að koma sínu að.

Jón Ríkharðsson, 20.9.2013 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband