Er Jón Gnarr trúverðugur borgarstjóri?

Eitt sinn ákvað Jón Gnarr að rækta sambandið við Guð og gerðist kaþólskur.  Ábúðarfullur á svip las hann hið heilaga orð og gerðist starfsmaður safnaðarins.

Þegar hann gerði símaauglýsinguna frægu leitaði pilturinn til biskups og spurði hann álits, svona til að fara ekki yfir strikið. Einhver púki kom í strákinn, þannig að hann birti auglýsinguna án þess að biskup fengi að sjá hana. Það varð talsvert mál úr þessu, en þá kvaðst Jón vera með trúboð. Áður hafði hann sagst vera grínengill, gerði sérstæðar helgimyndir úr dúkkum því hann kunni ekki að teikna.

Seint telst stefnufesta til höfuðkosta borgarstjórans, nú telur hann trúarbrögðin rót alls ills og efast um að Guð sé raunverulega til.

Hann náði kosningu með því að lofa að svíkja allt. Þar með komst hann í hóp orðheldnustu stjórnmálamanna sögunnar, en  þjónar það hagsmunum borgarinnar að hafa borgarstjóra sem ásetur sér að svíkja allt og stendur við það?

Borgarstjóri gegnir sama hlutverki og framkvæmdastjóri fyrirtækis. Myndi einhver vilja ráða framkvæmdastjóra sem lofaði að svíkja allt sem hann stendur fyrir? Og hvaða eigandi stórfyrirtækis ræður æðsta stjórnanda sem vill helst ekkert annað en vera skemmtilegur og segja brandara?

Eflaust enginn, en hvernig stendur á því að borgarbúar vilja svona framkvæmdastjóra til að reka fyrirtækið sem við öll eigum saman? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ja - ekki er ég búinn að sjá að 'hann' (og hans fólk) sé verri en fyrri borgarstjórar. kýs hann sennilega næst

Rafn Guðmundsson, 21.9.2013 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband