Laugardagur, 21. september 2013
Snæfríðar - heilkenni sumra Reykvíkinga.
Snæfríður Íslandssól vildi heldur þann versta en næstbesta og sama gildir um þá sem kjósa Jón Gnarr.
Segja má að allir borgarstjórar, nema Jón Gnarr, séu næstbesti kosturinn. Þeir gegna hefðbundnum skyldum borgarstjóra, hafa skýra sýn og vinna að stefnumótun borgarinnar.
Besti kosturinn er vitaskuld Jesú Kristur, því hann er sá eini sem fæddist fullkominn og gerði aldrei mistök. En hann hafði ekki góða reynslu af samskiptum við mennina, þannig að ólíklegt er að hann sé spenntur fyrir að koma aftur sem holdleg vera.
Þess vegna þurfum við alltaf að sætta okkur við næstbesta kostinn, menn og konur af holdi og blóði. Borgarstjórar misstíga sig, gera umdeilda hluti, en sinna sínum skyldum eins vel og mögulegt er.
Jón Gnarr er versti kosturinn því hann nennir ekki að sinna öllum þeim skyldum sem borgarstjóra ber.
Í skýrslu úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkur borgar er Jón Gnarr gagnrýndur fyrir að velja þær skyldur sem hann vill sinna, en láta aðra sjá um þetta leiðinlega eins og framkvæmdarstjórn.
Á bls. 14 í skýrslunni segir um þessa leti borgarstjórans: "Samkvæmt samþykktum og skipuriti Reykjavíkur borgar er borgarstjóri æðsti embættismaður borgarinnar og heyra sviðsstjórar beint undir hann. Reyndin er hinsvegar sú að sviðstjórar sækja daglegt umboð sitt til formanna fagráða frekar en til borgarstjóra. Sú skipan veldur því að ábyrgð og verkaskipting aðila getur orðið óljós og dregið úr skilvirkni stjórnkerfisins."
Það er óumdeilt að borgarstjórinn sinnir ekki skyldum framkvæmdastjóra, en það eru erfiðustu skyldurnar og eflaust mesta vinnan.
Það er ekki mikil vinna að klæðast kjólum og fagna réttindum samkynhneigðra, margir myndu glaðir taka það að sér fyrir lægir laun en Jón Gnarr. Mæta í viðtöl hjá útlendum fréttamönnum og hitta stórstjörnur, það væri auðvelt að fá fólk til að gera slíkt ánægjunnar vegna. Vera fyndinn?
Fullt af grínleikurum myndu taka það að sér fyrir minna en fimmtán milljónir á ári, þannig að borgarstjórinn er ansi dýr á fóðrum.
Jón Gnarr er flinkur leikari og einn besti skemmtikraftur þjóðarinnar, en sem borgarstjóri er hann versti kosturinn sem í boði er.
Athugasemdir
miðað við 'bloggvini' þína er ég ekki undrandi á þinni skoðun með jón gnarr
Rafn Guðmundsson, 22.9.2013 kl. 01:33
Það hvernig Jón Gnarr er getur þú EKKI hengt á bloggvini hans þó svo að það komi mér ekki á óvart að þú skulir reyna það Rafn.......
Jóhann Elíasson, 22.9.2013 kl. 08:39
Ég sá enga ástæðu til að bregðast við ánægju þinni með stjórn Jóns Gnarrs Rafn, enda vonlaust að ræða svona ólíkar skoðanir af einhverju viti.
En þarna opinberar þú talsverða vanþekkingu á mannlífinu sem auðvelt er að hrekja.
Vitaskuld er meirihluti minna bloggvina, sem margir eru góðir vinir í daglegu lífi, á svipaðri skoðun og ég. Fólk með sambærilega skoðanir myndar oft tengsl sem leiða til vináttu.
Skoðun mín á borgarstjóranum er ekki afleiðing af vali á
bloggvinum. Ég hef lítið fjallað um Jón Gnarr, en ákvað að byrja á því núna því ég vill hann alls ekki sem borgarstjóra aftur.
Jón Ríkharðsson, 22.9.2013 kl. 12:55
Jóhann minn kær, þetta er mjög aulaleg tilraun hjá Rafni, en hann má reyna strákurinn að spinna eins og hann vill.
Jón Ríkharðsson, 22.9.2013 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.