Borgarstjórinn gerir lítið úr fólki með athyglisbrest.

Jón Gnarr hefur oft afsakað sig með athyglisbrestinum sínum og sagst lítið ráða við hvatvísina sem oft fylgir.

Kjarklaust fólk skýlir sér gjarna á bak við afsakanir af ýmsum toga og borgarstjórinn notar athyglisbrestinn til að réttlæta kjánaskapinn.

Það er undarlegt að ADHD samtökin skuli ekki hafa gert athugasemdir við þetta hjá Gnarrinum, en líklega þjást þau af sömu meðvirkni og aðrir borgarbúar. Það þorir enginn að gagnrýna borgarstjórann af ótta við að særa hann of mikið.

Þessi væll í stráknum er hvorki afleiðing eineltis né ADHD, þetta er persónulegur veikleiki sem ætti að fá hann til að forðast stjórnmál. En skynsemin virðist líka stundum af skornum skammti.

Ef menn eru fæddir til forystustarfa og hafa sterkan persónuleika þá hafa ýmis frávik engin áhrif. Winston Churchill var fyrirlitinn af föður sínum, hitti móður sína of sjaldan og gat aldrei lært. Einnig þjáðist hann af þunglyndi og kvíða alla tíð. En Churchill var mikilmenni, slíkir menn væla ekki eins og stungnir grísir þegar andað er á þá, heldur standa keikir, sama hvað á dynur.

ADHD segir ekkert um persónur fólks og það er ekkert sameiginlegt hegðunarmynstur hjá einstaklingum með ADHD.

Að lokum langar mig að segja frá einum vini mínum sem haldinn er ADHD og hvatvísi. Hann er búinn að læra sálfræði og viðskiptafræði, nú er það master í hagfræði. Þessi maður lítur ekki út fyrir að vera með ADHD. 

Eitt sinn vorum við að ræða mannlífið og athyglisbrestur bar á góma. Þá sagði þessi ágæti maður að hann væri greindur snarklikkaður, með ADHD og hvatvísi á nokkuð háu stigi. Vitanlega varð ég hissa og hann sagðist oft þurfa að passa sig, en með stöðugri hreyfingu, góðu mataræði og reglulegum svefni, þá tekst að halda þessu niðri.

Jón Gnarr á ekki að nota ADHD eða hvatvísi sem afsökun fyrir sinni hegðun. Þá getur fólk haldið að allir með þessi frávik séu eins og hann. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sýnist hann nú hafa ráðið ágætlega við hana síðustu 4 árin.  En hef áhyggjur af sjálfstæðisflokknum! Hann virðist ekki vita hvað hann á að gera til að vinna borgina aftur! Nema kannski að kalla Jón Gnarr: "Jón Gunnar Kristinsson" Svona svipað og menn væru almennt að ræða um Halldór Killjan Laxnes sem Halldór Guðjónsson. Ekki flokknum til framdráttar. Sé ekki nokkurn mann þar sem vinnur fylgið af Jóni Gnarr.

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.9.2013 kl. 21:09

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hann forðast málefnalega umræðu með væli og beiðni um vorkunnsemi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.9.2013 kl. 22:58

3 Smámynd: Halldór Þormar Halldórsson

Það er alltaf áhugavert að sjá Sjálfstæðismenn engjast yfir því hvað þeirra flokkur er óburðugur, foringjasnauður og óvinsæll í borginni. Það er reynt með öllum ráðum að finna veikleika á borgarstjóranum og það er svosem ekki erfitt, en það er oft skrapað ansi nærri botninum þessa dagana. Reykvíkingar hafa nú í fyrsta sinn síðan 1997 haft borgarstjóra sem hefur setið lengur en tvö ár eftir því sem mig minnir. Verk fyrirrennara hans voru að skuldsetja borgina og einkum þó orkuveituna upp í rjáfur og heldur rúmlega það. Villi var alltaf flottur í sjónvarpinu, en á bak við hann var allt að hrynja, auk þess sem hann reyndi að gefa Hannesi Smárasyni og Bjarna Ármannssyni orkuveituna. Menn verða dæmdir af verkum sínum eftirá.

Halldór Þormar Halldórsson, 21.9.2013 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband