Þriðjudagur, 24. september 2013
Undarleg röksemdafærsla borgarstjórans.
Nægjusemi sumra kjósenda virðist slík, að þeim er sama hvernig leiðtoga þeir fá, bara ef hann talar fallega til fólks og styður minnihlutahópa.
Gott og vel, þá er borgarstjóraembættið óþarft eða hægt að breyta því í samræmi við forsetaembættið þar sem borgarstjórinn afsalar sér völdum og mætir bara á viðburði fyrir hönd borgarinnar.
En sem slíkur er Jón Gnarr hæpinn kostur. Hann hélt því fram á mannréttindaráðstefnu í útlöndum að Jesús Kristur hafi líklega verið krossfestur fyrir samkynhneigð. Þeir sem halda að hann hafi sett þetta fram í gríni ættu að hlusta á viðtal við hann á Harmagedon.
Þar rökstyður hann þessa kenningu með því að Jesús hafi mest verið umkringdur karlmönnum. Bendi það til samkynhneigðar þá eru flestir karlmenn sögunnar samkynhneigðir, hafa ekki allir heyrt talað um karlaveldið þar sem konum var aldrei hleypt að? Ekki borgarstjórinn.
Svo bendir hann á að frelsarinn hafi stöðugt verið að kyssa karlmenn. Söguþekking hans er svo slök að hann gerir sér ekki grein fyrir að karlmenn, meira að segja á Íslandi í gamla daga, kysstust oft þegar þeir hittust. Einn stjórnmálamaður, sem uppi var á fyrri hluta síðustu aldar, segir að sér hafi oft þótt erfitt að kyssa karlanna þegar tóbakslögurinn lak niður munnvikin.
Ekkert bendir til að þessi stjórnmálamaður hafi verið samkynhneigður né heldur kjósendurnir sem notuðu munntóbak og slefuðu því á frambjóðandann.
Svo kemur Jón Gnarr með kjánalegustu röksemdina í ljósi þess að hann gekk til liðs við kaþólikka fyrir nokkrum árum og var virkur í þeirra starfi. Kaþólikkar leggja mikla áherslu á að fólk kynnist vel Biblíufræðunum, sérstaklega þegar viðkomandi er falið að lesa úr ritningunni eins og Jón gerði oft.
Hann segir það hugsanlega dæmi um samkynhneigð frelsarans að hann þvoði fætur læsisveina sinna oft. Sannleikurinn er sá að það gerðist í eitt skipti og var táknræn athöfn. Hann var að kenna gildi auðmýktar og að þjónustan væri mikilvægust af öllu.
Rökhugsun, hegðun og atferli borgarstjórans gerir það að verkum að mig langar ekki að sjá hann aftur í æðsta embætti borgarinnar, sem ég fæddur er í og uppalinn.
Þeir sem vilja svona borgarstjóra, hafa þá sérstæðan smekk á stjórnmálamönnum, svo ekki sé meira sagt.
Athugasemdir
Jón 13 af síðustu 16 pistlum hjá þér fjalla um borgarstjórann. Og þar à undan var eitthvað svipað um einhvern Vilhjàlm. Þetta kallast manía.
Hörður 24.9.2013 kl. 21:22
Þú ert ekki þess umkominn að lesa mönnum eins og Jóni pistilinn Hörður.
Helga Kristjánsdóttir, 24.9.2013 kl. 23:00
Ástæðan fyrir því að Jón Gnarr verður líklega endurkjörinn í Reykjavík er einmitt sú að hann hagar sér ekki eins og venjulegur pólitíkus. Stór hluti kjósenda er búin að fá nóg af pólitískum frambjóðendum og fyrirgefur Jóni Gnarr það alveg að hann bulli aðeins.
Brynjar 25.9.2013 kl. 09:44
Hörður, satt að segja var ég ekki viss hvort ég ætti að svara þér eða hreinlega sleppa því. Þegar ég byrjaði að blogga fyrir fjórum árum, þá svaraði ég öllum, sama hversu vitlaus kommentin svoru. Svo fór ég að sigta út, það þýðir ekki að rökræða við alla.
Þetta komment hjá þér er arfavitlaust og ekki heil brú í því.
Ástæðan fyrir því að ég blogga svona oft um borgarstjórann og í nokkur skipti um gjaldkera Samfylkingarinnar ætti að vera einföld og auðskilin. En fólk virðist eiga miserfitt með að skilja einfalda hluti, þar er ég ekki undanskilinn, svo það komi fram. En ég veit þó hvaða hluti ég á vont með að skilja og tjái mig ekki um þá.
Jón Gnarr er borgarstjóri Reykjavíkur, en ég er fæddur og uppalinn þar. Aldrei hef ég hallað réttu máli, allt sem ég segji um Jón Gnarr er satt, hvers vegna fullyrði ég það?
Ég hef opið fyrir komment frá öllum, hafi ég hallað réttu máli þá væri fyrir löngu búið að leiðrétta mig. Og af því að ég er ekki alvitur, þá treysti ég á að vera leiðréttur.
Stutta skýringin er einföld, ég vil alls ekki Jón Gnarr sem borgarstjóra og geri allt til að koma í veg fyrir það. Með því að skrifa kannski einn, tvo kannski þrjá til fjóra pistla um hann, það dugar ekki neitt því svo margt er í boði. En ef ég skrifa mjög oft og mikið um borgarstjórann, þá er líklegra að það vekji meiri athygli, þetta er einföld markaðsfræði sem allir þekkja.
Varðandi Vilhjálm gjaldkera, þá er sama skýringin á því. Hann er forystumaður í flokki sem vill láta taka sig alvarlega og ég vil alls ekki að menn sem haga sér eins og hann fái vægi í umræðunni.
Nú er ég búinn að svara þér Hörður minn og ef þú kemur með svona vitlaust komment aftur, þá vona ég að þú misvirðir það ekki þótt ég kjósi að hunsa það.
Eigðu svo góðan dag.
Jón Ríkharðsson, 25.9.2013 kl. 10:25
Takk Helga mín, þú ert perla:)
Jón Ríkharðsson, 25.9.2013 kl. 10:30
Alveg rétt hjá þér Brynjar og þótt ég sé sjálfstæðismaður, mjög virkur í flokksstarfinu og á sæti í öllum helstu stofnunum flokksins, þá get ég ekki neitað þessu.
Sjálfstæðisflokknum hefur mistekist að ávinna sér traust kjósenda og það er sannarlega flokknum að kenna og engum öðrum.
Á meðan kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins halda ekki rétt á málum, þá aukast líkurnar á að Jón Gnarr verði áfram. Ólíklegt er að vinstri flokkarnir nái miklu fylgi, þeir eru brotnir eftir síðustu kosningar og Framsóknarflokkurinn hefur aldrei haft mikið fylgi í Reykjavík.
En mér finnst Jón Gnarr gera meira en bulla aðeins, það er alveg svakalegt að hlusta á drenginn og hann er alls ekki að uppfylla skyldur borgarstjóra, langt í frá.
Jón Ríkharðsson, 25.9.2013 kl. 10:35
Ég held einmitt að Jón Gnarr sé að uppfylla þær vonir sem við bundum til hans og rúmlega það. Ég persónulega kaus hann ekki en mun mjög líklega gera það næst. Þú verður að sætta þig við það að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur meirihlutarafl í Reykjavík og verður það varla aftur.
Hver vill Júlíus Vífil sem borgarstjóra eða einhvern af hinum frambjóðendunum ? Jón Gnarr er þó skemmtilegur og ekki síður óspilltur.
Brynjar 25.9.2013 kl. 11:00
Eitt svo að lokum. Það má alveg gera grín að Jesú og þeim öllum. Eitthvað það ógeðfelldasta sem ég veit er þegar menn eru að blanda saman trú og pólitík. Þetta tvennt á enga samleið. Það var ekki þínum mönnum til framdráttar að hafa verið að blanda þessu saman á síðasta landsfundi en þið fáið smá plús fyrir að hafa séð að ykkur í því máli.
brynjar 25.9.2013 kl. 11:06
Ég get skilið óánægjuna með Sjálfstæðisflokkinn Brynjar, svo leiðir tíminn í ljós hvort tekst að lagfæra það.
En að halda því fram að Jón Gnarr sé góður borgarstjóri, það nær engri átt.
Hann vill ekki sinna verkefnum sem honum finnast leiðinleg heldur bara þessu sem honum þykir skemmtilegt.
Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki, þá eru það menn sem takast ekki á við öll þau verkefni sem þeir eiga að leysa. Hann hefur heldur enga burði til að sinna flóknum úrlausnarlefnum sem æðsti embættismaður borgarinnar þarf að gera.
Allir aðrir borgarstjórar mega þó eiga það, að þeir tókust á við öll verkefni sem tilheyra starfi borgarstjóra, þótt deila megi um hvernig til tókst.
Svo geta menn haft ólíkar skoðanir á þessum málum. Ef ég skil þig rétt og fleiri, sem vilja Jón Gnarr áfram, þá viljið þig annað skrautembætti í viðbót við forsetaembættið.
Borgarstjóra sem lætur embættismenn og aðra sjá um framkvæmdastjórastarfið og sinnir því að vera andlit borgarinnar út á við, í besta falli talsmaður meirihlutans.
Í ljósi ummæla Jóns um hin ýmsu mál, þá finnst mér hann ekki einu sinni trúverðugur kostur sem talsmaður.
Við getum haft ólíkar skoðanir og hægt að virða það. Ég kýs þó frekar leiðtoga sem haga sér ekki eins og kjánar og eru uppvísir að vanþekkingu á sögunni og pólitík yfirleitt. Það er lágmark að pólitískur fulltrúi hafi pólitíska þekkingu, það er amk, mín skoðun. Og bara að hann sé óspilltur?
Þá er lítið mál að finna fólk til að gegna þungavigtaembættum í sveitastjórnum og landsmálunm, pikka upp þann næsta sem maður finnur og dubba hann upp í jobbið.
Jón Ríkharðsson, 25.9.2013 kl. 11:28
Jón Gnarr er ljómandi skemmtikraftur.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.9.2013 kl. 13:32
Einu sinni var talið kostur að fólk stundaði sína vinnu af samviskusemi
Jón sinnir í engu starfi borgarstjóra
og lýðurinn elskar hann
Joke
Grímur 25.9.2013 kl. 15:06
Sammála þér með það Heimir, ég hef oft gaman af honum en finnst hann stundum fara yfir strikið í því líka.
En hann er góður leikari, sýndi það í hlutverki Georgs Bjarnfreðarsonar, þar vann hann stórkostlegt afrek sem fáir leika eftir.
Jón Ríkharðsson, 25.9.2013 kl. 15:37
Það er kannski ofmælt að hann sinni engu Grímur, en hann velur skemmtilegustu jobbin og það hefur aldrei þótt neinum til sóma.
En rétt er það, lýðurinn elskar hann því hann er snillingur í að koma fram og heilla fólk, það verður ekki af honum tekið.
Jón Ríkharðsson, 25.9.2013 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.