Mánudagur, 19. maí 2014
Viljum við áframhaldandi stöðugleika í borginni?
Dagur B. Eggertsson boðar áframhaldandi stöðugleika fái hann umboð til þess.
Ef hann uppfyllir loforðið um áframhaldandi stöðugleika er augljóst hvernig næsta kjörtímabil verður.
Þá getur Dagur tæpast orðið borgarstjóri því hann hefur of mikla þekkingu á starfinu. Það þarf að finna einhvern fyndinn náunga sem hefur áhuga á að klæðast kjólum á Gay-pride, segja útlendingum að Jesú Kristur hafi verið krossfestur fyrir samkynhneigð og opinbera vanþekkingu sína á praktískum málum.
Svo þarf einhvern til að stjórna fundum í ráðhúsinu sem kann ekki fundarsköp.
Ekki má gleyma nauðsyn þess að halda áfram að eyða peningum í óþarfa eins og fleiri milljónum í sambærilegt skraut og á Hofsvallagötunni sem eykur hættu á slysum, en Hofsvallagatan kostaði 150. milljónir. Og nauðsynlegt er að ergja fólk á fleiri svæðum en í Borgartúninu, það kostaði víst 300. milljónir.
Þetta er sennilega stöðugleikinn sem Dagur lofar, amk. talar hann ekki um breytingar.
Viljum við þennan stöðugleika?
Athugasemdir
Já takk, frekar þennan stöðugleika heldur en þann óstöðugleika sem þið sjálfstæðismenn buðuð uppá undir forustu Ólafs F. Magnússonar og Villa kollu.
Helgi Jónsson 19.5.2014 kl. 15:07
Gott að það hugsa ekki allir eins Helgi.
Þú hefur þá væntanlega nógu góðar tekjur til að borga hámarksútsvar og þola borgarstjórn bruðl með peninganna þína.
Vonandi er meirihluti fyrir því að vilja fara vel með fjármagnið, það hafa ekki allir efni á svona vitleysu.
Jón Ríkharðsson, 19.5.2014 kl. 15:18
En þú virðist fylgjast svolítið illa með fréttum Helgi minn.
Ólafur F. og Vilhjálmur eru fyrir löngu hættir í pólitík.
Jón Ríkharðsson, 19.5.2014 kl. 15:21
Já það er rétt, þeir eru hættir eftir að hafa hrökklast frá völdum eftir allan óstöðugleikan...en ég er nú samt ánægður að þið sjálfstæðismenn höfðuð nú samt vit á því að velja ykkur leiðtoga eins og hann Halldór sem er ESB sinnaður. Það sýnir nú smá þroska hjá ykkur.
Helgi Jónsson 19.5.2014 kl. 15:32
Sammála því Halldór er góður maður og hann stóð sig vel á Ísafirði.
Satt að segja var óstöðugleikinn sextán mánuði af fjörtíu og átta, langt frá því að vera allur tíminn. En of langur samt og það var öllum flokkum að kenna.
Svo má ekki gleyma að síðustu tvö árin ríkti svo aðdáunarverð sátt og mikill stöðugleiki, að nefnd sem skipuð var af núverandi meirihluta til að skrifa skýrslu um
stjórnsýslu borgarinnar sá ástæðu til að hrósa meirhlutanum sem sjálfstæðismenn leiddu fyrir það.
Jón Ríkharðsson, 19.5.2014 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.