Á Dagur B. engan felustað?

Komið hefur fram að erfitt virðist vera að ná tali af borgarstjóranum okkar um þessar mundir þnnig að Dagur B. Eggertsson þarf þá að svara fyrir hann og alla vitleysuna sem á sér stað í borginni.

Varaformaður Samfylkingarinnar er frekar klaufskur í viðtölum, en hann prufar ýmsar gamalkunnar aðferðir vinstri manna með misjöfnum árangri, í DV reynir hann að gera lítið úr Davíð Oddssyni í stað þess að leitast við að laga málin í borginni.

Dagur veit ekki hvort hann er að koma eða fara, í októbermánuði árið 2007 sagði hann að samruni REI og Geysis Green væri mjög sniðugur, fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar sagði hann í kosningapésa SF að hann hafi komið í veg fyrir samruna REI og Geysis Green. Í þætti fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar sat hann við hlið Jóns Gnarr og Jón virtist fara í taugarnar á honum. Skömmu síðar fór Dagur að sýna merki um kímnigáfu og brosa meira en oft áður, en þá var hann að undirbúa vináttu við Jón Gnarr, því hann sá möguleika á að komast í borgarstjórn, framhaldið þekkja svo allir.

Þar sem að Samfylkingunni gengur frekar illa um þessar mundir, þá væri rétt af þeim að athuga hvort ekki væri hægt að semja við borgarstjórann um að deila felustað sínum með varaformanni flokksins.


Er sparsemi þeirra traustvekjandi?

Vinstri menn hafa löngum þótt sniðugir í að blekkja fólk. Nú hefur þeim tekist að telja mörgum grandvörum manninum trú um að þeir standi fyrir aðhaldssemi í ríkisrekstri.

Ekki er hægt að neita því að stjórnvöld hafa sparað og skorið niður, en það var til þess að þóknast AGS, annars var vonlaust fyrir þau að fá lán.

Vinstri menn eru tilbúnir til að gera næstum hvað sem er ef þeir eiga von á lánum á þokkalegum kjörum.

Núna er að rofa til, þau gera sér vonir um að geta selt bankanna á skikkanlegu verði og vænta þess að geta þvingað peninga út úr sjávarútvegnum.

Hvað gerist þegar vinstri menn sjá peninga? 

Jú, þau eru búin að ákveða að setja tugi milljarða í atvinnuskapandi verkefni, eflaust er það bara byrjunin hjá þeim.

Vinstri flokkarnir sanna dæmisöguna frægu um spordrekann og froskinn, um leið og tækifæri gefst, þá er byrjað að eyða. 


Er hagvöxtur alltaf til góðs?

Um þessar mundir hrósar vesælasta ríkisstjórn lýðveldistímans sér mjög af miklum hagvexti.

Benda má á að hagvöxtur var líka mikill á áttunda áratug síðustu aldar, þegar vinstri flokkarnir ofsóttu þjóðina með langvarandi stjórnarsetum.

Hagvöxtur á áttunda áratugnum var 6.3% og hann var drifinn áfram af aðhaldsleysi í ríkisfjármálum, of háum kauphækkunum sem olli síðan stigvaxandi verðbólgu. Síðan hófst langt stöðnunarskeið, því forsendur hagvaxtarins voru slæmar.

Núverandi hagvöxtur er drifinn áfram aðallega á einkaneyslu, margir hafa talsverða peninga handa á milli vegna útgreiðslu séreignasparnaðar, sumir hafa gefist upp á að greiða stökkbreytt lán og eyða stærstum hluta peninganna í ýmsa neyslu. Það veldur ójafnægi í vöruskiptajöfnuði, lítil endurnýjun á krónum orsakar verðbólgu og hætt er við langvinnu stöðnunarskeiði ef ekki samdrætti ef ekkert verður að gert.

Hagvöxtur sem byggður er á engu veldur samdrætti í efnahagsmálum þegar fram líða stundir. 


Góður árangur hjá Árvakri.

Augljóslega er Steingrímur J. Sigfússon svekktur yfir góðum árangri Davíðs Oddsonar í ritstjórastól Morgunblaðsins, því Björn Valur fer hamförum á blogsíðu sinni.

Hann segir í nýlegri færslu, að merkasti stjórnmálamaður þjóðarinnar sé pólitískur vitfirringur og endar á að spyrja um ástæðu þess að Íslandsbanki sé tilbúinn til að styðja við bakið á Árvakri.

Svarið við spurningu þingmannsins er einfalt, bankar eru tilbúnir til að hjálpa lífvænlegum fyrirtækjum, því það er þeirra hagur.

Tekjur jukust um 13.6% frá síðasta ári sem bendir til þess að fyrirtækið sé ágætlega rekið, einnig gleður það bankann mjög að hlutafé Árvakurs er aukið um 540. milljónir króna.

Margir skammast yfir því að útgerðarmenn reki moggann, til þess að tala sínu máli. Það er ekkert óeðlilegt við það.

Enginn er neyddur til að kaupa Morgunblaðið og það er vitaskuld heiðarlegt af eigendum þess að gangast við aðkomu sinni að rekstrinum.

Ekki hafa komið fram margra ábendingar varðandi rangfærslur í fréttum og umfjöllun blaðsins, en margir tala í hálfkveðnum vísum og gátum. Slíkt er engum til sóma.

Hafandi lesið Morgunblaðið nokkuð reglulega í fjörtíu ár og verandi íhaldssamur á flesta hluti, þá fagna ég því innilega að til sé fólk sem er tilbúið til að reka blað, sem selt er í áskrift, á tímum sem lestur dagblaða fer þverrandi.

Vonandi halda sömu eigendur áfram að gera gott blað enn betra og megi Davíð Oddsson halda sem lengst áfram að skrifa sína skemmtilegu og beittu leiðara. 


mbl.is Umskipti í rekstri Árvakurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Holdtekjur frægra sögupersóna í umræðunni?

Þorvaldur Gylfason virðist vera hrifinn af aðferðum Gróu á Leiti, því hann vitnar oft í ónafngreinda menn sem segja honum ýmsa hluti, "ólyginn sagði mér" var haft eftir Gróu, en munurinn á henni og þorvaldi er sá, að hún bað fólk um að hafa það ekki eftir sér, Þorvaldur hleypur með það í blöðin.

Því miður er Þorvaldur ekki einn um hrifningu sína á aðferðum húsfreyjunnar á Leiti, en margir ástunda þennan vafasama málflutning.

Svo er það "hið ljósa man", Snæfríður Íslandssól. Hún vildi frekar drykkfelldan óþokka en þokkalegt mannsefni "frekar þann versta en þann næstbesta".

Margir telja það skárri kost að velja alversta kostinn í landsstjórninn en þann næstbesta.

Vinstri flokkarnir tveir eru vitanlega alversti hugsanlegi kosturinn sem við höfum, Sjálfstæðisflokkurinn sá næstbesti, en við eigum ekki kost á þeim besta.

Sálfstæðisflokkurinn er myndaður af venjulegu fólki sem gerir mistök, en stefnan er rétt þannig að mistökin verða færri og ekki eins afdrifarík.

Besti kosturinn er vitanlega fullkominn einstaklingur sem aldrei gerir mistök og aðeins einn einstaklingur hefur fæðst á jörðina sem státar af fullkomnun, það er Jesú Kristur.

Hann fékk fremur óblíðar mótttökur þegar hann ákvað að leyfa jarðarbúum að njóta visku sinnar og þar sem að heimurinn hefur lítið breyst á tvöþúsund árum rúmum, þá er ólíklegt að frelsarinn sjái einhvern tilgang í að bjóða upp á þjónustu sína.

Snæfríður og Gróa eru skemmtilegar sögupersónur, en við höfum slæma reynslu af holdtekjum þeirra. 


Mun ríkisstjórnin eigna sér heiðurinn af veðurblíðunni?

Sólskinið hefur glatt landann undanfarið og ganga nú margir um brúnir á örund og glaðir í sinni.

Ekki er ólíklegt, í ljósi reynslunnar, að ríkisstjórnin finni leiðir til að eigna sér heiðurinn af góða veðrinu.

Þau eigna sér allan heiðurinn af hagvextinum, þótt vitað sé að stjórnvöld, ein og sér, skapi ekki hagvöxt. Raunar er hagvöxtur sem er tilkominn vegna beinna aðgerða stjórnmálamanna óæskilegur, stjórnmálamenn eiga að skapa jarðveg fyrir hagvöxt.

En hvað um veðrið, geta þau sannfært kjósendur um að eiga heiðurinn af því?

Það hljómar ekki ósennilega, hagvöxturinn sem þau hrósa sér af lítur vel út á pappírum, en hann er neysludrifinn að stærstum hluta og því slæmur til lengri tíma litið.

Veðrið er í svipuðum anda, sólríkt, ljúft og gott, en allt of þurrt.

Það vantar regnið til að gras og gróður dafni. 


Er ríkisstjórnin búinn að redda okkur út úr vandanum?

Fylgjendur ríkisstjórnarinnar keppast nú við að sannfæra sjálfa sig og helst aðra, um hinn stórkostlega árangur sem vinstri stjórnin á að hafa náð. Bent er á jákvæða umfjöllun í erlendum miðlum um íslenskt efnahagslíf og bísnast yfir neikvæðni stjórnarandstöðunnar.

En hvað eru útlendingar að hrósa okkur fyrir?

Neyðarlögin, að hafa látið bankanna falla og að þiggja ráðleggingar AGS.

Ef þessi ríkisstjórn hefði setið við völd í aðdraganda hrunsins, þá liti dæmið öðruvísi út. Líklegt er að Már Guðmundsson hefði verið seðlabankastjóri þá og hann vildi dæla peningum í bankanna áður en þeir hrundu, hann og Þorvaldur Gylfason voru báðir sannfærðir um að lausafjárvandi væri að hrjá bankanna.

Ekki er sjálfgefið að AGS hefði komið að málum, vitað er að Steingrímur var því andsnúinn mjög.

Svo hefðu ríkisútgjöld verið aukin langt umfram það sem sjálfstæðismenn gerðu og ólíklegt er að skuldir hefðu verið greiddar niður.

Erlendir miðlar eru fyrst og fremst að hrósa aðgerðum fyrri ríkisstjórnar, einnig eru þeir glaðir yfir hagvextinum, en er hagvöxturinn mikið gleðiefni?

Hagvöxtur sem er neysludrifinn að mestu leiti er ekki fagnaðarefni,einungis 0.8% er tilkominn vegna utanríkisviðskipta og 1.2% vegna fjárfestinga. Hætt er við að hagvöxtur byggður á einkaneyslu hækki verðlag, lækki gengi og auki verðbólgu.

Ríkisstjórn sem berst gegn einkaframtakinu með því að styðja samkeppnisfyrirtæki eins og gert var þegar þeim var forðað frá gjaldþroti, hatast við undirstöðuatvinnugreinarnar ásamt því að viðhafa pólitískan óstöðugleika, getur ekki talist starfi sínu vaxin.

Tekjur hafa skapast vegna makríl og loðnuveiða, það er ekki ríkisstjórninni að þakka.

Ríkisstjórnin er komin á gamalkunnar slóðir vinstri manna, að lofa fjárframlögum í rekstur sem er þeim þóknanlegur, slíkt er ekki til farsældar fallið.

Þegar fjármagn til einkaneyslu verður að þrotum komið, þá er hætt við að hagvaxtartölur lækki, því þessi ríkisstjórn skapar ekki jarðveg fyrir blómleg fyrirtæki, hún hatar gróðann eins og pestina.


Hefur ríkisstjórni gert eitthvað gott?

Eitt sinn var ég með manni til sjós sem var með afbrigðum latur og hann hlífði sér við öllum erfiðum verkum. Hann var lélegur verkmaður og eiginlega gagnslaus, en hann var fljótur að finna allar stangir ef það þurfti að hífa eitthvað og hann var bísna glúrinn við að stjórna spilum á dekkinu og krananum.

Það myndi enginn telja hann duglegan eða sækjast eftir honum í vinnu, hann var aldrei marga túra á sömu vaktinni, því fyrsti stýrimaður var tillitssamur og vildi ekki leggja of mikið á okkur.

Það kann vel að vera að Jóhanna og Steingrímur hafi gert eitthvað gott, en það litla sem þau gera gagnlegt, hverfur í skuggann af þeim mörgu mistökum sem þau hafa framkvæmt í sinni stjórnartíð.

Icesave, allur ófriðurinn, klúðrið í sjávarútvegsmálum, ESB umsókn í andstöðu við stóran hluta þjóðarinnar, gríðarlegar upphæðir sem töpuðust þegar dælt var peningum í ónýtar fjármálastofnanir og tryggingafélag osfrv.

Það er vitanlega hægt að segja að þau hafi staðið sig þokkalega í samskiptum við AGS og hlýtt þeirra fyrirmælum, reyndar hlýddu þau ekki fyrirmælum AGS, varðandi uppbyggingu á stóriðju en það hefði varið það viturlegasta í stöðunni, þannig að deila má um hversu vel þau stóðu sig.

Þó að eitthvað hafi heppnast þokkalega hjá þessari ríkisstjórn, þá þarf sérstætt hugarfar til að segja að hún hafi staðið sig vel. 

 


Hættum að sekta fyrir dugnað.

Vinstri menn hafa þá hvimleiðu árátta að sekta fólk fyrir dugnað og það dregur smátt og smátt þrótt úr framtakssömu fólki, því fáir nenna að streða og borga megnið af innkomunni til ríkissins.

Stundum koma þeir með þau rök, að fólk þurfi að greiða fyrir það að hafa hagnast svona mikið, en vinstri flokkarnir hafa aldrei verið þekktir fyrir að hjálpa fólki að auðgast, þvert á móti reyna þeir að koma í veg fyrir það með öllum ráðum.

Sá sem að getur hagnast vel í tíð vinstri stjórnar er sannkallaður afreksmaður og slíkir einstaklingar eru vitanlega dýrmætustu þegnar allra landa.

Það á að vera ein lág skattprósenta fyrir alla, þeir sem þéna mikið borga alltaf hærri upphæðir í skatta.

Eitt helsta baráttumál næstu ríkisstjórnar á að vera, að hætta að sekta fólk fyrir dugnað.


Karl Marx hafði rétt fyrir sér.

Karl Marx sagði að trúin væri ópíum fólksins og það sannaðist best á fylgismönnum hans.

Marxistar trúðu því að Marxisiminn væri lykill framfara, en raunveruleikinn hefur fyrir löngu afsannað það.

Enn þann dag í dag er til hópur fólks, sem er dáleitt af trúarsetningum leiðtogans og það er ekki vinnandi vegur að lækna þetta góða fólk af sinni villu.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband