Sunnudagur, 29. júlí 2012
Eru óánægjuframboðin til góðs?
Ungur maður kynnist ungri konu, þau finna það fljótt að þau þrá það sama og þeim liður vel í návist hvers annars. Svo þróast vináttan og dýpkar, síðan ákveða þau að giftast og eyða lífinu saman. Síðan koma börn í spilið og þau hafa sömu skoðanir á barnauppeldi og allt gengur vel.
Þótt hjónabandið sé trausts, þá er um að ræða tvo einstaklinga og ákveðin valdabarátta getur átt sér stað, léttvægur áherslumunur getur orðið að djúpstæðum ágreiningi sem veldur margra daga rifrildi, jafnvel margra vikna.
Allir sem eru í hjónabandi þekkja átökin, jafnvel læðist sú hugsun að fólki að skilnaður sé besta leiðin, en tengingin er sterk, sama lífsýnin tengir þau saman. Þau ákveða að gera málamiðlanir og sigrast að okum á erfiðleikunum.
Stjórnmálaflokkar eru stofnaðir af fólki, með sömu lífssýn og það velur sömu leiðir að sama markinu. Svo kemur valdabarátta, sumum finnst flokkarnir yfirgefa sig og þeir stofna þá nýjan flokk. Ekki líður á löngu þar til annar ágreiningur kemur upp í nýja flokknum og viðkomandi finnst sá flokkur einnig hafa svikið sig.
Sama gerist í hjónaböndum, fólk skilur og ákveður að finna nýjan maka sem hentar betur. Svo kemur upp ágreiningur, þá er aftur skilið og nýr maki fundinn osfrv.
Öll mannleg samskipti byggjast á málamiðlunum, það fær enginn allt sitt fram, hvorki í stjórnmálaflokkum né hjónaböndum.
Með því að takast á, rífast og hreinsa andrúmsloftið, þá færist málamiðlunin stöðugt nær. Smátt og smátt slípast fólk vel saman og úr verður sterk liðsheild.
Það kostar vinnu að vera í samskiptum við fólk, því fylgja einnig vonbrigði sem þarf að takast á við.
Mikilvægt er að fólk sem er sammála um leiðir vinni saman, það er stefnan sem skiptir máli.
Margir litlir flokkar sem túlka sömu stefnuna eyðileggja möguleikanna á því að hún nái fram að ganga.
Þess vegna hafa óánægjuframboð aldrei gengið upp, því ef fólk lætur sundurlyndið ráða för, þá er erfitt að finna samstöðu á ný.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 29. júlí 2012
Gegn hagsmunum verkalýðsins.
Vinstri flokkarnir voru stofnaðir með hagsmuni verkalýðsins að leiðarljósi, en þar sem vinstri mönnum eru ákaflega mislagðar hendur í flestu, þá hafa flokkarnir unnið gegn hagsmunum verkafólks frá upphafi.
Launakröfur umfram greiðslugetu fyrirtæki voru aðalsmerki vinstri manna auk langra og tíðra verkfalla sem skertu kjör hins almenna launamanns og ollu verðbólgu í leiðinni.
Ég er af verkafólki kominn og ólst upp í tíð vinstri stjórna, þannig að ég gat ekki orðið annað en hægri maður.
Fullur bjartsýni trúði ég því, að þjóðin væri kominn með nóg af vinstri stjórnum, enda hafði þjóðin búið við ágæta hægri stefnu ansi lengi, reyndar þurfti Sjálfstæðisflokkurinn að taka tillit til samstarfsflokkanna, en í grundvallaraltriðum var nokkuð gott ástand á flestum sviðum.
Svo kom hrunið, vinstri flokkarnir lugu sig inn á þjóðina og þá var aftur farið að vinna gegn hagsmunum verkalýðsins.
Vinstri menn vilja ráða hvaða atvinnustarfsemi er stunduð og sú starfsemi sem þeim hugnast best, er ekki góð fyrir okkur í verkalýðsstétt.
Þrjár greinar eru mikilvægar burðarstoðir gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar, sjávarútvegur, áliðnaður og ferðaþjónusta.
Ríkisstjórninni er ekki vel við stærstu sjávarútvegsfyrirtækin, því þau græða mjög mikið um þessar mundir. Við sem stundum verkamannavinnu á sjó höfum það nokkuð gott og verkafólk í landi fær umsamin laun og þessi fyrirtæki standa við gerða samninga.
Stjórnvöld vilja alls ekki fleiri álfyrirtæki og þeim er illa við þau sem fyrir eru.
Álfyrirtækin borga líka sínu verkafólki umsamin laun, sem oftast eru þokkaleg miðað við verkamannalaun almennt og þar er staðið við gerða samninga.
Verkafólk í ferðamannaiðnaði fær oft lág laun og mörg fyrirtæki (að sögn Vilhjálms Birgissonar) standa illa við gerða samninga. Svört vinna er algeng í ferðamannaiðnaði og verkafólk sem þiggur svört laun árum saman glatar hluta réttinda þeirra sem fólk nýtur er þiggur uppgefin laun.
Varla þarf að nefna hvaða atvinnugrein af þessum þremur er í mestu uppáhaldi hjá ríkisstjórninni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Sunnudagur, 29. júlí 2012
Vegsemd Sjálfstæðisflokksins og vandi.
Vegsemd Sjálfstæðisflokksins felst í því, að enginn annar flokkur á Íslandi hefur haft eins mikið traust og hann og lengst af hefur flokkurinn staðið undir því trausti.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir öllum meiriháttar framförum þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun þannig að afrekaskráin er glæst bæði og stór.
En flokkurinn gerði stór mistök og brást þjóðinni. Þegar flokkur með jafnglæsta sögu og Sjálfstæðisflokkurinn hefur bregst meginhugsjónum sínum, þá tekur tíma að byggja traustið upp aftur.
Mistökin fólust í því, að flokkurinn jók ríkisútgjöld um 380. ma. frá 1991-2008 og hann fjölgaði störfum ótæpilega í opinbera geiranum. Einnig voru það stór mistök að grípa ekki strax til varna efir hrun og svara ásökunum vinstri flokkanna fullum hálsi.
Sjálfstæðisflokkurinn olli ekki bankahruninu og óvíst er hvort hann hafi getað komið í veg fyrir það.
Þegar ég tala um Sjálfstæðisflokkinn, þá er ekki eingöngu átt við forystu og kjörna fulltrúa hans, við öll sem gegnum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn berum ábyrgð, ég viðurkenni fúslega mína sök.
Það er hlutverk okkar sem í flokknum störfum að veita aðhald, þar brugðumst við, því miður.
Fortíðina getur enginn flúið, það hefur átt sér stað alvarlegur trúnaðarbrestur á milli Sjálfstæðisflokksins og þjóðarinnar og það er okkar hlutverk að bregðast við því
Sjálfstæðisflokkurinn þarf að eiga einlægt og hreinskiptið samtal við þjóðina, annars eigum við litla von.
Og með Sjálfstæðisflokkinn utan ríkisstjórnar, þá á þjóðin einnig litla von.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20. júlí 2012
Færeyingar hafa kjarkinn sem Steingrím vantar.
Nokkrum færeyingum hef ég kynnst og þeir eiga það sameiginlegt að vera ljúfir í viðmóti, góðir húmoristar og hörkuduglegir til vinnu. En þeir eru ekki mikið fyrir að grobba sig, samt geta þeir sýnt vígtennurnar ef að þeim er vegið.
Kjarkleysingjar eins og Steingrímur eru stöðugt að grobba sig og segja öðrum hvað þeir séu öflugir í þeirri von að einhver trúi því. Með því að gelta hátt þá nær svona fólk oft að sýnast kjarkað þannig að fáir leggja í að svara. Steingrímur er ekki einn um þetta, mörgum hef ég kynnst á sjónum, sem koma um borð og byrja að segja frægðarsögur af sínum afrekum, tala hátt og nota sterk orð um alla hluti.
Þegar til kastanna kemur þá eru þetta ónothæfir ræflar sem skammast yfir lélegri vinnuaðstöðu og allt of miklum veltingi. Um leið og einhver hóstar létt framan í andlit þeirra, þá fara þeir í flækju og segjast vera að grínast, það er svona svipað eins og að frábær niðurstaða Svavars og félaga var "sögð í hita og þunga leiksins".
Því miður er hætt við að erfitt sé að ná hagstæðri niðurstöðu þegar við höfum hræddan sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórn sem gerir allt til að þóknast ESB.
Kannski er von til þess að vinir okkar frá Færeyjum nái góðum samning og við fáum þá vonandi að njóta góðs af því. Við höfum þrátt fyrir allt verið heppin til þessa, þjóðin tapaði ekki á hræðslu Steingríms í Icesave, kannski töpum við engu á hræðslu hans í makríldeilunni.
Færeyingar gagnrýna hótanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Fimmtudagur, 19. júlí 2012
Er skynsamlegt að tengjast Kínverjum náið?
Taka ber fram að ég ber mikla virðingu fyrir Kínverjum, þeir eru duglegir og mjög agaðir og þeirra stærsti kostur er, að þeir hugsa fyrst og fremst um hagsmuni eigin þjóðar.
Við íslendingar og þá sérstaklega stórnvöld, gætum margt lært af Kínverjum, varðandi þau mál.
Flestir eru sammála um að vinátta sem byggist á gagnkvæmri virðingu er byggð á traustum grunni, en hverjar eru forsendur áhuga Kínverja á okkur?
Við þurfum að horfast í augu við þá leiðinlegu staðreynd, að útlendingar bera ekkert sérstaklega mikla virðingu fyrir okkur um þessar mundir, ímynd þjóðarinnar laskaðist eftir hrun og það tekur tíma að byggja hana upp á ný.
Fyrir utan okkar ímynd, þá hafa Kínverjar þá skoðun á vesturlandabúum að þeir séu hálfgerðir kjánar, en þeir eru ægilega ánægðir með sjálfa sig og telja að þeir eigi helst að stjórna hagkerfi heimsins. Að mörgu leiti er innistæða fyrir því, en Kínverjar hafa líka stóra galla eins og títt er með fólk sem státar af góðum kostum.
Þeir eru lítt gefnir fyrir tjáningafrelsið og frelsi almennt, þeir eru mjög móðgunargjarnir og hörundsárir, benda má á viðbrögð þeirra við Nópelsverðlaunum Kínverskum andófsmanni til handa. Norðmönnum var hótað. Kínverjar þola alls ekki gagnrýni, en þjóðir sem eru í nánu samstarfi þurfa að geta tekist á um ýmis mál.
Kínverjar sjá hagsmunum sínum vel borgið með samstarfi við íslendinga, þess vegna eru þeir mjög vinalegir í okkar garð.
Ákvarðanir sem teknar eru í dag geta skapað okkur velsæld og mikinn hagnað. Það getur verið mjög gott, en stundum þarf að hugsa til þess, að vonandi lifir heimurinn lengur, þrátt fyrir ótta margra við að hann sé að farast.
Í ljósi þess, þá er ágætt að binda ekki hendur afkomenda okkar í þrúgandi samstarfi við væntanlega herraþjóð sem hefur aðra menningu en við þekkjum og mjög ólík viðmið og venjur.
Kínverjar eru herskáir, hvað gerist ef verðmæti auðlinda minnka, sem Kínverjar ásælast svo mjög í dag?
Ef valið stendur á milli þess að vernda hagsmuni íslendinga eða Kínverja, kannski eftir áratugi, öld eða aldir, þá hugsa Kínverjar sennilega ekki um okkar hagsmuni heldur sína eigin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 18. júlí 2012
Dugnaður verkafólks er drepinn niður.
Vilhjálmur Birgisson verkaýðsleiðtogi á Akranesi segir frá því á Pressunni að til sín hafi leitað fólk sem hefur minni peninga handa á milli ef það vinnur 50% vinnu heldur en að það vinnur ekki neitt.
Verkafólk hefur fleiri krónur í veskinu ef það sleppir því að vinna og þiggur 100% bætur, vitanlega verður þetta til þess að fólk sleppir því að vinna.
Flestir myndu ívilna þesu fólki fyrir dugnaðinn, en ekki þessi ríkisstjórn. Eflaust óttast þau að fátækt verkafólk vinni sig upp og verði kannski að auðmönnum, það getur gerst og hefur oft gerst. Oftast, sem betur fer, hefur vinstri mönum ekki tekist að halda dugmiklu fólki úr verkalýðsstéttinni niðri því einstaklingar úr þessum hópi hafa unið sig upp og jafnvel náð að auðgast umtalsvert, því íslendingar hafa ekki verið hrifnir af vinstri stefnunni og verða það vonandi aldrei.
Ungur fátækur piltur kom frá Danmörku til Íslands á síðari hluta nítjándu aldar. Hann var duglegur og framsýnn, þannig að hann náði sér vel á strik. Í upphafi ferils piltsins voru vinstri flokkarnir ekki til, þannig að hann náði takmarki sínu, að stærstum hluta.
Svo þegar piltur var orðinn verulega ríkur, þá reyndu vinstri flokkarnir allt sem þeir gátu til að knésetja hann, en það tókst ekki jafnvel þótt vinstri menn hafi náð umtalsverðum tekjum af honum í formi óhugnanlegra aðgerða. En þeir reyndu allt sem þeir gátu til að setja hann á hausinn. Drengurinn hét Thor Jensen og munurinn á honum og þeim sem vildu knésetja hann var sá, að hann hjálpaði mörgum með peningum úr eigin vasa, vinstri menn eru mjög höfðinglegir í sinni, þegar þeir eyða peningum skattborgara þessa lands.
Við þurfum stjórn sem hvetur fólk til bjargálna, hjálpar fólki til að vera fjárhagslega sjálfstætt og ef það hefur dugnað og elju til að auðgast, þá ber að fagna því.
En vinstri flokkarnir vilja helst að verkamenn séu alltaf blankir til þess að einhverjir kjósi þá. Þeir hafa litla framtíðarsýn og geta ekki selt neinum stefnuna, enda er hún handónýt. Þeim þykir ægilega gaman að rétta þurfalingum fé úr opinberum sjóðum, kannski fá þau þá þakklæti að launum, jafnvel atkvæði í næstu kosningum.
Það er ódýrara að sjá til þess, að atvinnulausir sem eiga kost á hlutastarfi hafi peninga handa á milli, sem samsvara 100% bótum en að borga fólki alla upphæðina fyrir að vera heima.
En hinsvegar eru vinstri menn meðvitaðir um það, að hætt er við að fólk sem finnur kraftinn innra með sér og hleypir honum út, verði á endanum sjálfstætt og dugmikið fólk, en þá missa þeir atkvæðin þegar fólk vill ekki lengur þiggja af þeim bætur.
Engin stefna hefur farið eins illa með verkalýð þesa lands en sósíalisminn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 18. júlí 2012
Illt er að hafa heigul í ráðherrastól.
Heigulsháttur Steingríms J. Sigfússonar ætti að vera flestum kunnur, nefna má Icesave deiluna sem góð rök fyrir þessari fullyrðingu.
Nú heldur hann því fram að hótanirnar séu áróðursbragð. Óvíst er hvort hægt sé að taka mark á orðum hans í þessu efni, ætli þau séu ekki sögð í "hita og þunga leiksins" eins og lofið um Svavars-samninginn fræga?
Samningaviðræður eiga að tákna vilja beggja til sátta og ef að annar samningsaðilinn er með hótanir þá er enginn grundvöllur fyrir viðræðum.
Það er slæmt að hafa heigul sem ráðherra flestra málaflokka á Íslandi.
En hann skrifar ágætar fréttaskýringar um hagvöxt og gengi útflutningsgreina svo því sé til haga haldið, Fréttablaðið ætti að bjóða honum vinnu en starfsfólk ætti að fara varlega í að gera hann að trúnaðarmanni, það yrði gott fyrir blaðið en afleitt fyrir strafslið þess.
Segir hótun um refsiaðgerðir áróður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Miðvikudagur, 18. júlí 2012
Horfum til Færeyja og Grænlands.
Við þurfum sannarlega á vinaþjóðum að halda, gott er að eiga náið samband við aðrar þjóðir og vinna með þeim í ýmsum málum.
Líklegt er að Grænland njóti vaxandi vinsælda í náinni framtíð, landið er ríkt af dýrmætum auðlindum og Grænlenska þjóðin á skilið að njóta hagnaðarins af þeim.
Við getum margt kennt Grænlendingum og þeir geta líka kennt okkur. Grænlendingar og íslendingar eiga það sameiginlegt að hafa lifað í nánum tengslum við náttúruna, báðar þjóðir byggja afkomu sína aðallega á veiðum og við þekkjum þeirra stöðu ágætlega.
Íslendingar voru, eins og Grænlendingar lengi undir stjórn Dana. Grænlenska þjóðin er farin að þrá sjálfstæði í meira mæli en áður, en sjálfstraustið skortir. Það er sorglegt hversu mikið vonleysi ríkir hjá þeim, fjöldi sjálfsmorða er vitanlega sorgleg staðreynd þar í landi.
Stjórnvöld eiga að hafa frumkvæði að samskiptum við Grænlendinga, hlusta á þeirra sjónarmið og finna leiðir til samstarfs, sem eflir hagsmuni beggja. Einnig er nauðsynlegt að hlúa að og rækta hina gamalgrónu vináttu sem ríkir á milli okkar og Færeyinga. Við, ásamt Færeyingum getum síðan aðstoðað Grænlendinga varðandi menntun og ýmsa þekkingu sem við höfum fram yfir þá.
Það er ekki langt síðan að íslendingar skriðu úr torfkofunum, við þekkjum minnimáttarkenndina sem fylgir því að vera lítil þjóð undir stjórn annars ríkis. Einnig þekkjum við kosti þess að vera sjálfstætt ríki.
Við eigum ekki að tala niður til Grænlendinga og þykjast meiri en þeir, heldur bjóða fram aðstoð og vináttu á jafnréttisgrunni. Við eigum að hjálpa þeim og hvetja til þess, að slíta sig frá Dönum og njóta þeirra auðæfa sjálfir, sem landið hefur upp á að bjóða. Stórkostlegt væri að fylgjast með og taka þátt í að skapa auðsæld hjá Grænlendingum, leyfa einkaframtakinu þar að blómstra.
Íslendingar eiga ekki að horfa til ESB, við eigum meira sameiginlegt með eyþjóðum sem lifa af veiðum.
Nauðsynlegt er að rækta góð tengsl við ESB og Bandaríkin, hægt er að gera það í samstarfi við vini okkar í Færeyjum og Grænlandi að einhverju leiti.
Kosturinn við þessa hugmynd er fyrst og fremst sá, að þarna eignumst við bandamenn sem vilja ekki stjórna okkar innanríkismálum, en ESB vill stjórna of miklu. Nauðsynlegt er að öll ríki fái að stjórna sínum málum, en það skilja Brusselmenn ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 18. júlí 2012
Hvernig vinna sjálfstæðismenn?
Ríkisstjórnin hrósar sér fyrir innihaldslítinn hagvöxt og minna atvinnuleysi en þekkist víða í Evrópu á sama tíma og þau hamla vexti burðarstoða útflutningsins, álframleiðslu og útgerð. Einnig hafa þau gert fyrirtækjum erfitt fyrir í samkeppni með því að styrkja rekstur gjaldþrota fyrirtækja.
Ríkisstjórnin gerir flest rangt, en hrósar sér samt.
Þegar sjálfstæðismenn settust í ríkisstjórn árið 1991 hafði ríkt langvinn efnahagskreppa, ein af fjórum mestu efnahagskreppum tuttugustu aldar. Hún stafaði af mikilli verðlækkun á fiskmörkuðum, hruni síldveiða fyrir Austurlandi og miklum aflabresti á Suðurlandi.
En sjálfstæðismenn grétu ekki í fjölmiðlum vegna erfiðra verkefna, heldur gengu í verkið með bjartsýni, von og trú að leiðarljósi.
Það var ekki mikill hagvöxtur fyrstu ár ríkisstjórnarinnar, atvinnuleysi var líka talsvert. En sjálfstæðismenn létu það ekki buga sig, þeir vissu hvernig átti að koma þjóðinni út úr erfiðleikunum og áunnu sér traust kjósenda, enda voru þeir orðnir langþreyttir á vinstri flokkunum sem höfðu ríkt ansi lengi á þessum tíma.
Vinstri menn eru ansi flinkir að færa peninga úr einum vasa til annars og þeir bjóðast til að sýna snilldartakta í þeim efnum takist að mjólka fé út úr útgerðinni ásamt því að selja hlut ríkisins í bönkunum. Þá á að setja tugi milljarða í atvinnuskapandi verkefni.
Sjálfstæðismenn taka ekki þátt í svoleiðis dellu, enda var tekið til í millifærslukerfinu eftir að sjálfstæðismenn tóku við valdataumum ´91 illa rekin fyrirtæki fóru á hausinn, stefnt var að lækkun skatta og afámi aðstöðugjalda á fyrirtæki, allt var gert til að auðvelda mönum reksturinn.
Svo má heldur ekki gleyma sáttavilja sjálfstæðismanna. Á þessum tíma stóð til að hæka laun æðstu embættismanna. Sjálfstæðismenn hvöttu kjaradóm til að draga ákvörðunina til baka og við því var orðið. Allir vita að hækkun launa æðstu ráðamanna hefur óveruleg áhrif á stöðu ríkissjóðs, en í erfiðu efnahagsumhverfi veldur það reiði hjá kjósendum.-*
Sjálfstæðismenn hafa aldrei skammað neinn fyrir að græða heldur fagnað því. Enda fóru fyrirtækin að rétta úr kútnum smátt og smátt, eftir að hafa verið skattpínd af vinstri flokkunum lengi og bjartsýni jókst í þjóðfélaginu.
Sjálfstæðismenn eru ekkert að skipta sér af því hvernig rekstur fólk vill stunda, álver eru fín og öll fyrirtæki sem skila hagnaði.
Nú líður brátt að kosningum og það er hættulegt fyrir efnahagslífið að láta lýðskrum vinstri flokkanna hafa áhrif á sig.
Sálfstæðismenn geta ekki lofað hagvexti, atvinnulífið skapar hann. Útflutningsdrifinn hagvöxtur er eini raunhæfi hagvöxturinn, það er æskilegt að hann sé líka drifinn áfram af fjárfestingum í atvinnulífinu, minnstur hluti hans á að vera vegna einkaneyslu, en stærstur hluti hagvaxtarins í dag er drifinn áfram af einkaneyslu að stærstum hluta.
Valið í kjörklefanum er einfalt. Vinstri flokkarnir munu ekki efla sjávarútveg og áliðnað, kannski ekki setja þessar greinar á hausinn, í besta falli verður þar stöðnun en við þurfum framfarir á þessum sviðum. Vinstri flokkarnir munu eyða stórfé í atvinnuskapandi verkefni, búið er að lofa því. Við höfum slæma reynslu af því, en vinstri flokkarnir læra seint. Þeir munu hvorki lækka skatta né einfalda skattkerfið.
Sjálfstæðisflokkurinn mun hinsvegar vinna að því að mynda góðan rekstrargrundvöll fyrir undirstöðugreinar þjóðarinnar, það er staðreynd sem kjósendur geta treyst. Það er innbyggt í hug og hjarta allra sjálfstæðismanna andstyggð á háum sköttum, kjósendur geta lika treyst því að skattar verða lækkaðir.
Sjálfstæðismenn gerðu mistök sem þeir iðrast sárlega, juku ríkisútgjöld um hundruðir milljarða og þöndu út ríkisbáknið. Þau mistök verða ekki gerð aftur, sjálfstæðisstefnan segir að ríkisrekstur eigi að vera í lágmarki og menn gera ekki sömu mistökin tvisvar, ekki svona alvarleg mistök.
Sá sem að setur krossinn við vinstri flokkanna óskar eftir háum sköttum, stöðnun í sjávarútvegi og áliðnaði og viðkomandi vill helst ekki að neinn græði of mikið. Þetta er ekki hagkvæmt sjónarmið en sjónarmið samt.
Sá sem að setur krossinn við D óskar eftir lágum sköttum, ábyrgri meðferð á almannafé og uppbyggingu grunnstoða gjaldeyrisöflunar. Ekki má svo gleyma því að meiri friður mun ríkja ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda, en friðurinn er líka ómetanleg auðlind.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. júlí 2012
Er Steingrímur J. Sigfússon orðinn fréttamaður.
Álag fer misjafnlega í fólk, en Steingrímur virðist ekki höndla það mjög vel.
Hann man ekki deginum lengur hvaða stefnu hann stendur fyrir og núna finnst honum hann vera orðinn fréttamaður.
Hann hefur skrifað greinar í Fréttablaðið og sagt frá hagvextinum og ágætu ástandi í atvinnumálum, einnig hefur hann upplýst lesendur sína um góðar tekjur af makríl og loðnuveiðum.
Ef hann væri ekki svona þreyttur og ringlaður í kollinum af mikilli vinnu, þá myndi hann kannski skrifa greinar sem segðu frá því hvað ríkisstjórnin væri að gera, stjórnvöld hafa ekkert með gott atvinnuástand og góða veiði að gera.
Kannski bregður hann sér í fréttamannsgírinn vegna þess að hann sér ekkert gott við eigin verk?
Ef leiðtogi Sjálfstæðisflokksins hefði skrifað um þjóðfélagsmál á fyrsta kjörtímabilinu sem hófst árið 1991, þá hefði hann bent á verk eigin stjórnar, sem dugðu til framfara og stuðluðu að góðum og langvarandi hagvexti.
Hann hefði sagt frá því, að til stæði að lækka skatta á fyrirtæki og einstaklinga, láta vonlaus fyrirtæki fara á hausinn, því það er eðlilegt í frjálsu markaðskerfi. Einnig hefði hann getað bent á að til þess að skapa sátt hefði verið ákveðið að hvetja kjaradóm til að draga launahækkanir stjórnmálamanna til baka.
Leiðtogi sjálfstæðisflokksins náði að sannfæra fólk um eigið ágæti, þess vegna datt engum í hug að kjósa vinstri flokkanna árum saman, sporin hræddu.
Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins þurfa ekki að skrifa eins og fréttamenn, þeir geta verið stoltir af eigin verkum.
Skyldi Steingrímur svo eiga von um starf hjá Fréttablaðinu eftir kosningar?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)