"Hey, það varð hruuun!!"

"Hey, það varð hruun!!", þetta er eina röksemdin sem fæst frá sumum, þegar rætt er um þessa fáránlegu ákæru á hendur Geir H. Haarde.

Geir H. Haarde olli ekki hruninu, það var enginn íslendingur sem gerði það einn og sér, en við tókum flest þátt í heimskunni sem ríkti í heiminum fyrir hrun.

Ástæðan fyrir hruninu er mjög einföld.

Það hafði safnast upp gífurlegur sparnaður víða í heiminum og þetta mikla fjármagn leitaði ávöxunar. Það er ástæðan fyrir ölum peningunum sem flæddu um heiminn.

Ennfremur ríkti of mikið traust á mörkuðum, enginn stór banki hafði fallið mjög lengi og flestir fræðimenn voru á þeirri skoðun, að alvarleg fjármálakreppa væri nær ómöguleg. Menn töldu að mikill lærdómur hafi verið dreginn af stóru kreppunni sem hófst á Wall street árið 1929.

Íslensku bankarnir nutu góðs af lánshæfismati ríkisins og hið góða lánshæfismat kom vitanlega til vegna þess að vel hafði tekist til í ríkisrekstrinum, fjármálaráðherra greiddi niður skuldir og ríkissjóður nánast skuldlaus.

Það hefði vinstri stjórn aldrei gert, en nóg um það.

Einkavæðing bankanna olli hruninu segja sumir sem skilja ekki orsakir þess.

Það féllu allir bankar á Íslandi og flestir sparisjóðir, einungis tveir ríkisbankar voru einkavæddir, þannig að þessi röksemd heldur ekki vatni.

En er Sjálfstæðisflokkurinn alveg saklaus?

Nei aldeilis ekki, en sjálfstæðismenn brutu engin lög, heldur gerðu þeir sömu mistök og gerð hafa verið allan lýðveldistímann, eyddu alltof miklum fjármunum í vitleysu.

Einig voru það mistök hjá Ingibjörgu og Geir að þvælast út um allan heim til að lýsa yfir styrk íslensku bankanna, stjórnmálamenn eiga aldrei að gera slíkt.

En á örlagastundu gerði Geir H. Haarde og hans ríkisstjórn það eina rétta, létu bankanna falla og spöruðu ríkissjóði þúsundir milljarða.

Segja má að það hafi verið gerð ákveðin mistök, þegar innistæður voru tryggðar að fullu, en það er ómögulegt að gera allt rétt í svona aðstæðum.

Þannig að svarið við fullyrðingunni "Hey, það varð hruun!!" er einfalt.

Við vitum það öll. En ef við viljum endurreisn, þá verðum við að hugsa til framtíðar, eyða reiðinni og vinna okkur upp með jákvæðni oh bjartsýni að leiðarljósi.

Sá sem að heldur að pólitísk réttarhöld og reiði séu réttu leiðirnar út úr kreppunni er á kolrangri braut.

 

 

 


"Það er best að við skrifum söguna sjálfir".

Bjarni heitinn Benediktsson sagði eitt sinn, að það væri best að við sjálfstæðismenn skrifuðum söguna sjálfir.

Margir vinstri menn hafa haldið þessu á lofti og gefið í skyn, að Bjarni heitinn hafi viljað falsa söguna sjálfstæðismönnum í hag. 

Bjarni Benediktsson var talinn í hópi heiðarlegustu stjórnmálamanna þjóðarinnar og báru honum allir vel söguna, hvar í flokki sem menn stóðu.

Hins vegar ef söguskýringar vinstri manna eru lesnar, þá er auðvelt að skilja hvað Bjarni átti við.

Nýlegt dæmi er tilraun Björns Vals Gíslasonar til að falsa söguna, en um það skrifaði ég nýlega og hægt er að lesa þá umfjöllun á þessari síðu.

Svo er hægt að nefna ævisögu Jóns Baldvins Hannibalssonar, en þar reynir hann að gera lítið úr Ólafi Thors.

Jón Baldvin fullyrðir að Ólafur Thors hafi haft lítinn skilning á efnahagsmálum. En hvað sagði flokksbróðir hans og samstarfsmaður Ólafs, Gylfi Þ. Gíslason?

Haft er eftir Gylfa í ævisögu Ólafs Thors eftirfarandi ummæli; "Það tók mig ekki langan tíma að átta mig á því, hversu glöggur Ólafur Thors var á tölur og hversu fljótur hann var að átta sig á efnahagsvandamálum og rökum á því sviði, sem ýmsir aðrir töldu nánast sérfræði".

Svo segir Jón Baldvin einnig í æfisögu sinni að Ólafur hafi ekki skilið efnahagstillögur Benjamíns H.J. Eiríkssonar, en hvað sagði Benjamín um Ólaf Thors í sinni ævisögu?

Jú Benjamín sagði að Ólafur hefði sómt sér vel sem forsætisráðherra í öllum löndum.

Vinstri menn reyna að falsa söguna sér í hag, hægt er að tína til mörg fleiri dæmi sem sanna þá kenningu.

Þess vegna er það best að sjálfstæðismenn gera eins og Bjarni Ben sagði, skrifa söguna sjálfir.

Sjálfstæðismenn hafa gert mörg mistök og þeir hafa líka skrifað um þau, við lærum svo af þeim og bætum okkur í framtíðinni.


Persónudýrkun er aldrei góð.

Umræðan um Ólaf Ragnar Grímsson einkennist of mikið af persónudýrkun og múgsefjun, að mínu mati.

Ólafur hefur setið ansi lengi í embætti og verið afskaplega umdeildur sem forseti.

En því er ekki að neita, að hann stóð sig með stakri prýði í Icesave málinu og hann hefur sagt ýmislegt gott.

Það er hinsvegar engum mani hollt að vera hafinn upp til skýjanna og að fólk haldi að enginn annar en hann geti gegnt þessu embætti, það er út í hött.

Við eigum fullt af hæfu og vel menntuðu fólki sem getur sinnt forsetaembættinu með miklum sóma.

Það var reyndar mjög gott að hafa forseta sem stóð með þjóðinni, á meðan þessi lánlausa ríkisstjórn ætlaði að þvinga okkur til að greiða Icesave ósómann.

Ólíklegt er hinsvegar að þjóðin kjósi sömu ríkisstjórn yfir sig aftur, þannig að flest bendir til þess að við munum búa við skárri ríkisstjórn eftir næstu kosningar.

Óhætt er að þakka Ólafi Ragnari fyrir það sem hann hefur gert vel, fyrirgefa honum yfisrjónir í fortíðinni og óska honum velfarnaðar um ókomna tíð.

Þjóðin má ekki hugsa sem svo, að það sé enginn hæfur einstaklingur til að taka við embætti forseta Íslands.

Við eigum sem betur fer, fullt af hæfum körlum og konum, til að gegna embætti forseta Íslands með sóma.


Björn Valur kann á sitt fólk.

Augljóst er að Björn Valur Gíslason er prýðilega vel skólaður í áróðurstækni vinstri manna.

Hún er einföld en afskaplega skilvirk, vegna þess að sjálfstæðismenn hafa lítt hirt um að svara rangfærslum og lygum vinstri manna.

Þann 30. september árið 2011 ritar Björn Valur Gíslason um hvatningu Bjarna Benediktssonar til okkar sjálfstæðismanna.

Þingmaðurinn kann að spila á sitt fólk. Það virkar vel að gefa eitthvað ljótt í skyn varðandi Sjálfstæðisflokkinn.

Hann segir í byrjun pistilsins, að Bjarni hafi hvatt sjálfstæðismenn til að mótmæla af krafti enda;"óljóst hvernig löggæslu við þingsetningu verður háttað".

Þarna er Björn Valur búinn að kveikja í sínum mönnum, þeir eru orðnir heitir og hann heldur áfram;

"Skilaboðin frá Bjarna eru skýr: sjálfstæðismenn! Mætum á Austurvöll, löggan mætir líklega ekki og látum finna fyrir okkur. Fellum ríkisstjórnina og komum Flokknum aftur til valda".

Í hita leiksins gleymir Björn Valur sér illilega, hann gerir sér ekki grein fyrir að sjálfstæðismenn geta líka lesið bloggin hans og flestir sjálfstæðismenn nenna að lesa og leitast við að skilja um hvað er fjallað.

Hann birtir bréf Bjarna og þá kemur fram að Bjarni Ben er að hvetja okkur sjálfstæðismenn til að styðja baráttu lögreglumanna og hann biður okkur um að sýna þeim virðingu.

Einnig hvetur hann alla, sem vilja mæta, til að sýna stillingu og viðhafa þá friðsöm mótmæli.

Björn Valur veit sennilega ekki þá staðreynd, að ef formaður Sjálfstæðisflokksins myndi hvetja okkur til "að láta finna fyrir okkur", þá hefði hann líklega ekki verið kosinn aftur. Við sjálfstæðismenn þolum einfaldlega ekki ofbeldi og líðum það aldrei.

 


"Sök bítur sekan".

Geir Jón Þórisson ræddi grunsemdir sínar varðandi þátttöku VG í búsáhaldabyltingunni.

Hann nefndi engin nöfn, en Álfheiður Ingadóttir og Steingrímur J. Sigfússon virðast taka þessi ummæli hans beint til sín.

Yfirgnæfandi líkur benda til þess að Álfheiður hafi átt hlut að máli og jafnvel hvatt til aðgerða sem þykja á afar gráu svæði.

Hún var við Lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hún aðstoðaði og hjúkraði mótmælendum. Það eitt og sér sannar ekki mikið, en það vakna áleitnar spurningar um ástæðu þess að eiginmaður hennar borgaði sekt fyrir einn úr hópi mótmælenda.

Á alþingi sagðist hún vera stolt af sinni þátttöku í mótmælunum því þau skiluðu tilætluðum árangri.

Snorri Magnússon formaður Landsambands lögreglumanna sagði í viðtali við Morgunblaðið þann 9. desember árið 2009, að Álfheiður hafi hunsað fyrirmæli lögreglunnar varðandi það, að þingmenn héldu sig frá gluggum þinghússins.

Í stað þess að hlýða fyrirmælum lögreglu sást til hennar, að sögn Snorra, standa við glugga alþingis, talandi í síma og hún sendi mótmælendum baráttukveðjur með krepptum hnefa.

Einnig muna flestir eftir myndum sem teknar voru af húsnæði VG á tíma búsáhaldabyltingarinnar, en þar var geymdur slatti af mótmælaspjöldum.

Geir Jón Þórisson hefur notið virðingar samborgara sinna um árabil. Ólíklegt er að hann fari með dylgjur.

Ef valið stendur á mili þess að trúa Álfheiði Ingadóttur og Geir jóni, þá er það ekki erfitt val.

Steingrímur J. Sigfússon hefur einnig stigið fram og neitað sinni þátttöku í látunum á Austurvelli.

Steingrímur hefur orðið uppvís að rangfærslum í sínum málflutningi, hann skrökvaði að Sigmundi Davíð þegar sá síðarnefndi spurði um framgang Icesave viðræðnanna osfrv.

Geir Jón hefur hinsvegar ekki orðið uppvís að óheilindum, heldur þykir hann einstakur heiðursmaður og vammlaus embættismaður til fjölda ára.

 


Er Landsdómsmálið réttlátt?

Í kjölfar efnahagshrunsins hafa margir bent á þá staðreynd, að við þurfum að efla réttlæti og heiðarleika í okkar samfélagi.

Heimurinn þarf sannarlega á meira réttlæti að halda og af heiðarleika eigum við aldrei nóg.

Landsdómsmálið er dæmi um mikið óréttlæti gagnvart einum manni og rökstuðningur þeirra sem vilja halda því áfram er út í hött.

Ein röksemdin er sú, að forsætisráðherra eigi að svara til saka fyrir aðgerðir eða aðgerðarleysi annarra ráðherra, því hann hai verið skipstjórinn á skútunni.

Það er merkilegt hvað margir hafa gaman af að koma með líkingar úr sjómannamáli, sérstaklega fólk sem hefur enga tenginu við sjómennsku og þekkir ekkert til hennar.

En ef við tölum um skipstjóraábyrgð, þá hefur hún verið milduð sem betur fer. 

Það féll dómur í einu máli sem varðaði brot á landhelgislögum, skip hafði fiskað fyrir innan landhelgislínu og stýrimaðurinn var á vakt, skipstjórinn sofandi þegar þetta var

Stýrimaðurinn var dæmdur og skipstjórinn talinn saklaus, sem hann sannarlega var.

Það getur aldrei einn einstaklingur borið fulla ábyrgð á verkum undirmanna sinna, það er ómanneskjulegt og óréttlátt að ætlast til þess.

Auk þess er Landsdómsmálið þess eðlis, að það er ómögulegt að benda á ákveðnar sakir í því máli og sá málflutningur sumra stjórnarliða þess efnis, að það sé ágætt að stefna mönnum fyrir dóm til að tékka á möguleikum á sekt eða sakleysi, það er undarlegt að fólk skuli ljá því eyra.


Bréfin hans Jóns Baldvins.

Jón Baldvin hefur lengi verið afar umdeildur maður. Mér þótti hann mistækur stjórnmálamaður alla tíð og aldrei hafði ég neitt álit á honum. Reyndar er hægt að fallast á, að Jón er ákaflega vel gefinn, en hann hefur ýmsa bresti sem hefta allar hans góðu gáfur.

Nú smjattar þjóðin á bréfum sem hann sendi systurdóttur eiginkonu sinnar, vegna þess að sumir þroskast afskaplega seint.

Jón Baldvin hefur fyrir löngu tekið út sína refsingu, þessi bréf eru á allra vitorði, innan fjölskyldu hans og slíkt er aldrei gaman fyrir neinn. Vissulega átti hann skilið að fá skammir fyrir athæfið, hann gerði stór mistök og það er grafalvarlegt mál að rita unglingsstúlku bréf sem innihalda kynlífslýsingar, ef bréfritari tilheyrir kynslóðinni á undan telpunni.

En dómsstóll götunnar er samur við sig. Ef miðað er við "auga fyrir auga og tönn fyrir tönn", þá vill dómsstóll götunnar helst fá tíu tennur fyrir eina tönn og tíu augu, svona varlega áætlað.

Það á ekki bara að refsa honum með illu umtali inan fjölskyldunnar, heldur eiga saklaus börn hans og barnabörn að horfa upp á það, að öll þjóðin viti um þennan aulahátt Jóns Baldvins. Þannig að það á að refsa fjölskyldu hans líka. Slíkt þekkist reynda í vanþróuðum réttarríkjum, en vonandi minnkar vægi dómsstóls götunnar því ekki væri gott að lifa hér á landi ef hann fengi að ráða.

Umfjölun Nýs lífs og fleiri fjölmiðla er til skammar, það á enginn skilið svona harða refsingu.


Hættum þesari æskudýrkun.

Stöðugt er verið að kalla eftir ungu fólki til stjórnmálastarfa og látið að því liggja, að það sé nauðsynlegt að fá nýjar og ferskar hugmyndir.

Ekki skal lítið gert úr ungu fólki almennt, ungt fólk getur státað af meiri visku en margir sem þó hafa lifað lengur.

En hinsvegar eru meiri möguleikar á að einstaklingur sem kominn er á miðjan aldur og fast að elliárum, hafi öðlast dýrmæta reynslu sem nýtist vel á þingi.

Þeir sem upplifað hafa margt og jafnvel gert mörg mistök ná oftast dýrmætri visku og þroska sem þeir geta miðlað öðrum og miðað við heimskuna og grunnhyggnina sem grasserar á hinu háa alþingi, þá veitir ekki af þroskuðu fólki til að dýpka umræðuna og róa hana niður.

Sighvatur Björgvinsson var í Silfri Egils um daginn. Hann þótt ekki bjartasta peran á þingi, en greinilegt er að hann hefur þroskast ansi mikið með árunum.

Aldrei hefur meðlimur Samfylkingarinnar talað af eins mikilli visku og Sighvatur gerði í þættinum.

Gott væri fyrir þann ágæta flokk að sækjast eftir Sighvati til forystustarfa, því hann hefur margt fram að færa, vegna þess að hann hefur leifað lengi og upplifað margt.

Ef við viljum auka vegsemd alþingis, þá þurfum við þroskaða stjórnmálamenn þangað inn. Vitanlega er nauðsynlegt að hafa ungt fólk með, til þess að læra af þeim sem eldri eru.

Unga fólkið með fersku hugmyndirnar og eldra fólkið með reynsluna getur rætt saman um leiðir. Við þurfum fjölbreytilega flóru á þing, til þess að skapa umræðu og eðlilega pólitíska gerjun.

En sú árátta að setja fólk á stall fyrir það eitt að hafa lifað stutt er fáránlegt. Gleymum því ekki að fólk sem nýlaga hafði lokið háskólaprófi og skammt var síðan að það þroskaðist yfir unglingsárin, fékk gríðarleg laun samfara mikilli ábyrgð í bönkunum fyrir hrun.

 Að mati Niall Fergusson, sem er sagnfræðingur er rannsakað hefur fjármálakerfið mjög vel, bent á það, að of mikið var af ungu fólki í fjármálageiranum, en því skorti þá reynslu sem þurfti til að sjá að það koma kreppur í kjölfar mikillar þenslu.

Hvetjum eldra fólk til að gefa kost á sér til stjórnmálastarfa og nýtum okkur þeirra reynslu.

Þroskinn kemur með því að lifa lengi og reyna margt og þroskinn er það sem helst vantar á alþingi íslendinga í dag.

 


Ríkisstjórn hálfsannleiks, svika og lyga.

Færa má gild rök fyrir því, að sú ríkisstjórn sem nú situr, er fyrst og fremst ríkisstjórn hálfsanleiks, svika og lyga.

Aðrar ríkisstjórnir eru vissulega ekki saklausar af því, en þetta er sú fyrsta sem einkennist fyrst og fremst á hálfsannleik, svikum og lygi.

Í upphafi, þá ákvað ríkisstjórnin að fá til liðs við sig ráðherra sem ekki voru stjórnmálamenn, þeim þótti það afskaplega faglegt og gott.

Margir þeir, sem ekki hafa reynslu af vinstri stjórnum trúðu því að góður ásetningur lægi þar að baki.

En þetta var vitanlega eitt af þessum alþekktu sálfræðitrikkum vinstri manna, láta allt líta vel út á yfirborðinu.

Svo þegar fólk var farið að trúa þessum góða ásetningi, þá var fagráðherrunum skipt út og pólitíkusar teknir inn í staðinn.

Þessi ríkisstjórn reyndi af öllum mætti að þvinga þjóðina til að koma til móts við óbilgjarnar kröfur Hollendinga og Breta. Hún valdi þá alverstu samningamenn sem hægt var að finna og hefurnú verið skrifuð bók sem staðfestiróvenjumikla vanhæfni og heimsku þeira sem fóru með samningsumboðið fyrir hönd hinnar tæru vinstri stjórnar.

Steingrímur J. Sigfússon laug að formanni Framsóknarflokksins, þegar sá síðarnefndi spurði um framgang Icesave-samninganna. Slíkt hefðu fjölmiðlar aldrei liðið forystumanni Sjálfstæðisflokksins, enda á engum að líðast ráðherra svona óheiðarleg vinnubrögð.

Hugsanlega er það aumingjagæska fréttamanna sem ræður för, því þjóðarleiðtogar vorir væla eins og stungnir grísir ef þeir eru spurðir gagnrýnna spurninga.

Það átti að endurbæta stjórnsýsluna og setja ný lög um Stjórnarráð íslands.

Forsætisráðherran barðist af alefli fyrir því, að auka sín völd, en sem betur fer tókst það ekki.

Ríkisstjórnin talar um góðan árangur í efnahagsmálum, það má deila um hvort það sé hálfsannleikur eða lygi, en árangurinn er vægast sagt hörmulegur.

Vinstri flokkarnir hafa aldrei verið hrifnir af því að skera niður í opinberum rekstri, en vinstri menn eru þekktir fyrir að gera ýmislegt ef lánsfé er í boði.

Hægt er að horfa tæp sextíu ár aftur í tímann, en vinstri stjórnin sem þá sat vildi herinn burt.

Svo buðu Bandaríkjamenn þeim lán á góðum kjörum og þá leyfði sú ríkisstjórn hernum að vera áfram, þótt það væru svik við kjósendur þess tíma.

Vinstri menn eru alltaf samir við sig, Steingrímur vildi ekki AGS, en hann gat ekki fengið lán án aðkomu sjóðsins, þannig að hann gerðist auðsveipur þræll AGS og það er ástæðan fyrir öllum þessum niðurskurði, ótti við að fá ekki lán en ekki ábyrg efnahagsstjórn.

Vinstri flokkarnir fengu leiðbeiningar frá AGS varðandi niðurskurð og ýmsar aðgerðir. Þau skáru niður, það er ekki hægt að neita því. En AGS hótaði ekki að stöðva lánveitingar ef þau opnuðu ekki möguleika á stóriðju, en sjóðurinn mælti eindregið með því að stóriðjuframkvæmdir hæfust sem fyrst.

Enda eru þær til góðs fyrir efnahagslífið, þótt fleira þurfi vissulega að koma til.

Aþjóða gjaldeyrissjóðurinn kann öll trikkin til þess að láta pappíra líta nógu vel út, fyrir matsfyrirtækin. Þess vegna skánaði lánshæfismatið og margt leit ágætlega út í skýrslum, en það er ekki ríkisstjórninni að þakka þótt hún þakki sér það í tíma og ótíma.

Jóhanna er orði þreytt á Viðskiptaráði, því meðlimir þess taka ekkert mark á henni lengur.

Henni þykir betra að fólk trúi því sem hún segir, jafnvel þótt það sé lygi.

Frægt er þegar hún laug um fjölda brottfluttra frá landinu, en hún var fljótt leiðrétt afsamherjum sínum jafnt sem pólitískum andstæðingum.

Ekki er hægt að fullyrða um, að ráðemnn ljúgi meðvitað. En þegar vangetan er algjör og raunveruleikinn sár, þá hættir fólki til að grípa til lyginnar, því hún hljómar betur oft á tíðum, heldur en sannleikurinn.

En það er eins og að pissa í skóinn sinn, hlandið verður ískalt eftir örskamma stund.

 

 

 


Hvers vegna styð ég Sjálfstæðisflokkinn?

Þar sem að ég er breyskur maður sem lifi í breyskum heimi, þá veit það það fyrir víst, að ómögulegt er að finna fullkomna stjórnmálamenn. Þeir eru allir meingallaðir eins og ég.

Það vantar ekki grobbið í vinstri forystuliði vinstri flokkanna og stórar yfirlýsingar nýrra framboða, varðandi eigin heiðarleik og óhemju sterka réttlætiskennd.

Valdið er alltaf vandmeðfarið og afskaplega fáir eru þeir einstaklingar sem kunna að fara með það.

Segja má með sanni, að fátt fer meira í taugarnar á mér en fólk sem gefur sig út fyrir að vera heiðarlegra en gengur og gerist, en sem betur fer eru sjálfstæðismenn ekki stöðugt að hrósa sér af heiðarleika og sterkri réttlætiskennd.

Það er óvéfengjanlega staðreynd, að þegar eitthvað hefur þokast í rétta átt hjá okkur, þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd, í tuttugu ár var Sjálfstæðisflokkurinn að mestu leiti í stjórnarandstöðu og þess tíma er helst minnst fyrir óðaverðbólgu, ósamkomulags ríkisstjórna og mjög slakra lífskjara hjá hinum vinnandi stéttum.

Verkföll og eilífar deilur á milli hópa einkenndu þennan tíma sem sjálfstæðismenn höfðu lítið um málin að segja.

Það sem að fólk telur vera sjálfsögð réttindi í dag, þau komu til þegar sjálfstæðismenn voru í stjórn. Hægt er að nefna fæðingarorlof, atvinnuleysibætur og velferðarkerfið í heild.

Svo voru höft á Íslandi sem vinstri flokkarnir komu á, þau voru mjög slæm og að sjálfsögðu þurfti sjálfstæðismenn til að afnema þau, hinir flokkarnir höfðu hvorki kjark né getu til þess.

En segja má með sanni, að sjálfstæðismenn voru á fullu, ásamt öðrum flokkum, í að styðja við ýmsa sérhagsmunahópa, það eru allir flokkar á Íslandi sekir um það. Einnig óhófleg ríkisútgjöld, slíkt má hengja á alla flokka sem hafa setið að völdum frá lýðveldisstofnun.

Þeir sem telja það, að vinstri flokkarnir einir og sér hafi gert eitthvað gagn, þeir mættu gjarna benda á heimildir máli sínu til stuðnings, því ómögulegt er að finna slíkar frásagnir í bókum sem skrifaðar hafa verið til þessa, hvort sem þær eru skrifaðar af hægri eða vinstri mönnum.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband