Færsluflokkur: Bloggar

Hægri menn hafa háleitar hugsjónir.

Hægri menn hafa háleitar hugsjónir, sem miða að því að bæta samfélagið.

Við viljum standa vörð um frelsi fólks og við berjumst af öllu afli gegn hverskyns tilraunum stjórnvalda til að hefta frelsið, einnig stöndum við með hagsmunum fólksins í landinu.

Þess vegna viljum við berjast fyrir raunverulegum kjarabótum sem felast í því, að auka gjaldeyristekjurnar og stækka þjóðarkökuna í framhaldi af því. Við viljum að allir hafi tækifæri til að efnast á eigin forsendum.

Vinstri menn vilja aftur fjölga krónum í vasa landsmanna, án þess að hugsa um verðmæti peninganna. Minna má á að meðan kreppan var í Þýskalandi á fyrstu áratugum síðustu aldar, þá voru Þjóðverjar með fullt af verðlausum peningum, þeir komu með fullar hjólbörur af seðlum í bakarí og fengu einn brauðhleif fyrir alla seðlanna. Peningaseðlar voru m.a. notaðir sem eldivið til upphitunar.

Svo þykjast vinstri menn berjast með almenningi á móti peningavaldinu, en það er vitanlega hreinræktuð lygi.

Minna má á Icesave baráttuna, en hún snerist fyrst og fremst og hún snýst um það, að almenningur á ekki að láta fjármálaöflin stjórna sínu lífi og sem betur fer, þá virðast aðrar þjóðir vera að vakna til meðvitundar um það.

Vinstri menn vildu gefast upp fyrir fjármálaöflunum og láta almenning borga fyrir afglöp fjármálamanna.

Það voru hægri menn sem skáru upp herör gegn peningavaldinu og höfðu að lokum sigur.

Kannski er baráttunni ekki lokið, mögulega halda Bretar og Hollendingar áfram að kúga okkur til hlýðni með dyggri aðstoð Evrópusambandsins.

En við hægri menn segjum að við eigum ekki að gefast upp, það þarf að berjast fyrir réttlætinu, því það fæst ekki á silfurfati.

Vinstri menn telja það réttlátt að  kjör verkafólks skerðist á meðan ríkið borgar fyrir óreiðumenn, sem virðast lifa góðu lífi, veraldlega séð og þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af afborgunum lána. Ef þeir geta ekki staðið við sínar skuldbindingar, þá eru lán þeirra afskrifuð, vegna þess m.a. að þeir voru með eignir sínar skráðar í einkahlutafélög.

Við hægri menn erum tilbúnir í stríð gegn auðvaldi heimsins, vegna þess að okkur er annt um hag almennings í landinu.

Þegar hrunið varð hér á landi, þá ákváðu hægri menn (Samfylkingin var til hægri fyrir hrun) að nýta þann mismun sem skapaðist við yfirtöku bankanna, þ.e.a.s. lán voru yfirtekin með 60% afföllum, til þess að koma til móts við heimilin í landinu sem og skuldug fyrirtæki.

Þetta var gert á faglegan hátt, fengið var samþykkji AGS fyrir gjörningum og lögmæti hans var könnuð til fulls.

Vinstri stjórnin aftur ákvað að láta erlenda vogunarsjóði fá skjaldborgina.

Ef einhver heldur að vinstri flokkarnir hafi þá hugsjón að bæta kjör landsmanna, þá er það misskilningur.

Þeirra hugsjón er fyrst og fremst sú, að halda sönnum hugsjónaflokki frá völdum og þau beita öllum brögðum til þess.

Svo er það spurning, hvort þjóðin deilir þessum hugsjónum með Sjálfstæðisflokknum eða hvort hún vill efla hag erlendra auðmanna og vogunarsjóða.

 


Jæja, þá er ég orðinn stjórnlyndur.

Til að efla víðsýni mína og svala fróðleiksþorstanum, þá skoða ég gjarna hina ýmsu miðla í netheimum og þar á meðal "eyjuna.is".

Eftir að hafa lesið nokkra pistla þar. þá hef ég komist að því að í augum sumra þar á bæ, telst ég víst mjög stjórnlyndur maður.

Það kemur mér vissulega á óvart, því ég á fimm börn og hef alltaf hvatt þau til að hlusta á sína innri rödd og ekki láta aðra segja sér fyrir verkum, þannig að varla telst ég stjórnlyndur faðir, en ég leitast nú samt við að kenna þeim muninn á réttu og röngu, svona í almennum skilningi.

Ég á tvær yndislegar dætur sem eru fullorðnar konur, önnur þeirra er hlutlaus í pólitík, hin er mikið á móti Sjálfstæðisflokknum, hún telur hann gjörspilltan. Ekki reyni ég að hafa áhrif á hennar skoðanir í þeim efnum, okkar samskipti eru mjög ánægjuleg og gefandi, ég hef gaman af að hlusta á hana skammast út í flokkinn minn og hneykslast á þráhyggjunni í gamla manninum.

Aldrei hef ég fundið hjá mér þörf til að stjórna lífi nokkurs manns, enda finnst mér það ósvífni og óþverraskapur, það á hver og einn að hafa frelsi til að segja sínar skoðanir, alveg eins og ég hef frelsi til að segja mínar.

En hvers vegna er ég svona stjórnlyndur?

Jú það er vegna þess að ég vil alls ekki og geri enga málamiðlun þar að lútandi, ganga í ESB.

Og vegna þess að ég er ekki einu sinni tilbúinn til að íhuga niðurstöður samningsins og breyta um skoðun, ef hún verður okkur hagfelld, þá er ég stjórnlyndur.

Þyrfti ekki einhver að kenna Evrópusambandssinnunum hina raunverulegu merkingu orða?


Þjóðin þarf öflugan Sjálfstæðisflokk.

Það er óumdeilt að sjálfstæðisstefnan er sú stjórnmálastefna sem virkar langbest hér á landi, enda er Sjálfstæðisflokkurinn sprottinn úr alíslenskum jarðvegi og stefna hans túlkar vilja hinnar íslensku þjóðarsálar.

Þegar sjálfstæðisstefnan hefur fengið að ráða hér á landi, þá hafa framfarir orðið hvað mestar, en þegar vinstri stefna hefur ríkt, þá hefur ríkt hér á landi sundurlyndi og almennur vandræðagangur í efnahagsmálum.

Nú dettur einhverjum vinstri manninum eflaust í hug, að ég hafi fengið forskrift frá Valhöll, en ég notast eingöngu við sögubækur og þá reynslu sem ég hef hlotið af því að lifa hér á landi alla tíð, ég ólst nefnilega upp hjá fjölskyldu sem tilheyrði verkalýðsstétt á þeim tíma sem vinstri stjórnir voru með verðbólguna á fullu, það gerði mig að hörðum sjálfstæðismanni, ég fékk nefnilega að finna vinstri stefnuna á eigin skinni.

Ágæt bók sem ég glugga stundum í, var skrifuð af vinstri manninum Illuga Jökulssyni, hún heitir "Ísland í aldanna rás 1900-2000" og hún staðfestir það ásamt fleiri rituðum heimildum, að Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuð og herðar yfir aðra flokka.

Meira að segja hafa margir hugsandi og greindir vinstri menn bent á það, að Sjálfstæðisflokkurinn nái betur að skapa samstöðu heldur en hinir flokkarnir.

Ef við skoðum þær framfarir sem átt hafa sér stað á síðustu öld, þá var Sjálfstæðisflokurinn ráðandi afl í ríkisstjórn.

Jafnaðarstefnan og Sósíal-Demókratismi eru stefnur sem fluttar voru hingað til lands, af fólki sem var heltekið af reiði. 

Á fyrstu áratugum síðustu aldar var frjór jarðvegur fyrir alla þá sem vildu skapa sér tækifæri til vaxtar. Ungir og dugmiklir menn keyptu sér báta, síðan togara og að lokum frystihús, þeir urðu vellauðugir vegna eigin dugnaðar. Oft voru þetta menn sem komu frá fátækum heimilum, þannig að þeir höfðu ekki efni á neinni menntun.

Svo voru ýmsir sem höfðu ekki þann dug né þann vilja sem þarf til þess að efnast, þeir fylltust af öfund og urðu bitrir, það voru þeir sem að studdu hina útlensku vinstri stefnu sem aldrei hefur átt sér rætur í íslenskum jarðvegi.

Einnig var fullt af fólki sem gladdist með þeim sem dugmiklir voru, unnu fyrir þá alla æfi og tengdust þeim djúpum vinarböndum. Sumir kjósa frekar meiri ró í sínu lífi og finnst betra að vinna hjá öðrum, án þess að verið sé að öfundast út í þá sem auðgast vel og efnast á eigin dugnaði.

Þeir sem eru tilbúnir til að byggja upp rekstur og veita fólki vinnu og þeir sem eru tilbúnir til að vinna fyrir fyrirtækin í sátt við sína vinnuveitendur, þeir eru táknmynd fyrir "stétt með stétt".

Hægt er að nefna mörg dæmi þess, að atvinnurekendur fyrri hluta tuttugustu aldar hjálpuðu sínum starfsmönnum mun meira en þeim bar skylda til, þeir voru að umbuna góðum starfsmönnum og sáu hag í að halda þeim.

Í anda sjálfstæðisstefnunnar er hægt að skapa sátt milli stétta, góður verkamaður fær ávallt sitt framlag til baka, ef vinuveitandi hans er hugsandi manneskja, en vitanlega eru til undantekningar í þessu eins og öðru.

Við höfum nú búið við vinstri stjórn í rúmlega tvö ár, íslendingar hafa fengið að reyna það á eigin skinni hvernig vinstri stefnan virkar.

Skjaldborg heimilanna var afhent erlendum vogunarsjóðum, ekki vegna illsku stjórnvalda, heldur vegna ragmennsku og heimsku frá þeirra hendi. Vinstri stjórnin hefur ekki kjark til þess að standa uppi í hárinu á erlendum ríkjum, það eina sem hún getur er að ljúga að kjósendum sínum og ljúga upp á Sjálfstæðisflokkinn.

Sjálfstæðisflokkurinn olli ekki hruninu, heldur gerðu sjálfstæðismenn ýmislegt til þess að milda það eins mikið og kostur var. En því er ekki að neita, að sjálfstæðismenn gleymdu sér í öllu góðærinu og juku ríkisútgjöld meira en eðlilegt gat talist. Hrun bankanna sá enginn maður fyrir, þótt ýmsir hefðu haft grunsemdir þar að lútandi, en grunsemdir einar og sér geta aldrei leitt til harkalegra aðgerða eins og öllum ætti að vera ljóst.

Þjóðin þarf að lesa sögubækur og kynna sér raunveruleikann eins og hann er, ekki taka mark á vinstri mönnum því þeir lifa ekki í raunveruleikanum.

Allir þeir sem aðhyllast frjálslynda hægri stefnu eiga að skrá sig í Sjálfstæðisflokkinn og taka þátt í að byggja hann upp, landi og þjóð til heilla.

Í ljósi sögulegra staðreynda, þá gengur íslensku þjóðinn ávallt best, þegar Sjálfstæðisflokkurinn er sterkur.

Hægt er að skilja þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir eru brotnir um þessar mundir vegna þess að heiðarlegu fólki hættir til að taka ásakanir oft á tíðum óþarflega nærri sér.

En sjálfstæðismenn þurfa ekki að skammast sín fyrir neitt, það þurfa vinstri menn að gera.

Engin dæmi hafa komið fram sem styðja það, að leiðtogi sjálfstæðismanna hafi vísvitandi logið að þjóð sinni og logið upp á pólitíska andstæðinga, jafnvel er gengið svo langt að einn heiðarlegasti stjórnmálamaður samtímans er settur á sakamannabekk til þess að þjóna röngum málsstað, jafnvel þótt erlendir fjölmiðlar hrósi honum fyrir hárrétt viðbrögð í aðdraganda hrunsins.

Þegar verið er að verja vonlausa stefnu, þá dugar sannleikurinn ekki, þess vegna er gripið til lyga og ómerkilegra áróðursbragða.

Sjálfstæðismenn geta auðveldlega varið sig, því sannleikurinn sigrar ávallt lygina að lokum.

Nú er lag fyrir alla þá sem aðhyllast hagsæld og frelsi að taka þátt í að byggja Sjálfstæðisflokkinn upp og láta sínar skoðanir í ljós.

Síðasti landsfundur Sjálfstæðisflokksins sýndi það með óyggjandi hætti, að í þeim flokki virkar grasrótin, því forystan hefur lýðræðishugsunina að leiðarljósi. Grasrótin mótmælti allri málamiðlun varðandi ESB, forystan var á öðru máli, en hún lét undan.

Forysta Sjálfstæðisflokksins vildi að við samþykktum síðustu Icesave samninganna. grasrótin mótmælt og forystan ákvað að láta málið í hendur þjóðarinnar. Forysta Sjálfstæðisflokksins veit það nefnilega, að það er hinn almenni flokksmaður sem ræður að lokum og forysta flokksins kann að láta undan og virða lýðræðið.

Það þarf kjark til að játa sig sigraðan og gera það með sæmd, halda síðan áfram að starfa með sínum flokksmönnum, án þess að vera með læti.

Kjarklausar forystusveitir vinstri flokkanna kunna ekkert annað en að ljúga, svíkja eigin þjóð og pína almenning með ofursköttum, en þau þora ekki fyrir sitt litla líf að standa í hárinu á útlendingum.

Það má reynda kenna sjálfstæðismönnum um það, vinstri menn eru svo vanir því að geta sparkað í þá án þess að vera svarað til baka, þannig að um leið og einhver blæs á þau, þá falla þau eins og skot.

Að lokum hvet ég allt hugsandi fólk til að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, því augljóst er að hann er eina aflið sem hugsanlega getur bjargað þjóðinni og reist hana við.

 


Hvar er stjórnarandstaðan núna?

Því miður virðumst við hér á landi ekki aðeins búa við handónýta ríkisstjórn, heldur slappa stjórnarandstöðu líka.

Ágætlega ritfærir menn og hagsmunasamtök hafa verið að gegn störfum þeim, sem stjórnarandstaðan á þingi á að vera að gera og nú hefur FÍB bent á rangfærslur í máli fjármálaráðherra þjóðarinnar, en það mun ekki vera fyrsta lygin sem leiðtogar ríkisstjórnarinnar koma með, án athugasemda frá stjórnarandstöðunni.

Vitanlega eiga þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna, allir sem einn að finna veika punkta í málflutningi ríkisstjórnarinnar og koma þeim á framfæri við þjóðina, af mörgu er að taka.

Fjármálaráherrann laug því í Kastljósviðtali, að ríkið þyrfti að fara í aðra sjóði til þess að fjármagna vegagerð í landinu, en miðað við útreikninga þeirra hjá FÍB, þá er verið að taka stóran hluta af því fé sem kemur til vegna skatta af umferð í landinu.

Tvennt kemur til greina, annað hvort laug fjármálaráðherra eða þeir hjá FÍB. Miðað við fengna reynslu, þá virðist líklegra að fjármálaráðherrann hafi logið.


mbl.is Gera athugasemdir við ummæli ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ekki persónugera hrunið".

Á síðustu mánuðum ársins 2008, eftir að efnahagshrunið skalla á með fullum þunga, benti Geir H. Haarde okkur á þá staðreynd, að við ættum ekki að persónugera hrunið.

Það var eins og við manninn mælt, grunnhyggnir þvargarar, á götunni og í fjölmiðlum landsins ruku upp til handa og fóta, þeir vildu harða dóma yfir gerendum hrunsins. Þeir vildu meina að fyrir Geir vakti, að hlífa hinum meintu gerendum hrunsins.

Taka skal fram að vitanlega þarf að dæma þá sem sekir eru um glæpsamleg athæfi.

En var gerandi hrunsins einhver ákveðin persóna?

Nei, gerandi hrunsins var engin lifandi persóna, heldur tveir af höfuðlöstum mannsins, græðgi og heimska.

Það myndaðist prýðisgóður jarðvegur fyrir græðgi og heimsku, þegar ódýrt fjármagn flæddi um heiminn, þá virtist það leikur einn að breytast í auðmann á einni nóttu.

Þeir sem velja sér vettvang á sviði viðskipta og stjórnmála eru berskjaldaðir fyrir græðgi og heimsku á svona tímum, þá sleppa fáir við að vera sigraðir af heimskunni og græðginni.

Þrátt fyrir allar framfarir á sviði tækni og vísinda, þá kunnum við ekki ennþá að varast græðgina og heimskuna.

Við viljum ekki ræða það sem máli skiptir, heldur finna sökudólga og sakfella þá.

Slík heimska gerir það að verkum, að næst þegar ódýrt fjármagn flæðir yfir, þá gerast nákvæmlega sömu atburðirnir.

Einhverjir verða græðginni að bráð, græða svakalega og hljóta aðdáun samferðamanna sinna. Síðan hættir fjármagnsstreymið og fólk tapar öllu, þeir sem voru í eldlínu viðskipta og stjórnmála verða hataðir af alþýðunni og kennt um allt sem miður fór.

Til þess að koma í veg fyrir þessi leiðindi, þá þurfum við öll að líta í eigin barm, við eigum að hætta að tigna peningavaldið og einbeita okkur að heiðarlegri vinnu.

Þjóðin þarf að finna leiðir til að komast af, ekki reyna að verða ríkasta þjóð í heimi, því það er oftast ansi kalt á toppnum og hröð er leiðin niður af honum.

Það er meira virði að safna í viskusjóði heldur en peningasjóði. Viskan leiðir af sér ásættanlegt fjármagn, því hún leiðir af sér vinnusemi og aðrar dýrmætar dyggðir.

Peningasjóðir búa ekki til visku, heldur slæva meðvitund fólks, ef þeir eru tilkomnir af öðrum ástæðum en heiðarlegri vinnusemi sem blandast við blóð svita og tár.


Minniháttar bókhaldsbrot?

Bubbi Morthens og Ólafur Arnarson eru tveir af afkastamestu pistlahöfundum Pressunnar.

Báða met ég mikils, Bubba hef ég fylgst með allan hans feril, ég var staddur á fyrstu tónleikunum sem hann spilaði á í Kópavogsbíói árið 1980. Hann hefur átt sínar hæðir og lægðir, en það kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælanna í textagerð, margir af hans textum eru í hópi fegurstu ljóða sem samin hafa verið hér á landi.

Einnig er margt til í því sem hann skrifar á Pressuna, oft bendir hann okkur á að rækta með okkur jákvæðni, sáttfýsi og hvetur okkur til að fyrirgefa.

Ólafur Arnarson skrifar líka af mikilli þekkingu, hann upplýsti m.a. um skjaldborgina sem var afhent erlendum vogunarsjóðum osfrv.

En tilfinningarnar bera þá ofurliði þegar kemur að Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og föður hans, þá er ekkert vit í því sem þeir skrifa.

Bubbi heldur því statt og stöðugt fram, að Jón Ásgeir hafi ekkert með hrunið að gera. Þeir Bónusfeðgar eru góðvinir Bubba, þannig að hann álítur þá strangheiðarlega í alla staði.

Ekki er hægt að fullyrða um eðli þeirra feðga, vel getur verið að þeir hafi heiðarlegt innræti, en stundum brenglast margt hjá mönnum þegar þeir fá peninga og völd í hendur og heiðarleiki virðist ekki hafa verið ríkjandi hjá feðgunum, meðan þeir voru hvað mest áberandi í hinni frægu útrás.

Ólafur var að ergja sig á Birni Bjarnasyni í einum pistlinum og vildi meina að Jón Ásgeir hafi fengið vægan dóm fyrir minni háttar bókhaldsbrot.

Bókhaldsbrotið sem hann áleit minniháttar fólst í því, að Jón Ásgeir lét Jón Gerald skrifa fyrir sig rangan og tilhæfulausan kreditreikning upp á sextíu og tvær milljónir króna.

Í maímánuði árið 2007, þegar dómurinn var uppkveðinn ríktu aðrar aðstæður hér á landi.

Almenningsálitið var sannarlega hliðhollt þeim Baugsfegðum og sextíu og tvær milljónir þótti ekki há upphæð þá, vegna þess að stöðugt var verið að fjalla um hundruði milljarða í öllum fréttatímum.

En bókhaldsbrotið er ekki minniháttar, sextíu og tvær milljónir er ekki lítil upphæð og gjörningurinn lýsir einlægum brotavilja Jóns Ásgeirs. Meðvirkni samfélagsins á þessum tíma með útrásarvíkingunum var slík, að allir sem gagnrýndu þá, voru rakkaðir niður á götunni og í fjölmiðlum þjóðarinnar. Þess vegna getur verið að dómarar hafi hreinlega ekki þorað að taka fast á þeim feðgum, án þess að hægt sé að fullyrða um það.

Flestir hljóta að geta fallist á það, að ef forsvarsmaður fyrirtækis lætur falsa fyrir sig reikning, þá lýsir það ásetningsbroti, en slík brot eru alvarlegri en önnur, eftir því sem lögfróðir menn segja.

Þannig að bókhaldsbrot Jóns Ásgeirs var ekki minniháttar, heldur frekar alvarlegt, þótt upphæðin hafi ekki þótt há á þessum tíma.

 

 


Þörf á akademískri umræðu.

Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur í mörg ár vakið athygli á sjónarmiðum sínum, en litla áheyrn hlotið hjá ráðamönnum þessa lands. Það er kominn tími til að öll sjónarmið vísindamanna fái að heyrast og að fram fari akademísk umræða um fiskifræði, þar sem mörg sjónarmið takast á.

Hafró notast við ákveðið rannsóknarkerfi og lætur endurskoða sínar niðurstöður hjá Alþjóða hafrannsóknarráðinu, en sú ágæta stofnun notast við sömu aðferð og Hafró, þannig að lítil von er á gagnrýnni umræðu úr þeirri átt.

Jón Kristjánsson hefur bent á það, að hugmyndir hans hafi nýst vel í Færeyjum og margt bendir til þess að svo sé.

En þeir sem að gagnrýna hans tillögur eru náttúrulega fiskifræðingar hafrannsóknarstofnunar Færeyja, en þeir hafa sömu aðferðarfræði og sömu sýn og starfsbræður þeirra á Íslandi.

Fiskifræðin er ung vísindagrein og lítil von til mikillar þróunar, ef alltaf er notast við sömu aðferðarfræðina og sömu sjónarmiðin.

Menn þvarga fram og til baka um fiskveiðistjórnunarkerfið og sitt sýnist hverjum í þeim efnum.

Aðalatriðið í umræðum um fiskveiðimál hlýtur að vera það, hvernig við getum hámarkað afrakstur auðlindarinnar á sama tíma og við setjum ekki allt í uppnám.

Það er ekki langt síðan að íslenskir fiskifræðingar viðurkenndu það, að þorskur færði sig á milli hafssvæða, þorskur af Íslandsmiðum færi til Grænlands og öfugt, einnig hefur Barentshafið verið nefnt í þessu samhengi.

Þegra ég byrjaði til sjós fyrir þrjátíu árum síðan, þá voru gömlu mennirnir að sýna mér þorska sem þeir sögðu ættaða frá Grænlandi og fræða mig um þetta munstur hjá þorskinum, þannig að sjómenn hafa vitað þetta lengi.

Ekki er verið að segja það, að fiskifræðingar Hafró hafi endilega rangt fyrir sér að öllu leiti, en þeir mættu gjarna hafa opna umræðu og hlusta á ólík sjónarmið, öðruvísi verður engin vísindagrein fyllilega marktæk.

Stöðugt rifrildi um kerfi til að nota, miðað við tillögur Hafró skilar engu í verndun og rannsóknum á fiskistofnum.

Hyggilegast væri fyrir stjórnvöld, að sjá til þess, að lífkerfi hafsins væri rannsakað með tilliti til allra hugsanlegra sjónarmiða, sem byggð eru á vísindalegum grunni. 


mbl.is Friðun skilar ekki árangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Jóhanna að þóknast þjóðhetjunni?

Hæstvirtur forsætisráðherra, eða aðstoðarmaður hennar, býr yfir afskaplega frjóu ímyndunarafli.

Mynd sú sem þjóðin hefur af þjóðhetjunni Jóni Sigurðssyni er sú, að hann hafi viljað frelsi og fullveldi Íslands ofar öllu, þannig að varla hefði aðildarumsóknin að ESB verið honum kærkomin afmælisgjöf í fyrra.

En Jóhanna eða ræðuritari hennar og aðstoðarmaður, er á fullu við að skekkja mynd þjóðarinnar af Jóni Sigurðssyni, hún vill meina að stjórnlagaþingið muni heiðra minningu hans.

Það er afskaplega langsótt að telja það heiður við minningu manns, sem vildi sjálfstæði og fullveldi íslendingum til handa, að semja stjórnarskrá sem miðar m.a. að því, að deila fullveldi með öðrum þjóðum.

Jón Sigurðsson var greindur maður og yfirvegaður, fúskið í kring um kosningar til Stjórnlagaþings, gegn vilja meirihluta þjóðarinna, hefði ekki verið honum að skapi ef litið er til rannsókna á hans karakter.

Jóhanna gaf það í skyn, að ef andi Jóns byggi í styttunni á Austurvelli, þá myndi hann gleðjast yfir verkum þessarar ríkisstjórnar og gleðjast yfir stofnun stjórnlagaráðsins.

Ef andi Jóns býr í styttunni, sem telst nú frekar hæpið, þá er Jóhanna heppinn að hann geti ekki talað til hennar.

Miðað við lýsingar á skapgerð og mælskuþrótti þjóðhetjunnar, þá er nú hætt við að Jóhanna Sigurðardóttir fengi harðorðar skammir á hreinni og tærri vestfirsku, en ekkert þakklæti frá Jóni Sigurðssyni.


mbl.is Draumur Jóns um stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvönduð blaðamennska Fréttablaðsins.

Mörgum hættir til að gleypa það hrátt, sem þeir lesa í fjölmiðlum og þess vegna er þjóðfélagsumræðan á eins lágu plani og raun ber vitni.

Í Fréttablaðinu í dag birtist efst á bls. 16. í dálki sem heitir "Frá degi til dags" umfjöllun um "Vinstri vaktina gegn ESB".

Þar segir m.a.: "Vinstri vaktin gegn ESB er nýr félagsskapur og nýverið var opnaður vefur með boðskap hans".

Sú umfjöllun er ekkert annað en lygaspuni frá rótum og greinilegt að sá sem skrifaði hana, hafi ekki haft fyrir því að kynna sér staðreyndir málsins, Vinstri vaktin gegn ESB er ekki félagsskapur heldur bloggsíða vinstri manna innan Heimssýnar.

Væri um klofning að ræða, þá væri ég varla dyggur lesandi þessarar góðu síðu og ef menn leita í bloggvinahópi mínum, þá er ég einmitt bloggvinur Vinstri vaktarinnar, enda ágætis vinir mínir og félagar sem stjórna henni.

Ég er í stjórn Heimssýnar og sit stundum fundi framkvæmdarstjórnar þegar ég er í landi. Það vill einsmitt svo til, að ég sat fundinn, þar sem að Ragnar Arnalds tilkynnti fyrirhugaða stofnun "Vinstri vaktarinnar".

Ragnar benti á það, að Evrópuvaktin höfðaði frekar til hægri manna, vegna þess að ritsjórarnir eru jú báðir sjálfstæðismenn, honum fannst vanta sambærilega síðu, sem myndi höfða til vinstri manna.

Við ræddum þetta talsvert, m.a. kom fram að sökum þess að Evrópuvaktinni væri ritsýrt af hægri mönnum og hægri menn skrifuðu í hana, þá væri hætt við ESB sinnar héldu áfram að hengja umræðuna á útgefanda Morgunblaðsins og ritjórn þess, þannig að þjóðin færi þá að trúa því, að það væru eingöngu þröngir sérhagsmunir útgerðarmanna sem börðust gegn aðild.

Menn urðu sammála um það, bæði vinstri menn og hægri menn, að það væri góð hugmynd hjá vinstri mönnum að  stofna sérstaka síðu til þess að sýna fram á, að aðildarandstæðingar kæmu úr mörgum og ólíkum áttum.

Ég get fullyrt það, að í Heimssýn ríkir mikil samstaða á meðal manna og skiptir þar engu máli, hvort fólk er til hægri eða vinstri.

Heimssýn eru þverpólitísk samtök sem berjast gegn aðild að ESB og þar er enginn klofningur, þvert á móti mikill einhugur og sterk samstaða, óháð flokksírteinum.

Nú þarf Stefan Füler að fara að drífa sig hingað, til þess að kenna aðildarsinnum að notast við staðreyndir.


Fundi með Ögmundi frestað.

Þann 13. júní ritaði ég færslu um opinn fund í Valhöll, sem vera átti á morgun með Ögmundi Jónassyni og Guðlaugi Þór.

Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta fundinum, vegna þes að menn telja þetta ekki góðan tíma, en hann verður vel auglýstur þegar af honum verður.

Biðst ég velvirðingar á því, ef einhver hefur verið búinn að taka morgundaginn frá fyrir fundinn, en lofa viðkomandi því, að fundur þessi mun fara fram sem og aðrir fundir þar sem vinstri menn fá að segja sína hlið í Valhöll.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband