Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 28. maí 2011
Afar sérstæð landkynning.
Hagfræðiprófessorinn Þorvaldur Gylfason, tilheyrir hópi þeirra sem telja hagsmunum okkar best borgið innan vébanda ESB.
Hann hefur ásamt mörgum öðrum skoðanasystkinum sínum, bent á það, að smáríki geti haft talsverð áhrif innan ESB og jafnvel látið í það skína, að Brusselmenn muni hlusta á tillögur íslendinga um hin ýmsu mál.
Á sama tíma stendur hann í afskaplega sérstæðri landkynningu, en hún felst í því, að sannfæra útlendinga um heimsku og vanhæfni íslensku þjóðarinnar.
Prófessorinn er steinhissa á því, að fólk í öðrum löndum, skuli ekki hafa verið upplýst almennilega um það klúður, að hans mati, að leggja niður Þjóðhagsstofnun.
Hann er nokkuð hress með það, að útlendingar geti séð, hvernig hæstiréttur ætlaði að eyðileggja möguleika hans til setu á Stjórnlagaþinginu, en eins og allir vita þá reddaði Jóhanna honum fyrir horn, með því að gera lítið úr hæstarétti, en það er önnur saga.
Honum finnst að þýða ætti rannsóknarskýrsluna á útlensku, til þess að útlendingar geti séð hversu vonlaus stjórnsýslan er hér á landi..
Honum er mikið í mun, að sannfæra aðrar þjóðir um þá skoðun sína, að hér á landi sé handónýt stjórnsýsla, vonlaus hæstiréttur og að þjóðin sé ekki hæf til að standa á eigin fótum.
Erfitt er að sjá, hvernig hægt er að fá útlendinga til að taka mark á þjóð, sem hefur handónýta stjórnsýslu og vanhæfan hæstarétt ásamt því að geta ekki staðið á eigin fótum.
Ætli stjórnarskrá Suður- Afríkubúa hafi svörin við því?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 25. maí 2011
Kjör alþingismanna.
Ekki ætla ég að halda því fram, að þingmenn hafi of há laun, en núna er ekki rétti tíminn til að bæta þeirra kjör.
Grunnlaun þingmanna munu vera 520.000. og það er hærri upphæð heldur en margir geta látið sig dreyma um, svo kemur eitthvað ofan á kaupið hjá þeim.
Það merkilega er, við fólkið sem situr á þingi, að engin stétt önnur leggur eins mikið í sína starfsumsókn og tilvonandi þingmenn gera.
Það er bókstaflega allt lagt undir, fólk eyðir peningum í að auglýsa sig osfrv.
Svo þegar þjóðin hefur látið það eftir viðkomandi, að kjósa hann á þing, þá er farið að nöldra yfir kaupinu, en laun þingmanna eru engin leyndarmál, þannig að auðvelt ætti að vera fyrir umsækjendur að kynna sér kjörin áður en ákvörðun er tekin.
Ef menn þurfa að borga með sér, á þessum launum, þá þarf viðkomandi að skoða í hvað er verið að eyða peningunum.
En aftur á móti þegar og ef, þingmönnum tekst að koma málum þannig fyrir,að hagur þjóðarinnar eflist til muna og árangur sést af þeirra störfum, þá er hægt að skoða hækkun launa.
Þjóðfélag sem hefur ekki efni á að hlúa almennilega að þeim sem minna mega sín, hefur ekki efni á að borga ráðamönnum sínum mjög há laun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 24. maí 2011
Viljum við réttlæti?
Það voru haldnir þjóðfundir og niðurstaða þeirra var m.a. sú, að réttlæti væri æskilegt til endurreisnar samfélagsins.
Gerð var rannsóknarskýrsla sem benti á það, að góð hugmynd væri að fara eftir lögum.
Allir virðast vera á þeirri skoðun að eftirfylgni við lög og ástundun heiðarleika, ásamt því að rækta með sér réttlætiskennd sé aldeilis prýðisgott fyrir þjóðfélagið.
Þeta er óskaplega fallegt og sætt, en hvað um framkvæmdina.
Tvær meginstoðir réttaríkis eru þær, að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og enginn sé sekur uns sekt sé sönnuð.
Mörgum þykir þetta hljóma nokkuð vel, nema ef viðkomandi er sjálfstæðismaður, þá er hægt að þverbrjóta allar reglur.
Hefð mun vera fyrir því, að glæpamönnum sé birt ákæran á undan fjölmiðlum. Í tilfelli Geirs H. Haarde, þá virðast önnur lögmál gilda.
Ekki veit ég hvort saksóknarinn í máli hans sé á þeirri skoðun, að Geir sé versti skúrkur þjóðarinnar, en æði vafasamt hlýtur það að teljast og ámælisvert, að birta ákæruna í fjölmiðlum, áður en hann fær hana í hendur.
Og að gefa það út, að meiri líkur en minni séu á því, að hann verði sakfelldur.
Þjóð sem vill réttlæti, getur ekki beitt mann óréttlæti fyrir það eitt, að vera sjálfstæðismaður.
Ef svo er, þá heitir það pólitískar ofsóknir, ekki veit ég hvort þjóðinni þykir gott að vera líkt við Sovétríkin gömlu og skyldar þjóðir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 21. maí 2011
Hverjir hafa brugðist?
Sjónarmið þeirra sem ákváðu að hverfa úr VG var víst það, að þeim fannst flokkurinn ekki vera samkvæmur eigin stefnu.
Þeirra sjónarmið er einmitt það, að þau séu að framfylgja stefnu VG og þau hafa vissulega rétt á þeirri skoðun sinni, við búum jú í frjálsu lýðræðisríki.
Lýðræðissinnar hljóta að fagna því, að fólk standi með sinni sannfæringu, eins og því var fagnað þegar Jóhanna Sigurðardóttir ásamt fleiri krötum stofnuðu Þjóðvaka á sínum tíma.
En lítið bendir til lýðræðisástar hjá VG, fylgisspekt við ríkisstjórnina virðist fremur ráða för hjá þeim, foringjaræði er hættulegt fyrir lýðræðið.
Skoðanakúgun í flokkum og krafa um að allir gangi í takt, ætti ekki að þekkjasti dag.
Við eigum að virða frelsi stjórnmálamanna til að berjast fyrir sínum hugsjónum, svo skera kosningar vitanlega úr um, hvernig hugsjónir viðkomandi falla þjóðinni í geð.
![]() |
Þremenningarnir snúi aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20. maí 2011
Samt er Spánn í ESB.
Spánn er eitt aðildarríkja Evrópusambandsins eins og allir vita.
Þrátt fyrir það, þá er 20% atvinnuleysi þar í landi og svo mikil óánægja, að fólk þar í landi er að mótmæla fyrir framan þingið þar í landi og landar þeirra á Íslandi sýna þeim samstöðu.
Evrópusinnar íslenskir hafa nú ansi lengi haldið því fram, að okkur sé lífsnauðsyn að ganga í sambandið, til þess að okkur gangi betur.
Það er ekkert óeðlilegt við það, að sumum líði betur ef við værum í ESB, en að halda því fram að eitthvað batni hér á landi við inngönguna, það tel ég vera stóran misskilning.
Reglulega koma fréttir af erfiðleikum aðildarríkja ESB, þar er almenningur að mótmæla, atvinnuleysi gífurlegt og sama baslið og hér á landi, kannski meira en örugglega ekki minna.
En hins vegar má vel taka undir það sjónarmið, að íslenskir embættis og stjórrmálamenn eiga góða möguleika á vel launuðum stöðum í Brussel.
Það er hins vegar spurning, hvort við eigum að ganga í ESB til þess að Össur og fleiri eigi möguleika á hálaunastörfum.
![]() |
Spánverjar mótmæla við Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 20. maí 2011
Sendum þeim fallegar hugsanir.
Það er átakanlegt að lesa um þjáningar lítils barn og þeir sem eiga sjálfir börn hljóta að finna til, þegar lesið er um þá raun sem lítill drengur, Gunnar Hrafn Sveinsson þarf að ganga í gegn um.
Þessi frásögn ætti líka að vera okkur áminning um, þá staðreynd, að ekkert er sjálfgefið í þessum heimi.
Þeir sem eru heppnir og þurfa ekki að horfa upp á saklaus börn þjást, ættu að vera þakklátir fyrir það og senda fallegar hugsanir til allra barna sem af einhverjum ástæðum finna til.
Það er oft þannig, með fólk sem er gæfusamt, að ef eitthvað blæs á móti þá finnst því allt ómögulegt og vorkenna sér hræðilega mikið, jafnvel þótt ekki sé um merkilegri erfiðleika að ræða, en tímabundin blankheit.
Við búum í góðu samfélagi, það var sagt frá lítilli stúlku sem hefur hjartað á vitlausum stað. Það gerir það að verkum, að vesalings barnið á tæplega langt líf fyrir höndum.
Stúlkan er frá Rússlandi og hún býr þar. Sýnd var mynd af henni, þetta er fallegt barn, hún brosti með þeirri útgeislun sem sakleysið eitt getur framkallað.
Heilbrigðiskerfið í Rússlandi bregst þannig við, að ekkert er hægt að gera fyrir telpuna litlu, það er of kostnaðarsamt. Sem betur fer höfum við ekki heyrt svoleiðis hrylling frá heilbrigðiskerfinu okkar, hér er leitast við að bjarga öllum.
Í heiminum búa miklar þjáningar og við höfum minnst af þeim hér á landi, samt kvartar fólk hér á landi meira en þeir sem hefðu meira tilefni til þess.
Góð heilsa er náðargjöf sem ber að meta.
Við eigum að finna til með þeim sem þjást og muna, ef við þurfum ekki að þjást, hvað við erum heppin.
Ísland er ekki svo slæmt, þrátt fyrir allt, við skulum senda öllum þeim er þjást fallegar og kærleiksríkar hugsanir, biðja fyrir þeim og það eina sem við getum gert, er að vona að Guð heyri okkar bænir og meðtaki þakklæti okkar fyrir að hafa fæðst á Íslandi.
![]() |
Erfitt að horfa á Krumma líða illa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 20. maí 2011
Er þingmaðurinn andvígur lýðræði?
Háttvirtur þingmaður Björn Valur Gíslason virðist eitthvað ósáttur, við eðlilegar og hefðbundnar starfsaðferðir alþingis Íslendinga.
Auðvelt er að skilja viðbrögð þingmannsins i ljósi þess, að stjórnarliðum þykir afar óþægilegt ef einhver mótmælir þeirra málflutningi.
En slík afstaða er óæskileg, vegna þess að það sem Björn Valur er að gagnrýna, er einmitt hornsteinn þingræðisins.
Stjórn og stjórnarandstaða takast iðulega á um hin ýmsu mál. Stjórnin hefur meiri völd sökum þess, að hún hefur meirihluta á þingi, helsta vopn stjórnarandstöðunnar er að tefja þau mál, sem hún vill ekki að komist að.
Sú aðferð að beita málþófi og öðrum aðferðum, til þess að tefja fyrir því að frumvörp komið að, hefur verið stunduð á alþingi frá upphafi þess. Vinstri grænir notuðu þetta vitanlega þegar þeir voru í stjórnarandstöðu, þannig að ekkert er óeðlilegt að sjálfstæðismenn geri það líka.
Björn Valur hefur kannski svipaða skoðun og flokksbróðir hans, Þráinn Bertelsson, en sá ágæti maður sagði það eitt sinn, að sér leiddist lýðræðið óskaplega mikið.
Er gott að hafa menn á þingi, sem er óhressir með lýðræðið?
![]() |
Segir stjórnarandstöðu tefja kvótaumræðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. maí 2011
Eru gjaleyrishöftin að tefja endurreisnina?
Ef marka má orð forstjóra Kauphallar Íslands, þá eru gjaldeyrishöftin að halda gengi krónunnar í neðri mörkum.
Það þýðir vitanlega ekki að taka eingöngu mark á einum aðila, en þegar matsfyrirtækin segja að gjaldeyrishöftin séu að lækka lánshæfismatið, þá er hægt að leggja við hlustir, því þarna eru nokkrir aðilar á sama máli.
Einnig hafa fregnir borist af því, að erlendir fjárfestar, sem tilbúnir eru til að fjárfesta hér á landi, halda að sér höndum á meðan gjaldeyrishöftin eru til staðar.
Og heilbrigð skynsemi hlýtur að segja okkur það, að röng skráning gengis getur aldrei staðist til lengdar.
Hvað gera svo sauðirnir í stjórnarráðinu?
Vitanlega festa þau höftin í sessi með fáránlegum lagasetningum, ekki er við öðru að búast hjá þessum fábjánum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 19. maí 2011
Marklaus talnaleikfimi.
Steingrímur fetar í fótspor Stefáns Ólafssonar og notast við talnaleikfimi sem hefur ekkert raunverulegt gildi.
Hagfræðin og aðrar vísindagreinar eru fullar af allskyns kenningum og aðferðum sem geta gefið hinar ýmsu niðurstöður, en þær standast ekki alltaf raunveruleikann.
Auðvelt er að segja að atvinnuástand hér á landi sé nokkuð gott, þar sem ca. 90 % hafa vinnu. Það þýðir vitanlega að mikill meirihluti fólks hefur atvinnu sem ætti að vera jákvætt, svona ef maður skoðar tölur á blaði.
En fólk sem hugsar, veit að tíu prósent atvinnuleysi er óásættanlegt, vegna þess að atvinna skiptir okkur svo gríðarlega miklu máli, þess vegna er öðruvísi að upplifa hlutina heldur en að lesa um þá.
Hægt er að finna allskyns niðurstöður sem sýna að skattbyrði hafi aukist, einnig að hún hafi lækkað.
En það sem máli skiptir er, hvað fólk raunverulega heldur eftir af sínum launum og hvernig gengur að lifa af þeim.
Það fólk sem þarf að draga fram lífið á lágum tekju, sjá fyrir fjölskyldu og borga afborganir af lánum, heyrir niðurstöður Stefáns Ólafssonar þess efnis, að tekjulægstu hópunum hafi verið mest hlíft við skattahækkanir, þá upplifir það enga sælu.
Það er framleiðsla og útflutningur sem bæta kjör fólks, tekjustreymi til landsins í erlendri mynt.
Talnaleikfimi sem sýnir fram á góðan hag þeirra sem lægst hafa launin, virkar eins og ísköld vatnsgusa á fólk, sem er að berjast við að ná endum saman og þarf að vera upp á náð og miskunn lánastofnanna þegar líða tekur á mánuðinn.
Veruleikinn er nefnilega ekki það sama og tölur á blaði sýna.
![]() |
Ólík sýn á skattkerfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. maí 2011
Óskaplega eru þeir tregir.
Þetta höfum við sjómenn vitað ansi lengi, en það virðist taka hina hámenntuðu sérfræðinga Hafró lengri tíma en okkur sjóarana að átta sig á, hvað er að gerast í sjónum.
Það hefur verið erfitt oft að ná karfa á haustin, því þá heldur hann sig meira uppi í sjó.
En síðustu haust hefur verið nokkuð auðvelt að veiða hann, þannig að þetta eru ekki nýjar fréttir.
Það hafa verið bannaðar veiðar á stórum bletti fyrir sunnan land ansi lengi og vitað er að þar er gífurlegt magn af karfa.
Vestur á Halamiðum er karfinn farinn að láta sjá sig aftur, en hans varð lítið vart þar í nokkur ár, nú er hægt að fá hann í svona þokkalegu magni, sem meðafla með þorski.
Í allavega tvö ár hefur vesalings skipstjórinn sem ég er með, verið í vandræðum, vegna þess að sama hvar hann dýfir trolli, allstaðar er karfi.
Við erum að leita að ufsa, það er kastað á hefðbundinni ufsaslóð, en upp kemur karfi og þorskur og hægt er að finna einn og ein ufsa ef leitað er vandlega í fiskihrúgunni.
Svona er þetta bara, en fiskifræðingarnir eru seinir að átta sig eins og oft áður. Við hefðum getað veitt margfalt meira magn af karfa heldur en gert hefur verið undanfarin ár, þannig að tapið fyrir þjóðarbúið skiptir þá einhverjum milljörðum.
Sama er að segja um þorskinn, það er hægt að troðfylla skipið túr eftir túr af þorski, en það má ekkert veiða.
Enda sagði skipstjórinn við mig í síðasta túr, eftir að hafa verið á hröðum flótta undan þorski og karfa, að það væru aldeilis breyttir tímar; "hér áður fyrr voru menn reknir ef þeir fiskuðu lítið, nú eru menn reknir ef þeir fiska mikið".
Við erum mjög heppnir, hvort sem um er að ræða náð frá Himnaföðurnum eða óvanaleg leikni félaga minna í brúnni, skipstjóra og fyrsta stýrimanns sem báðir eru reyndar afburðamenn, að okkur tekst alltaf að veiða það sem útgerðin óskar eftir, allavega höfum við ekki þurft að henda neinu, því það að henda verðmætum í hafið er óskaplega sárt eins og gefur að skilja.
Ég held að stjórnvöld ættu að ræða betur við Jón Kristjánsson fiskifræðing og sjá hvað kæmi út úr því, hann virðist hafa ansi gott vit á þessum málum.
Annars efast ég um að það verði rætt við Jón, gáfaðir menn eiga ekki upp á pallborðið hjá ráðherrum landsins um þessar mundir eins og alkunna er.
![]() |
Viðbót gefur 3 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)