Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 6. júní 2011
Pólitískar ofsóknir gegn Geir H. Haarde.
Réttarhöldin yfir Geir H. Haarde eru ekkert annað en pólitískar ofsóknir, því augljóst er að hann olli ekki efnahagshruninu.
Ef fólk les skýrslu finnska bankasérfræðingsins Kaarlos Jäänari, þá kemur þar m.a. fram, að engin stjórnsýsla getur komið í veg fyrir gjaldþrot fjármálastofnana, stjórnendur þeirra bera fyrst og fremst ábyrgð.
Múgsefjunin í samfélaginu var slík, að enginn stjórnmálamaður hafði kjark eða burði til þess, að setja lög til að minnka bankanna eða þvinga þá til eins eða neins. Við megum ekki gleyma því, að enginn sá hið raunverulega hrun fyrir, alls enginn lifandi maður.
Ekki svo löngu fyrir hrun, sögðu stjórnendur bankanna að þeir væru svo sterkir, að þeir gætu staðið af sér þá lánsfjárkreppu sem komin var, forstjóri Glitnis sagði m.a. í viðtali að styrkur bankanna væri helst sá, að þeir væru bæði viðskipta og fjárfestingabankar, það dreifði áhættunni.
Hafi Geir H. Haarde dottið til hugar að þvinga bankanna til að selja eignir eða eitthvað annað sem hamla myndi stærð þeirra, hefði hann strax verið skotin í kaf. Minna má á að mörgum þótti það ábyrgðarleysi hjá Davíð Oddsyni að tala um væntanlega lækkun á íbúðarverði, allt að 30%, það átti að hafa slæm áhrif á markaðinn.
Í ljós hefur komið að bankarnir sendu inn rangar og villandi upplýsingar til eftirlitsaðila, það var ekki vitað fyrir hrunið, það kom margt í ljós, varðandi óábyrga hegðun stjórnenda þeirra þegar málin voru skoðuð, eftir að hrunið skall á.
Öllum ber saman um, pólitískum andstæðingum og samherjum Geirs, að hann sé vandaður og heiðarlegur maður. Hann hefur mun betra orðspor heldur en ráðherrar dagsins í dag. Þegar atburðarrásin hefur átt sér stað, þá er hægt að sjá ýmislegt sem betur mátti fara, þannig er það alltaf.
Heiðarleiki Geirs birtist m.a. í því, að hann skipaði rannsóknarnefnd til að rannsaka eigin störf.
Mun Steingrímur J. Sigfússon skipa rannsóknarnefnd til þess að rannsaka þátt hans í því, að færa skjaldborg fyrirtækja og heimila til erlendra vogunarsjóða, sem enginn veit hverjir eru, nema þá hann sjálfur og hans nánasta samstarfsfólk?
Ástæðan fyrir réttarhöldunum er mjög einföld.
Vinstri menn hafa lengi beðið eftir tækifæri til að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn og fólk með kommúníska hugsun hikar ekki við að beita óþverrameðölum, til þess að verja málstaðinn.
Flestir vita að ríkisstjórnin er ósamstíga í flestum málum, hún ætti ekki að geta setið af þeim sökum, en það er eitt sem heldur þeim saman og það er mjög sterkt lím, það er hatrið á Sjálfstæðisflokknum.
Lögfróðir menn hafa bent á það, að óþekkt sé í lýðræðisríkjum að ákæruefni séu birt á vefsíðu sem er aðgengileg öllum. Það virðist vera búið að dæma hann sekan áður en réttarhöldin hafa farið fram og honum ekki gefin kostur á að verja sig.
Ef þjóðin vill réttlæti, þá á hún að krefjast þess, með fullum þunga og án þess að gefa nokkuð eftir, að núverandi ríkisstjórn þurfi þá líka að svara til saka varðandi Icesave málflutninginn, þar sem átti að blekkja þjóðina til að borga gríðarlegar upphæðir, skjaldborgina til vogunarsjóða osfrv.
Geri hún það ekki og láti málaferlin yfir Geir standa, þá eru kröfur Þjóðfundarins um réttlæti ómarktækar með öllu.
![]() |
Málsvörn til stuðnings Geir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 5. júní 2011
Steingrímur hótar skuldsettu fólki.
Gera má ráð fyrir því, að þeir einstaklingar sem fengið hafa niðurfellingu vaxta hjá Landsbankanum séu í umtalsverðum erfiðleikum og þoli ekki frekari byrðar.
En fjármálaráðherrann leitar leiða til þess, að kreista eins mikið fé út úr landsmönum og mögulegt er, jafnvel meira.
Á Vísi.is kemur fram, að starfsfólk fjármálaráðuneytissins er að leita leiða til þess, að fá fólk til að endurgreiða vaxtabætur, hafi það fengið niðurfellingu vaxta frá Landsbankanum, en þá vaknar upp sú spurning, hvort niðurfellingin sé til einhvers gagns.
Skuldugir einstaklingar sem hafa fengið vaxtabætur eru vafalaust búnir að eyða þeim, samt ná endar ekki saman. Niðurfelling vaxta lagar ekki allt, en getur hugsanlega gert lífið léttbærara hjá mörgum.
En um leið og fólk telur sig geta andað örlítið léttar og sér kannski fram á einhverja von, þá kemur fjármálaráðherra og hótar því, að láta þessa einstaklinga greiða vaxtabæturnar til baka, jafnvel þótt það sé ómögulegt.
Fjármálaráðherrann hefur afhent erlendum vogunarsjóðum skjaldborgina sem almenningur átti að njóta, hann hefur hækkað skatta up úr öllu valdi og hækkað öll gjöld sem ríkið hefur yfir að ráða, en hann er ekki hættur.
Nú á að taka allt til baka, sem ríkið hefur veitt til skuldugra heimila, þ.e.a.s. ef þau eru í viðskiptum við ríkisrekna bankann.
Hvaða pyntingartól smíðar hann svo næst, til að herða sultaról skuldugra heimila?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 5. júní 2011
Ekkert banaslys á sjó í ár.
Fram kom í ræðu Guðmundar Hallvarðssonar formanns Sjómannadagsráðs, að í ár hafi ekkert banaslys orðið á sjó.
Það eru miklar gleðifréttir og okkur ber fyrst og fremst að þakka aukinni öryggisfræðslu til sjómanna, því hætturnar eru ennþá til staðar.
Eftir að hafa starfað til sjós um áratugaskeið, þá undrast ég þá heppni sem virðist fylgja okkur mörgum.
Oft þegar litið er til baka, þá er ekki hægt annað en að fyllast af auðmýkt og þakklæti til Guðs, vegna þess að oft hefur staðið ansi tæpt.
Ég býst við að allir sjómenn geti sagt sannar sögur af því, þegar eitt handtak eða eitt skref, hefur skilið á milli lífs og dauða. Í verstu veðrunum, þá erum við sjómenn afskaplega vanmáttugir um borð í skipi, sem virðist stórt við bryggju, en í öldudalnum er það óskaplega smátt og auðvelt fyrir öldurnar að gleypa það í einum bita.
Það ber að styrkja og efla það starf sem Slysavarnarskóli sjómanna hefur unnið á liðnum árum, því það hefur sannarlega skilað árangri.
Einnig þurfa landsmenn allir, á meðan sjávarútvegurinn er eins mikilvægur og raun ber vitni, að standa saman og vinna að því, að við fáum annað ár, þar sem ekkert banaslys er á sjó.
Það er ekki sjálfgefið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 5. júní 2011
Hugmyndir Hreyfingarinnar um fiskveiðimál.
Hugmyndir Hreyfingarinnar um fiskveiðimál er, ef eitthvað er, vitlausari en hugmyndir sjávarútvegsráðherra og þá er nú mikið sagt.
Frumvarp þremenninganna lýsir talsverðri vanþekkingu á sjávarútvegnum okkar og greinilegt er, að þau hafa ekki lagt mikla vinnu í að kynna sér málin áður en frumvarpið var unnið.
Nýjir vendir sópa nefnilega ekki alltaf vel.
Þau segja það, að allur fiskur eigi að vera unninn hér á landi, þetta hljómar eflaust vel í eyrum margra, en óvíst er um hagkvæmni þessarar hugmyndar.
Það væri ekki verið að senda ferskan fisk til útlanda með gámum, ef það væri hagkvæmara að verka hann innanlands, það hlýtur að liggja í augum uppi og að setja lög sem skylda útgerðarmenn til þess að reka fyrirtæki sín á óhagkvæman hátt, getur vart talist viturlegt.
En það má vel taka undir hugmyndir þeirra varðandi það, að setja allan fisk á markað.
Þau benda á það, að með því að vinna allan afla innanlands, sem ekki er flakaður og frystur um borð í frystiskipi, getur skapað 800-1000 störf í fiskvinnslu, þetta lætur ósköp notalega í eyrum margra, sérstaklega á tímum þar sem atvinnuleysi er mikið.
En staðreyndin er sú, að rekstur fiskvinnslu hér á landi hefur alltaf verið í járnum, þess vegna hafa mörg fiskvinnslufyrirtæki lagt upp laupana í gegn um tíðina.
Fiskvinnslufyrirtæki greiða af þessum sökum lág laun og þess vegna hafa íslendingar ekki viljað starfa hjá þessum fyrirtækjum, þau notast aðallega við erlent vinnuafl.
Lítil fiskvinnslufyrirtæki, með ákveðna sérhæfingu hafa getað borgað ágæt laun, en þá hefur verið lítil yfirbygging og fáir starfsmenn.
Þessi fjöldi fiskverkafólks, sem mun vera 800-1000. manns verður þá að miklu leiti innfluttur, miðað við reynsluna í gegn um tíðina og það þýðir vitanlega fjölgun bótaþega, ef fyrirtækin fara á hausinn.
Það er spurning, hvort nýjir vendir sópi endilega alltaf best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 3. júní 2011
Ekki er nú sjálfstraustið mikið.
Jón Gnarr borgarstjóri verður seint talinn í hópi stjórnmálaskörunga, þótt örfáir góðviljaðir sérvitringar hrósi framgöngu hans og telji hann standa sig nokkuð vel.
Í vuðtali við Euronews á dögunum, kvaðst hann ekki hafa greitt sjálfum sér atkvæði, enda mun hann hafa vitað þá staðreynd, að hann gæti ekki valdið borgarstjórastarfinu.
Eina loforðið sem hann setti fram í fúlustu alvöru, var víst að fá ísbjörn í Húsdýragarðinn, því honum þykir svo afskaplega vænt um þessar skepnur.
Það mun vera athyglisvert fyrir fræðimenn hér á landi og annarsstaðar, að skoða þetta furðufyrirbæri, sem sinnir borgarstjórastarfi af talsverðum vanmætti, en nokkrum velvilja þó, því þetta er gæðasál þrátt fyrir allt.
Ætli þetta sé ekki fyrsti stjórnmálamaðurinn í veraldarsögunni, sem fer í framboð og greiðir svo ekki sjálfum sér atkvæði?
Þetta hljóta að vera athyglisverðir tímar fyrir vísindamenn á sviði sálvísinda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 29. maí 2011
Hún segir nú ekki allan sannleikann.
Jóhönnu Sigurðardóttur hefur alveg láðst að nefna þá staðreynd, að hennar helstu ráðgjafar og uppistaðan í starfsliði ríkisstjórnarinnar, eru einmitt þeir sem gegndu ábyrgðarstöðum í bönkunum fyrir hrun.
Einnig gleymir hún að geta þess, að hennar ríkisstjórn stóð einmitt fyrir því, að láta erlenda vogunarsjóði hagnast á afskriftum þeim sem ætlaðar voru almenningi í landinu.
Líklegra verður að teljast, að eigendur vogunarsjóða tilheyri stétt "fjárglæframanna" og "stóreignaelítu", frekar en stétt hins almenna launamanns, kannski hefur Hrannar gleymt að segja henni frá því.
Á meðan heimili landsins eru í efstu þolmörkum, þá eru þeir sem ollu hruninu, fjárglæframennirnir, ennþá í fínum málum og þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af sinni framtíð.
Það varður víst seint hægt að segja það um Jóhönnu, að hún sé í góðum tengslum við raunveruleikann.
![]() |
Ofurlaunaliðið fær ekki að soga til sín hagvöxtinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sunnudagur, 29. maí 2011
Hvað hefðu þau gert?
Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar, þá er hægt að spá fyrir um, hvað Samfylking og VG hefðu gert, ef þau hefðu verið við stjórnvölinn í aðdraganda hrunsins.
Már Guðmundsson hefði líklega verið seðlabankastjóri þá og hans skoðun var sú, að bankarnir ættu í lausafjárvanda fyrst og fremst, haustið 2008.
Hann sagði það í viðtali á þessum tíma, að það þyrfti að styðja við bakið á bönkunum, hann hefði þá eflaust gert það, með þeim afleiðingum að 7-8000. ma. króna hefðu bæst ofan á skuldir þjóðarinnar.
Sumir vilja meina, að ríkið hafi ekki fengið lán, en augljóst var, sumarið 2008, að ríkinu stóð til boða að taka lán til að styrkja gjaldeyrisforðann. Stjórnarandstaðan vildi taka lánin, til þess að geta hjálpað bönkunum, en sem betur fer var það ekki gert.
Vitanlega hefði strax verið samþykt að borga Icesave og það verið keyrt í gegn eins og skot, því Samfylkingin vill ekki styggja vini sína í ESB.
Í ljósi þess, að virtir erlendir fjölmiðlar hafa hrósað stefnu sjálfstæðismanna, að láta bankanna falla í stað þess að dæla í þá fé, þá er það æði langsótt að halda því fram, að vinstri stjórn hafi virkað betur í aðdraganda hrunsins.
Og ef litið er til eyðslugleði vinstri flokkana, þá hefðu ríkisútgjöld þanist það mikið út, ef þeir hefðu verið við völd á árunum fyrir hrun, að sennilega væri íslenska ríkið endanlega gjaldþrota.
Vert er að þakka Guði fyrir átján ára valdatíð sjálfstæðismanna, vegna þess, að ráðstafanir voru gerðar sem urðu til þess, að við erum þó allavega ennþá, réttum megin við strikið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 29. maí 2011
Samfylkingin sópaði til sín mestu styrkjunum.
Magnús Þór Hafsteinsson tók saman styrki frá bönkunum, til frambjóðenda og flokka fyrir kosningarnar vorið 2007.
Ef farið er yfir hina vönduðu samantekt Magnúsar þórs, þá kemur fram, að Samfylkingin fékk meira fé í styrki heldur en aðrir flokkar, á eftir þeim kom Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn var í þriðja sæti.
Háir styrkir vekja upp tortryggni hjá kjósendum, þess vegna var það gott framtak hjá sjálfstæðismönnum að minnka möguleika frambjóðenda og flokka til þess að afla sér ofurstyrkja.
Fólki til upprifjunar, þá var það Geir H. Haarde sem fékk Kjartan Gunnarsson til þess að móta tillögur varðandi takmarkanir styrkja til stjórnmálaflokka og frambjóðenda á þeirra vegum og það er einmitt ástæða þess, að tími ofurstyrkja er liðinn.
Samfylkingin þáði styrkina áður en hún gekk til samstarfs við sjálfstæðismenn, þannig að hæpið er að þau geti kennt sjálfstæðismönnum um þá.
Samfylkingin getur aldrei verið trúverðugur flokkur, á meðan hún þorir ekki að horfast í augu við eigin gjörðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 29. maí 2011
Dagur gefur tóninn.
Dagur B. Eggertsson varaformaður Samfylkingarinnar, hefur gefið tóninn varðandi flótta Samfylkingarinnar frá eigin ábyrgð.
Á eyjunni.is er haft eftir Degi, að mistökin sem gerð voru í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn megi ekki endurtaka sig.
Dagur hefur annað hvort gleymt því, eða vill ekki láta það fréttast, hvers vegna var gengið til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningarnar 2007.
Samfylkingin var á þessum tíma í tvöþúsund og sjögírnum og þá var vinstri mennska ekki í tísku hjá þeim.
Þau höfðu nýlega samþykkt landsfundarályktun þess efnis, að laga þurfi regluverkið betur að þörfum fjármálamarkaðarins, á sama landsfundi sagði formaðurinn m.a. að þjóðinni bæri að þakka jafnaðarmönnum fyrir frjálst flæði fjármagns, en það gerði bönkunum mögulegt að vaxa og skóp jarðveginn fyrir útrásina.
Á sama landsfundi var Bjarni Ármannsson, fyrrum bankastjóri og útrásarvíkingur sérstakur gestur.
Á Þingvöllum, þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks var mynduð, þá lagði samfylkingarfólkið áheyrslu á, að laga þyrfti regluverkið betur að þörfum fjármálamarkaðarins, til þess að hann gæti vaxið enn frekar.
Það er athyglisvert í ljósi þess, að nú vilja margir í þessum ágæta flokki meina, að árið 2006 hafi fjármálakerfið verið orðið allt of stórt, en þau sögðu það vitanlega eftir að hrunið varð.
Jóhanna Sigurðardóttir var ráðherra í þessari ríkisstjórn og þrátt fyrir marga galla hjá henni, þá er meðvirkni ekki til í hennar kolli, hún er vön að standa ansi fast á sínu.
Það bendir til þess, að hún hafi verið nokkuð sátt við ástandið eins og það var, árið 2007.
Það er sama hvað Dagur og félagar í forystu Samfylkingar reyna að ljúga sig langt frá sannleikanum, hann kemst alltaf upp fyrr eða síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 28. maí 2011
Hvað ætli þau kenni sjálfstæðismönnum um núna?
Spennandi verður að fylgjast með fréttum af flokksráðsfundi Samfylkingarinnar á morgun.
Skyldi Jóhanna kenna sjálfstæðismönnum um árangursleysi ríkisstjórnarinnar?
Sú aðferð virkar mjög vel, því forysta Sjálfstæðisflokksins lætur sennilega allt yfir sig ganga eins og vanalega, án þess að bera hönd yfir höfuð sér, enda annáluð prúðmenni, stundum einum of.
Í tólf ár ríktu flokkar þeir sem að Samfylkingunni standa og allan tímann kenndu þau sjálfstæðismönnum um, að skuldastaða borgarinar væri slæm.
Í framhjáhlaupi mætti nefna, að á valdatíma R-listans, þá var góðæri hér á landi og mörg ágæt tækifæri til að efla tekjur borgarinnar.
Risarækjueldið, Lína-Net osfrv., er náttúrlulega vegna, óstjórnar sjálfstæðismanna, fyrir stjórnartíð R-listans, að þeirra mati.
Prúðmennska er vissulega góð og gild, en það er nauðsynlegt að grípa til varna ef á mann er ráðist.
![]() |
Landsfundur í október |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)