Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 19. maí 2011
Er Harpan að tærast upp?
Á vef Arkitektafélags Íslands er fjallað um tæringu í gluggum Hörpunnar og ýmsir fagmenn lýsa því yfir, að illa hafi verið að verki staðið, þétting hafi ekki verið eftir réttum stöðlum osfrv.
Þessi bygging getur þá orðið alvitlausasta framkvæmd íslandssögunnar í fyllingu tímans.
Hvernig í ósköpunum datt mönnum í hug, að byggja risastórt tónlistarhús hér á íslandi?
Þótt Björk hafi getið sér góðan orðstír fyrir sína tónlist, ásamt örfáum öðrum söngvurum, þá er nú erfitt að halda því fram að þessir einstaklingar séu stórt hlutfall af þjóðinni, þótt hún sé vissulega fámenn.
Það má vel vera, að þónokkur fjöldi íslendinga geti raulað þokkalega og sómi sér ágætlega í kórum.
Og margir eru bísna leiknir á hljóðfæri og sinfóníuhljómsveitin okkar þykir standa sig með ágætum.
Ég veit ekki hvort hún er á heimsmælikvarða, þótt einhverjir útlendingar hafi hrósað henni, því nokkrum sinnum hefur komið fyrir, að myndir hafa verið birtar af íslenskum þátttakendum í Eurovision, ásamt brosandi útlendingum, sem að sögn fjölmiðilsins hafa hrósað íslendingunum rosalega mikið.
En það er ekkert að marka, útlendingar eru kurteisir og vilja ekki særa svona litla þjóð að ástæðulausu.
Það er eðlilegt að útlendingar brosi góðlátlega og svari því til, að þetta sé nokkuð gott, þegar eftirvæntingarfulllur blaðamaður spyr þá, hvernig þeim líst á lagið.
Enda hefur komið í ljós, að þetta var bara kurteisishjal, við höfum oftast lent talsvert fyrir neðan fyrsta sætið og sem betur fer aldrei unnið, vegna þess að við höfum hvorki aðstæður né efni á að halda keppnina hér á landi.
Við höfum enga almennilega tónlistarsögu á boðr við stærri þjóðir, þrátt fyrir Kristján og Björk.
Við erum að stofni til sjómenn og bændur, það er alveg prýðilegt hlutskipti.
Svisslendingum kæmi seint til hugar að kalla sig fiskveiðiþjóð, þótt einhverjir Svisslendingar starfi eflaust sem sjómenn í öðrum löndum.
En að byggja tónlistarhöll fyrir þrjátíu þúsund milljónir, sem jafnvel er að tærast upp, það er erfitt að fina prenthæft lýsingarorð sem hæfir þeim mistökum.
Viðgerðir geta orðið æði kostnaðarsamar og þá er eins gott að hafa sagt nei við Icesave.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 19. maí 2011
Það þarf nýja rannsóknarnefnd.
Fábjánarnir sem í ráðherrastólum sitja heimta það, að Geir H. Haarde verði sóttur til saka, jafnvel þótt stjórnarliðar sé allir sannfærðir um, að hann sé heiðarlegt góðmenni.
En komið hefur í ljós, að Geir H. Haarde og hans ríkisstjórn, vildu yfirtaka lánasöfn hinna föllnu banka með miklum afskriftum til þess að hægt væri að koma til móts við skuldug heimili og fyrirtæki, vegna þess forsendubrests er varð í kjölfar efnahagshrunsins.
Hægt er að lesa um þetta ítarlegan pistil hjá Ólafi Arnarssyni á Pressunni.
Fábjánarnir í ráðherrastólunum lofuðu skjaldborg um heimilin í landinu ásamt því að hjálpa skuldsettum fyrirtækjum.
Þau höfðu varla sleppt orðinu, þegar þau fóru í viðræður við erlenda kröfuhafa og leyfðu þeim að njóta afskriftanna. Engum dettur til hugar að einhverjar vafasamar hvatir hafi ráðið för hjá Jóhönnu og Steingrími Joð, þau eru fábjánar og verk þeirra endurspegla þau karaktereinkenni ansi vel.
Fábjánar telja sig alltaf vera að gera góða hluti, enda heyrast þau aldrei segja neitt annað, heldur en að allt sé á góðri leið og benda á það, að AGS menn séu ógurlega ánægðir með þau.
Það er vitanlega vegna þess að þau hlýða öllu sem AGS segir og stofnanir eru alltaf glaðar með þá sem hlýða þeim í blindni, skárra væri það nú.
Já það þarf nýja rannsóknarnefnd til að rannsaka öll verk þessarar ríkisstjórnar, ekki til að dæma þessa ræfla, heldur til að kenna þjóðinni enn og aftur þá staðreynd, að vinstri stjórn virkar ekki og mun aldrei virka.
Ég get ekki fengið það af mér að vera reiður út í þessa fábjána,.
Það er vegna þess að amma mín sáluga, sem var mér óskaplega góð og sýndi mér takmarkalausan skilning, kenndi mér það, að vera alltaf góður við fábjána og gamlar konur.
Ég hlýddi alltaf ömmu meðan hún var á lífi og ekki fer ég að sverta minningu hennar, með því að vera reiður við einstakling sem er bæði fábjáni og gömul kona.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. maí 2011
Góður fundur hjá Sjálfstæðisflokknum.
Ég var að koma af mjög góðum fundi hjá Sjálfstæðisflokknum og þar sannaðist enn og aftur, að enginn flokkur jafnast á við hann, þótt hann sé vissulega ekki fullkominn.
Verið var að ræða beint lýðræði og spunnust líflegar umræður um það.
Fundinn sátu einnig menn sem ekki eru í flokknum og það var mikið gleðiefni fyrir okkur sem að honum stóðu.
Til máls tók Eiríkur Stefánsson, pistlahöfundur á Útvarpi Sögu og sagði sínar skoðanir á flokknum, sem voru ekki beint jákvæðar. En það var engu að síður gott að heyra í honum, því þótt við séum ósammála að ýmsu leiti, þá er Eiríkur maður sem talar hreint út og er sannarlega, með hjartað á réttum stað.
Við Eiríkur áttum notalegt spjall eftir fundinn og mér þótti mjög vænt um þá stund.
Sjálfstæðisflokkurinn er opinn og víðsýnn flokkur. Við viljum endilega að sem flestir mæti á fundi hjá okkur og tjái sína skoðun.
Opin tjáskipti, þar sem tekist er á um málefni, eru nauðsynleg í lýðræðislegum stjórnmálaflokki.
Við í Verkalýðsráði flokksins stefnum að því, að hafa fleiri fundi á þessum nótum, sem eru opnir fyrir alla.
Við viljum skiptast á skoðunum varðandi öll mikilvæg málefni, ESB, gjaldmiðilsmál, sjávarútvegs og auðlindarmál osfrv.
Það er okkur mikils virði að fá að heyra öll sjónarmið, því þannig bætum við samfélagið.
Styrkur þjóðarinnar eykst þegar Sjálfstæðisflokkurinn eflist.
Sjálfstæðisflokkurinn stóð að afnámi hafta, opnun markaða og frjálsara samfélagi.
Þótt hann hafi farið nokkrum sinnum út af sporinu í sinni áttatíu ára sögu, þá kemst hann ávallt á rétta braut á ný, sterkari en áður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 18. maí 2011
Steingrímur Joð er sauður.
Eftir að hafa hlustað á viðtalið við Lilju Mósesdóttur og Guðlaug Þór Þórðarson á Bylgjunni, þá varð mín sterka skoðun, varðandi það að Steingrímur Joð sé óttalegur sauður, að bjargfastri sannfæringu.
Þeir sem halda því fram, að ástandið hefði ekki verið skárra ef Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið áfram í valdastólum eftir hrun, þurfa að rökstyðja þá skoðun ansi vel.
Það kom fram í þættinum, að ríkisstjórn Geirs H. Haarde hafi stefnt að því, að láta óháða erlenda sérfræðinga meta verðmæti lánasafna bankanna. Varla er hægt að segja það annað en heilbrigð skynsemi, því það er ágæt leið til að komast sem næst raunvirði lánasafnanna.
En hin sauðheimska ríkisstjórn, vitanlega með ráðherra fjármála í fararbroddi því Jóhanna hefur ekki hundsvit á peningamálum, álpaðist til þess að semja um virði lánasafnana við kröfuhafana.
Svo til að kóróna vitleysuna, þá fór kallsauðurinn hann Steingrímur þá leið, að lögsækja Geir H. Haarde, manninn sem hann taldi heiðarlegt og traust góðmenni. Þótt hann hafi gert það með sorg í hjarta, þá er þetta engu að síður óþverraháttur.
Þótt margt hefði mátt gera öðruvísi í aðdraganda og kjölfar hrunsins, þá er það gjörsamlega út í hött að kæra þann aðila, sem þó tók skynsamlegustu ákvarðanirnar, eins og komið hefur í ljós.
Sumum þætti réttast að lögsækja Steingrím Joð og fleiri ráðherra og stefna þeim fyrir landsdóm, en það er út í hött.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar markast af fávitahætti og vankunnáttu, þau eru ekki ábyrg gerða sinna í þessum efnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 18. maí 2011
Umræða um styrkjamál á villigötum.
Hluti þjóðarinnar er svo einfaldur og grunnhyggin að eðlisfari, að það er nóg að segja "mútur", "ofurstyrkir" og "spilling", til þess að allt fari upp í loft, þetta er auðveld og fljótleg leið til að rústa mannorði einstaklings, sem að getur verið ákaflega granvör og heiðarleg manneskja.
Ein og flestum ætti að vera ljóst, þá er ég mikill sjálfstæðismaður og tryggilega innmúraður inn í þann góða flokk, í fulltrúaráði, flokksráði og stjórn hverfafélags. Ég þekki þingmenn flokksins misvel, suma lítið og aðra nokkuð náið.
Af þeim sökum þekki ég margt varðandi styrki í kring um prófkjör.
Það er ómögulegt að birta nöfn allra þeirra sem styrkja frambjóðendur í prófkjörum, vegna þess að þeir vilja ekki gefa það upp og ástæðan getur verið einföld.
Það skapast oft ansi náin vinátta milli fólks í flokknum og þar af leiðandi er sú hætta fyrir hendi, að maður særi góðan vin með því að gefa upp styrkina.
Ég gæti t.a.m. myndað gott vinasamband við þingmann, við eigum sameiginleg áhugamál og margt sem tengir okkur, jafnvel fjölskyldubönd, en mér finnst annar einstaklingur, sem ég þekki minna hæfari en hann. Þess vegna vel ég ekki vin minn, en ég vil vitanlega ekki að hann viti það, vegna þess að pólitíkusar eru viðkvæmari fyrir höfnun en margir aðrir.
Sjálfur hef ég styrkt frambjóðendur í prófkjöri, vegna þess að mér líst vel á þá og ég vil endilega að þeir komist að. Ég vil ekki gefa upp hverjir það eru, vegna þes að þá koma hinir og spyrja mig, hvers vegna ég styrkti hinn frambjóðandamm, en ekki hann.
Á ég þá að segja t.a.m. við vin minn, að ég hreinlega treysti honum ekki eins vel og hinum?
Þá er ég búinn að skaða og jafnvel eyðileggja vináttu sem var mér mjög kær.
Ég ákvað að nefna þetta, því þetta hefur ekkert verið í umræðunni, vegna þess að fólki finnst meira gaman að þvaðra um spillingu, án þess að geta sannað nokkuð.
Engum varðar um nákvæmar tölur, en ég styrki flokkinn það mikið, að ég fæ spjald sem á stendur "styrktarmaður" fyrir hvern landsfund og gylltan fálka í umslagi ásamt þakkarbréfi frá framkvæmdarstjóra flokksins.
Það er það eina sem ég fæ frá flokknum. En aftur á móti legg ég á mig heilmikla vinnu í þágu flokksins, því ég vil að sjálfstæðisstefnan sé ríkjandi hér á landi.
Aldrei hef ég sóst eftir, né heldur verið boðið neitt frá þeim frambjóðemdum sem ég hef styrkt, þeir hafa sem betur fer komist að og það er mér nóg.
Það þýðir ekki að kokgleypa allar fullyrðingar, sem koma frá pólitískum andstæðingum viðkomandi, án þess að skoða hvort eithvað liggi að baki þeim.
Það er oft ágætt að hugsa aðeins meira og kynna sér málin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 17. maí 2011
Harpan er ein samfelld sorgarsaga.
Klassísk tónlist hefur auðgað mitt líf, frá því ég man eftir mér.
Snemma hreifst ég af dýptinni og kraftinum í verkum Beethoven, Óðurinn til gleðinnar eru tónar frá öðrum heimi að mínu mati. Það er mjög upplífgandi að hlusta á stríðnina og léttleikann í verkum Mozarts og það frábæra hugmyndaflug sem hann hafði er einstakt, enda var kom hann með nýjan tón inn í tónlistarheiminn.
Úti á sjó þykir mér fátt betra en að njóta þess að láta öldurnar vagga mér inn í draumalandið og hlýða á Árstíðirnar eftir Vivaldi, maður skynjar rigningu, sól, vetur og storm og ég sé þegar ég loka augunum og hlusta á kaflann um sumarið, fallegan skóg og heyri óm af fuglasöng.
Alls þessa hef ég notið fyrir tíma Hörpunnar, en hús af þesari stærðargráðu hentar ekki íslensku þjóðinni, allavega ekki á tímum sem þessum.
Þótt Einar Benediktsson tali um miklar tekjur af tónleikum og ráðstefnum, þá er eftir að greiða niður kostnaðinn af byggingunni, ég hef heyrt að hann sé þrjátíu milljarðar og rekstrakostnaður mun vera ca. milljarður á ári, hef ég frétt.
Á sama tíma og þarf að styrkja löggæslu í landinu og efla heilbrigðisþjónustuna, ásamt því að huga vel að þeim sem á hjálp þurfa að halda, þá er þessi framkvæmd fáránleg.
Við þurfum ekki dýrasta tónlistarhús veraldar til að hlusta á tónlist. Tónlistin er allsstaðar, hægt er að hlýða á þyt í laufi á sumrin, fagran lækjarnið osfrv., náttúran flytur margar ljúfar tónsmíðar sem hægt er að njóta.
Ef fólk hefur ekki áhuga á tónlist nátúrunnar, þá eru til ágætis hljómflutningstæki og ef fólk vill hlusta á lifandi tónlist, þá virtist Háskólabíó hafa séð ágætlega fyrir því.
Vissulega er endalaust hægt að bæta alla hluti, en það þarf alltaf að sníða sér stakk eftir vexti.
Ekki ætla ég að lofa mér því, að fara aldrei í Hörpuna, það hefur ekkert upp á sig.
Fyrst húsið er komið, þá er eins gott að njóta þess, þótt ég hafi aldrei verið sáttur við að íslendingar væru að bruðla á þennan hátt.Það er best að sætta sig við það sem ekki er hægt að breyta og Harpan hverfur ekki þótt ég neiti að sækja þangað.
En við íslendingar erum ekki rótgróin tónlistarþjóð, við erum fiskimanna og bændasamfélag fyrst og fremst.
Þjóð sem er ekki sátt við eigin sjálfsmynd, lendir alltaf í vandræðum eins og sést á þessri miklu peningasóun sem skilar sér aldrei að fullu til baka.
![]() |
Brotið blað í menningarsögunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 17. maí 2011
Steingrímur og Jóhanna klúðruðu sínu besta tækifæri.
Það hefði ekki verið hægt að velja betri aðstæður, heldur en það ástand sem ríkti í kjölfar hrunsins hér á landi, fyrir vinstri flokkanna til að sanna sig og efla fylgið.
En Steingrímur og Jóhanna klúðruðu því svo gjörsamlega að óvíst er hvort þau nái nokkurn tíma kjöri aftur.
Ef þau hefðu haldið rétt á spilunum í upphafi stjórnarsetu sinnar, þá hefðu þau fengið þjóðina á sitt band.
Lánasöfn bankanna voru yfirtekin með 60% afföllum, þá hefði verið prýðishugmynd að lækka höfuðstól allra lána um ca. 15% og gefa það út, að þetta væri gert til að koma til móts við fólk vegna þeirra forsendubreytinga sem áttu sér stað.
Síðan hefði átt að setja allar framkvæmdir á fullt, álver osfrv., VG hefði getað sagt við sína kjósendur að í því neyðarástandi sem ríkti, þá væri miklvægt að auka framleiðsluna og skapa atvinnu og tekjur, jafnframt hefði verið hægt að friða kjósendur VG og segjast vera að skoða aðrar leiðir, ekki yrðu fleiri álver.
Kannski hefðu allir fylgjendur VG gleypt þetta, en vafalaust hefði þetta bætt ímynd forystunnar hjá þjóðinni.
Samfylkingin hefði getað sagt við sína kjósendur að nú væri ekki tímabært að sækja um aðild að ESB, því það þyrfti að ræða þau mál frekar og afla því stuðnings, ennfremur væri ekki heppilegt að setja stórfé í umsóknarferlið á meðan ástandið væri svona, en SF hefði jafnframt getað sannfært sína kjósendur um, að engin stefnubreyting hefði átt sér stað.
Ímynd Jóhönnu og Samfylkingarinnar hefði stórbatnað við þetta og jafnvel orðið nokkuð góð.
Steingrímur hefði getað áréttað þá skoðun sína, sem hann setti fram í stjórnarandstöðu, að okkur bæri ekki að greiða Icesave og í framhaldinu fengið harðsnúna erlenda samningamenn í lið með sér og gefið fyrirmæli um, að neita öllum greiðslum, nema þeim sem kæmu úr þrotabúi Landsbankans.
Þau hefðu átt að benda á allan kostnaðinn sem væri í utanríkisþjónustunni og víðar og sagt þjóðinni, að þau stæðu með fólkinu í landinu og myndu fyrst skera niður allan óþarfa.
Þau hefðu getað haft virkt samtal við þjóðina, með blaðamannafundum, og sagt að það yrði síðast af öllu ráðist í skattahækkanir, fyrst yrði skoðað hvar hægt væri að skera niður og allra leiða leitað til þess.
Menn hefðu alveg horft framhjá einu og einu orði um "helævítis íhaldið", þau hefðu getað sagt að allt of miklum peningum hafi verið eytt í óþarfa í þeirra tíð og nú yrði beitt aðhaldssemi á þessum erfiðu tímum, skjaldborg yrði sannarlega slegið um almenning í þessu landi.
Skattlagningu séreignarsparnaðar hefðu þau átt að taka fagnandi og segja að nú væri þörf á minni skattalækkunum. Þau hefðu getað sagst vera öðruvísi en sjálfstæðismenn, því þau tækju við góðum hugmyndum sama hvaðan þær kæmu.
Það hefði nú aldeilis bætt þeirra ímynd til muna og meiri sátt skapast í samfélaginu.
Utanríkisráðherra hefði átt að senda lið út um allan heim til að kynna okkar málstað og afla okkur vina.
Hægt er að tína fleiri atriði, en látið skal nú staðar numið að sinni.
Í staðinn fyrir að nota þetta gullna tækifæri til að sýna þjóðinni, hversu gott væri að búa við vinstri stjórn, þá ákváðu þau að gera allt kolvitlaust, enda eru þau svo sem góðu vön.
Vinstri menn stjórnuðu borginni í tólf ár og komust upp með að kenna sjálfstæðismönnum um allt sem miður fór.
Það hefur verið nóg að senda fræðimenn út af örkinni og bölva sjálfstæðismönnum ásamt því að föndra einhverjar tölur til að rökstyðja vafasaman málstað, þjóðin kokgleypti alla vitleysuna.
En málið horfir öðruvísi við þegar þau eru sjálf í eldlínunni, þá sést það svo vel, hversu vanhæf þau eru.
En eitt almesta bull í vinstri mönnum er, að vinstri stjórnin hafi tekið við á versta tíma.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. maí 2011
Hafa þau kvarnir í staðinn fyrir heila?
Mikið óskaplega hljóta vitsmunir að vera af skornum skammti hjá ráðamönnum þjóðarinnar, því ef svo er ekki, þá er svo óhugnanleg mannvonska á ferðinni hjá þeim, að það hálfa væri nóg.
Ég ætla að vona að ástæðan sé heimska, þeirra vegna.
Leiðarahöfundur Morgunblaðsins skrifar mjög góða pistla og margt gott má út úr þeim lesa.
Í dag kemur fram í leiðara moggans, að skattbyrði hér á landi hafi þyngst mun meira heldur en í hinum OECD ríkjunum. Á sama tíma ritar launaður aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, Stefán Ólafsson lofgreinar um skattkerfið og lýgur því, að þeim sem verst eru settir hafi verið hlíft.
Það kemur nefnilega fram, að skattbyrðin sé hvað þyngst hjá einstæðum, tekjulágum foreldrum með tvö til þrjú börn á framfæri.
Enda hef ég engan einstakling með lágar tekjur heyrt hæla ríkisstjórninni fyrir að hafa hlíft sér, þvert á móti, þá þjáist þetta fólk vegna hækkunar á hinum ýmsu nauðsynjum og það er ekki ofmælt.
Það þyrfti að rannsaka þátt VG í búsáhaldabyltingunni, en þar voru framdir gjörningar sem eru svartur blettur á þjóðinni, þótt meirihluti mótmælenda hafi vafalaust verið friðsamir.
Vitað er að mótmælaspjöld voru geymd á skrifstofu Vg og Álfheiður Ingadóttir tók virkan þátt í að, leiðbeina mótmælendum í gegn um síma. Álfheiður er að sögn þeira sem til hennar þekkja, ekkert sérstaklega friðelskandi kona.
Grunsemdir eru einnig uppi um, að Steingrímur hafi viljað klúðra Icesave til þess að leyfa fólki að finna fyrir því, hversu illa Íhaldið" hafi farið með þjóðina, þótt það sé vitanlega blekking. Hvaða önnur rök geta legið að baki því, að senda Svavar og Indrið til að semja, menn sem kunna ekkert til verka í þeim málum.
Kannski að ástæðan sé heimska Steingríms, en ég er ekki viss um það, Jóhanna er hlandvitlaus, en Steingrímur virðist hafa, allavega meira vit en hún, en seint mun hann talinn í hópi mestu vitringa landsins.
Icesave klúður, kommúnískt eftirlit með ferðamönnum, hærri skattar heldur en þjóðin stendur undir, löggæslan í molum, óhlýðni við æðsta dómstól landsins osfrv.
Ofangreindar aðgerðir bera vott um hreinræktaðan fávitahátt eða þá, óhugnanlega mannvonsku.
Seint verður víst vitað hvor skýringin er rétt, en sama hvor er rétt, þá er þessi ríkisstjórn búinn að klúðra ansi miklu og hún á eftir að gera fleiri vitleysur ef hún situr mikið lengur.
Ætli stuðningsmönum hennar fari ekki fækkandi frá degi til dags?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 16. maí 2011
Beint lýðræði er það mikilvægasta af öllu.
Aldrei verður of oft bent á mikilvægi þess, að notast við beint lýðræði hér á landi.
Fáir þora að hugsa þá hugsun til enda, ef ríkisstjórnin hefð náð að hengja Icesave klafann á þjóðina.
Sá forsætisráðherra sem þjóðin neyðist til að þola i óákveðinn tíma, reyndi allt sem hægt var, að þvinga hörmungarsamning Svavars Gestssonar upp á þjóðina, en óþarft er að tilgreina þann kostnað sem af því hefði hlotist, hann er flestum kunnur.
Hún lofaði að segja af sér, sem hefði verið heillaskref fyrir land og þjóð. En VG eyðilagði þá sælu með aulalegum undirlægjuhætti, þess vegna sitjum við ennþá uppi með kerlinguna.
Þegra þjóðin verður fyrir því óláni, að búa við snarklikkaðan forsætisráðherra, sem hótar jafnvel að sitja sem lengst og halda áfram að ergja þjóðina með óskiljanlegri vanþekkingu á efnahagsmálum, þrátt fyrir áratuga reynslu, bæði sem þingmaður og ráðherra, þá er eins gott að hafa möguleika á að stoppa vitleysuna í henni.
Hún reyndar hefur haldið því fram, að mál á borð við Icesave sé ekki hægt að leggja fyrir þjóðina, en eins og svo oft áður þá hafði hún rangt fyrir sér.
Þjóðinni er fyllilega treystandi fyrir því, að kjósa um mál er hana varða. Og það sem meira er, staðfestar heimildir sýna það með óyggjandi hætti, að þeir sem eiga að taka ákvarðanir fyrir þjóðina eru gjörsamlega vanhæfir og rúmlega það.
Þess vegna ber þjóðinni skylda til, að heimta beint og milliliðalaust lýðræði í næstu kosningum og sá stjórnmálamaður sem treystir ekki þjóðinni, hann getur varla vænst þess, að þjóðin treysti honum.
![]() |
Jóhanna hótaði afsögn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. maí 2011
Uppboð á aflaheimildum?
Fyrir nokkrum árum ríkti jafnaðarmannastjórn í Reykjavíkurborg.
Þeim datt í hug, að efla borgarsjóð með því að efna til uppboðs á lóðum.
Eftir þá vitleysu, snarhækaði lóðarverð upp úr öllu valdi, fjöldi byggingaverktaka lenti í stórvandræðum og gjaldþroti og ómögulegt var fyrir venjulegt fólk að slást við fjársterka verktaka um einbýlishúsalóðir. Vitanlega hafði þetta líka áhrif á óeðlilega hátt íbúðarverð, þótt ekki sé verið að horfa framhjá öðrum orsökum.
Núna vilja fulltrúar nýja vandarins, sem á víst að sópa vel á þingi, þ.e.a.s.Hreyfingin, setja aflaheimildir á uppboð.
Hætt er við að einhver strá vanti í vöndinn, því þessi leið verður til þess, að ómögulegt verður fyrir aðra en þá, sem eru fjársterkir nú þegar, að hefja útgerð.
Talaði þetta lið ekki einhvern tíma um, að það þyrfti að jafna möguleika fólks?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)