Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 30. janúar 2011
Millifærsla á réttlæti.
Þegar vinstri menn tala um að framfylgja réttlæti, þá finnst mér það fremur millifærsla á því góða markmiði heldur en raunverulegt réttlæti.
Sú árátta að taka meira af einum hópi og láta til annars er ekkert annað en óréttlæti gegn þeim sem tekið er af, þetta var líka mín skoðun meðan ég var staurblankur.
Mín réttlætiskennd er eflaust ekki fullkomin frekar en annarra, en hún gengur út á það að öllum líði vel og auðmenn eru líka menn, ásamt stjórnmálamönnum.
Þeir sem helst gaspra um breytingar á stjórnarskrá finnst í lagi að úthrópa saklaust fólk sem glæpamenn, jafnvel þótt meginstoð réttaríkisins sé sú að enginn sé sekur uns sekt sé sönnuð. Svoleiðis fólki er ekki treystandi til að koma með réttláta stjórnarskrá.
Ég gæti trúað að einhver þvargarinn fyndi hjá sér hvöt til að segja mig ekki sjálfum mér samkvæman, því ég hef oft skammast út í sitjandi ríkisstjórn.
En aldrei hef ég ásakað þau um glæpi, því heimska varðar ekki við lög.
Eina réttlætið er að stækka þjóðarkökuna með mikilli sókn í útflutningsgreinum og eflingu þeirra, eljusemi og mikilli vinnu. Þá hafa allir meira í sinn vasa.
Það er til fullt af fólki sem stendur margfalt betur en ég að vígi fjárhagslega, margir eru heppnari en ég í lífinu osfrv., ég gleðst með öllum þeim sem gæfu njóta og hagnast vel.
Einnig hef ég samúð með þeim sem höllum fæti standa.
En ég vil alls ekki sjá neina millifærslu á réttlæti, heldur að við stefnum að því að bæta hag allra, þá verður þjóðin sterkari en hún er í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 29. janúar 2011
Ætli hún hafi lesið stjórnarskrána blessunin hún Jóhanna?
Við höfum afar sérstæðan forsætisráðherra um þessar mundir.
Hún vill stjórnlagaþing, vegna þess að þingið hefur illa náð að gera breytingar á stjórnarskránni.
Ég veit ekki hvað hún á við, en það hafa verið sett inn rúmlega fjörtíu ný ákvæði í hana, en ákvæði hennar eru áttatíu og eitt.
Ef ég skil hana rétt, þá langar hana til að koma þjóðareign á fiskveiðiauðlindinni í stjórnarskrána.
Það er óþarfi, því enginn deilir um hver er á skepnurnar sem synda í hafinu við Ísland, það er þjóðin.
Og þjóðkjörin ríkisstjórn fer með umráðarétt yfir eigninni í umboði þjóðarinnar.
Útgerðarmenn hafa ekkert um veiðar eða nýtingu að segja, ríkisvaldið ákveður hvernig veiðum er háttað og hversu mikið er veitt.
Ríkisstjórnin hefur möguleika á að veita hverjum sem hún kýs að nota auðlindina með þeim skilyrðum sem hún setur.
Svo er það hverjum hún leyfir að nýta auðlindina allt önnur umræða, en þeir sem fá að nýta hana eru ekki eigendur og hafa aldrei verið.
Ég nenni ekki að rökræða kvótann akkúrat núna, ég er ekki í skapi til þess í dag, ég er bara að benda á muninn á eignarrétti og nýtingarrétti, en Jóhanna virðist ekki skilja það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 28. janúar 2011
Fordæmis leitað aftur í aldir.
Þorvaldur Gylfason er skiljanlega argur um þessar mundir, hann sá fram á að hans yrði minnst fyrir það afrek að hafa fært þjóðinni nýja og betri stjórnarskrá.
Hann lagði á sig mikla vinnu varðandi heimildaöflun og ferðaðist til Afríku í þeim tilgangi að finna góða fyrirmynd að stjórnarskrá íslendingum til handa.
Mörgum þykir eflaust Afríkuförin endurspegla gamalt máltæki er talar um að "sækja vatnið yfir lækinn", en látum það liggja milli hluta, hann er búinn að leggja mikla vinnu í að undirbúa sig og örugglega getum við lært eitthvað af Afríkubúum varðandi stjórnskipan, það er ágætt að hafa frumlega hugsun.
Svo þegar í ljós kom að kosningin var dæmd ólögmæt, þá varð þorvaldur ekki sáttur.
Hann lagði á sig mikla vinnu, eins og hann gerði er hann leitaði í smiðju þeirra í Afríku, til að finna fordæmi fyrir svona gjörningi eins og hæstiréttur framdi.
Honum til mikillar furðu, þá hefur framkvæmd kosninga hér á landi oftast verið með ágætum og kosningaþátttaka þokkaleg, svona að mestu leiti.
En elja Þorvaldar er slík að hann gefst aldrei upp ef rökstyðja á góðan málstað.
Eftir heilmikla rannsóknarvinnu fann hann það út, að sennilega hafi eingöngu 30% þjóðarinnar kosið fulltrúa á þjóðfundinn árið 1851.
Vitanlega er hæpið að hrekja þessi rök fræðimannsins, því enginn er víst til frásagnar um kosningar sem fóru fram fyrir eitthundrað fimmtíu og níu árum síðan.
Og hvers vegna ættu menn ekki að geta talið þau 37% þjóðarinnar vel geta endurspeglað vilja heildarinnar fyrst 30% þátttaka þótti ásættanleg árið 1851. Varla hefur tíðarandinn breyst svona mikið á rúmri einni og hálfri öld.
Já, það er bara heilmikið til í þessu hjá Þorvaldi og menn skulu ekkert vera að spá í áræðanleika talna er varða það, hversu mörg prósent kosningabærra manna greiddu atkvæði fyrir þjóðfundinn árið 1851.
Já, ekki láta svona, það þarf ekki að tákna nein frávik í þessum heimildum þótt kirkjubækur hafi ekki alltaf verið rétt skráðar og mörg vafaatriði varðandi fæðingardaga og fæðingarár fólks sem lifði á þessum tíma.
Við eigum ekki að festast í smáatriðum, heldur treysta mönnum sem af mikilli menntun státa og prófessorsstöðu við sjálfan Háskóla Íslands.
Svoleiðis kallar fara ekki með fleipur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 28. janúar 2011
Álitsgjafinn með enn eitt bullið.
Hinn ofurvinsæli álitsgjafi vinstri manna Stefán Ólafsson er mættur með nýtt bull.
Það er ánægjuleg tilbreyting, því hann hefur verið leiðinlega fastur í að bulla um Gini-stuðla.
Það nýjasta hjá honum er að bulla aðeins og dóm hæstaréttar og örlítið bullar hann um stjórnarskrá lýðveldisins.
Hann segir m.a. í grein á Pressunni í dag; "mikilvægt er þó að ekki eru uppi ásakanir um misferli eða óeðlileg áhrif á útkomu kosninganna".
Það hlýtur að geta talist óeðlileg útkoma þegar vafi leikur á um hvað stendur á 13-15% kjörseðla, enginn veit vitanlega hvað í þessum atkvæðum stóð, en þau hefðu getað breytt úrslitunum.
Þeir sem halda því fram að hæstiréttur hafi dæmt sjálfstæðismönnum í hag, skal í framhjáhlaupi bent á, að Páll Hreinsson er í hópi þessara dómara og hann er sá sami og fór fyrir rannsóknarskýrslunni frægu.
Engum dettur til hugar að segja hann hafa talað hlýlega til sjálfstæðismanna þar, hvers vegna ætti hann að gera það núna? Hann er bara að sinna sínum störfum samkvæmt bestu samvisku og dæma samkvæmt lögum.
Svo kemur blessaður kallinn hann Stefán og segir það best að setja helstu breytingatillögur sem stjórnarskrá varða í þjóðaratkvæði.
Svo óheppilega vildi til að ég gleymdi stjórnarskránni minni um borð, þannig að hún þvælist um hafið engum til gagns þessa daga, en ég er svo heppinn að eiga góðan vin sem er lögfræðingur, hann staðfesti það sem mig minnti, stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir að breytingar séu settar í þjóðaratkvæði, þannig að tillaga hans brýtur í bága við stjórnarskrá lýðveldisins.
Menn geta flett henni upp á netinu ef þeir vilja staðfestingu, en 79. grein segir berum orðum að alþingi eða aukaþing komi með tillögu að breytingum og í framhaldinu eru þær sendar forseta til staðfestingar.
Stjórnvöld eiga að sýna fordæmi í að fara eftir lögum en ekki fara í kring um þau samkvæmt eigin geðþótta hverju sinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 28. janúar 2011
Niður með fjandans flokksgleraugun!!!!
Nú er kominn tími á að þjóðin fari að tala saman, án þess að hafa flokksgleraugun á nefinu.
Tökum málin út frá þjóðarhagsmunum og engu öðru, spyrjum okkur fyrst að því, hvað sé mest aðkallandi á þessum tímum.
Það hljóta allir að vera sammála um að það sé gjaldeyrisöflun, því við höfum lítið eigið fé eins og sakir standa.
Hvað hefur ríkisstjórnin gert í því máli?
Hún hefur barist gegn álframleiðslu, samt fluttu álverin út fyrir 173. milljarða á síðasta ári, þannig að eitt álver skapar mörg störf auk þess verður tímabundin atvinna fjölda manns á byggingatímanum með tilheyrandi tekjustreymi í ríkiskassann.
Menn fjasa um að það sé ekki hægt að fá orku.
Þjórsá getur gefið næga orku, við erum í neyð og þá þarf að fórna einhverju.
Svo þarf að leita fleiri leiða ásamt því að bæta ímynd landsins til þess að laða hingað erlenda fjárfesta og sannfæra þá um, að hér sé gott að vera.
Og ef menn vilja ekki álver, þá þurfa að koma hugmyndir sem leiða af sér sambærilegar gjaldeyristekjur.
Hvaða flokkur er líklegastur til að ryðja brautina fyrir ofangreindum atriðum?
Sjálfstæðisflokkurinn að sjálfsögðu, en hefur hann aldrei gerst sekur um neitt misjafnt?
Jú, svo sannarlega, það hafa allir flokkar skuldsett þjóðina upp í rjáfur og gerst sekir um að hygla sínum mönnum hægri vinstri, allir flokkar eru samsekir að þessu leiti og bera þar af leiðandi jafna sök.
Ef einhver getur bent á það, að vinstri flokkarnir hafi komið með betri og skjótvirkari aðferðir til gjaldeyrisöflunar, þá er það vel, þá skal ég lofa að hætta að skammast út í vinstri flokkanna og leyfa þeim að stjórna í friði.
Ef það reynist misskilningur, að vinstri flokkarnir hafi eytt tugum milljarða í óþarfa, þá mun ég ekki berjast gegn þeim.
Hægri vinstri, VG, SF, Framsókn eða Sjálfstæðisflokkur, skiptir engu máli.
Við styðjum þá sem hafa bestu lausnirnar varðandi gjaldeyrisöflun og verðmætasköpun, einnig hygg ég að flestir vilji halda eftir einhverju af því sem þeir vinna fyrir.
Það þarf opnar umræður um samfélagsmálin, án flokksgleraugna.
Ég hef ekki gert Sjálfstæðisflokknum hærra undir höfði en öðrum flokkum í þessum pistli og er opinn fyrir gagnrýni og nýjum hugmyndum.
Koma svo, rita athugasemdir og segja sína skoðun!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 28. janúar 2011
Er munur á "fjórflokknum"?
Sumir nota hugtakið "fjórflokkur" og segja þar með að allir stjórnmálaflokkar séu eins.
Svo benda þeir á, að nauðsynlegt sé að skipta ölum út og fá nýtt blóð á þing, sumir segja það að Hreyfingin geti reddað öllu.
Ekki skal neitt fullyrt um það, ágæti Hreyfingarinnar kemur ekki í ljós fyrr en hún fær tækifæri til að vera í ríkisstjórn. Fram til þess tíma verður hún óskrifað blað í íslenskum stjórnmálum.
Ekki skal eytt mörgum orðum er varða muninn á Jóhönnu og Steingrími Joð í stjórn og stjórnarandstöðu, hann ætti að vera öllum kunnur.
En það er grundvallarmunur á "fjórflokknum".
SF og VG leggja meiri áheyrslu á að leysa málin með millifærslu fjármagns sem er til staðar í landinu, heldur en að skapa gjaldeyri, sem er forsemda þess að þjóðin geti lifað í þessu landi.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eiga það sameiginlegt að leggja mikla áheyrslu á að skapa gjaldeyristekjur og alvöru atvinnu.
Það er grundvallarmunurinn, þess vegna finnst mér skynsamlegra að styðja þessa tvo flokka heldur en hina.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur ríka áheyrslu á einkaframtakið og að stéttirnar verði að vinna saman, þess vegna styð ég hann.
En allir þessir flokkar eiga það sameiginlegt að hafa gert stór og afdrifarík mistök á lýðveldistímanum.
Þeir tóku allir þátt í óhóflegum lántökum, of miklum ríkisútgjöldum og því að finna gæluverkefni fyrir þá sem þeim líkaði við. Erfitt er að sjá hver af þessum fjórum flokkum bera mesta sök í þeim efnum, sennilega eru þeir allir jafnsekir.
Það er hverjum manni erfitt að höndla völdin svo vel sé, það sést hvað best ef sagan er skoðuð. Fáir menn hafa komist frá langri valdatíð, án þess að hafa gert mistök, ef þá nokkur. Það skýrist fyrst og fremst af því, að pólitíkusar eru menn af holdi og blóði eins og ég hef oft bent á, en margir eiga erfitt með að skilja það og gera kröfur til þess að stjórnmálamenn séu nokkurs konar hálfguðir, ef ekki bara sömu gerðar og frelsarinn.
En sá einstaklingur finnst víst ekki í bráð, þess vegna verðum við að notast við þá sem í boði eru.
Lítil þjóð sem byggir litla eyju á allt sitt undir útflutningi. Það skilja sjálfstæðis og framsóknarmenn.
Lítil þjóð getur öðrum þjóðum fremur skapað sátt á milli stétta, því hér hefur aldrei verið rótgróin stéttskipting.
Sjálfstæðisstefnan, eins og hún er, en ekki endilega eins og hún hefur verið framkvæmd, er sú eina sem endurreist getur samfélagið eins og staðan er í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 27. janúar 2011
Kann Jóhanna ekkert í stærðfræði?
Nú þurfa einhverjir fróðir menn að kenna forsætisráðherra undirstöðuatriði í stærðfræði, til að hún geti komið einhverju rétt út úr sér.
Hún segir þjóðina kalla eftir stjórnlagaþingi, samt voru 37% þjóðarinnar sem mættu á kjörstað.
Skólakrakkar á miðstigi átta sig á því að 37% getur aldrei talist meirihluti, Jóhanna hefur verslunarskólapróf og hún á að vita þetta.
Svo er ekki vitað hversu margir af þessum 37% voru endilega fylgjandi stjórnlagaþingi, það getur verið snúið að finna út úr því, en það er ljóst að 37% táknar minnihluta kosningabærra manna.
Ég tilheyri þeim hópi kjósenda sem vil ekki sjá svona andskotans vitleysu, en ég kaus vegna þess að ég lofaði vinum mínum að kjósa þá, ég veit ekki hvort þessi ástæða eigi við um fleiri.
Þegar óleyst eru ýmis aðkallandi vandamál í þjóðfélaginu, þá getur ekki verið efst á forgangslistanum að breyta stjórnarskránni.
En forsætisráðherra sem tekur það upphaf endurreisnar að setja tvo bankamenn í gæsluvarðhald, það lýsir ekki góðri sýn á heildarmyndina.
Það ætti einhver að troða því í hausinn á henni, að lykill velmegunar er aukin gjaldeyrissköpun og ekkert annað, á tímum sem þessum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 27. janúar 2011
Enn einn stjórnarliði með stórbrotna vanþekkingu á efnahagsmálum.
Þingmaður sem telur það réttlætanlegt að setja 200. milljónir í ekki neitt, hlýtur að hafa mjög takmarkaðan skilning á fjármálum.
Það er vitanlega að hluta til rétt, 200. milljónir er ekki tilfinnanleg upphæð hjá ríkinu, þessir peningar hafa ekki úrslitavald um hvort landið fer á hausinn eður ei.
En 200. milljónir hefðu dugað til að milda að einhverju leiti niðurskurð í heilbrigðismálum, það hefði þó allavega sýnt jákvæða viðleitni í þá átt, að sýna velferðarstjórn í verki.
Það væri ekki tilefni til ergelsis ef 200. milljónir væri eina upphæðin sem ríkisstjórnin hefur hent út um gluggann. En það þarf að líta á heildarmyndina.
Vinstri stefna stjórnarliða virkar eins og útbúnaður sá sem settur er á vagnhesta, til að þeir sjái aðeins eina átt.
Það hentar þeim sem stjórnar hestvagninum vel, en afskaplega slæmt er fyrir stjórnmálamenn að hafa slíkt sjónarhorn.
Ríkisstjórnin hefur hent tugum milljarða út um gluggann, en þeim finnst það í góðu lagi.
Hins vegar langar þá lítið til að styrkja heilbrigðis og velferðarkerfið, því það er svo dýrt.
Sennilega er það hinu þrönga sjónarhorni um að kenna, þar sem þeir þurfa ekki tilfinnanlega á heilbrigðisþjónustu að halda, þá skilja þeir ekki þá sem eru sjúkir.
![]() |
Kosningar kosta 100 tonna þorskkvóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. janúar 2011
Veit Jóhanna ekki hver er forsætisráðherra?.
Hún er orðin þreytt bæði og þjökuð af miklu vinnuálagi blessuð gamla konan.
Það er gríðarlega erfitt að hafa unnið langan vinnudag við það að gera afdrifarík mistök og þurfa stöðugt að réttlæta þau í fjölmiðlum, einnig hlýtur það að vera óskaplega mikið álag að vera í starfi sem er langt fyrir ofan getu viðkomandi.
Hún segist enga ábyrgð bera á klúðrinu sem varð í kring um framkvæmd stjórnlagaþingsins.
Þrjú ár eru langur tími í pólitík, það er jafnvel hægt að skipta um karakter á þeim tíma, en þekkt er meðal þeirra sem hafa lágt sjálfsmat, að þeir skipta ört um karakter.
Í þingræðu árið 2005 sagði hún sem skeleggur stjórnarandstæðingur með hjartað barmafullt af sterkri réttlætiskennd; "enda bera ráðherrar ábyrgð á öllum stjórnarathöfnum samkvæmt lögum og stjórnarskrá".
Henni fannst ekki nóg í lagt varðandi ábyrgð ráðherra, hún vildi gera hana enn meiri.
En geta ber þess að hún var reyndar ekki ráðherra þá og átti sennilega ekki von á að verða það nokkurn tíma.
En sú hörmungartíð birtist með látum og hvelli, tíminn hennar kom og óvíst hvenær hann endar.
Kannski er hún búin að vera svo lengi í stjórnarandstöðu, að hún fattar ekki að hún er ráðherra og ber ábyrgð.
Þorvaldur Gylfason væri kannski vís með að fræða hana um þá staðreynd, að hún er nú forsætisráðherra og ber þar af leiðandi ábyrgð á stjórnarathöfnum öllum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 26. janúar 2011
Innistæðulaust grobb.
Ég las grein eftir hv. fjármálaráðherra í Fréttablaðinu og þar var karlinn enn einu sinni að grobba sig af bættri stöðu þjóðarinnar.
Hann er einn þeirra sem lifað hefur talverðan tíma hér á þessari jörð, án þess að skilja út á hvað lífið gengur.
Það þýðir ekkert að grobba sig af einhverju sem embættismenn og aðrir fræðingar hafa setið sveittir um langa hríð að búa til. Það er enginn alvöru hagvöxtur og verður ekki fyrr en farið verður að auka gjaldeyrisflæði til landsins, þá er ekki átt við lánsfé.
Flestir landsmenn grípa til ákveðinnar ráðstöfunar þegar þörf er á auknum tekjum, þeir leita sér að meiri vinnu. Og duglegt fólk spyr ekki endilega hvert sé eðli starfsins, þeir vilja bara fá auknar tekjur. Það dettur engum heilvita manni til hugar þegar hann þarf að vinna sig út úr skuldum, að leita eftir auknum lánum, það vita það allir að slíkt eykur vandann.
Og það er ekki bara þrjóska hans við að efla hér gjaldeyrisskapandi atvinnu, heldur spreðar hann stórfé í hin ýmsu gæluverkefni og hefur nú nýlega valdið því að ríkissjóður tapaði 12.000. milljónum á því að setja pening í tryggingafyrirtæki sem stóð á brauðfótum, svo hefur verið sett stórfé í stjórnlagaþing, sem reyndist svo ólöglegt þegar til átti að taka, tugir milljarða hafa verið settir í sparisjóði landsins, hundruði miljóna í ESB osfrv.
Ætli sá einstaklingur yrði ekki álitinn skrítinn, sem væri blankur og nýtti sínar litlu tekjur til að fara daglega út að borða, leikhús einu sinni í viku og keypti sér áskrift af öllum sjónvarpsstöðvum sem í boði væru, en vildi ekki vinna meira og tæki stöðugt aukin lán til að fjármagna áhugamálin?
Hvenær í ósköpunum fer þessi blessaða stjórn frá völdum svo almenningur í landinu þurfi ekki nær daglega að verða vitni að takmarkalausri heimsku og yfirgripsmikilli vankunnáttu stjórnarliða.
Þetta er eiginlega óþolandi ástand, fábjáni sem forsætisráðherra og enn meiri fábjáni sem borgarstjóri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)