Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 26. janúar 2011
Þarf stjónarskrárbreytingu til þess að auðlyndir hafsins verði þjóðareign?
Sjálfskipaðir spekingar um stjórnskipunarmál hafa farið mikinn og sagt, að nauðsynlegt sé að setja skýr ákvæði varðandi eignarhald á fiskveiðiauðlindinni.
Það er ekki nokkur vafi á því, hver á fiskinn í sjónum, það er þjóðin. Og ríkið fer með umráð yfir auðlindinni í umboði þjóðarinnar.
Svo er nýtingarréttur allt annað mál, hægt er að deila um hverjum þjóðin ætti að leyfa að nýta auðlyndir þær sem hún á, án nokkurs vafa.
Ef ég er eigandi húsnæðis, þá má ég gera hvað sem mig langar til að gera. Ég má brjóta niður veggi og breyta öllu sem ég vil í íbúðinni, enginn getur bannað mér það. Einnig má ég leyfa öðrum að búa í henni, bæði ókeypis og einnig fá af því leigutekjur.
Sá sem að leigir íbúð, má hins vegar ekki einu sinni mála hana án samþykkis eiganda. Eigandinn hefur umráðaréttinn yfir sinni eign, að sjálfsögðu.
Ríkið getur og hefur sett lög um fiskveiðar, útgerðamenn hafa ekkert um það að segja. Nýlegt dæmi sem styður mitt mál, er þegar sjávarútvegsráðherra bannaði dragnótaveiðar á vissusvæði. Einnig eru tímabundin bönn við notkun veiðarfæra alþekkt sem og bann við togveiðum á viðkvæmum svæðum í landhelginni.
Útgerðarmenn verða að lúta vilja kjörinna fulltrúa eigenda auðlindarinnar.
Ekkert styður þá kenningu að útgerðarmenn eigi fiskimiðin, þeir hafa eingöngu leyfi til að nýta þau og ef einhver ruglar saman nýtingar og eignarrétti, þá hefur viðkomandi ekki góðan lagaskilning til að bera.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 26. janúar 2011
Hvað stóð á kjörseðlunum sem ekki var hægt að skilja?
Ögmundur fór mikinn í Kastljósi gærdagsins og sagði að dómur hæstaréttar hafi ekki leitt í ljós, að framkvæmd kosninganna hefði breytt neinu um úrslitin.
Þarna endurspeglar hann enn og aftur grunnhyggni stjórnarliða, en þeim virðist vera lífsins ómögulegt að hugsa nokkurn skapaðan hlut til enda.
Fram kom í upplýsingum landskjörstjórnar, að erfitt hafi verið að lesa í 13-15% kjörseðla.
Aldrei fæst úr því skorið hvað á þeim stóð, en reikniskekkja upp á 13-15% getur vel haft áhrif á raunveruleg úrslit kosninga, það hlýtur að vera öllum ljóst, sem kunna grunnatriði í stærðfræði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 25. janúar 2011
Bullið í Jóhönnu.
Hún segir að þjóðin krefjist stjórnlagaþings, samt var nú kjörsóknin ekki upp á marga fiska.
Margar yfirlýsingar voru gefnar af stuðningsmönnum stjórnlagaþings, einn kvað þetta dæmi um fávitahátt þjóðarinnar osfrv.
Ekki þótt mér nú flókið að kjósa, ég rölti á kjörstað til að taka þátt í þessari þvælu, vegna þess að ég hafði lofað ágætum vinum mínum að veita þeim atkvæðið mitt.
Ef maður lofar einhverju, þá er sjálfsagt að standa við það.
En þeir sem hlutu mitt atkvæði náðu ekki kjöri, enda ekki við því að búast því þetta eru hinir greindustu menn.
Ekki ætla ég samt að segja að þeir sem hlutu kjör hafi allir verið aular, vitanlega var þarna einn og einn með þokkalegu viti, en margir frambjóðenda eru nú afar sérstæðir að mínu mati, þótt ekki sé dýpra í árina tekið að sinni.
Sjónlagaþingið skiptir engu máli. Ríkisstjórnin hefur ekki lagt það í vana sinn að hlusta eftir öðrum sjónarmiðum en sínum eigin, auk þess er stjórnlagaþingið ekki bindandi, þau pössuðu sig á því, ef ske kyni að eitthvað gáfulegt kæmi þar fram.
Svo er ég sammála Sigurði Líndal og fleiri lögspekingum, núverandi stjórnarskrá hefur virkað ágætlega til þessa.
Haldi einhver að öðruvísi stjórnarskrá hafi bjargað okkur frá kreppunni, þá hefur sá hinn sami afar sérstæðan skilning á lögum.
Enn og aftur, þá þurfum við gjaldeyri inn í landið, ég veit að ég virka staglkenndur þegar ég segi þetta, en þetta er samt satt, þótt það komist seint í höfuð þeirra sem öll völd í hendi sér hafa.
Stjórnlagaþing við núverandi aðstæður er ekkert annað en sóun á fé, sem betur væri komið hjá þeim sem líkn þurfa á að halda.
En þar sem stjórnarliðar virðast við ágæta heilsu, sem betur fer, þá geta þau illa sett sig í spor þeirra sem þjáningar þurfa að þola.
![]() |
Íhaldið er skíthrætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 25. janúar 2011
Íslenskt samfélag án "hrunflokkanna".
Gaman er að velta fyrir sér ástandinu hér á landi ef Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hefðu aldrei verið til. Eingöngu skal leitast við að ræða sögulegar staðreyndir og fara hratt yfir sögu um ástand þjóðarinnar ef eingöngu vinstri menn hefðu ráðið hér ríkjum og miðað er við að allt annað sé til staðar.
Vitað er að Kommúnistaflokkurinn var hallur undir Sovétríkin á fyrri hluta síðustu aldar a.m.k. og ekkert hefur bent til þess að Sjálfstæðisflokknum sé þar um að kenna né Framsóknarflokknum.
Ekki skal fullyrt að við hefðum endilega orðið hluti að Sovétríkjunum, því það er svo fjári dapurlegt, en allavega hefðum við verið í fremur nánu samneyti við þau varðandi vöruskipti og vafalaust hefðu menn þegið ráð frá þeim varðandi landsstjórnina og óvíst væri að mikil gleði ríkti með framkvæmd þeirra.
Þar sem vinstri menn hatast við auðvaldið, þá er líklegt að togarar væru í einhvers konar samvinnufélögum og gefum okkur að það hefði gengið ágætlega, því maður þarf líka að vera bjartsýnn. Enginn hefði grætt mikið, en flestir haft nóg að borða og þak yfir höfuðið.
Ólíklegt er að erlend stóriðja hefði fengið náð fyrir augum ríkjandi aðila, þannig að við hefðum þurft að treysta á fiskveiðar fyrst og fremst. Það hefði væntanlega komið "eitthvað annað", þannig að Indriði H. væri eflaust glaðari en hann er í dag.
Það má vel vera að "eitthvað annað" hafi getað skapað tekjur sem væru viðbót við fiskinn.
Svo átti sér stað viss þróun hjá krötunum, Jón Baldvin varð markaðssinnaður og frekar til hægri og vel á minnst, gefum okkur það að Gylfi Þ. hafi hætt öllum haftabúskap og innleitt visst markaðsfrelsi á sama tíma og Viðreisnarstjórnin kom.
Vissulega hefðu verið tekin erlend lán og landið haft ágætt lánstraust og rausnarlegri velferðaraðstoð væri hér á landi.
Jón Baldvin hefði vitanlega verið sami ESB sinnin og vafalaust hefði hann kippt okkur í ESB og við væntanlega tekið upp evru.
Jafnaðarmenn stuðluðu að opnun fjármálamarkaða, þannig að bankar hefðu verið einkavæddir hér á landi.
Þótt "hrunflokkarnir" væru ekki til staðar, þá er viðbúið að íslendingar væru eins og þeir eru, þannig að útrásin hefði átt sér stað ásamt öllu tilheyrandi. Ríkissjóður hefði bólgnað út, eins og hann gerði og velferðarkerfið hefði vitanlega þanist út, því Jóhanna hefði fengið að blómstra í þessu árferði.
Erlendar skuldir hefðu sennilega ekki verið greiddar niður, því það var verk sjálfstæðismanna og í þessari heimsmynd eru þeir ekki til, þannig að skuldastaðan væri hugsanlega verri.
Hrunið á fjármálamörkuðum heimsins hefði orðið, því varla trúir því nokkur í alvöru að það hafi verið sjálfstæðis og framsóknarmönnum að kenna.
Þá hefði verið farið út í að styrkja gjaldeyrisforðann eins og vinstri menn vildu, að hluta með lántökum og gefum okur að bindisskylda hafi verið tekin upp eins og þorvaldur Gylfason vildi, hún hefði samt ekki haft áhrif á erlenda starfsemi bankanna og þeir þá lánað meira til vildarvina sinna en hefðbundinna viðskiptavina.
Svo þegar hrunið skall á, þá héldu bæði þorvaldur og Már að þetta væri lausafjárvandi. Þeir hefðu þá látið dæla fé í eitrað bankakerfi með þeim afleiðingum að skuldir ríkisins væru einhverjum þúsund milljörðum hærri en þær eru nú.
Icesave hefði verið stofnað og Bretar og Hollendingar gert sínar kröfur. Við værum í ESB, þannig að við værum nú þegar löngu byrjuð að borga skuldina.
Ekki kom ESB í veg fyrir slæmt ástand í Grikklandi og Írlandi, þannig að vafasamt er að halda að sambandið hefði stöðvað nokkuð hér á landi.
Sjávarútvegurinn nyti ekki veikingar krónunnar, þannig að fiskverð hefði lækkað og þá hefðum við ekki sambærilegan viðskiptajöfnuð og við höfum í dag.
Skuldir ríkisins væru margfalt hærri sem og atvinnuleysi væri meira.
Nú getur fólk hugsað hvort "hrunflokkarnir" hafi verið eins slæmir og menn vilja vera láta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 25. janúar 2011
Loksins alvöru vinstri mennska.
Ungliðahreyfing VG ætlar boðar félagsmönnum sínum nám í stjórnmálaskóla sínum á næstu dögum og er ætlun þeirra, að kafa djúpt ofan í kenningar Karls heitins Marx. Einnig stendur eitthvað um Sovét, en óljóst er hvað það táknar.
Mér finnst það mikið hreinlegra fyrir vinstri menn að boða hreina vinstri mennsku, þá veit fólk hvað það er að kjósa.
Vinstri menn hafa nefnilega verið á hálfgerðum flótta frá sinni stefnu og verið stöðugt að færa sig til hægri í sínum málflutningi. Þeir þykjast vera fylgjandi markaðsfrelsi að einhverju leiti og eru löngu hættir að boða alvöru jafnaðar og vinstri mennsku.
Verk ríkisstjórnarinnar eru aftur á móti með alvöru vinstri formerkjum, þótt hún viðurkenni það ekki til fulls.
Ríkið höndlar með stórfyrirtæki og lætur þau af hendi til aðila sem hún velur sjálf, án opins útboðs. Ríkið hefur jafnframt rekið fyrirtæki í harðri samkeppni við einkaaðila, sem er ekkert annað en rakinn óþverraskapur gagnvart þeim einstaklingum sem reka sín fyrirtæki af elju og dugnaði.
Sjaldan hefur ríkt eins mikil leyndarhyggja eins og eftir að ríkisstjórnin lofaði að hafa allt uppi á borðum.
En ungliðarnir ætla þó að gera kjósendum þann greiða að veita þeim skýra valkosti í kosningum.
Svo er bara að sjá hversu vel gengur að afla Kommúnismanum fylgis hér á landi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 25. janúar 2011
"Á dómsins æðsta degi drekkur róninn kannski vín".
Jón Ársæll Þórðarson ræddi í þætti sínum Sjálfstætt fólk við mikinn heiðursmann sem beðið hefur lægri hlut í baráttunni við Bakkus, en enginn skyldi dæma hann fyrir það.
Bakkus gamli er nefnilega þekktur fyrir að gera engan mun á fólki, hann tekur jafnt háa sem lága í sínar ísköldu heljargreipar.
Þessi merkismaður heitir Sævar og var sjómaður áður en hann gekk til liðs við konunginn illræmda. Hann hefur marga hildina háð og missti dóttur sína unga, hún tók of stóran skammt af heróíni. Greinilega var sorg Sævars, hann flutti tregafullt lag er hann hafði samið til hinnar látnu dóttur sinnar. En hann bar harm sinn eins og sönnum karlmanni sæmir, viðurkenndi sorgina en lét hana ekki buga sig.
Einnig er hann sjálfur dauðvona vegna lungnakrabbameins, en með sönnum hetjuskap og æðruleysi, tekst hann á við hinn illvíga sjúkdóm, með þá einlægu von í hjarta að Drottinn veiti honum hvíld eftir sorglegt líf hér í þessum heimi.
Hann kvaðst ekki vilja þiggja hjálp frá hinu opinbera því hann hefur húsaskjól og telur sig þar af leiðandi í betri stöðu en margir í hans hópi.
Nöturlegt var að horfa á fólk sem forðaðist Sævar, þegar hann var að biðja um aur fyrir dreggjum dagsins. Samt var hann kurteis og bauð af sér góðan þokka. Við eigum að huga að okkar minnstu bræðrum og það er í lagi að víkja að þeim örlitlum aur, ef við erum aflögufær. Allavega skaðar ekki að gefa svona fólki örlítið brot af sínum tíma og jafnvel vinsamlegt bros.
Ekki skal ég fullyrða um hvort hann þiggi áfengi þegar hann mætir skapara sínum, en ég geri ráð fyrir að hann fái ögn blíðari móttökur heldur en margir þeir, sem telja sig yfir hann hafnir, meðan þeir dvelja í þessum heimi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 24. janúar 2011
Leiðir til endurreisnar.
Eftir margra ára góðæri og tiltölulega áhyggjulaust líf hjá íslenskri þjóð er nú komin kreppa.
Í stað þess að takast á við vandann með bjartsýni og þor að leiðarljósi, þá láta menn reiðina ná tökum á sér og tefja þar með endurreisnina umtalsvert. Íslendingur er vissulega vorkunn að vissu leiti, því við höfum óttalega vesalinga í hlutverki leiðtoga þjóðarinnar sem draga kjark úrfólki frekar en að auka hann.
Það er almennt vitað að vinstri flokkarnir voru byggðir upp af reiði, þannig að ólíklegt er að bjartsýni og kjarkur komi úr þeirri átt.
Við þurfum að nýta okar auðlyndir, hvetja fólk til að leggjast á árar og róa lífróður að landi. Við þurfum aukinn gjaldeyri, eins og sjálfstæðismenn hafa margoft talað fyrir daufum eyrum stjórnarliða. Fyrst og fremst þarf að nýta sköpunarkraftinn og dugnaðinn sem í hinum almenna borgara býr.
En ríkisstjórnin leitast við að kippa fótum undan útgerðinni, vegna þess að hún græðir um of að hennar mati, en lítur ekki til þess að útgerðin, þrátt fyrir minnkandi aflaheimildir, hefur þó verið að koma með 200. milljarða inn í landið, í beinhörðum gjaldeyri.
Svo tala þau niður álfyrirtæki sem eru að koma með 173. milljarða inn í landið.
Þessar tvær burðarstoðir efnahagslífisins koma með samtals 373. milljarða í landið á síðasta ári. Samt er stjórnarliðum eitthvað í nöp við þessar greinar.
Ef einhver skynsemisglóra væri í núverandi ríkisstjórn, þá myndu þau gera allt sem hugsast gæti, til þess að styrkja þessar greinar og leyfa þeim að blómstra í friði.
Leiðin til endurreisnar er ekki að stofna til stjórnlagaþings, þeim peningum er betur varið til að verja velferðarkerfið, hún er ekki heldur í því fólgin að sækja um aðild að ESB, því mörg ríki innan þessa ágæta bandalags eru ekki í minni vanda en íslendingar.
Auk þess kostar umsóknarferlið stórfé, en þeim peningum væri betur farið til að verja hagsmuni þeirra sem höllum fæti standa.
Leiðir stjórnarliða til endurreisnar virka ekki, þess vegna þarf nýtt fólk til valda og nýja stefnu, sjálfstæðisstefnuna.
Það þarf að virkja allar auðlyndir sem hægt er og hámarka arðsemi útflutningsveganna allra.
Þjóðin þarf að vinna sig út úr reiðinni, því hún er eitt það mesta eyðileggingarafl sem þekkt er í víðri veröld.
Bjartsýni, starfsgleði, áræðni og þor, við þurfum sárlega á því að halda núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 24. janúar 2011
Það eina sem dugar er, sjálfstæðisstefnan til endurreisnar.
Það sem sjálfstæðisstefnan boðar, hlýtur að höfða til allra þeirra, sem hugsa um hagsmuni lands og þjóðar.
Það er raunar til hópur nokkurra sérvitringa hér á landi, sem vilja njörva allt niður í ríkisforsjá og hækka álögur á þá sem eiga of mikið af peningum, að þeirra mati, og vilja eitthvað annað en það sem getur byggt upp atvinnu og eflt gjaldeyristekjur þjóðarinnar.
"Stétt með stétt" er ein af mikilvægustu stoðum Sjálfstæðisflokksins. Það hafa flestir heyrt að, en fáir skilið það.
Stétt með stétt þýðir það einfaldlega að allar stéttir landsins eiga að vinna saman. Þetta skilur okkur frá vinstri flokkunum, en þeir hafa lengi talið fólki trú um að þeir, sem sköpuðu fólki atvinnu, vildu helst að allir lifðu við sult og seyru, sem hjá þeim starfa.
Vinstri flokkarnir hreinlega boða átök milli stétta, en svoleiðis átökum hafa engu skilað.
Eina tilraun sem gerð hefur verið í átt þessa góða grunnstefs sjálfstæðisstefnunnar, er þjóðarsáttin fræga og það var ávísun á góðæri til margra ára.
En það sem ergir fólk varðandi Sjálfstæðisflokkinn, eru aðallega þeir sem valist hafa á þing fyrir hans hönd.
Ekki skal lagður dómur á persónur, enda er ég fylgismaður Sjálfstæðisflokksins, en ekki endilega talsmaður þeirra sem á þingi eru, þótt ég sé nú á þeirri skoðun, að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu einna skástir í flórunni á þingi um þessar mundir.
Reyndar verð ég að viðurkenna að framsóknarmenn hafa sýnt flotta takta, en þingmenn hinna flokkanna eiga ekki upp á pallborðið hjá mér.
Þetta á ekki að snúast um persónur heldur um stefnur og áheyrslur. Það þarf að efla og styrkja Sjálfstæðisflokkinn, hægri menn þurfa að þjappa sér saman á einn stað. Svo er alltaf hægt að skipta um mannskap og endurnýja ef fólki sýnist svo.
Sjálfstæðisflokkurinn er opinn og lýðræðislegur flokkur, þar sem menn berjast fyrir sínum hugsjónum og jafnvel hafa forystuna undir ef því er að skipta.
En við sjálfstæðismenn erum ekki alltaf að tala um þetta, því okkur finnst þetta sjálfsagt og eðlilegt, að meirihlutinn fái að ráða.
Ef fólk vill efla útflutninginn, en það er víst forsemda þess að við getum lifað hér á landi, þótt vinstri mönnum sé sú staðreynd, af einhverjum ástæðum,algerlega hulin,þá er Sjálfstæðisflokknum best treystandi til þess.
Það skal tekið fram að ekki er verið að tala um persónur sem tengjast flokknum. Menn bæði koma og fara og þeir sem eru á þingi í dag koma til með að hverfa héðan í fyllingu tímans. En Sjálfstæðisstefnan og flokkurinn lifir þá alla.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 22. janúar 2011
Steingrímur Joð er gæðablóð.
Það hefur komið í ljós, að Steingrímur Joð er maður góðhjartaður mjög, en stórlyndir menn eins og hann, eru oft "ekki allra" eins og stundum er sagt.
Hann ákvað af góðmennsku sinni að setja nokkra milljarða af almannafé til þess að bjarga Sjóvá, enda var félagið í bölvuðu basli, þannig að ekki veitti þeim nú af hjálpinni.
Svo tók seðlabankastjóri sig til og seldi hluta af eign ríkisins í tryggingafélaginu, kom þá í ljós að hluti peninga þeirra sem fjármálaráðherrann af góðmennsku sinni setti í félagið, var nú glatað fé.
Fjölmiðlar spurðu ráðherrann hugumstóra um þessa glötuðu milljarða og hann svaraði því til, að það mætti bara alls ekki láta það gerast ,að keyra eitt af stærstu tryggingafélögunum í þrot.
Vissulega vel meint, en sökum þreytu af völdum krefjandi starfa, gerast oft mistök hjá flestum.
Hann ætlaði vissulega að slá skjaldborg um heimilin í landinu, en alveg óvart, hefur hann slegið þéttri skjaldborg utan um auðmenn þessa lands.
Þessi hvimleiðu mistök hins alþekkta gæðablóðs, ættu að vera öðrum víti til varnaðar.
Það borgar sig ekki að velja sér starf sem er langt umfram getu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 21. janúar 2011
Ekki forsendur til launahækkanna.
Það er undarlegt á tímum sem þessum, að gerðar séu kröfur til fyrirtækja, að þau greiði hærri laun til starfsmanna sinna.
Vissulega geri ég mér grein fyrir að þessi pistill virkar eins og köld vatnsgusa framan í marga, sem raunverulega þurfa á hærri launum að halda og það er ómögulegt fyrir marga að ná endum saman með þeim tekjum sem þeir hafa nú þegar.
En raunveruleikinn er oft ansi leiðinlegur og ósanngjarn og það er hann svo sannarlega í dag, en við verðum samt að taka honum eins og hann er, hvernig sem okkur líkar við hann.
Fyrirtæki berjast í mörg hver í bökkum, allt hefur hækkað og stjórnvöld hafa ekki látið sitt eftir liggja varðandi það, að hækka rekstrakostnað þeirra.
Geta þeirra til að greiða laun hlýtur að markast af því, hver fjárhagsstaðan er.
Ef þau hins vegar neyðast til að greiða hærri laun, þá þýðir það því miður aukið atvinnuleysi, eins og málum nú er háttað.
Hið opinbera þarf að skapa hagstæðari rekstrarskilyrði fyrirtækjum til handa, með t.a.m. skattalækkunum, því ríkið ætti að hafa meira bolmagn til að taka á sig skerðingu heldur en fyrirtæki sem á brauðfótum standa og almenningur sem vart nær að fæða sig og klæða.
![]() |
Hærri laun og afnám verðtryggingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)